Morgunblaðið - 12.08.1978, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978
29
þótt þröngt sé. Sérstaklega er þó
frystihúsbyggingin oröin gömul,
byggö 1939 og hana þyrfti sérstak-
lega aö endurnýja. I skipulagi
Reykjavíkurborgar er gert ráö fyrir
athafnasvæöi fyrir Sláturfélagiö í
Laugarnesi og er svæöiö um 16000
fermetrar. Við höfum ekki getað
ráðist í framkvæmdir þar ennþá
vegna þess að við höfum látið
uppbyggingu vinnslustöövanna
ganga fyrir. Æskilegt væri hins vegar
að byggja í Laugarnesinu frystihús og
dreifingarmiðstöö frá því.“
„Hlökkum til að fá
nýjan nautgripa-
stofn á félagssvæðið“
Nú annast Sláturfélagið ekki bara
sauöfjárslátrun, heldur er á þess
vegum slátrað stórgripum, s.s. naut-
gripum, svínum og hrossum. Hvernig
hefur tekist aö fullnægja eftirspurn-
inni eftir nautakjöti?
„Viö starfsmennirnir hlökkum til
þess að fá nýjan nautgripastofn á
félagssvæðið. Stofninn, sem nú er á
svæðinu, er fyrst og fremst miðaður
við mjólkurframleiðslu en nú er þess
að vænta að innan tíðar fari að sjást
árangur af ræktunarstarfinu í Hrísey.
Eftirspurnin eftir nautakjötinu hefur
vaxið mjög og þó okkur hafi tekist að
fullnægja að mestu eftirspurninni,
vantar alltaf úrvalsnautakjöt. Við
höfum líka farið inn á nýjar leiðir
varðandi meðferðina á nautakjötinu."
„Brýnt að hlutfall
afurðalánanna hækki“
Siáturfélagiö hefur haft nokkuð
annan hátt á sínum greiðslum til
innleggjenda heldur en flest önnur
félög, sem að slátrun starfa. Hver var
ástæöan fyrir því að þetta fyrirkomu-
lag var tekið upp?
„Þetta gamla vöruskiptafyrirkomu-
lag var ákaflega þvingandi og menn
vildu framar öllu losna undan því
fargi, sem slíkt fyrirkomulag leiddi
oftast af sér, eftir því sem ráða má af
frásögnum frá þessum tíma. Ég býst
við að menn hafi minnst þessa
ástands, þegar þeir settu sér þaö
mark við stofnun Sláturfélagsins að
greiðslur fyrir afuröirnar skyldu verða
í peningum. Eftir að bönkum fjölgaöi
út á landi og þjónusta þeirra óx,
hefur í vaxandi mæli veriö valin sú
leið aö leggja greiöslur til innleggj-
enda inn á bankareikninga, heldur en
að þetta sé talið út í peningum til
hvers og eins. Yfir þessum banka-
reikningum ráða auövitaö framleið-
endurnir og geta ráöstafaö fjármun-
um sínum að eigin vild og hvenær
sem þeir vilja.
Það sem hefur skapað okkur og
öðrum þeim afuröasölufélögum, sem
eru með einhverjar afurðir að ráði til
umsetningar, erfiöleika er vaxandi
skortur á rekstrarfé og lítill aögangur
aö slíku fé. Afurðasölufélögin hafa aö
mestu þurft að byggja á afuröalánun-
um en þau hafa því miður ekki verið
nógu há til aö unnt væri aö greiöa
bændum aukinn hluta afurðanna fyrr.
Afurðalánin hafa verið miðuð við 2/3
af heildsöluverðinu en það er mjög
brýnt aö þetta hlutfall verði hækkað,
því að af þessum afuröaiánum verða
félögin m.a. að greiða vinnukostnað
við slátrunina og ýmsar rekstrarvör-
ur.“
„Félagarnir hátt á
fimmta púsund“
Aö síðustu barst talið aö sam-
bandinu milli hinna einstöku félags-
manna Sláturfélagsins og starfsfólks
þess:
„Við starfsmennirnir vildum gjarn-
an hafa meira persónulegt samband
viö félgsmennina. Vandinn er bara sá
aö félagarnir eru hátt á fimmta
þúsund og innleggjendurnir enn fleiri,
og til svo stórs hóps er örðugt að ná.
Engu aö síöur hlýtur þaö að vera
verkefni, sem að þarf aö vinna, því að
Sláturfélagið er félag þeirra bænda,
sem að því standa og fyrir þá erum
við starfsmennirnir að vinna," sagöi
Jón H. Bergs að síöustu.
