Morgunblaðið - 12.08.1978, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978
Fylkir að
bjarga sér
FYLKIR bætti stöAu sína í botnbar-
áttu 2. deildar en Ármann fékk einn
skellinn enn og er með ólíkindum
hve liðinu hefur gengiö illa, eftir að
hafa unnið 4 fyrstu leiki sína. Fylkir
sígraði meö eina marki leiksins í
gærkvöldi og sigurinn var sann-
gjarn, bví að Fylkir var áberandi
betri aöilinn í leiknum.
Sigurmarkiö skoraði Hilmar Sig-
hvatsson á 72. mínútu og var mjeg
vel að dví marki staðið, fallegur
samleikur Harðar, Baldurs og Hilm-
ars endaði með marki. Lokakaflann
sóttu Ármenningar af mikilli elju og
fengu Þeir Þá tvö góð færi, einu
færin sín í leiknum. Þaö var Egill
SteinÞórsson sem Þá átti tvö góð
skot á markið og var Það fyrra
sórlega glæsilegt, Þrumuskot í
stöngina. Ögmundur varði vel síöari
tilraun Egiis.
Egill SteinÞórsson lék nú (
framlínunni og var bezti maöur
Ármennínga í leiknum, sívinnandi.
Kristinn Pedersen var einnig góöur.
Ögmundur, Ómar og Hilmar voru
góðir í liði Fylkis, en allir leikmenn
liösins börðust vel og á Það einnig
við um leikmenn Ármanns.
• Fylkir sækir að marki Ármanns, en markvörðurinn grípur vel inn í.
(Ljósm. — gg.)
„Liðið er þrek-
laust og æfinga-
sókn í lágmarki"
ÞAÐ lið sem komið hefur hvað mest á óvart í 1. deild í sumar og valdið mönnum miklum vonbrigðum cr lið
UBK. UBK sýndi stórskemmtilega knattspyrnu í fyrrasumar og áttu flestir von á því að áframhald yrði á
framförum liðsins. Svo hefur ekki orðið og nú er allt útlit fyrir að þeir komi til með að leika í 2. deild næsta
keppnistímahil.
Spjall vikunnar er að þessu
sinni við einn leikmanna UBK,
Helga Helgason. Við spurðumst
fyrir um orsakir þess hve UBK
hefur gengið illa, og jafnframt
fengum við Helga til að spá um
leiki helgarinnar.
— Ég tel úr því sem komið er að
það sé alveg ljóst að lið okkar
fellur niður í aðra deild, sagði
Helgi. — Það eru margar ástæður
þar að baki. Okkur hefur gengið
illa vegna þess að meiðsli hafa
hrjáð leikmenn óeðlilega mikið, en
það eru e.t.v. aðrar dýpri ástæður,
sem ég vil nefna. Og þá fyrst og
fremst æfingasókn liðsmanna.
Æfingasóknin í sumar hefur að
meðaltali verið um 50%, og það sér
hver heilvita maður að það dæmi
gengur ekki upp, þegar við leikum
við lið eins og Val, í A, ÍBV og fleiri
lið sem æfa mun betur, jafnvel allt
að 100%. Þá hefur það viljað
brenna við að leikmenn hafa misst
móðinn þegar þeir hafa tapað
stöðu sinni í liðinu og gefist upp.
Engin barátta verið fyrir hendi að
endurheimta stöðu sína í liðinu.
Og ekki er von á góðu þegar
baráttuviljinn er ekki fyrir hendi.
— Eitt er það sem ætti að koma
í'ljós, og það er hve þjálfuninni
hefur verið ábótavant, þrekæfing-
ar hafa engar verið, og liðið er
algerlega þreklaust. Þá hafa skot-
æfingar verið í lágmarki. Enda
komið illilega í ljós í leikjum okkar
að við náum varla að skora mörk,
og skotharka er engin.
— 1. deildin í sumar hefur verið
leiðinleg að mínum dómi, knatt-
spyrnan dauf og engin stemming
verið þar sem IA og Valur hafa
stungið hin liðin alveg af. Þeirra
mikla geta byggist á hve þessi
félög hafa mikinn félagslegan
þroska yfir hin félögin, betri
þjálfara og sterkari liðsheild,
sagði Helgi Helgason að lokum í
spjalli okkar. ÞR.
