Morgunblaðið - 05.09.1978, Page 27

Morgunblaðið - 05.09.1978, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 27 • Þeir hafa verið í sérflokki á kappakstursbrautunum í ár, Ronnie Peterson (til vinstri) og Mario Andretti. Hér fagna þeir sigri sínum í Grand Prix í Hollandi. í 20 ár á leið- inni á toppinn TVEIMUR áratugum eftir að Mario Andretti byrjaði að keppa í kappakstri virðist röðin loks vera komin að honum í keppni þeirra stóru á kappakstursbrautunum. Andretti, sem er 38 ára gamall, sigraði glæsilega í hollensku Grand Prix keppninni fyrir nokkru og hefur nú öruggaf forystu í keppninni. — ÍJr þessu getur ekkert komið í veg fyrir sigur Andrettis og svo sannarlega á hann sigurinn skilið í ár, sagði Niki Lauda að keppninni í Hollandi lokinni. Þrjár keppnir eru eftir og sá eini sem getur náð Andretti að stigum er Svíinn Ronnie Peter- son, en hann er einnig á samning hjá Lotus sem ökumað- ur númer 2. Peterson getur þó hvorki né má sigra Andretti, ef allt er í lagi hjá þeim fyrr- nefnda. í keppninni í Zandvoort í Hollandi varð Ronnie Peterson í 2. sæti, en þriðji varð Niki Lauda. Lotus-ökumennirnir höfðu talsverða yfirburði í keppninni. í næstu sætum urðu þeir Watson, Fittipaldi, Villeneuve og Reutemann. Andretti hefur nú hlotið 63 stig, Peterson 51 og langt að baki þeim kemur Lauda með 35 stig. — Eg verð að viðurkenna að sigurinn blasir við mér, segir Andretti. — Þetta er þó ekki búið og ég er undir mikilli pressu. Hann er fæddur á Ítalíu, en fluttist 15 ára gamall til Banda- ríkjanna. Næsta keppni í Grand Prix er í Monza á Ítalíu 10. september og þar ætlar Andretti að láta gamlan draum rætast. Að verða heimsmeistari fyrir framan þúsundir af fyrr- um löndum sínum. Andretti byrjaði að keppa í kappakstri 1958 og fyrir 10 árum byrjaði hann að keppa í Grand Prix. Hann hefur aldrei náð eins góðum árangri og i ár og þegar unnið 6 af þeim 16 mótum, sem gild eru í keppninni um heims- meistaratitilinn. - áij. fyrir Villa um miðjan hálfleikinn, en rétt fyrir hlé jafnaði South- hampton og var þar aö verki fyrrum leikmaður með Aston Villa, Chris Nichill, eftir góða fyrirgjöf frá Alan Ball. Wolves — Bristol City 2—0 I leik þessum gerðust ýmsir atburðir, sem til nýjunga töldust, t.d. tapaði Bristol sínum fyrsta leik, Úlfarnir unnu sinn fyrsta. Og Úlfarnir skoruðu sín fyrstu mörk í deildarkeppninni. Það var reynd- ar sjálfsmark Rodgers sem kom þeim á bragðið í fyrri hálfleik, en í hinum síðari tryggði Ken Hibbitt sigurinn með fallegu marki. Arsenal — QPR 5—1 Leikur Rangers var glórulaus í fyrri hálfleik og 4—0 var það minnsta sem þeir gátu sloppið með. Það var einkum stórleikur Liam Brady sem skóp stórsigur Arsenal, hann átti heiðurinn af öllum mörkunum fimm, þ.