Morgunblaðið - 05.09.1978, Síða 13

Morgunblaðið - 05.09.1978, Síða 13
MORGUNBLAÐia ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 13 I Voltairei BIRTINGUR. íslensk þýðing eftir Ilalldór Laxness með forspjalli eftir Þorstein Gylfason. Hið íslenska bókmenntafélag 1975. „í Vestfalíu, í kastalanum greif- ans til Tundertentronk, var úngur piltur sem náttúran hafði gætt mjúklátu hátterni. Það leyndi sér ekki á útliti hans hvern mann hann hafði að geyma. Hann var fyrirtaks greinargóður og þó mikið einfaldur í hjartalagi; ég ímynda mér það hafi verið þessvegna sem hann var kallaður Birtíngur". Voltaire Halldór Laxness. Einföld saga í fræðilegum búningi Bðkmennlir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Á þessum orðum hefst Birtíngur eða Bjartsýnin eins og Voltaire nefndi bókina þegar hún kom út 1759. Þótt menn þurfi síður en svo að vera sammála Þorsteini Gylfa- syni er óhætt að taka undir orð hans um Birtíng í forspjalli: „hér var ekki einasta komin einhver skemmtilegasta bók sem skrifuð hefur verið, heldur líka ein hin viturlegasta". Birtíngur kom fyrst út í ís- lenskri þýðingu Halldórs Laxness 1945 í Listamannaþingi Helgafells. Við lestur hennar eru bundnar góðar minningar, snerting við eitthvað nýtt. Aðeins ein bók komst í samjöfnuð við Birtíng: Don Quijote eftir Cervantes. Kannski var Grettis saga ekki langt undan ef nefna skyldi þrjár uppáhaldsbækur. Sagt er að Halldór Laxness hafi snarað Birtíngi á tólf dögum í Skíðaskálanum í Hveradölum. Það verður að teljast eðlilegur tími með hliðsjón af því að Voltaire var þrjár vikur að semja Birtíng, en það gerði hann í höll vinar síns, fursta nokkurs við Rín. Voltaire var þá kominn á sjötugsaldur. Birtíngi stefndi hann gegn bjart- sýnisheimspeki síns tíma, mönn- um eins og Rousseau og Leibniz. Birtíngur er í raun ádeilurit, en laus við nöldur sem venjulega einkennir slík rit. Okkur hefur verið kennt að Voltaire hafi verið skynsemistrúarmaður og þess vegna ekki lagt mikið upp úr guðlegri forsjón. Hann skopast að þeim sem telja okkar heim bestan allra heima, en þar er meistari Altúnga fremstur í flokki: „Það hefur verið sýnt framá, sagði hann, að hlutirnir geta ekki verið öðruvísi en þeir eru, því þar sem alt er miðað við einn endi, hlýtur alt um leið að vera miðað við þann allrabesta endi“. Hvað sem á gengur lætur Altúnga ekki af kenningu sinni. Honum „sæmir ekki að verða tvísaga" þótt hann hafi lent í þeim raunum að vera hengdur, krufinn, húðflettur og gerast galeiðuþræll. Birtíngur er honum jafnan leiði- tamur og heldur undir lokin fram þeirri hagnýtu heimspeki að mað- ur verði að rækta garðinn sinn. Æskuást hans, Kúnígúnd, er orðin ljót, en bakar góðar kökur. Ég skal fúslega viðurkenna það að Birtíngur var mér ekki jafn heillandi lestur og í æsku. í Helgafellsútgáfunni las ég hann að minnsta kosti þrisv.ar, líklega fimm sinnum. Útgáfa Bókmennta- félagsins þar sem Birtíngur er í flokki Lærdómsrita er sennilega of fræðileg. Forspjall Þorsteins Gylfasonar og skýringar hans verkar dálítið sligandi fyrir skáld- sögu sem „spyr einfaldra spurn- inga“. En þrátt fyrir ýmsa for- dóma gagnvart nútímanum, sam- tíma Þorsteins, eru þetta gagnleg skrif og að sjálfsögðu virðingar- verð. Á það skal minnt í þessu spjalli að Lærdómsrit Bókmenntafélags- ins þurfa sem flestir að eignast og lesa. Orgeltónleikar í gegnum orgelleik nær þýsk tónsköpun mikilli reisn enda átti þessi þunga hljómsterka tónlist betur við skapferli þýzkumælandi manna en ítalsk- ur léttleiki og franskt skraut. Buxtehude og Bach eru