Mjólkurbú Flóamanna á á Þessu
ári 49 ára afmæli, en nú er liðin hálf
öld frá Oví byggingarframkvæmdir
við búið hófust. Fyrst var tekið á
móti mjólk í búinu hinn 5. desember
1929 en búið var stofnaö 28. febrúar
sama ár. Teiknari hússins var
Guöjón Samúelsson, húsameistari
ríkisins. en bygging pess var boðin
út og var tilboði frá Sigurði
Bjargmundssyni og Arinbirni Þor-
kelssyni tekið. Er mjólkurbúið var
fullgert var reiknað meö að Þaö
gæti tekið á móti Þremur milljónum
kílóa mjólkur á ári og var gert ráð
fyrir að séð væri fyrir pörfum
héraðsins langt fram í tímann.
En annaö átti eftir að koma í Ijós
og Þegar árið 1935 vegur innvegin
mjólk Þrjár milljónir kílóa.
Þaö er Þó ekki fyrr en árið 1954 aö
ráðizt er í allsherjar endurbyggingu
húsa og endurnýjun véla. Var Þeim
framkvæmdum lokið vorið 1960.
Núverandi mjólkurbústjóri er Grétar
Simonarson og hefur hann veriö
Það allar götur síðan 1953.
Mjólkurbúið Þjónar í dag Árnes-
sýslu, Rangárvallasýslu, Vest-
ur-Skaftatellssýslu og Öræfunum,
en framleiöendur eru 801. Alls eru
22 bifreiðar í Því aö sækja mjólk til
bænda og aðallega Þrjár, sem flytja
mjólkina tii Reykjavíkur. Taka Þær
bifreiðar 22.000 lítra í ferö.
Megrunarher-
ferðin haföi
einhver áhrif
Aðalmarkaðsstaðirnir eru Reykja-
vík og aðrir bæir við Faxaflóa svo og
þéttbýlisstaöir og sveitirnar austan
Hellisheiöar. í samtali við Mbl. sagöi
Grétar Símonarson að það væri
augljóst að megrunarherferðin, sem
farin var í vetur, hefði haft áhrif á sölu
landbúnaöarafuröa. í herferðinni var
bent á aö nýmjólk og ýmsar
mjólkurafuröir væru fitandi og tekið
svo djúpt í árinni að segja að sumar
þeirra væru óhollar. Sagöi Grétar aö
svo virtist sem almenningur hefði
breytt eitthvaö neyzluvenjum sínum í
samræmi við hollustu matar. „60% af
heildarmagni innveginnar mjólkur fer
í framleiðslu á nýmjólk og það gefur
því auga leiö að breytist eitthvaö
neyzlan á nýmjólkinni raskast þaö
hlutfall. Annars er framleiöslan á
nýmjólk breytileg eftir árstíma, hún er
mest um vetur én minni á sumrin."
Öll mjólk til bænda er sótt í
tönkum og Grétar kvað nú vera svo
komið aö mjólkin væri ekki sótt til
bænda, hefðu þeir ekki tank. Þessi
þróun hófst árið 1965, en þá var
samþykkt á stjórnarfundi að reyna
þetta fyrirkomulag í nokkrum hrepp-
um. í júlí 1966 var byrjað að sækja
mjólk í tankbílum til framleiðenda og
1968 voru 280 bændur komnir með
mjólkurtanka og framleiddu þeir sem
svaraði 39% af innveginni mjólk.
Varðandi smjörfjalliö sagði Grétar
að lítil hreyfing hefði verið á smjörinu
eftir síðustu hækkun og væru nú til
birgðir af smjöri, sem næmu 364
tonnum aö verðmæti 970 milljónir
króna.
„Megrunarherferðin
hafði áhrifá sölu
landbúnaðarafurða ”
heyrnarhlífar. Grétar er því spurður
að því hvort hávaðamengun sé mikil í
búinu. „Sums staðar er hávaðameng-
un við efri mörk,“ svarar Grétar, „en
allir starfsmenn fá heyrnarhlífar og er
ráölagt að nota þær. Það gengur
misjafnlega aö fá fólk til aö gera þaö,
en á því er enginn vafi að þær geta
komið í veg fyrir varanlegt heyrnar-
tjón, ef einhver hætta er á því.“
Geymsluhús
í byggingu
Grétar Símonarson mjólkurbússtjóri, vió blómakassa sem settir voru
upp til prýöi fyrir framan mjólkurstöðina. Ljósm. RAX.