á m. skoraði hann eitt sjálfur, þriðja markið. Frank Stapelton og Gra- ham Rix skoruðu tvö mörk hvor. Norwich — Manchester City 1 — 1 Margir leikmanna gestanna áttu erfitt með að hemja skapsmuni sína, einkum er ljóst var, að Norwich var engu lakari aðilinn. Norwich náði meira að segja forystunni með marki Chivers og fimm leikmanna MC voru bókaðir. Um síðir tókst þó Mick Channon að næla í annað stigið með góðu marki. Middlesbrough — Ipswich 0—0 Leikurinn var þunglamalegur og leiðinlegur að sögn, en þó voru EVROPA VESTÚR-ÞÝSKALAND, Köln — NUrnberjí 2-0 Stutlcart — llamburaer 1-0 Bochum Dortmund 4-1 Werder Bremen — Duishurj? 3-2 Mönehenxladbach — Schalke 0-0 Bayern — Frankfurt Armenia Bielefeldt — 3-1 BraunschwieK 2-2 Darmstadt — Keiserlautern 2-2 Hertha — Dusseldurf 4-1 • 1 v -#* BELGÍA. 1. deild, Mulenbeek — Berinaen 0-1 Beerschot — I.ieiíoia 2-0 Winteralag — Waregem 1-1 Charleroi — Antwerp 2-1 Lokaren — Anderlecht 2-1 Standard - FC Brugge 2-1 Berehem - Beveren 0-0 Courtrai — Waterschei 0-0 Lierae — La louvlere 3-0 Beringen hefur unnið b&ða leiki sfns »K hefur 4 stijr, en Standard. Waregem og Beveren hafa iill hlotið 3 stig. SPÁNN, 1. DEILDi Gijon - Athletico Madrid 4-1 liuetva — Real Zagrosa 3—0 Borgos — Real Sociedad 1—I Ath. Bilbao — Rayo Calleeanno 2—0 Las Palmas — Sevilla 2—0 Barcelona — Santander 1—0 Real Madrid - Valencia 2-1 Hercules — Salamanca 1—0 Þetta var fyrsta umferðin á Spáni. HOLLAND, i. DEILD, Ajax — Pec Zvollc 4—2 Maastricht — FC Tvente 0—0 Nec Nijmegen — Volendam 4—1 Sparta Rotterdam — Roda JC Kerkrade 0—1 Den Haag — Feyenoord 1 — 1 AZ '67 Alkmaar — Vitesae Arnhem 0—2 GAE Devcnter — PSV Kindhovenl — 1 lltrecht — Nac Breda 1—1 FC Haarlem - VVV Venlo 2-0 Ajax náði hreinni forystu f Hollandi með sigri gfnum gegn nýliðunum Pec Zvolle, Frank Arnesen var maðurinn á hak við sigurinn, hann lagði upp fyrsta markið fyrir Ray Clarke og átti einnig þátt f hinum miirkunum þrem. sem Gecrt Maier og Tchieo La Ling (2) skoruðu. Kees Jans og Rinus Israel svöruðu fyrir PEC. Pierre Vermaulen. landsliðsmaður. skoraði sigurmark Roda gegn Spörtu, en í Haag, fór fram Móðugur leikur Den Ilaag og Feynoord. Ekki færri en 66 aukaspyrnur og fjögur gul spjöld litu dagsins Ijós f Iriknum. auk þess, sem úrvalslið og hrossalöggurnar i bænum gerði áhlaup á áhorfcndastæðin. tii þess að uppræta grjótkastara. Jan Vein Deinsen náði forystunni fyrir Feyen- oord. en Lex Schoenmacher jafnaði fyrir Den Haag. 12000 manns sáu Go Ahcad Eagles frá Deventer, halda jiifnu gegn meisturun- um PSV Kees Van Kooten skoraði fyrir GAE. en Willy van der Kerkhov tókst ■ið jafna fyrir PSV. AUSTUR-Þl ZKALAND, 1. DEILD, Dyn Berlin — Dnion Berlin 5—0 Dyn. Dresden — Chemie Halle 5—0 Magdehurg — Wismut Aue 3—1 Stahl Reise — CZ Jena 1—0 llansa Rostoek — Lokomotiv læipzig 0—2 RW Erfurt — Sachsenring Zwiekau 3—1 Chemle Boehlen — Karl Marx Stady 1 —0 Dynamo Berlin og llynamo Dresden hafa bæði hlotið 6 stig, en fyrrnefnda liðið hefur betri markatölu. 