Mikil spenna
meðal kylfinga
Átta kylf ingar geta enn sigrað í meistaraf lokki
GIFURLEG spenna er í íslandsmótinu í golfi, sem lýkur í dag. ( meistaraflokki karla hefur Sigurður
Hafsteinsson úr GR tekið forystuna, en hann var efstur eftir fyrsta dag ásamt Björgvin Þorsteinssyni.
Björgvin hefur ekki vegnað vel tvo síðustu daga og hann verður ekki í ..úrslitahollinu" í meistaraflokknum
er síðustu 18 holur mótsins hefjast í dag. Þar verða fjórir þeir beztu. en Björgvin er nú í fimmta sæti í
mútinu. Öll nótt er þó ekki úti fyrir Björgvin, hann hefur áður sýnt sitt ódrepandi keppnisskap. Þó svo að
þeir Sigurður, Óskar, Geir og Þorbjörn Kjærbo hafi náð betri árangri til þessa, þá munu þeir örugglega
fylgjast náið með því sem Björgvin gerir í dag.
Það er ekki aðeins í meistara-
flokki karla, sem keppnin er hörð.
Eins og í meistaraflokki hafa nýir
menn skotizt í efstu sætin í hinum
karlaflokkunum þremur. Hjá
kvenfólkinu var Sólveig Þorsteins-
dóttir, ung stúlka úr Keili, sterk-
ust í gær og hún ógnar nú því
forskoti, sem Jóhanna Ingólfsdótt-
ir hafði náð. I karlaflokkunum,
öðrum en meistaraflokki, eru
Keilismenn komnir í forystu, en
allt getur enn gerzt. I 1. flokki
karla tók Gísli Sigurðsson 12 högg
á Viðar Þorsteinsson í gær og náði
forystunni, Jóhann Einarsson
slakaði á klónni í 2. flokki í gær og
Hólmgeir Hólmgeirsson er nú í
efsta sæti. Helgi Gunnarsson náði
mjög góðum hring í 3. flokki í gær
og er kominn í efsta sætið.
Sigurður Hafsteinsson var að
sjálfsögðu maður dagsins í meist-
araflokki í gær og lék á 73
höggum. Þorbjörn Kjærbo sýndi
sömuleiðis styrk sinn í gær og
meðan flestir léku verr en áður
kom hann inn á 73 Köggum eins og
SURÐUR.
Ymislegt skemmtilegt hefur
gerzt í þessu landsmóti í golfi, eins
og venjulega. Þannig stal hrafn úr
Sædýrasafninu bolta frá Samúel
Jónssyni í keppni á Hvaleyrinni.
Samúel tók rangan bolta eftir
mikla leit og er hann uppgötvaði
þjófnað krumma fékk hann dæmd
á sig tvö víti. Sigurður Ágúst
Jensson lenti útistöðum við kríu á
Nesvellinum í fyrradag og endaði
návígi þeirra með því að Sigurður
tók unga kríunnar og „droppaði"
honum kylengd í burtu.
Jón bakarameistari Sigurðsson
gaf glæsilega tertu í aukaverðlaun
á Nesinu í fyrrakvöld og með það í
huga að sælla er að gefa en þiggja
mætti Jón ferskur á teig í
gærmorgun. Hann gerði sér lítið
fyrir og lék eins og hershöfðingi.
Fyrri hringinn lék hann á 36
höggum og 42 þann síðari, samtals
á 78 höggum, sem er aldeildis
frábært hjkeppanda í 2. flokki og
þýðir lækkun í forgjöf niður í 12.
