Morgunblaðið - 05.09.1978, Page 29

Morgunblaðið - 05.09.1978, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 29 Gjaldskrá Lög- birtingablaösins EFTIRFARANDI tafla hefur verið birt í Stjórnartíðindum, en hún sýnir taxta á gjaldi fyrir tilkynningar og fleira sem birtist í Lögbirtingarblað- inu: Samkvæmt 6. gr. laga nr. 64 16. desember 1943, um birtingu laga og stjórnvaldaerinda, er gjald fyrir tilkynningar o. fl., sem birtist í Lögbirtingablaðinu, hér með ákveðið þannig: 1. Fyrir tilkynningu um skrásetningu hlutafélaga og samvinnufélaga ................................ kr. 12 750.00 2. Fyrir tilkynningu um skrásetningu firma .......... kr. 3 750.00 3. Fyrir tilkynningu um veitingu prókúruumboðs, breytingu eða afturköllun á prókúruumboði......... kr. 3 750.00 4. Fyrir tilkynningu um breytingu á hlutafélögum, samvinnufélögum og firmum (breytingu á stjórn, samþykktum, eigendaskipti o.fl.) ................. kr. 3 750.00 5. Fyrir tilkynningu um, að hlutafélag eða firma sé hætt störfum ........................ kr. 700.00 6. Fyrir uppboðsauglýsingu, þrjár birtingar ......... kr. 5 800.00 7. Fyrir fjármark ................................... kr. 1 200.00 8. Fyrir auglýsingu um óskilafénað, fyrir hverja kind eða hross ...................... kr. 700.00 9. Fyrir innköllun, þrjár birtingar ................. kr. 6 300.00 10. Fyrir auglýsingu um skiptafund ................... kr. 2 250.00 11. Fyrir einkaleyfisumsókn .......................... kr. 2 250.00 12. Fyrir ógildingarstefnu ........................... kr. 5 800.00 13. Fyrir dómsbirtingu ............................... kr. 5 800.00 14. Fyrir tilkynningu um iðjuleyfi ................... kr. 1 850.00 Annað efni, sem birt er í blaðinu, en eigi fellur undir neinn framangreindra liða, greiðist með krónum 535.00 fyrir hvern dálksentimetra. Myndamót, sem nota þarf við prentun auglýsinga, skal auglýsandi leggja til. Gjaldskrá þessi öðlast gildi 15. september 1978. Fellur þá jafnframt úr gildi auglýsing nr. 360 10. október 1977 um gjald fyrir tilkynningar o.fl., sem birtist í Lögbirtingablaðinu. Ingólfur Guðbrandsson og Pólýfónkórinn, Spyrna af vænni gerðinni. Keppni kvartmiluklúbbsins: Æsilegar spymur og islandsmet Sandspyrnukeppni Kvart- míluklúbbsins fór fram í Ölfusinu um helgina og var þar tekin mörg góð spyrnan á margvíslegum tryllitækj- um. í jeppaflokki A með sandspyrnudekkjum sigr- aði Benedikt Eyjólfsson á 5,59 sek. og í jeppaflokki B með venjulegum dekkjum sigraði Sigurður Eyjólfsson á 7,52 sek. í mótorhjóla- flokki sigraði Heiðar Jóhannsson á 6,52 sek. í fólksbílaflokki A sigraði Finnbogi Kristjánsson á 6,33 sek, sem er nýtt Finnbogi Kristjánsson. íslandsmet og í flokki B sigraði Samúel Magnússon á 9,50 sek, en í öðru sæti varð Helga Finnsdóttir á 9,75 sek. Ingólfur stj órnar Pólýfónkómum á ný PÓLÝFÓNKÓRINN hefur nú aug- lýst eftir söngfólki og er ætlunin að hefja söngstarf í lok september ef næg þátttaka fæst. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. aflaði sér í gær var fjöldi fólks búinn að láta skrá sig til kórstarfsins, en auglýst er eftir söngfólki í allar raddir kórsins. Stjórnandi kórsins verður Ingólfur Guðbrandsson og næsta viðfangsefni verður Jólaóratoria Bachs. Liðlega 5000 manns á fata- sýningunni NÆR 200 flíkur eru sýndar á fatasýningunni í Laugardalshöll á tízkusýningunum sem eru þar tvisvar dag hvern. Um 5000 manns hafa séð sýninguna, en hún var opnuð s.l. föstudag. Sýningin er opin daglega virka daga frá kl. 5—11 en á laugar- dag og sunnudag, sem er síðasti sýningardagur, verður hún opin frá kl. 2—11. Fatasýningin er í allri Laugardalshöllinni. Ein aí sýningarstúlkunum í tízkusýningunni á fatasýning- unni í Laugardalshöll.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.