1 þriðja sæti með 5 stig. er Madgeburg. mótherjar Valsmanna f Evrópukeppninni. • John McGovern og félagar hans í Nottingham Forest verða að herða sig ef þeir ætla að höndla einhver verðlaun á keppnistímabilinu en í fyrra voru þeir nær ósigrandi. Ipswich áberandi sterkara liðið. En broddinn vantaði í sóknina að þessu sinni, Mariner og Woods höfðu hljótt um sig. Því lauk leiknum án marka. Bolton — Birmingham 2—2 Þessum tveim liðum spá margir vafasömu hlutskipti í vetur, þ.e.a.s. baráttu um fallið í aðra deild. Og leikurinn bar keim af því þrátt fyrir að enn er veturinn vart byrjaður. Þeir Frank Worthington og Trevor Francis skoruðu öll mörkin í leiknum, sá fyrrnefndi náði tvívegis forystu fyrir Bolton, en sá síðarnefndi jafnaði jafn- harðan. — gg. 5 ný met fæddust á sundmóti unglinga UNGLINGAMEISTARAMÓT íslands í sundi fór fram á laugardaginn og sunnudaginn og var keppt í Sundhöll Reykjavíkur. Keppendur voru allmargir frá 11 félögum. 5 met voru sett, tvö drengjamet, eitt sveinamet, eitt stúlknamet og eitt telpnamet. Sigurvegararnir í keppnisgreinunum voru þessir. 400 m skriðsund drengja: Ingi Þór Jónsson, ÍA 4:32,0 mín. 200 m fjórsund sveina: Magni Ragnarsson ÍA 2:47,5 mín. 50 m skriðsund sveina: Eðvarð Þ. Eðvarðsson ÍBK 32,7 sek. 50 m bringusund telpna: Katrín Sveinsdóttir 40,6 sek. 100 m skriðsund stúlkna: Guðný Guðjónsdóttir Á 1:04,9 mín. 200 m bringusund drengja: Ingólfur Gissurarson ÍA 2;36,8 mín. 100 m skriðsund telpna: Þóranna Héðinsdóttir Æ 1:05,5 mín. 100 m baksund sveina: Þórir Hergeirsson HSK 1:19,8 mín. 100 m baksund telpna: Sonja Hreiðarsdóttir Æ 1:17,9 mín. 50 m baksund sveina: Eðvarð Þ. Eðvarðsson ÍBK 38 sk. 50 m flugsund telpna: Katrín Sveinsdóttir UBK 37,7 sek. 100 m flugsund drengja: Ingi Þór Jónsson IA 1:04,4 mín. 100 m flugsund telpna: Margrét M. Sigurðardóttir UBK 1:13,4 mín. 100 m bringusund sveina: Jón Haraldsson KR 1:21,8 mín. 200 m fjórsund stúlkna: Sonja Hreiðarsdóttir Æ 2:38,1 mín. 4x100 m fjórsund drengja: Sveit HSK A 4:44,5 mín. 4*1C0 m skriðsund telpna: Sveit Ægis A 4:47,3 mín. 400 m skriðsund stúlkna: Sonja Hreiðarsdóttir Æ 4:59,9 mín. 200 m fjórsund telpna: Þóranna Héðinsdóttir Æ 2:39,7 mín. 50 m skriðsund telpna: Katrín Sveinsdóttir ÚBK 31,6 sek telpnamet 50 m bringusund sveina: Eðvarð Þ. Eðvarðsson ÍBK 200 m bringusund stúlkna: Sonja Hreiðarsdóttir Æ 100 m skriðsund sveina: Jón Haraldsson KR 100 m baksund telpna: Þóranna Héðinsdóttir Æ 100 m baksund drengja: Ingi Þór Jónsson IA 50 m baksund telpna: Katrín Sveinsdóttir UBK 50 m flugsund sveina: Eðvarð Þ. Eðvarðsson ÍBK 100 m flugsund stúlkna: Sólveig Sverrisdóttir Ó 100 m flugsund sveina: Magni Ragnarsson IA 100 m bringusund telpna: Þóranna Héðinsdóttir Æ 200 m fjórsund drengja: Ingólfur Gissurarson IA 4x100 m fjórsund stúlkna: A-sveit Ægis 4x100 m skriösund sveina: Sveit KR 29,3 sk. sveinamet 2,53,7 mín. 1:04,4 mín. 1:16,6 mín. 1:06,5 mín. drengjamet 43,9 sek. 38,0 sek. 1:10,8 mín. 1:18,0 mín. 1:26,5 mín. 2:24,5 mín-met 5:03,5 mín-met 4:38,5 mín. Lokastig í stigakeppni félaganna leit þannig út: Ægir 203 stig HSK 128,5 stig ÍA 110,5 stig ÍBK 101 stig UBK 94 stig KR 84,5 stig Önnur hlutu mun færri stig. S8>

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.