Morgunblaðið - 05.09.1978, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.09.1978, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 Að koma hugmynd framfæri Skólar eru aö hefjast og kennslumál á dagskrá. Mjög mikil breyting hefur orðiö og er aö veröa á kennsluháttum, og krefjast Þeir nýrra kennslugagna meö skólabókasöfnum við hvern skóla og svonefndum nýsigögnum, sem veita kennurum og nemendum möguleika á fjölbreyttari og aðgengilegri matreiöslu á fræöunum. Skólabókasöfnum hefur veriö komiö upp viö skólana í Reykjavík, og á undanförnum tveimur árum hefur einnig verið unnið að pví að byggja upp námsgagnamiöstöö undir umsjón fræðslustjóra, í samvinnu Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, sem leggur til húsnæöi og tæki, menntamálaráðuneytis og Ríkisútgáfu námsbóka, sem sér um fjölföldun og dreifingu efnis út á land. Námsgagnamiðstöðin á sér forsögu allt aftur til 1970, sem ekki er ástæöa til að rekja hér. En pegar sýnt pótti að frumvarp um Námsgagnastofnun ríkisins, sem lagt var fram á Alpingi 1973, ætti langt í land, eins og komið hefur á daginn, pótti Fræðsluráði Reykjavíkur ekki fært að bíða. Beitti fræðslustjóri sér pá fyrir samvinnu við menntamálaráðuneyti um bá tilhögun á námsgagna- gerð, sem nú er komin vel í gang í ágætu húsnæöi í Tjarnargötu 12, par sem hún hefur fengið nauösynlegan tækjakost og samstillt starfslið undir forystu Guðbjarts Gunnarssonar. Þar er Þegar farið aö framleiða nýsigögn fyrir skólana, svo sem glærur og skyggnur, og aðstoð stendur til boða við segulbandagerð. I heimsókn 1 nýju Námsgagnamiðstöðinni Góð reynsla og skemmtileg Því þótti tími til kominn að líta inn hjá forstöðumanni Námsgagnamið- stöðvarinnar, Guðbjarti Gunnars- syni, einn daginn í vikunni áður en skólar hófust. Guðbjartur var starf- andi í Kanada 1976, þegar Fræðslu- ráö Reykjavíkur hóf nýtt átak til aö koma upp námsgagnamiðstöð, í þeim tilgangi aö framleiða hjálpar- gögn til kennslu í grunnskólum, sem eru í mótun samkvæmt nýjum grunnskólalögum, og fræðslustjóri freistaöi hans aö koma heim til aö byggja upp námsgagnamiöstööina. Hann hafði þá verið í Kanada í hálfl fjórða ár og um það bil að festast í sessi. í ársbyrjun 1973 hafði hann ráðizt til Manitobaháskóla til að stjórna framleiðslu á námsgögnum fyrir prófessora háskólans, en varð síöar deildarstjóri í upplýsinga- og fræðsludeild landbúnaðarráðuneyt- isins í þessu stóra landbúnaðarfylki. Áður en við fórum að líta í kring um okkur í Námsgagnamiðstöðinni í Slökkviliðsstöðinni gömlu, þótti fróðlegt að kynnast störfum Guð- bjarts í Kanada, sem voru á ýmsan hátt lík því sem þarna er ætlunin aö verði, þótt í smærri stíl sé. Þegar Guðbjartur var ráðinn að Manitobaháskóla til aö aðstoða prófessorana við gerð námsgagna, voru þar fyrir Ijósmyndarar, teiknar- ar, kvikmyndagerðarmenn og hljóð- maður, en Guðbjartur var ráðinp sem stjórnandi. Hann hafði MS próf í uppeldisfræði með fjölmiölun sem aöalviöfangsefni frá Bandaríkjunum, einnig hafði hann m.a. stjórnað þáttum í íslenzka sjónvarpinu. Sagöi hann þetta nýja starf sitt í Kanada einmitt hafa fallið nokkuð í sama fárveg og framleiðsla sjónvarps- þátta. — Eftir að hafa kynnt mér sjónarmiö þrófessoranna og óskir, lét ég búa til kennslugögn, bæði mynd- og hljóðefni, sagði hann. En þar kom að fjárveitingar til háskól- ans voru skornar verulega niður, sem kom mjög niður á þessari starfsemi. Þá bauðst mér starf sem annar af tveimur deildarstjórum hjá upplýsinga- og fræðsludeild land- búnaðarráðuneytisins í fylkinu. — Landbúnaðarráðuneytið er annað stærsta ráðuneytið í þessu mikla landbúnaðarhéraði og mikið starf að koma upplýsingum til bænda og búaliös. Þarna voru 22 starfsmenn og yfir 200 fræöslufull- trúar víðsvegar í fylkinu. Ég haföi á hendi nýsigagnadeildina meö 8 starfsmönnum, en hin deildin sá um prentað mál. Þetta var mjög frjótt ár og skemmtilegt fyrir mig. Þarna voru nýkratar við völd og tóku Svía til fyrirmyndar — gerðu margvíslegar áætlanir um endurbætur í búskap- arháttum, svo sem um endurmennt- un. Við áttum að miöla fræðslu og upplýsingum til hins almenna bónda og m.a. hafa þar náiö samstarf viö fræðimenn í búvísindum og koma þekkingu þeirra á framfæri á aögengilegan hátt. Einnig áttum viö þátt