Morgunblaðið - 05.09.1978, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 05.09.1978, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJIJDAGIIR 5. SEPTEMBER 1978 ÓLAFUR F. ÓLAFSSON, fyrrverandi forstjóri, lézt föstudaginn 1. september aö Hátúni 12. Fyrir mína hönd og barna hans, Valgeröur Marteinsdóttir. Maöurinn minn og faöir okkar. er látinn. JÓNAS ÁSGRÍMSSON, rafvirkjamaistari, Skeiöavogi 71, Hanna Kristjánsdóttir og börn. Ástkær bróöir minn og móöurbróöir, JÓN KRISTINN VIGFÚSSON, sem andaðist 25. ágúst á Borgarspítalanum, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 6. september kl. 3. Valgeróur Vigfúsdóttir, Kristbjörg Jónsdóttir. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, ADALHEIDUR ANTONSDÓTTIR, Fróöasundi 3, Akureyri, sem andaöist aö heimlli sínu þriöjudaginn 29. ágúst s.l. veröur jarösett frá Akureyrarkirkju miövikudaginn 6. sept. kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hennar er bent á Kvenfélag Akureyrarkirkju eöa líknarstofnanir. Lorenz Halldórsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. + ÁRMANN SIGURBJÖRNSSON, Akurgerói 6, Akraneei, veröur jarösunginn frá Norötungukirkju fimmtudaginn 7. september kl. 1:30. Eiísabet Sigurbjörnsdóttir. ...................... m + Útför eiginmanns míns, LOFTS GUÐMUNDSSONAR, Rithöfundar, fer fram frá Fossvogskirkju í dag, þriöjudaginn 5.9. kl. 3 síödegis. Fyrir hönd aðstandenda, Tala Klemensdóttir. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir, afi og langafi CÆSAR BENJAMIN MAR veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 6. september kl. 1.30. Jóhanna Mar, Elías Mar, Siguröur Mar, Óskar Mar, Vilborg Siguróardóttir, Kristín Mar Smith, William J. Smith, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför móöur okkar og tengdamóöur MARGRÉTAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Hjallalandi, Álftamýri 50. veröur gerö frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Þóra Þorleifsdóttir, Helgi Jóhannesson, Hörður Þorleifsson, Hulda Tryggvadóttir, Laufey Þorleifsdóttir, Albert Þorbjörrsson, Nanna Þorleifadóttir, Helgi Ingvar Guómundsaon, Guðlaug Þorleifsdóttir, Óskar V. Friðrikssoh, Leifur Þorleifsson, Marta Pálsdóttír. Lokað vegna jarðarfarar frá 12 á hádegi í dag. Sporið, Grímsbæ. Loftur Guðmundsson fáein minningarorð Fjörutíu og sex ár eru nú liðin frá því að fundum okkar Lofts Guðmundssonar bar fyrst saman. Ég var þá unglingur nýlega fermdur og hafði lokið lögboðnu námi í barnaskóla, en óvíst var, hvort orðið gæti af frekara námi, þar eð enginn unglinga- eða gagnfræðaskóli var í þorpinu, þar sem ég átti heima, og þar við bættist að í landinu voru þá miklir krepputímar, sem drápu flest í dróma fátæktar og kyrrstöðd. Peningar sáust varla, að minnsta kosti höfðu unglingar þá ekki undir höndum, og fátt þekktist þá af þeim lífsgæðum, sem nú þykja sjálfsögð í svokölluðu velferðar- þjóðfélagi okkar tíma. Sjálfsagt þótti, að stálpaðir unglingar reyndu að verða sér úti um einhverja atvinnu á sjó eða landi og létta þannig undir með for- eldrunum í hinni erfiðu lífsbar- áttu, sem þá var hvarvetna háð. Um frekari skólagöngu en nokk- urra ára barnaskólanám var varla að ræða á þeim árum nema með einstökum undantekningum, þó að hugur margra námfúsra unglinga stefndi til þeirrar áttar. Þeir fáu, sem hugðu á slíkan frama sem langskólanám var í augum al- mennings, og búsettir voru úti á landi, urðu að fara til Reykjavíkur eða Akureyrar til framhaldsnáms, og fyrir fátæka unglinga, sem ekki áttu ættingja eða vini að á þessum stöðum, er stutt gætu þá á námsbrautinni, virtist sú leið með öllu lokuð. Ymiss konar hugleiðingar og áform um frekara nám voru mér ofarlega í huga eins og fleirum um þessar mundir, en úrræðin í þeim efnum virtust vissulega ekki blasa við. Þó voru veikar vonir um, að við krakkarnir fengjum með haustinu einhverja tilsögn í helstu námsgreinum, svo sem íslensku og reikningi og ef til vill einu eða tveimur tungumálum, ef kennarar barnaskólans sæju aumir á okkur og gætu komið þeirri kennslu við. En þeir voru fáir og aðstaða til náms örðug á ýmsan hátt. Þarna var þó alltaf örlítil von, sem vert var að halda í í lengstu lög. Sem ég stóð á Stokkseyrarhlaði í hópi nokkurra leikfélaga og