Morgunblaðið - 12.08.1978, Side 27

Morgunblaðið - 12.08.1978, Side 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGA^DAGUR 12. ÁGÚST 1978 „Hefengan tíma til að sinna oddvitastarfinu” begar staðarnafninu Þykkvi- hær skýtur upp í hugum manna trnKja flestir það við kartöflu- rækt. Ekki er það að ástæðu- lausu. því að Þykkvibær er stærsta karöfluræktunarsvæðið á landinu. Magnús Sigurlásson nefnist oddviti Djúpárhrepps, en auk þess að gegna stöðu oddvita. rekur hann verzlun. sláturhús og kjötiðju og er stöðvarstjóri Pósts og sfma í Þykkvahæ. Við hittum Magnús að máli á skrifstofu hans. þar sem hann sat innan um margvfsleg skjöl og pappíra, með rauðglóandi simann sér við hlið. „Ég tók við oddvitastarfinu í vor, en mágur minn, sem hafði verið oddviti í 36 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Ég hef engan tíma til að sinna þessu, en einhvern veginn fer það nú svo að sömu mennirnir sinna þessum embættum. Þetta er næstum því fullt starf og þegar ofan á kemur verzlunarreksturinn og rekstur sláturhússins og kjötiðjunnar vill verða lítið úr tímanum," segir Magnús. „Áður en ég tók við oddvitaembættinu, var ég búinn að vera í hreppsnefnd í fjöldamörg ár, svo ég hafði fengið smjörþefinn af þessu," bætir Magnús við og brosir í kampinn. Rúmlega 10.000 fjár slátrað á ári. Talið snýst að rekstri slátur- hússins og Magnús upplýsir að venjulega sé slátrað að milli 10 og 13.000 fjár á ári, „en það fer eftir heyönnum sumarsins. Meðan slátrun stendur yfir kemur hingað aðkomufólk og vinnur í sláturhús- inu og það getur orðið nokkuð margt. Það er mikið til sama fólkið, sem vinnur í sláturhúsinu og vinnur við kartöfluuppskeruna á haustin. Annars hefur kartöflu- uppskeran verið léleg undanfarin þrjú ár og ekki leit heldur vel út framan af í ár. Júnímánuður var kaldur, en upp úr mánaðámótun- um júni-júlí tók að hlýna og síðan hefur tíðin verið góð. En það kom sandfok um miðjan júlí og þá eyðilagðist hluti kartöflusvæð- anna. Svæðin, sem eru austast, urðu verst úti, en fróðir menn telja að allt að fimm prósent kartöflu- svæðanna hafi lamazt í sand- fokinu. Að öðru leyti tel ég ástandið vera sæmilegt," heldur Magnús áfram. Kjötiðnaðarstöðin er starfrækt yfir veturinn og allt fram að vorönnum, en starfsemin liggur niðri yfir sumarið. Ibúar Djúpárhrepps teljast nú vera á milli 280 og 285 og er þá undanskilið það aðkomufólk, sem vinnur við Sigöldu- og Hrauneyja- fossvirkjun, en við lok Sigöldu- virkjunar unnu um 200 manns við hana. Sigöldu- og Hrauneyjafoss- virkjun eru í landi Djúj)árhrepps og nágrannahreppsins Ásahrepps, og Tangavirkjun, sem fyrirhuguð er, verður einnig í landi þessara tveggja hreppa. Af þessum tæpu 300 eiginlegu íbúum Djúpárhrepps eru 58 kartöflubændur. Kartöflubænd- urnir eiga þó gjarnan eitthvað af kvikfé og er algengt að þeir séu með nokkur hross, fáeina tugi af rollum og fjórar til fimm kýr. Verzlunin 50 ára á árinu Sem fyrr segir rekur Magnús verzlun á staðnum, en það gerir hann í félagi við Friðrik Magnús- son kaupmann. Búskap hefur Magnús aldrei verið með, enda hefur hann haft í nógu að snúast með verzlunina. „Verzlunin hefur nú verið starf- rækt í hálfa öld og á hún afmæli seinna á árinu," segir Magnús. „Stofnandi hennar var tengdafaðir minn, Friðrik Friðriksson, og ber verzlunin enn nafn hans. Nei, hvað ætli ég sé að halda upp á afmæli verzlunarinnar. Ég reyni að gleyma mínum eigin afmælisdög- um, hvað þá að ég sé að halda upp á afmæli verzlunarinnar. Ég fer ekki einu sinni á fyllerí í tilefni af afmælinu," segir Magnús og hlær við. „Við reynum að veita alhliða þjónustu í verzluninni, en segja má að hún skiptist í tvennt, hina raunverulegu verzlun og afurða- sölu. Ef hlutirnir eru ekki til, þá eru þeir pantaðir og koma með næsta bíl,“ heldur Magnús áfram og bætir við að verzlunin sjái sjálf um flutningana. „Fólk kemur frá Hellu til að verzla og fer aftur héðan til Hellu í innkaupserindi sín. Verzlunin hefur gengið þokka- lega í 50 ár og allt útlit er fyrir að lítil breyting verði þar á. Eftir sköttunum að dæma virðist verzl- unin ganga vel, því ég hef yfirleitt haft háa skatta og eitt sinn var ég hæsti skattgreiðandinn yfir Sunn- — AFKOMAN í garðyrkjunni hefur verið upp og niður. Einkum er afkoman hjá þeim sem að mestum hluta leggja stund á útirækt breytileg, því í þeirri ræktun verða menn að stóla á það eitt að veðrið sé hagstætt, sagði Sigurður Tómasson, garðyrkjubóndi á Hverabakka í Hrunamanna- hreppi, er við ræddum við hann. Hann hefur fengist við útiræktun á grænmeti allt frá árinu 1944 og þá á jörðinni Grafarbakka í Hrunamanna- hreppi en 1950 stofnaði hann nýbýlið Hverabakka úr þeirri jörð. Sigurður ræktar einvörð- ungu grænmeti og er bæði með útirækt s.s. hvitkál, blómkál og rófur og gróðurhús, þar sem hann ræktar aðallega tómata og gúrkur. — Garðrækt á sér að baki nokkuð langa sögu hér í Hreppunum, því það var árið 1931, sem Helgi Kjartansson, bóndi í Hvammi, ræktaði fyrst blómkál hér. Var það í volgu landi frá Grafarbakka og ég man að þá kostaði kálhausinn 18 aura. Þetta var tilraun af hálfu Helga og í framhaldi af henni var byrjað að rækta kartöflur í þessu volga landi með góðum árangri í nokkur ár. Síðar þótti landið of verðmætt og það var farið að rækta þar hvítkál, gulrætur, blómkál og rófur. Fyrstu árin var hvítkálið selt í stykkjatali og var höfuðið selt á krónu en tímakaupið var á þessum tíma 65 aurar. Helgi í Hvammi var einnig brautryðjandi í því að rækta skógarlundi við heimili hér í sveitinni og ef litið er yfir sveitina nú sést að þessi áhugi Helga hefur smitað út frá sér. Garðræktin hefur aukist samfara aukinni neyslu — Útiræktun á grænmeti byggist algjörlega á tíðarfarinu Siguröur Tómasson, garðyrkju- bóndi á Hverabakka í Hreppum, er hér að skera blómkál ásamt kaupmanni sínum Dagbjarti Bjarnasyni. Ljósm. Sig. Sigm. og allt fram til 1962 var tíðarfar frekar hagstætt fyrir okkur garðyrkjubændur og þó veðrátt- an hafi ekki verið eins góð eftir það hefur þessi ræktun yfirleitt gengið vel. Hér er bæði skýlt og ræktunarlandið er á hverasvæði og það því volgt, þannig að frost er ekki lengi þar í jörðu. Sum vor hafa næturfrost skemmt verulega fyrir og sl. vor var verra en undanfarin vor og t.d. var júní einu stigi kaldari en í meðallagi og það hefur sín áhrif. — Garðræktin hefur aukist allmikið á seinni árum hjá mér og öðrum, því að fólk er farið að kunna að meta þessar vörur betur en áður, enda er grænmeti talið mjög hollt og helst hefur verið talið að íslendingar neyttu of lítils grænmetis. Heildar- grænmetisneysla okkar er t.d. ekki nema brot af því, sem nágrannaþjóðir okkar neyta. Veðurskilyrðin setja okkur tak- mörk varðandi mögúleika til ræktunar og þó við höfum aðgang að nægum hita hérlendis þá er birtan ekki næg nema stuttan tíma á ári. Æskilegt aö menn sérhæfi sig — en sérhæfing krefst stærri eininga — Á síðustu árum hefur orðið veruleg fjölgun á gróðrarstöðum hér í Hrunamannahreppnum og þá sérstaklega í Flúðahverfinu. Garðyrkjubændur hér eru mjög samheldnir og miðla gjarnan fróðleik sín í milli. En okkur er ekki nóg að framleiða grænmet- ið, því að við verðum að koma því á markað. Garðyrkjumenn stofnuðu á sínum tíma sérstakt félag til að annast þessa sölu, Sölufélag garðyrkjumanna og þangað sendum við fram- leiðsluna. En við höfum átt því láni að fagna að hafa sama bílstjórann, sem flutt hefur fyrir okkur grænmetið suður sl. 25 ár en það er Guðmundur Sigurdórsson í Akurgerði. — Ég er bæði með útirækt og gróðurhús en vitanlega væri æskilegt að menn sérhæfðu sig