í að afla markaða fyrir búvörur og gerðum t.d. stutta kvikmynd, sem notuö var víða til kynningar, m.a. í Japan. Við gerðum sjónvarps- og útvarpsþætti, skyggnuflokka, myndsegulbandsupptökur, kvik- myndir, glærur, hljóðritun á kassett- fréttamaður hélt áfram að inna hann eftir þessum skiptum. — Sjáöu til, ég hafði þurft að fara út á sínum tíma, til að sanna mér og öörum að ég væri gjaldgengur til þessara starfa. Þegar ég kom heim með próf í uppeldisfræðum og fjölmiölun sem sérgrein, þurfti enginn á mér að halda. Þótt ég fengi starf sem stjórnandi þátta í sjónvarpinu hér, þá fannst mér ég eiga eftir aö sanna hvað ég gæti gert. í Kanada gekk þetta ágætlega og ég var orðinn sáttur við það. Þá kom málaleitun fræöslustjóra eins og guösgjöf á réttri stundu. ur og ýmisskonar veggspjöld, sett- um upp sýningar og fleira. Þetta var góð reynsla í mínu fagi. Við ferðuðumst heilmikið út um landið, kvikmynduðum og Ijósmynduðum og tókum viðtöl. Þegar ég hætti í ágústlok 1976, vorum við búnir að undirbúa um 40 sjónvarpsþætti, sem átti að sýna veturinn eftir. Ég fæ þaðan skýrslur og sumir þátt- anna ganga enn. Auk þess höföum við daglega útvarpsþætti, sem gerðir voru í okkar vinnustofum, en sendir út frá útvarpsstöðvum á ýmsum stöðum í þessu víðáttumikla fylki. En hvernig stóð á því að Guð- bjartur reif sig upp frá þessu ágæta starfi og kom heim til íslands í stöðu, sem í rauninni er ekki opinberlega til? Það er rétt aö auövelt var aö halda þarna áfram, og satt að segja var ég einmitt kominn á það stig að setjast alveg að — var meira að segja farinn að skoða hús, svaraði Guðbjartur og hló við. •— Það var blendin tilfinning og dálítið ónotaleg að kyngja þeirri staðreynd að maður væri dæmdur til að eyða ævinni fjarri ættjörðinni. Þessvegna hitti Kristján J. Gunnars- son fræðslustjóri á veikan punkt þegar hann hafði samband við mig og bauð mér þetta starf. Hann lýsti aöstæðum. Þar með að ekki væri hægt að mynda þessa stöðu sem forstöðumaður Námsgagnamið- stöðvarinnar, en vildi ráða mig sem kennara við grunnskólastigið í þeim tilgangi að ég gæti unnið þetta verk. Reyndar er það ekkert einsdæmi, því margir kennarar vinna að öðrum störfum en beinni kennslu, a.m.k. um tiltekinn tíma. — Mér þótti að vísu ekkert spennandi að byrja sem kennari við grunnskólastigið, fannst sá kafli í lífi mínu aö baki, svaraöi Guöbjartur, er Meö skyggnum og glærum er kennsluefnið útbúið. Hér er sýnishorn úr skyggnuflokknum um þróun sjávarútvegs og sýnir síldveiðar í herpinót. Kristján Svansson hefur á hendi ljósmyndavinnuna. Hann skoðar skyggnur í ljósaborði með Guðbjarti Gunnarssyni. Uppeldisfræðilegt og tæknilegt starf — Það var dýrlegt að koma heim. Aldrei hefur mér fundizt Esjan jafn falleg, sagði Guðbjartur. — Síðan tók við alvara lífsins. Nei, ég sé ekki eftir því. Það hefur verið ákaflega gaman að byggja námsgagnamiö- stööina upp og gengiö ágætlega. Starfið skiptist eiginlega í tvo þætti og er í senn uþpeldisfræöilegt og tæknilegt. Kennarastarfið krefst þess að kennarar hafi tök á að búa í hendur sér ýmis hjálpargögn, þegar þeim sjálfum hentar. Hér er verið að fást við miðlun hugmynda, þ.e. hvernig koma megi sem bezt hugmynd á framfæri við annaö fólk og með hvaða aöferöum og tækni. Kennarinn þarf að sjálfsögðu að vera vel að sér, svo að hann geti af þekkingu valiö sér réttan miöil í hverju tilfelli. Það er kjarni þessarar greinar. Ég hefi lítillega verið að reyna að útbreiða fræðin. Sá um tvö námskeið fyrir kennara við Kennara- háskólann og hefi hjálpað upp á sakir þessi tvö ár meö stutt námskeið fyrir nemendur skólans. En slíkt nægir aö sjálfsögöu engan veginn fyrir verðandi kennara, enda er þessi grein að mestu vanrækt í Kennaraháskólanum. Þess má kannski geta í leiöinni að sl. skólaár sá ég einnig um þriggja mánaöa námskeið í Háskóla íslands. Hinn þátturinn, sem Guðbjartur talaöi um, er hinn tæknilegi. Það er framleiðsla námsgagna, sem verður þungamiðjan í starfsemi Náms- gagnamiöstöövarinnar. — Fyrsta áriö fór í aö byggja miðstööina upþ, segir hann. Við höfum hér Ijómandi gott húsnæöi og fyrsta flokks aðstööu á neöstu hæö og í bakhúsi í Tjarnargötu 12. Síöastliöiö ár fór í SÍLDVEHDAR í HERPINÓT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.