Morgunblaðið - 12.08.1978, Síða 39

Morgunblaðið - 12.08.1978, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978 39 Jón I*. Árnason Lít'ríki lít'shajttir XIX fílestir aðilar meirihlutans vita tíðum, að það, sem þeir hafa útkljáð, er heimskulegt, ranglátt eða skaðlegt, og að þeir neyddust til að samþykkja, bara til þess að halda ráðandi meirihluta. “ — Friedrich A. won Hayek. Fjötrar sáttahyggju Ovíst er og ósannað með öllu, að máli og málæði hafi í nokkurn tíma verið beitt til framdráttar nokkru trúaratriði eða nokkurri baráttuhugsjón af ákafari ástríðuþunga og innlif- un en gert hefir verið um nálægt 200 ára skeið til dýrðar fyrir- heitinu um takmarkalausar framfarir, eða það, sem því nafni hefir nefnzt. Uorfurnar á hinni „algjöru haghervæðingu hirinar líflausu náttúru" og, í kjölfar hennar, efnahagslegum allsnægtum, líkurnar fyrir há- markshamingju sem allra flest- um til handa á lágmarkstíma í algleymi ótakmarkaðs frelsis, voru orkulindir þeirrar vonar og vissu, sem knúðu kynslóðirnar til lífsnautnaherhlaupa allt frá upphafi iðnaðaraldar fram á þennan dag. Barátta mannsins við óstýrilát náttúruöfl og örðugt umhverfi hafði raunar hafizt löngu fyrr, eða þegar í árdaga tilvistar hans á jörðinni, en skilyrðum hans til yfir- drottnunar voru lengst af þröngar skorður settar. Þegar síðan tæknibeizlaðir aflgjafar og vélknúin fram- leiðslutæki, og nú nýverið kjarn- orkan, leystu menn og skepnur að mestu undan oki vinnunnar, og tölvur við þá fyrirhöfn að reyna á heila og taugakerfi fram úr góðu hófi, hljóp nýr fjörkipp- ur í trúna á, að tækniframfar- irnar hefðu fært okkur lykilinn að ótæmandi orku- og hráefna- brunnum, og þar með einnig ótakmarkaðri neyzlu og eyðslu. Fjöldinn taldi vísindin alvitur og tæknina almáttuga. Hann áleit sig hafa öðlazt guðlegt vald, vera orðinn að yfirnáttúr- legum verum, er gætu skapað nýja veröld, þar sem hlutverk náttúrunnar væri það eitt að rétta sér byggingarefnið í hið gallalausa sköpunarverk upp í hendurnar. Bæði um karla og, í vaxandi mæli, einnig konur fór kitlandi frelsisfiðringur. Þeim fannst þau vera allsráðandi um eigin framtíð, fjötrar lénsveldis og einræðis voru brostnir eða slitnir, þau voru laus og liðug og leyfðist að lifa og leika sér að eigin geðþótta. Þannig greip þetta a.m.k. um sig í sálunum, og þó að unaöurinn yljaði einkum yfir- og miðstéttunum, geislaði af affekum þeirra á það, sem lægra stóð og freistaði til trúar á, að allra annarra þjóðfélagsþégna biði samsvar- andi umbun eftir næstu áramót. Það eitt var tilskilið, að iðnvæð- ingin færðist enn í aukana, hagvöxtur ykist um 5, 7 eða jafnvel 10% árlega og „velferð- arhugsjónin" eignaðist sífellt fleiri og trúaðri tilbiðjendur. Vinstrafólk um allan hinn vestræna heim gekk einkar rösklega fram í alhliða peninga- dýrkun — og eirði engu. Ef allir yrðu „velferðar" aðnjótandi, staðhæfði það, myndu allir verða óendanlega hamingjusam- ir. Hin sósíalíska draumafor- múla: takmarkalaus framleiðsla + síhækkandi kaupgjald = full- komin lífshamingja, bæði var og er kjarni hinnar