Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 11 Hvað merkir vinstri og hægri? Ólafur Björnssoni FRJÁLSHYGGJA OG ALRÆÐIS- HYGGJA. Almenna bókafélagið 1978. Ólafur Björnsson hugsar sér bók sína Frjálshyggju og alraeðis- hyggju einkum sem „fræðslu fyrir almenning". Það er að sjálfsögðu lofsvert þegar lærdómsmenn taka upp á því að sinna almenningi á líkan hátt og Ólafur. Bækur um stjórnmál eru ekki margar á íslensku, en því meira stendur í blöðunum um þetta efni. Ólafur setur fram þá frómu ósk að þau sjónarmið sem bókin lýsir „geti stuðlað að málefnanlegri umræðu um þau grundvallaratriði efna- hags- og félagsmála en nú tíðkast á vettvangi íslenskra stjórnmála". Honum er að vísu ljóst að vegna þess hve víða er komið við er aðeins unnt að gera sumu yfir- borðsleg skil. Það er ef til vill helsti galli bókarinnar að hún er ekki nógu skipulega samin. Farið er úr einu í annað og endurtekn- ingar verða of margar. Höfundur- inn er enginn stílisti, skrifar fremur stirðan texta, en honum er nokkur vorkunn þegar þess er gætt að umræður um efnahagsmál eru sjaldan skemmtilestur. Að minnsta kosti ekki þorra lesenda. Meðal kosta bókarinnar tel 'eg víðsýni höfundar, hann fellur ekki í þá freistni (eða að minnsta kosti sjaldan) að draga mjög einhliða ályktanir. Jafnvel Marx fær sæmi- lega einkunn og reynt er að átta sig á kenningum hans frá fleiru en einu sjónarhorni. Það er m.a. dregið í efa hvort hann hafi í raun og veru aðhyllst alræðishyggju. I lokakafla bókarinnar kemst Olaf- ur Björnsson svo að orði: „Menn greinir að vísu mjög á um það, hvernig túlka beri afstöðu hans til frjálshyggju og alræðis- hyggju, og er engin tilraun gerð til þess hér að skera úr því. Ef hann er túlkaður sem postuli alræðis- hyggju, sem þeir Hayek og Filipec eru raiinar sammála um, svo ólíkar, sem skoðanir þeirra að öðru leyti eru, þá væru skoðanir Marx á efnahagsmálum í fullu samræmi við það. En gild rök, studd mörgum tilvitnunum í rit Marx, hafa verið færð fyrir því, að hann hafi í raun aðhyllst frelsishugsjón- ir 19. aldarinnar, lýðræði og persónufrelsi, svo sem m.a. tján- Tónllst eftir JON ÁSGEIRSSON Egilssonar, sem lék söngrödd verksins. Það má segja að verkið hafi raunverulega ekki verið flutt fyrr en Litnei og Entrúckung eftir Stefan George eru sungin eins og tónskáldið gerði ráð fyrir. Verkið sem er erfitt í flutningi var í heild nokkuð vel flutt en einhvern veginn truflaði klarinettið undir- ritaðan. Það er erfitt að fella saman „staðbundinn" tón þess og krómantískan rithátt verkins. Söngvarinn er ekki bundinn við tempraða stillingu og ætti því að vera sveigjanlegri í samspili við strengina. Tónleikar þessir gefa von um að við íslendingar séum á réttri braut og með hjálp góðra tónlistarmanna, eins Zukowsky, megi vænta stórra tíðinda af ört stækkandi hópi efnilegra og vel menntaðra tónlistarmanna. ingarfrelsi. Þjóðnýtingarstefna samrýmist þessu ekki, þó að þess væri ekki von, að Marx eða samtímamenn hans gerðu sér það ljóst." Það sem oft spillir íslenskri stjórnmálaumræðu eru haldlitlar fullyrðingar, einkum um efni sem mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir til þess að hægt sé að tala saman á eðlilegan hátt. Viðleitni til að bæta þetta verður vart hjá ungu fólki, en háværastir eru þeir sem mest er í mun að túlka annað hvort vinstri eða hægri stefnu. Mér finnst Ólafi Björnssyni takast ágætlega að sýna fram á fánýti þessarar umræðu. Eins og hann segir á skiptingin í hægri og vinstri rætur sínar að rekja til Ólafur Björnsson sætaskipunar í franska stéttaþing- inu. Ólafur bendir á að „orðin hægri og vinstri sem heiti á stjórnmálastefnum hafa svo óá- kveðna merkingu, að þau eru nánast orðin vígorð ein, sem enginn getur gert grein fyrir, hvernig beri að skilja, og því ónothæf í alvarlegum umræðum um þessi máP. Ólafur hefur líka ýmislegt að athuga við hugtökin einstaklingshyggja og félags- hyggja í staðinn fyrir hægri og vinstri, þau þurfa ekki að vera neinar andstæður að hans mati. Nafn bókarinnar, Frjálshyggja og alræðishyggja, kemst næst því að lýsa því sem um er barist og hefur einkennt hugmyndafræðilega af- stöðu fyrr og síðar. Saga þeirra átaka er rakin frá Forn-Grikkjum til okkar dags með hliðsjón af riti Poppers: Opna þjóðfélagið og óvinir þess (1945). Forvitnilegur þáttur bókarinnar fjallar um þá hættu sem Vestur- löndum stafar frá alræðisríkjum. Niðurstaðan hvað Island varðar er að það geti ekki verið hlutlaust, það eigi áfram að skipa sér í sveit með vestrænum lýðræðisríkjum. Ólafur telur að aðeins r örfáir íslendingar aðhyllist alræði af því tagi sem þekkist í Sovétríkjunum, en jafnframt er honum ljós sú hætta að þeir sem ekki aðhyllist alræðisstefnu „vinni óafvitandi að framgangi hennar". Hættulegast- Bókmennttr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON ur af öllu er sá tvískinnungur að mati Ólafs Björnssonar „að aðhyll- ast að verulegu leyti hugsjónir frjálshyggjunnar, svo sem tján- ingafrelsi, samtakafrelsi og at- vinnufrelsi, en vera á móti þeirri skipan efnahagsmála, sem er skilyrði þess, að þessar hugsjónir megi framkvæma". Eg hygg að bók Ólafs Björnsson- ar þjóni þeim tilgangi sínum að efla málefnalega umræðu. Ýmsar ályktanir hans leiði ég hjá mér að ræða. En í fljótu bragði virðast þær líklegar til að fæða af sér nýjar ályktanir og valda skoðana- ágreiningi sem fengur væri í. Gaman væri að fleiri bækur á borð við Frjálshyggju og alræðishyggju sæu dagsins ljós. tTSALA 40-80% AFSLATTUR Á ÖLLUM VÖRUM VERZLUNARINNAR. BANKASTRÆTI 14, SÍMI 25580.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.