Veðurguðirnir voru mislyndir
gagnvart kylfingum í gær, rok,
ÍBK SKELLTI
KA NYRÐRA
Rúnar Georgsson með þrennu í 5:0 sigri Keflvfkinga
HANN var einkennilegur leikur KA og Keflavíkur fyrir norðan í
gærkvöldi. Jafnræði var með liðunum lengst af úti á vellinum; en
einn stór hlutur skildi þó liðin og sá munur var, að leikmenn IBK
skoruðu úr flestum færa sinna, þar sem leikmönnum KA virtist
gersamlega fyrirmunað að leika það eftir þeim. Mörkin urðu fimm
áður en yfir lauk og þar af komu tvö þeirra á fyrstu fjórum
mínútunum, Eftir það var varla um keppni að ræða. Rúnar
Georgsson var maður leiksins, skoraði þrennu, en mesta athygli
vakti mark Þórðar Karlssonar sem skoraði með sinni fyrstu spyrnu
eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Eins og fyrr segir skoruðu
Keflvíkingar tvívegis á fyrstu 4
mínútunum, fyrst Rúnar af stuttu
færi eftir mikið þóf í vítateig KA
og síðan Steinar Jóhannsson með
viðstöðulausu skoti eftir horn-
spyrnu Ólafs Júlíussonar. Eftir
þetta jafnaðist leikurinn nokkuð
og KA-menn fengu færi á að
minnka muninn, t.d. skaut Eyjólf-
ur í stöngina úr aukaspyrnu inni í
vítateig IBK og Þorsteinn varði
fallega skot frá Elmari Geirssyni.
Keflvíkingar tóku að sækja meira
á ný er líða tók að lokum
hálfleiksins og á 42. mínútu
skoraði Rúnar annað mark sitt
eftir að Þorbergur hafði misreikn-
að sendingu fyrir markið frá
Óskari Færseth. Á síðustu sekúnd-
um fékk KA síðan enn færi, en
Gunnar Gunnarsson skaut himin-
hátt yfir úr opnu færi.
Síðari hálfleikur var tíðindalítill
framan af, en Þorsteinn, mark-
STAÐAN
StaAan í 1. dcild eítir leikinn nyrðra í
Kær,
KA - ÍBK 0-5
Valur
ÍA
VíkinKur
Fram
ÍIIK
ÍBV
KA
Þróttur
FII
IIIIK
11 11 0 0 37,5 22
111211 10—10 25
11 7 1 fi 22-23 15
11 71 fi lfi,18 15
II 535 21,18 13
12 5 16,16 13
14 3 18 12,3fi 10
13 2 5 fi 16,20 9
11 24 8 17,29 8
14 I 1 12 11,36 3
mörk
Markahæstu menn í 1. deild,
Pétur PétursKon ÍA
Initi Björn Albertsson Val
Matthías lialltrrimsson IA
Guómundur Þorbjörnsson Val
Gunnar Örn Kristjánsson VíkinK
Atli Eóvaldsson Val
Arnór Guðjohnsen
Alhert Guðmundsson Vai
Leifur LGASON Fll
Janus GuðlauKsson Fll
Itúnar Georttsson ÍBK
Páll Ólaísson Þrótti
15
11
11
8
7
7
7
6
fi
6
fi
vörður ÍBK, sýndi þó leikni sína
tvisvar eða þrisvar sinnum. Á 27.
mínútu hálfleiksins skoraði
Þórður mark sitt, en hann var þá
nýkominn inn á sem varamaður.
Markið var fallegt, þrumuskot
eftir aukaspyrnu. ÍBK hafði nú
loks umtalsverða yfirburði og 5
mínútum fyrir leikslok innsiglaði
Rúnar sigurinn með því að skora
auðveldlega eftir að Þorbergur
hafði enn misreiknað fyrirgjöf.
Ólafur Júlíusson, Einar Ás-
björn, Sigurður Björgvinsson og
Gísli Torfason voru mjög góðir í
liði ÍBK, en hjá KA er varla
talandi um aðra en Elmar Geirs-
son og Gunnar Gíslason, aðrir
hafa leikið miklu betur í sumar.
Góður dómari var AAR Einarsson.
Stigahæstu leikmenn, Gunnar
Gíslason og Elmar Geirsson KA
fengu 3 og þeir Þorsteinn Bjarna-
son, Gísli Torfason, Sigurður
Björgvinsson, Einar Á. Ólafsson,
Rúnar Georgsson og Ólafur
Júlíusson fengu einnig 3.
HDan/—gg.
