Morgunblaðið - 05.09.1978, Side 20

Morgunblaðið - 05.09.1978, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 Utgefandi Framkvæmdastjórí Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstrætí 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Verkef ni S jálf- stædisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki fyrr verið í stjórnarand- stöðu í senn á Alþingi og í borgarstjórn Reykjavíkur auk þess, sem hann er í minnihluta í ýmsum sveitarstjórnum, þar sem hann hafði meirihlutaaðstöðu á síðasta kjörtímabili. Þessi nýja staða Sjálfstæðisflokksins undirstrikar það áfall, sem hann hefur orðið fyrir á þessu ári um leið og hún skapar honum tækifæri til að sinna ýmsum innri málum, sem flokkur- inn hefur ekki haft tóm til að huga að um langt skeið. Nauðsynlegt er, að sjálfstæðismenn hagnýti sér þau tækifæri, sem stjórnarandstaðan skapar að þessu leyti til þess að efla innviði flokksins og fylgi hans á ný. Eitt mikilvægasta verkefni Sjálf- stæðisflokksins á næstu mánuðum er að endurskoða alla afstöðu flokksins til verkalýðssamtakanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð lagt mikla áherzlu á starf innan verkalýðshreyfingarinnar, sem er skiljaniegt, þegar haft er í huga, að mjög stór hópur launþega fylgir flokknum að málum. I stjórnar- aðstöðu hefur Sjálfstæðisflokkur- inn einnig lagt ríka áherzlu á góð samskipti við verkalýðssamtökin, þótt það hafi gengið misjafnlega. Eftir reynslu síðustu mánaða er ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn þarf í fyrsta lagi að endurskipuleggja starf sitt innan verkalýðssamtak- anna sjálfra í því skyni, að efla áhrif lýðræðissinna í forystusveit verkalýðshreyfingarinnar, í öðru lagi þarf Sjálfstæðisflokkurinn að stórauka starf launþega á vettvangi flokksins sjálfs, í þriðja lagi þarf Sjálfstæðisflokkurinn að leggja áherzlu á meiri endurnýjun í röðum forystumanna flokksins í verkalýðs- samtökunum og stuðla að því að ungir menn, sem aðhyllast stefnu Sjálfstæðisflokksins, fáist til trúnaðarstarfa í röðum verkalýðs- samtakanna, í fjórða lagi þarf Sjálfstæðisflokkurinn í ljósi feng- innar reynslu að endurskoða af- stöðu sína til þess, hvernig haga beri samskiptum við verkalýðssam- tökin, þegar flokkurinn er í stjórnaraðstöðu og vanda ber að höndum í efnahags-, atvinnu- og kjaramálum eins og á þessu ári. Það sem hér hefur verið nefnt um Sjálfstæðisflokkinn og verkalýðs- hreyfinguna er ef til vill mikilvæg- asti þátturinn í þeirri endurskipu- lagningu, sem hlýtur að fara fram næstu mánuði innan flokksins. Annað mikilvægt verkefni er að taka alla stefnumörkun Sjálf- stæðisflokksins til endurskoðunar. Hún hefur að vonum mótazt mjög af því, að flokkurinn hefur frá lýðveldisstofnun nær alltaf verið í ríkisstjórn, ef undan eru skilin rúmlega 5 ár. Á þessum tíma og alveg sérstaklega á þessum áratug hafa orðið margvíslegar breytingar á viðhorfum manna tii þróunar samfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að aðlaga sig þessum breyting- um í ríkara mæli og endurspegla betur en hann gerir í dag þessi breyttu viðhorf í samfélaginu, ekki sízt meðal ungs fólks. Sjálfstæðis- flokkurinn þarf að byggja stefnu sína upp á ný á grundvallarhug- sjónum flokksins en með hliðsjón af breyttum tímum. Plokkurinn þarf að móta hugmyndaríka, nútímalega stefnu, sem kemur til móts, við óskir, kröfur, þarfir og vonir nýrra kynslóða, sem hafa efni á því að hugsa um margt fleira en efnaleg verðmæti og efnaleg gæði. Stefna Sjálfstæðisflokksins þarf í mun meira mæli en hún gerir í dag að endurspegla þessi viðhorf. Sjálfstæðisflokkurinn þarf á næstu mánuðum að huga vel að stöðu sinni í hinu pólitíska litrófi. Eins og nú standa sakir virðist svo sem Framsóknarflokkurinn hafi skapað sér þá stöðu, að hann einn geti samið til allra átta um samstarf við aðra flokka um ríkisstjórn en að kostir Sjálfstæðis- flokksins séu mun færri. Þetta er staðreynd, sem flokkurinn þarf að huga vel að. Svo vill til að stefnubreyting Alþýðubandalagsins í varnarmálum, sem innsigluð er með þátttökú þess í ríkisstjórn, sem hefur það á stefnuskrá sinni, að varnarliðið skuli vera, getur átt verulegan þátt í að breyta þessari stöðu Sjálfstæðisflokksins. Sjálf- stæðismenn þurfa að huga að þeim tækifærum með opnum huga. Mörg rök má færa að því, að endurnýjunin í röðum trúnaðar- manna Sjálfstæðisflokksins á þingi og í sveitarstjórnum