Morgunblaðið - 05.09.1978, Side 30

Morgunblaðið - 05.09.1978, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ! ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 Kortsnoj lætur ekki bugast Eftir hið óvænta tap telja að ekki hafi komið minna Kortsnojs í 17. skákinni, er honum yfirsást í tímahraki mát í 2. leik í annars jafnteflislegri stöðu, tók hann það ráð að fresta frekari taflmennsku til þess að jafna sig og safna kröftum að nýju. Hljóp hann yfir tvo tafldaga og stofnaði til blaðamannafundar til þess að ræða málin og setja fram nokkur skilyrði í sambandi við sálfræðinginn fræga. Raunar var Kortsnoj að reyna að knýja fram vinning í 17. skákinni og þannig reyna að breyta stöðunni í einvíginu í 3—2 í stað 4—1 eins og staðan var fyrir þessa skák. Gífurlegt sálarþrek þarf til að standast þvílíkt mótlæti án þess að bugast. En Kortsnoj hefur marg sýnt það og sannað að hann býr yfir miklum viljastyrk og mætir mótlæti manna bezt. Enda þótt staða hans í einvíginu sé orðin veik teflir hann enn af fullum þunga. í 18. skákinni bregður hann fyrir sig nýju vopini í þessu einvígi, Pirc-vörn- inni sem hann hefur þó beitt marg sinnis áður á sínum ferli með góðum árangri. Pirc-vörnin leiðir oft til flókinnar stöðu og línur oft lengi að skýrast. Karpov reynir að leiða Kortsnoj út af sporinu í 8. leik með skrýtnum leik (8. Dd3!?) en allt kemur fyrir ekki. Uppskipti verða á nokkrum léttum mönn- um og síðan drottningum. í biðstöðunni virtist Kortsnoj hafa örlítið þrengri og vand- tefldari biðstöðu, en heimarann- sóknir leiddu ekkert í ljós sem Kortsnoj þyrfti að hræðast og jafntefli var samið í 64. leik. 18. einvi'gisskákin Hvítti Karpov Svarti Kortsnoj Pircvörn. 1. e4. — d6! (Upphafið að svokallaðri Pirc-vörn sem nefnd er í höfuðið á frægum júgó- slavneskum skákmeistara sem hóf þessa byrjun til vegs og virðingar í Júgóslavíu fyrir rúmum 25 árum eða svo. Raunar vilja Rússar einnig eigna sínum manni þessa byrjun sem þeir við sögu og nefna því byrjunina Pirc-Ufimzew-vörn. 2. d4 - RÍ6, 3. Rc3 - g6, 4. Rí3 (Karpov kýs að leika frekar mönnum sínum en að leika 4. f4 sem þó er talið hvassasta afbrigðið og einna erfiðast fyrir svartan að mæta. En eins og fyrr segir þekkir Kortsnoj þessa byrjun mjög vel og flestir meistarar velja gjarnan sama framhald og Karpov. Eftir 4. f4 — Bg7, 5. Rf3 leikur svartur 5. ... c5 til þess að hamla á móti peðastraumnum eða 5. ... 0-0 sem er þó algengast). 4. ... Bg7, 5. Be2 - 0-0, 6. (H) - Bg4, 7. Be3 - Rc6, 8. Dd3!? (Síðasti leikur hvíts er harla undarlegur og sennilega gerður mest til að rugla Kortsnoj í ríminu. Oftast er drottningunni leikið einum reit skemur eða á d2 en í framhaldi af þeim leik undirbýr hvítur uppskipti á biskupum með Bh6. Einnig hefur verið reynt með góðum árangri 8. Rd2. T.d. 8. ... Bxe2, 9. Dxe2 - e5, 10. d5 - Rd4, 11. Dd3 — c6, 12. Bg5! og hvítur stendur betur). 8. ... e5, 9. d5 - Rb4, 10. Dd2 - a5, 11. h3 - Bd7, 12. Bg5 — De8, 13. Rh2 (Hvítur stefnir með þessum leik að opnun taflsins síðár meir með f4 en með hægfara taflmennsku hvíts sýnist taflstaðan vera í járnum og hvítur ekkert frumkvæði hafa). 