svonefndu framfaratrúar, og hin nýja, jarðneska borg „jöfnunar og bræðralags“ hafði sigrað „Borg Drottins", sem gengnar kynslóð- ir höfðu talið vera á bjargi reista. Og þegar hugleitt er, hversu sterk ítök áskapaðar vinstri- hneigþir eiga í mannkyninu, í Albert Sehweitzer fyrir löngu átt að vera búin að gera okkur grein fyrir. er þetta. að sem ofurmenni erum við orðin að ómennum." Albert Schweitzer var heims- þekkt göfugmenni. Honum var ekki tamt að taka dýpra í árinni en efni stóðu til. Alla ævi sína helgaði hann fræði- og líknar- störfum, og fylgdist vel með mönnum og málefnum þó að oftast væri úr fjarska, úr frumskógi svörtustu Afríku, í Lambarene, þar sem hann fórn- aði starfskröftum og kunnáttu til að líkna og lækna. Albert Schweitzer var ekki aðeins sannur mannvinur, HERNÁM HUGARFARSINS íundraveröld A Ibert Sch weitzer Líkræða draumalífsins óttaðist ómennið vinstriandans okkur öllum, þótt missterkar séu sem betur fer, er þá nokkuð óeðlilegt við, að hin nýju trúar- brögð fylltu iiðsveitir sínar ofstopa og ófyrirleitni? Þegar þess þar að auki er gætt, að þau öfl, sem höfðu skyldugrar varð- veizlu að gegna, urðu úrkynjun sáttahyggjunnar að bráð, er þá nokkur furða, að vinstraríkið yrði þess megnugt að tefla framtíð lífríkisins i tvísýnu? Fimm feigðarboðar Án þess að gera sér grein fyrir áhrifamætti hinna glæstu fyrirheita „velferðarríkisins“, svo og þeim stórfelldu vísínda- og tækniafrekum, sem hugsandi stéttir Vesturlanda unnu þrátt fyrir tilurð þess og tilveru, verður martröð sú, er nú leggst yfir heimsbyggðina, og er bein afleiðing af hrörnun og falli réttar- og fyrirhyggjuríkisins sökum linnulausra árása her- skara hagvaxtargoðsins, naum- ast skilin. Staðreynd er, um- búðalaus og nístandi, að vinstraríkið hvorki hafði né getur haft hin allraminnstu skilyrði til þess að leiða upp- steytartilburði sína gegn nátt- úrulögmálunum til annars en Pyrrhusarsigra. Blessun og dýrð vinstraríkisins voru frá upphafi hugarburðir einir, reistir á feni. Nekt sína fær það ekki dulið lengur, veruleikann sjá stöðugt fleiri og fleiri, jafnframt því, að vinstrifirrurnar afhjúpa sig hver af annarri og birtast í þeim myndum, sem sjá hefði mátt fyrir, þ.á m.: 1. að lífshamingja og mesta hugsanlcga lífsgleði hljóti að vora komin undir peninga- magni í umferð. hljóti að fást eftir ofurkapp við að fullnægja ævintýralegum óskadraumum. sem skapi velliðan í stað von- brigða og lífsleiða. 2. aö manncskjan megni að rjúfa tengsl sín við náttúruríkió og auögast á kostnað þess til framhúðar án þess að tortíma sjálfri sér. 3. að frolsi og sjálfsta>ði einstakl- ingsins sé hugsanlegt á „félags- legum grundvelli", þar sem allir stjórna öllum. 4. að framtíð jarðar og jarðar- barna verði bezt borgið með að allar þjóöir. ,.án tillits til kynþátta. trúarbragða og stjórnmálaþroska". fái vald yfir ta'kni- og vísindaþekkingu. þ.