hafi ekki orðið jafn mikil og á þann veg, sem orðið gæti flokknum til styrktar. Nú hefði mátt ætla að hin víðtæku prófkjör, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur efnt til, mundu einmitt verða trygging fyrir örri og jákvæðri endurnýjun. Prófkjörin hafa marga kosti en þau hafa einnig þann galla, að fjöldi hæfra manna eru ekki reiðubúnir til þess að taka þátt í þeim, sem þýðir í raun að þeir eru ekki tilbúnir til við þær aðstæður, að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn á þingi og í sveitarstjórnum. Þegar til lengdar lætur er þetta mjög hættulegt fyrir stjórnmálaflokk og stuðlar að því, að viðhorf hans og sjónarmið þrengjast mjög. Sjálfstæðisflokkur- inn þarf að huga að þessu vanda- máli endurnýjunar og kanna hvern- ig hægt er að sameina kosti prófkjörs þeirri nauðsyn flokksins að fá jafnan hina hæfustu menn til starfa á Alþingi og í sveitarstjórn- um. Hér hafa verið nefnd nokkur af þeim verkefnum, sem bíða sjálf- stæðismanna á næstu mánuðum. Takast þarf á við þau með jákvæðu hugarfari. Því til viðbótar er nauðsynlegt, að sjálfstæðismenn verði hvenær sem er viðbúnir því, að nýjar kosningar fari fram. Stjórnarfarið í landinu er svo ótraust, að allt getur gerzt. Þessa daga stendur yfir í Laugardalshöll sýningin „íslenzk föt 1978“ þar sem 23 íslenzkir fataframleiöendur kynna vörur sínar. Blaöamenn Mbl. litu inn á sýninguna og tók Emelía Björg myndirnar. fJZrfittað framleiða hálsbindi fyrir svona lítinn markað ” erfiðleika með vefnað, þannig að megnið af hráefni okkar er innflutt. Það eru nú ýmsir erfiðleikar samfara því að fram- leiða hálsbindi fyrir svo lítinn markað sem hér er, því menn vilja ógjarnan vera margir með eins hálsbindi, nema þá einlit. Við verðum því ætíð að tak- marka okkur við í mesta lagi 30 stykki með hverju mynstri. — Vandi fataiðnaðarins snertir okkur vissulega, á þann hátt að það er algengt að erlendar verksmiðjur framleiði of mikið af hverri tegund hálsbinda og þá selja þeir umframmagnið úr landi á spott- prís og slíkar sendingar berast einatt hingað til lands. Við erum i ins vegar fullkomlega sam- keppnishæfir hvað varðar gæði, enda leggjum við mikið kapp á að nota fullkomnar vélar við framleiðsluna. LEXA-hálsbindi skipa einn bás á fatasýning- unni og með þeirri sýn- ingardeild hafði Axel Aspelund umsjón. Við spurðum Axel hvort fyr- irtæki hans notaði ís- lenskt hráefni við hálsbindaframleiðsluna. — Það er nú mjög lítið, sakir „Alltaf eftirspurn eftir handunnum leðurvörum ” LEÐURSMIÐJAN er einn sýningaraðila. Þar í bás hittum við Kjartan Ólafsson og spurðum hann um framleiðsluna. — Við framleiðum handunn- ar leðurvörur af ýmsum gerðum, mest töskur ýmis konar. Það er einungis einn annar íslenskur aðili sem framleiðir svona lagað, þannig að samkeppnin er ekkert óskapleg og þær leðurvörur sem eru fluttar inn, eru allar fjölda- framleiddar, þannig að þær eru reyndar af öðrum toga. i — Það er Karl Júlíusson sem hannar þessar leðurvörur, en skinnið í þær kemur aðallega frá Englandi, enda er skinn ekki sútað hér á landi, að því er ég best veit. Þetta verður aldrei nein fjöldaframleiðsla hjá okk- ur, því við erum bara tveir með þetta, en það er alltaf eftirspurn eftir handunnum leðurvörum, enda eru þær mun traustari en þær fjöldaframleiddu. — Við stundum einnig viðgerðir, en einungis á hlutum sem við höfum sjálfir framleitt. *■ „Islenzk föt vand- aðri en þau er- lendu ” RAGNAR Guðmundsson og Rósa Helgadóttir eru eigendur fyrirtækisins R. Guðmundsson en það fyrirtæki framleiðir eingöngu kvenbuxur undir vörumerkinu Elle. Fyrirtækið er rúmlega eins árs en fram- leiðir að sögn Rósu á milli 12 og 13 þúsund buxur yfir árið. „Mér finnst fólk vera farið að vilja meira af íslenzkri fram- leiðslu nú en það gerði áður“, sagði Rósa „vörurnar eru líka yfirleitt miklu betur unnar hér heima en erlendis. Mikill hlut- inn af þeim erlenda fatnaði sem er fluttur hingað kemur frá Hong Kong og Kóreu. Verðið er líka ósköp svipað á íslenzkum og erlendum fötum en ef eitthvað er þá held ég að íslenzku fötin séu í lægsta skalanum". Rósa sagði að efnið í buxurnar fengju þau frá Ameríku og að hún hefði ekki rekizt á innlent efni sem hentaði fyrir buxur sem eru í tízku í dag. En ef að svo væri þá kæmi það vel til greina að hennar áliti að nota innlent efni í framleiðslu R. Guðmundssonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.