13. ... Kh8 (Svartur undirbýr að reka drottningar- biskup hvíts af höndum sér með h6) 14. a3 - Ra6, 15. Bh6 (Hvítur sviptir svartan bezta varnarmanni hans — þekkt stef í þessari byrjun) 15. ... Bxh6, 16. Dxh6 - Rg8, 17. De3 - Í5 (Þessi sjálfsagði leikur eykur rými svörtu mannanna en hann væri enn öflugri ef svartur ætti ennþá svartreita biskup sinn lifandi) 18. exf5 — Bxí5, 19. Hac2 — Rf6 (Svartur sýnist hafa komið mönnum sínum vel fyrir, en nú dynur yfir stórsókn peðanna hjá hvítum) 20. g4! — Bd7, 21. Í4 - exf4, 22. Dxf4 - Rc5, 23. Hcel (Með þessum leik undirstrikar Karpov að hin herfræðilega uppbygging stöður.nar hefur verið betur unnin hjá honum heldur en Kortsnoj. Svarta drottningin er kominn í skotlínu hróksins á e-línunni og hún á ekki ýkja marga reiti að hverfa til. Kortsnoj bregzt því hart við ...) 23. ...Rfe4, 24. De4 - De5! (Kortsnoj hefur fundið drottn- ingu sinni öflugan reit og undirbýr nú komu drottningar- hróksins á e-línuna) 25. Rxe4 — Rxe4, 26. Bf3 - Rg5! (Hvítur Skák Gunnar Gunnars- son skrifar um 18. einvígisskákina hótaði að vinna mann og svartur varð því að hörfa með riddar- ann. Peðið á h3 er í uppnámi drepi hvítur nú tvisvar á e5) 27. Dxe5 — dxe5, 28. Bg2 — Hxfl, 29. Rxfl — He8 (Kortsnoj átti nú eftir um 20 mínútur á síðustu 11 leikina en Karpov 35 mínút- ur.) 30. Rd2 — a4! (Ljóst er þegar upp er staðið og þessi staða skoðuð að hvítur hefur örlítið hagstæðara tafl m.a. vegna staka peðsins á e5. Svartur á hinsvegar ákaflega létt með að valda það og því hæpið að hvítur geti notfært sér þetta til vinnings.) 31. He3 - Kg7, 32. Kf2 - He7, 33. c4 - b6, 34. Hc3 (Hvítur undirbýr að mynda sér færi á c-línunni með c5) 34. ...h5, 35. Kg3 - hxg4, 36. hxg4 — Be8,37. c5 — bxc5, 38. Re4 (Karpov kýs að einfalda taflið enn frekar með uppskipt- um á riddurum áður en hann drepur peðið á c5, en ef til vill hefur tímahrakið hrjáð Karpov hér því hann þurfti ekki að óttast eftir 38. Hxc5 leikinn 38. .. .e4? vegna 39. d6! og hvítur vinnur a.m.k. peð) 38._Rxe4, 39. Bxe4 - Kf6, 40. Hxc5 - Kg5 (Hér fór skákin í bið. Staðan er mjög jafnteflisleg og eins og framhaldið leiðir í ljós hefur aðstoðarmönnum Karpovs ekki tekizt að finna neina vinnings- leið fyrir hann enda sýnist lítið vera hægt að gera. 41. Bd3 (Biðleikurinn) Hf7, 42. Be2 — Hh7, 43. Bf3 - Hf7, 44. Hc4 - Hh7, 45. Hb4 - He7, 46. Kf2 - Bd7, 47. Kg3 - Be8, 48. Kf2 - Bd7 (Kortsnoj þráleikur) 49. Ke3 — e4! (Kort'snoj fórnar e-peðinu fyrir g-peð hvíts, og þar með aukast enn jafnteflis- líkurnar) 50. Bxe4 — Kxg4, 51. Kf2 - Kg5, 52. Bc2 - He5, 53. Bxa4 — Bxa4, 54. Hxa4 — Hxd5, 55. Ke3 - Hb5, 56. b4 (Eftir öll suppskiptin er nú komin upp tiltölulega „einföld" staða fyrir stórmeistara. Hvor um sjg hefur frelsingja: hvítur á a-línunni en svartur á g-línu. Auðvelt væri þó fyrir svartan að tapa skákinni í einum leik t.d. 56. .. ,c5?? því eftir 57. Ha5 vinnur hvítur). 56. .. .He5, 57. Kd4 - Kf4, 58. Ha8 - g5, 59. Hc8 - He4, 60. Kd5 - He5,61. Kc6 - g4, 62. Hxc7 - g3, 63. Kb6 - g2, 64. Hcl og Karpov bauð jafntefli um leið sem Kortsnoj þáði. Framhaldið hefði getað orðið eitthvað á þessa leið: 64. ... Kf3, 65. Hgl - Kf2, 66. Hxg2 - Kxg2, 67. a4 - Kf3, 68. a5 - Ke4, 69. a6 - Kd4, 70. a7 - He8, 71. Kb7 - Kc4, 72. a8D - Hxa8, 73. Kxa8 - Kxb4 jafntefli. Skemmtilegt er að skoða stöðuna í þessu afbrigði eftir 71. b5 en svartur á að halda jafntefli eftir 71. ... Kc4. Interpólisskákmótið: Jafntefli í öllum nema emm Frá Friðriki Ólafssyni á Interpolis-skákmótinu í Tills- burg. Öllum skákum í þriðju umferð, nema einni lauk með jafntefli en Hort vann Ribli. Staðan eftir þrjár umferðirt Miles, Timman, Dzindzichashcili og Portisch hafa tvo vinninga, Larsen, Browne, Hort, Spassky og Sosonko hafa VA vinning hver, Ribli og Ljubojevic eru með 1 vinning og Hiibner rekur lestina með 'Æ vinning. Úrslit þriðju umferðar: Hort vann Ribli, jafntefli gerðu; Larsen og Portisch, Spassky og Timman, Ljubojevic