á m. á sviði karnorku. án þess að náttúrurikið bíði óbætanlegt tjón af og öllu lífi á jörðinni um alla framtíð ljúki þar með. annað hvort vegna ofurþunga náttúruránskapar eða í kjarn- orkuvopnastyrjiild. og 5. að það sé aukaatriði. hvaða þjóðum fjölgar og hverjum fækkar. Hér er auðvitað aðeins fátt eitt talið, en vonandi nóg til þess að vekja einhverja til umhugs- unar um, hvort sáttahyggja, sem er vissulega knýjandi lífs- skilyrði gagnvart náttúrunni, hljóti ekki að reynast fremur óheillavænleg í átökum við öfl vinstrimennskunnar. Orð, sem ekki mega gleymast Þegar Albert Schweitzer kom til Oslo árið 1952 til að taka við Vinstriandinn. Nóbelsfriðarverðlaunum sínum, komst hann m.a. þannig að orði í ávarpi, er hann flutti af því tilefni: „Við skulum manna okkur upp í að líta á veruleikann eins og hann er. Komið hefir í ljós. að maðurinn er orðinn að ofurmenni ... Ilann hefir ekki til að bera þá ofurmannlegu skynscmi. er ætti að fylgja ofurmannlegu valdi . . . Þannig verður þess vegna fullkom- lega ljóst. það sem við hiifum ekki viljað viðurkenna hingað til. að jafnframt hinum aukna mætti sínum. gerist ofurmennið sífellt vesa'lli manneskja ... En það. sem við ættum í raun og veru að meitla í vitund okkar og hefðum þegar heldur ekki síður djúpvitur mannþekkjari. Orð hans voru sjaldnast léttvæg fundin. Síðan Albert Schweitzer mælti framangreind orð er liðinn röskur aldarfjórðungur. Á þessum fjórðungi aldar hefir fátt gerzt, sem nefna mætti til dæmis um fánýti ummæla hans. I rauninni hefir rás viðburðanna verið samfelld staðfesting þeirra. Iðulega hreyfa reyndar alveg heilvita menn því, og fjöldinn treystir bjartsýni þeirra, að hið góða muni ávallt reynast hinu illa yfirsterkara að lokum, að réttlæti beri sigurorð af rang- læti, ást mildi hatur, göfgi bæli þrælslund o.s.frv. Víst eru þetta notaleg trúarbrögð, en hins vegar afar varhugaverð, sem sagan hefir verið fjarskalega treg til að láta reynslun a mæla með. Auðvitað er ávallt heil- brigt að vona það bezta, að því tilskildu þó, að augunum sé ekki lokað fyrir því versta. Og eins og nú er komið heims um ból, virðist ekkert áhorfsmál, að hyggilegra sé að treysta varúð en vonum, en þó umfram allt annað að vekja baráttuhugsjón- ir gegn vinstriandanum til lífsins á ný, því að það er hann, sem hefir unnið hvern sigurinn öðrum skelfilegri og getur með miklum rétti ógnað okkur með því að flytja líkræðu sína yfir okkur nú þegar. „Ég þekki, hvað þrælunum kemur, og þýsælli djöfull er ógetinn.“ Sú líkræða gæti vel hljóðað eitthvað á þessa leið: „Vonir ykkar um réttlæti, ást, göfgi og þvílíkt hjóm, eru tálvonir' einar! Hvers vegna? Vegna þess, að ég hefi gert ráðstafanir! Vegna þess, að ég hefi lagt net ntín um allan heirn og — ykkur er alveg óhætt að trúa því, sem ég segi — heims- hreyfing mín getur ekki brugð- izt. Ég hefi brúkaö verkalýðs- hreyfinguna og alþjóðlegt ein- okunarauðvald til þess að re.vra hengingaról unt háls einkafram- taks og einkareksturs, höfuðvígi heijbrigðrar lífsbjargarviðleitni. Sjálfstæðir atvinnurekendur heyra nú þjóðsagnaheiminum til. Ef þið efizt, talið þá við agenta mína í verksmiðjum og á öðrum vinnustöðum, hlustið á kennara og skólastjóra, fjöl- miðlalið og félagsfræðinga; ég hefi hrifsað