í þessu eins og öðru, en sér- hæfingin gerir líka kröfu til stærri eininga. Með því að vera með fleiri greinar getur maður nýtt gróðurhúsin og garðana saman með því að forrækta plönturnar undir gleri. Höfum orðiö aö bjarga okkur án opinberrar aöstoðar — Við garðyrkjubændur höf- um orðið að bjarga okkur án opinberrar aðstoðar sem marg- ar aðrar geinar landbúnaðar njóta. Við kjósum ekki að verða teknir undir þetta opinbera kerfi en við erum hins vegar ákaflega óhressir yfir því að einmitt á þeim stutta tíma, sem við komum með framleiðslu okkar á markað, s.s. hvítkálið, sé flutt til landsins erlent hvítkál. Okkur hefði þótt eðli- legra að verja þeim gjaldeyri til einhvers annars. Við verðum að byggja okkar afkomu á veðri og vindum og án nokkurrar opin- berrar fyrirgreiðslu og þá þykir okkur hart, þegar hálfopinber stofnun stendur fyrir inn- flutningi í beinni samkeppni við þessa framleiðslu, sagði Sigurð- ur að lokum. Byggjum okkar afkomu á veöri og vindum Þeir feógar Ingimar Sigurósson og Siguröur Ingimarsson í einu af gróðurhúsunum í Fagrahvammi. Fagrihvammur nefnist garð- yrkjustöð ein í Hveragerði, þar sem Ingimar Sigurðsson hcfur verið með garðrækt undanfarna áratugi. Stöðin hefur verið starf- rækt í 49 ár, en hún verður fimmtug næsta vor. Faðir Ingimars, Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri, sá um reksturinn fyrst í stað, en Ingi- mar tók síðar við af honum. Nú er sonur Ingimars, Sigurður, að mestu tekinn við rekstrinum, en Ingimar sér um að flokka blómin, eða réttara sagt rósirnar, því engin önnur bióm eru ræktuð í Fagrahvammi. Það var glampandi sólskin og sumarblíða er Mbl. sótti Ingimar hcim. Þeir feðgar voru nýkomnir heim frá Selfossi, þar sem þeir höfðu verið að vinna við uppsetn- ingu sýningarbáss síns, en þeir taka þátt í landbúnaðarsýning- unni, eins og reyndar flciri garðyrkjubændur. Garðyrkjustöðin Fagrihvammur er alls 5.000 fermetrar og því sú stærsta á landinu. Á tímabili var hún eina garðyrkjustöðin fyrir austan fjall, en er fram liðu tímar, bættust fleiri garðyrkjustöðvar í hópinn og nú eru þær orðnar allmargar í Hveragerði. Fyrsta gróðurhúsið, sem reist var í Fagrahvammi, var ekki stórt, en það er víst tímanna tákn, að í dag er það notað sem sundlaug og þykir reynast vel. „Það eru víst liðin ein 18 ár, síðan að síðast var bætt við stöðina," segir Ingimar og bætir við að nýjustu gróðurhúsin séu 1100 fermetrar. „Fyrir átta árum varð nokkurs konar bylting hér, en þá var lokið við að koma fyrir sjálfvirkum búnaði í gróðurhúsun- um, sem auðveldar alla vinnu. Nú er hitastigið inni í húsunum stillt sjálfkrafa og loftgluggarnir opn- ast og lokast sjálfkrafa. Meira að segja vökvunin er sjálfvirk. Sjálf- virknin sparar okkur mikið vinnu- afl, sem sést bezt á því að fyrir 20 árum unnu átta manns við stöðina, en nú vinna hér fjórir." Mikiö verk aö skera rösirnar „Starf þessara fjögurra manna er aðallega fólgið í því að skera rósirnar á hverjum morgni, en það er mikið verk. Hvert gróðurhús er 70 metrar á lengd og í hverju eru átta rósabeð," segir Ingimar og bendir á beðin í einu húsanna. „Á hverjum morgni þarf að ganga báðum megin við beðin og skera rósirnar og ég held að það sé eitthvað um 10 kílómetra ganga. Það er auðvitað fullmikið verk fyrir einn mann. Við erum með um 50.000 plöntur í garðyrkjustöðinni og sé reiknað með að hver planta beri 20 blóm á ári, verður það ein milljón plantna yfir árið,“ segir Ingimar. „Það er hagkvæmast að rækta aðeins eina tegund af blómum, ef þess er nokkur kostur. Hér hafa verið ræktaðar rósir allar götur frá því um 1940, en fram að þeim tíma var einnig ræktað grænmeti í stöðinni. Við ræktum núna 22 tegundir af rósum, en þær eru flokkaðar eftir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.