og Miles, Dzindzichashvili og Browne og Húbner og Sosonko. Dzindzicha- svhili vann biðskákina við Húbner úr fyrstu umferð. Úrslit annarrar umferðar á sunnudag: Portisch vann Húbner, So- sonko og Dzindizchasvili gerðu jafntefli, Browne vann Ljube- jevic. Miles vann Ribli, Hort og Spassky gerðu jafntefli og Timman vann Larsen. Úrslit biðskákar úr 1. umferð urðu þau, að Ribli vann Browne og skák þeirra Dzindzichasvili og Húbners fór aftur í bið. Korchnoi hefur oft kom- ist í hann krappan, en þó aldrei eins og nú Þar sem í dag er hvíldardagur í einvíginu eyðir Viktor Korch- noi deginum í að trimma, í þeim tilgangi að endurnýja þol sitt. Við hlökkum flestir til kvöld- verðarboðs sem forsetafrúin Imelda ætlar að halda í kvöld, því sögusagnir eru uppi um að við munum ekki aðeins hitta frúna, heldur einnig eiginmann hennar, Marcos forseta sjálfan. En það er víst komin tími til að líta á skákeinvígið óhlutdrægum augum og athuga hvaða mögu- leika Korchnoi hefur á sigri, en hann hefur oft komizt í hann krappan við skákborðið, þó að aldrei hafi það verið eins og nú. Hvíld hans frá skákinni í tæpa viku hefur án efa gert honum gott og samræður hans við dulsálfræðinginn í Manilla hafa vafalaust átt mikinn þátt í því. Frá því hefur verið skýrt að dulsálfræðingurinn hyggist koma til Baguio, en þangað til verður einn af undirmönnum hans á staðnum, tilbúinn að aðstoða Korchnoi, þegar og ef þörf krefur. A laugardag var 18. skákin tefld, en í henni kom glöggt fram hvaða möguleika Korchnoi hefur á að snúast til varnar og hefja gagnsókn. Byrj- un hans var ekki vel vaiin og það sem meira er, Karpov kom í 8. leik með endurbót, sem Korc- hnoi átti ekkert raunverulegt svar við. Það er augljóst af því hvernig skákin þróaðist, að Korchnoi kann ekki við að upp komi kóngsindversk staða. Eigi að síður er það forvitnilegt, að þó svo Korchnoi haldi upp á kóngsfianchetto-byrjun, þegar hann er með hvítt, vill hann ekki tefla þá byrjun með svart. Bezt væri fyrir hann að leggja pirc-byrjunina eða nútímabyrj- unina á hilluna, það sem eftir er einvígisins. Það er nú augljóst að Karpov er snjall í að færa sér í nyt stöðuyfirburði í byrjun, til að ná fram betra miðtafli. Enn sem komið er bendir því allt til yfirburða Karpovs á þeim vett- vangi. En málin eru þó ekki svo einföld. í eitt skipti var Karpov kominn með mun betra tafl út úr byrjuninni, en þá fór hann að tefla rólegar og í stað þess að leita að bezta leiknum í hvert sinn, lék hann aðeins rétt miðlungsgóðum leikjum. Til- gangurinn með þessu var að reyna að koma andstæðingnum í tímahrak, sem síðan myndi leiða til þess að hann léki af sér. En það ráðabrugg heppnaðist ekki og í reynd var það Karpov; sem hafði naumari tíma. I stuttu máli gafst sú stefna, að leika aðeins næstbezta leiknum í hverri stöðu, ekki vel. Það er ekki hægt annað en að vera ánægður með að þessi stefna Karpovs beið skipbrot, hún virðist ekki vera rétta leiðin til að tefla heimsmeistaraeinvigi. Og eins og við öll vitum, sem fylgzt höfum með Karpov und- anfarin sex ár, getur heims- meistarinn núverandi teflt miklu betur en hann hefur hingað til gert í einvíginu. Það kann að virðast furðulegt að taka þannig til orða, ef haft er í huga að Karpov hefur nú yfir 4—1, en ef Karpov heldur áfram uppteknum hætti og ef Korchnoi hættir að leika jafn hroðalega af sér og hann hefur gert hingað til þá hlýtur niður- staðan að verða sú, að Korchnoi á góða möguleika á að jafna metin og jafnvel vinna einvígið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.