Unniö á
vöktum
Á Mjókurbúi Flóamanna vinna
venjulega um 110 manns í árslok, en
fleiri vinna yfir sumartímann, og getur
tala vinnandi manna farið upp í 150.
Unnið er á vöktum í mjólkurbúinu og
hefst vinna á morgnana á tímabiiinu
frá klukkan sjö til tíu. Þetta er gert til
að hægt sé að vinna lengur fram eftir
deginum, en þeir sem hefja vinnu
klukkan sjö hætta vinnu þremur
tímum fyrr en þeir sem hefja vinnu
klukkan 10. „Mjög stór hluti fast-
ráðna starfsfólksins er búinn að
vinna á mjólkurbúinu í 30 ár eða
lengur,“ segir Grétar og bætir við að
geysilega mikið sé sótt í vinnu á
búinu yfir sumarið.
Víða í mjólkurbúinu eru skilti þar
sem starfsmönnum er bent á að nota
Stöflum af rjómafernum hlaðið upp, en sala á rjóma hefur aukizt að
undanförnu.
Það er athyglisvert að þrátt fyrir
allt tal um fituríkar landbúnaðar-
afurðir hefur sala á rjóma aukizt á
árinu.
Þessi sama þróun var á síðasta ári,
en þá nam aukningin 75.000 lítrum.
„Fólk er að hverfa frá gervirjóman-
um,“ segir Grelar, „það vill miklu
fremur ekta rjóma í tertur og annað
slíkt.“
Mestu af mys-
unni hellt niöur
Mysan hefur verið töluvert í
sviðsljósinu á þessu ári, eftir að skýrt
var frá því að vel væri mögulegt að
nota mysu til að brugga vín. „Hvítvín
er víða bruggaö úr mysu,“ segir
Grétar, „en annars er mestu af
mysunni, sem hér er framieitt, hellt
niður. Eitthvað af henni er notaö til
súrsunar á hval og sauðakjöti og lítið
eitt til drykkjar, en á milli 15 til 20.000
lítrum af mysu er hellt niður dag
hvern. Það er einkum það hversu
dýrt er að framleiða afurðir úr
mysunni, sem veldur því aö hún er
lítið notuð. Með því að nota mikinn
varma er hægt að ná úr henni
þurrefnum, en það hefur ekki verið
gert hér.
Varöandi markaðshorfur er erfitt
að segja til um hver þróunin verður.
Það á eftir að að reyna á það hvort
megrunarherferðin hefur einhver
áhrif þegar fram í sækir. En viö
vorum fyrir skömmu aö ganga frá
fyrstu stóru sendingunni af mjólkur-
afurðum til útlanda. Þar var um að
ræöa 20 tonn af smurostum, sem
seld voru til Tékkóslóvakíu. Vonir
standa til að fleiri samningar fylgi í
kjölfar þessa."
Um endurbætur á vélum hefur
Grétar það að segja að alltaf sé verið,
aö endurbæta tækjakost mjólkur-
búsins og þá um leið aukast afköstin.
Enda er augljóst aö til aö hægt sé að
mæta aukningu á innveginni mjólk,
þarf að auka afköstin. Fram til 25. júlí
í ár haföi aukningin á innveginni
mjólk numið 3.7%, en nam á sama
tíma í fyrra 7.7%. „Annars er það
helzta endurbótin núna, að unnið er
að byggingu geymsluhúss og á það
að vera 800 fermetrar að stærð.
Geymsluhúsið mun bæta úr brýnni
þörf,“ segir Grétar.
Samgöngur hafa oft á tíðum verið
erfiðar á vetrum, enda eru mjólkur-
framleiðendurnir dreifðir um allt
Suðurlandsundirlendið. í snjóavetr-
um var það stundum erfiðleikum háð
hér áður fyrr að koma mjólkinni til
Reykjavíkur, en með tilkomu malbik-
aða vegarins bötnuðu verulega
samgöngurnar á milli Selfoss og
höfuðborgarinnar og í dag á það
varla að geta komið fyrir að mjólkur-
bifreiðar komist ekki þá leið.
Mjólkin er gerilsneydd í tönkunum til vinstri á myndinni.
Sala á smjöri hefur verið lítil, eftir síóustu hækkun, en áfram er haldió að
framleiða Þaó engu að síóur.