há- punktar rúmlega 100 ára þróun- ar í meðferð þessa mikilfenglega hljóðfæris. Úpp úr 1750 verður sinfóníuhljómsveitin aðalvið- fangsefni þýskra tónskálda og engin tilviljun að helstu sinfón- íuhöfundarnir voru tveir synir Bachs, þó þeir standi ekki eins að og faðir þeirra, að njóta þekkingar forvera sinna, en voru aftur á móti frumkvöðlar í tónsköpun, sem nær hápunkti i Mozart og Beethoven. Á tónleik- um sem haldnir voru í kirkju Fíladelfiusafnaðarins s.l. föstu- dag, lék dr. Hubert Meister verk eftir Buxtehude, Bach og Moz- art. Eftir Buxtehude lék Meister tvö verk, Preludíur og fúgur í E-Dúr og fís-moll. Þarna mátti heyra margt af því sem margir halda frumlegt hjá Bach, bæði í laggerðum hljómum og notkun hljóðfærisins. Eftir Bach lék Meister Prelúdíu og fúgu í G-Dúr og Tokkötu í C-Dúr. Formúrvinnslan er margfalt heilsteyptari hjá Bach en Buxte- hude og má segja að ferð Bachs til Lúbeck til að hlusta á og læra af meistaranum Buxtehude hafi ávaxtast vel í tónsköpun Bach. Síðasta verkið á tónleikunum - var Fantasía í f-moll eftir Mozart. Á tíma Mozarts er orgelið ekki í tízku, eins og vel mætti orða það, og frumleg tónsköpun utan túlkunarsviðs þess að mestu, enda er orgel- fantasían í f-moll ekki frumleg og aðeins miðkaflinn í eiginleg- um Mozart-stíl. Dr. Hubert Meister er mikill „tekniker" og getur sjálfsagt leikið betur en hann gerði nú. Einhvern veginn var ekki hægt að heyra á leik hans að tónlistin væri honum eitthvað annað en leikfang, glingur án tengsla við skáldskap eða tilfinningu. Á meðan þetta er ritað, er í sjónvarpinu verið að sýna fatatísku frá landbún- aðarsýningunni við undirleik tónlistar eftir Mussorsky. Þarna er hugmyndaleysi og menning- arflatneskjunni teflt fram á svo dæmalaust ómúsikalskan hátt, að ef jafna ætti til annarra þátta í menningunni þyrfti að grafa t.d. djúpt í bókmenntum til að finna annan eins aum- ingjaskap. Það eru aðeins hug- þurrir aumingjar sem þurfa að leita til annarra og auk þess ekkert frumlegt við skrumskæl- ingu. Hún er sprottin af þörf til að draga góða hluti niður í svað eigin vesaldóms. Þetta er ef til vill óskylt því efni, sem þessari gagnrýni er ætlað að fjalla um, en á þó að nokkru samstöðu með síðasta atriði tónleikanna. Dr. Hubert Meister lauk þeim með Tónllst eftir .1 ()N ASGEIRSSON því að leika af fingrum fram tilbrigði yfir sálmalagið Lofið vorn Drottin. „Improvisation" er gamall leikur, sem nú á síðari árum hefur notið vinsælda, en er því miður að mestu blekking. Að improvisera yfir sjálfgefið lag bendir til að leikurinn sé undirbúinn og jafnvel að miklu leyti um að ræða endurflutning þess, sem hefur verið æft eða beinlínis samið. Að improvisera yfir óþekkt lag, án þess að hafa haft tíma til að athuga hljóma við það, er næst því sem hægt er að nefna „improvisation". Yfir improvisation dr. Hubert Meister var sams konar blær kæruleysis og yfir flutningi tónleikanna í heild og í anda þess tilfinningaleysis, sem notar þunglamalega hugfatlaða trommuskessuna til að berja fram viðbrögð hjá fólki, sem skynjar ekkert annað í tónlist en hreyfihvetjandi afl. Þannig haldast í hendur þekk- ing án tilfinningar og þekking- arleysið, magnað upp með of- ræktaðri sértækri tilfinninga- semi. Iil Loo íleíkhús London er sannarlega lífleg borg. Leikhússtarfsemi í miklum blóma, nýjustu kvikmyndimar í hverju bíói, konsertar færustu listamanna og hvaö eina. Þaö leiöist engum í London. London — ein fjölmargra staða í áætlunarflugi okkar. flucfélag LOFTLEIDIR /SLAJVÐS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.