Ragnar
ekki í úrslit
RAGNARI Olafssyni tókst ekki
aö komast í hóp 40 Þeirra beztu
á brezka unglingameistaramót-
inu í golfi og er Þátttöku hans
Því lokiö í mótinu. Ragnar lék í
gær á 78 höggum, en í fyrradag
lék hann á 77 höggum. Til að
komast í 40 manna úrslita-
keppnina heföi Ragnar Þurft að
leika á 5 höggum betra skori.
Árangur Ragnars er eigi aö síður
góður og hann hefur nú aö
undanförnu leikið fjóra hringi á
erfiöum 18 holu völlum og aldrei
farið yfir 80, sem trúlega hefur
ekki gerzt áður hjá íslendingi á
erlendri grund. Ragnar kemur
heim á morgun.
rigning eða logn skiptist á og hafði
veðurfarið greinilega áhrif á
frammistöðu kylfinga. I dag verð-
ur ræst út kl. 7.20 á Nesvellinum,
kl. 8 á Hvaleyrinni og kl. 10 á
Hólmsvelli í Leiru. Þar keppa
meistaraflokksmennirnir og má
búast við að þeir ljúki keppni milli
klukkan 15 og 16. I kvöld verður
verðlaunaafhending fyrir lands-
mótið í Lækjarhvammi Hótel
Sögu.
MEISTAUAFLOKKUR KARI.A,
SÍKuróur Ilafstrinsson. GR
227 (73 - 81 - 73)
Óskar Sa'mundsson. GR
229 (75 - 76 - 78)
Grir Sr anssun. Gl(
230 (76 - 7fi - 78)
Þiirhjiirn Kjarbu. GS
230 (75 - 82 - 73)
BjiirKvin Þurstoinssun. GA
231 (73 - 80 - 78)
Gvlfi Kristlnssun. GS
232 (81 - 77 - 71)
Svrinn SÍKurbrrKssun. GK
233 (77 - 73 - 78)
llannrs Eyvindssiin. GR
233 (79 - 79 - 75)
Þúrhaliur IIólmKrirssiin. GS 237 (80 — 79
- 78)
Sinuróur Thnraronsrn. GK
239 (83 - 7fi - 80)
1. FLOKKUIÍ KARI.A,
Gísli SÍKuróssnn. (iK
245 (88 - 78 - 79)
Yióar Þiirstoinsson. GA
218(81 - 7fi - 91)
Guómundur Þórarinsson. GV
253(81 - 88 - 81)
llonninK Bjarnasun. GK
253 (82 - 89 - 82)
Jón Þór Ólafssnn GR
255 (80 - 89 - 8fi)
2. FLOKKUR KARLA,
llúlmKoir lIólmKoirssun. GK
252 (80 - 81 -82)
Bjiirn Finnbjörnssun. GLux
251 (8fi - Sfi - 82)
Jóhann Einarssun. NK
257 (83 - 83 - 91)
llrúlfur IIjaltasnn. GIi
(86 - 88 - 83)
Einar GuólauKssnn. GR.
258(81 - 87 - 87)
3. FLOKKUR KAKLA,
lioliíi R. Gunnarssnn. GK
282 (93 - 100 - 89)
Samúol I). Júnssnn. GK
285 (95 - 91 - 99)
Stofán 11. Stofánssnn. NK
286(93 - 98 - 95)
líciomir Lárusson. Nh
290(99 - 91 - 97)
Þorstoinn Magnússon. NK
290 (99 - .01 - 95)
MEISTARAFLOKKUR KVENNA,
Jóhanna Irinólfsdóttir. GR
210(80 - 73 - 87)
SúlveÍK Þorstoinsdóttir. GK
213 86 — 81 — 7fi)
lakohína GuólauKsdóttir. GV
219(81 - 80 - 85)
Kristín Pálsdúttir. GK
259 (81 - 92 - 86)
Kristín Þorvaidsdóttir. NK
2fi I (89 - 88 - 87)
1. FLOKKDR KVENNA,
Kristino E. Kristjánsdóttir. NK
28fi (92 - 98 - 96)
ÁKÚsta I)úa Jónsdóttir. GR
288 (105 - 91 - 92)
Sjiifniiójúnsdúttir. GV
290 (98 - 95 - 97)
Guórún Eiriksdóttir. Gr
291 (102 - 95 - 94) - áij/ —