börnin ykkar burt af heimilunum og reyrt þau föst á uppeldisverkstæði, sem ég læt ykkur kalla ýmsum borgaraleg- um nöfnum, til þess að hinir úreltu heimilis- og uppeldis- hættir íhaldsþjóðfélagsins ykk- ar tefji ekki þóknanlega þróun. Ég hefi gert betur: ég hefi ginnt mæðurnar út af heimilunum, út í slor og vélaskrölt, þær hafa trúað mér, þegar ég hefi hvíslað að þeim, að heimilið þarfnist alveg endilega að eignast bíl, helzt tvo, sjálfvirkar eldhúsvél- ar, 50 m'- íhúðarrými á mann, tvær sólbaðs- og búðarrápsferð- ir til útlanda á ári, pell og purpura til þess að hressa upp á visnandi fegurð eða bara fegurð, sem aldrei var nein. Langar ykkur meira að heyra? Jæja, auðvitað! Þið komizt ekki hálft hænufet í nefndum og ráðum, bönkum og öðrum Mammonsmusterum, þingum og ráöuneytum, já, í öllum opinberum stofnunum, án þess að löglega kjörnir fulltrúar mínir taki ykkur til fyrir- greiðslumeðferðar. Sumir þeirra segjast vera ykkar menn — og um þá þykir mér vænzt — til þess sjálfkjörnir að tryggja hagsmuni ykkar. Og þið, „heims og úrkynjuð" eins og minn dyggi blóðseppi, Dimitri Manuilski í Komintern og um árabil einn af æðstu húskörlum mínum hjá Sameinuðu þjóðunum, kallaði ykkur árið 1931, sjáið aldrei neitt annað en peninga, peninga. Ég hefi drepið drenglund ykkar með því að sannfæra ykkur um, að barátta f.vrir öðru en stund- arhag ykkar sjálfra sé bölvun, sáttahyggjan sé ykkar eina von, annars léti ég falla á ykkur víxil. Ég geri landeyður ríkar og heiðarlega dugnaðarmenn gjaldþrota. Og þessa emjandi eymd, þessa himinhróparndi sálarörbirgð læt ég ykkur kalla „velferð" og framfarir"! Þið hrópið húrra og hallelúja, og kórónið læpuskap vkkar með því að furða ykkur á, að sókn mín gegn lífríkinu ber hvern stórsigurinn öðrum hrikalegri í skauti sér: ég eitra andrúmsloft- ið, vatn og jarðveg, eyði gróður- og dýralífi, pakka ómenningar- sjúkdómum inn í litfagrar umbúðir og segi ykkur að þeir séu matur; allt, sem manneskj- unni er lífsnauðsyn, eyðilegg ég, spilli og tortími. En ekkert af þessu hefði ég getað án þess að hernema sálir ykkar fyrst, eins og ég hefi lauslega lýst. Þar er stéttarbar- áttan alveg ómetanleg. Hana nota ég óspart til þess að sá hatri, efla öfund, magna græðgi, rækta hroka og dramb. Ég hefi náð valdi yfir öllum tækjum og tólum, sem nauðsynleg eru til þess að gera ykkur lífið óbæri- legt, ég naga lífstréð niður í rót. Allt þetta hefir mér tekizt af einni og aðeins einni ástæðu: Ég hefi smyglað skoðunum mínum inn á ykkur, mútað ykkur til að temja ykkur mitt tungutak, rangnefna hluti og hugsanir, keypt dómgreind ykkar og greitt með sáttahyggju. Mín vegna er ykkur velkomið — og meira en það — að kalla vinstrimennskuna mína frjáls lyndi! Vinstriandinn hefir lokiö máli sínu, og mun hér eftir fylgja ykkur í sérhverju fótmáli, verið þiö lystug!" Vinstriandinn hefir a.m.k. í bili lokið máli sínu. En vinstriverkin munu halda áfram að tala. Því miður. „Vitiö ér enn — eða hvað?" var þrásinnis spurt í höll Háva endur fyrir Jöngu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.