kunningja mildan, sólbjartan haustdag árið 1932, varð mér skyndilega starsýnt á snyrtilega búinn ungan mann, sem vatt sér út úr einni verslun þorpsins og skundaði framhjá okkur strákun- um í átt til litla, gamla skólans, er stóð þarna skammt frá. Ekki var það vegna þess, að ókunni maður- inn væri meiri öðrum mönnum að vallarsýn eða að nokkru leyti sérkennilegur í háttum sínum eða framkomu, að athygli mín beindist ósjálfrátt að honum, heldur hins, hve framandlegur, næstum út- lendingslegur hann var á að líta. Hann var fremur lágur vexti, en þrekinn og knálegur, hreyfingarn- ar frjálslegar jafnvel íþrótta- mannslegar, svipurinn festulegur og einbeittur. Höfuðlagið var dálítið sérkennilegt, hárið dökkt og liðað og skipt upp frá miðju enni. En það, sem mér fannst athyglisverðast við manninn, þeg- ar hann gekk framhjá og kastaði á okkur kveðju, voru augun. Þáu voru dökk og dreymandi og mjög gáfuleg. Mér kom í hug, að þetta hlyti að vera einhver menntamað- ur, kannski listamaður, t.d. mál- ari, sem væri að huga að skemmti- legum fyrirmyndum í þessu litla sjávarplássi, eða þá skáld eða rithöfundur. Við nánari umhugsun fannst mér líklegast, að þessi ókunni maður hlyti einna helst að vera skáld. Einmitt svona fannst mér að þau ættu að vera. Ég komst brátt að raun um hver ókunni maðurinn var. Þetta var nýr kennari, sem ráðinn hafði verið að barnaskólanum. Loftur Guðmundsson hét hann og fór gott orð af hæfileikum hans og kunn- áttu. Hann var nýkominn frá útlöndum, en þar hafði hann dvalist um skeið og forframast á ýmsan hátt, m.a. hafði hann lagt stund á íþróttir og lokið íþrótta- kennaraprófi frá sænskum lýð- skóla. Tungumálamaður var hann sagður góður og ritfær vel. Ýmis- legt fleira var talið að honum væri til lista lagt, og þótti þorpsbúum fengur að fá svo fjölhæfan og vel menntaðan kennara að skólanum. Það átti líka eftir að koma á daginn, að ekki hafði verið ofsög- um sagt af hæfileikum og þekk- ingu þessa unga og knálega kennara. Kennsla hófst í skólanum á tilsettum tíma um haustið, og svo fór, að við unglingarnir, sem lokið höfðum lögboðnu námi vorið áður, urðum einnig aðnjótandi kennslu nýja kennarans. Hann gekkst fyrir því ásamt öðrum kennurum skól- ans, að við fengum kennslu í ýmsum greinum á kvöldnámskeiði, sem stóð frá byrjun október- mánaðar til áramóta, en þá hófst stritvinnan við vertíðarstörfin, og enginn tími var lengur aflögu til lestrar og náms. En á þessum stutta vetrartíma lærðum við unglingarnir ótrúlega mikið, enda lágu kennararnir ekki á liði sínu að fræða okkur og glæða náms- áhuga okkar, en við reyndum af fremsta megni að tileinka okkur þá fræðslu, sem okkur var í té látin þennan skamma tíma. Fleira var það þennan vetur, sem Loftur Guðmundsson innti af höndum ungmennum þorpsins til þroska og ánægju en bóklegu kennsluna eina. Hann hófst ötul- lega handa við íþróttakennslu bæði í skólanum og utan hans, og þrátt fyrir erfiða aðstöðu og ónógan tækjakost, náði hann umtalsverðum árangri í kennsl- unni. Ungum mönnum sem og þeim, er fulltíða voru orðnir, gaf hann líka kost á að iöka glímu, og urðu margir til þess að æfa þá þjóðlegu og skemmtilegu íþrótt. Þennan vetur var oft líf í tuskun- um í skólanum og gamla sam- komuhúsinu, þegar æskulýður þorpsins gekk þar til náms og íþróttaiðkana af kappi og gleði undir forystu hins unga og áhuga- sama kennara. Vorið eftir hófst nýr þáttur í kennslu Lofts. Hann hófst handa um sundkennslu og framkvæmdi hana í sjávarlóni einu austan við þorpið. Var þar allgóð aðstaða til sundiðkana, en kaldsamt þótti sumum í fyrstu að synda í sjónum. Það vandist þó brátt, og náðu flestir dágóðum árangri í sund- menntinni þær fáu vikur, sem námskeiðið stóð. Fræknastur allra var að sjálfsögðu kennarinn, enda vel þjálfaður íþróttamaður og sundmaður góður. Enginn stóð honum á sporði í þeirri grein, þó að nokkrir ungir menn, sem fengið höfðu einhverja tilsögn áður, væru sæmilega liðtækir sundmenn. Loftur synti fram og aftur í lónunum eins og selur og lét kuldann ekki á sig fá. Það fannst okkur strákunum þá vera hámark karlmennsku og hreysti og dáð- umst mjög að slíku afreki. Með fordæmi sínu og ágætri tilsögn fékk hann marga til þess að leggja rækt við þessa nytsömu íþrótta- grein, og munu sumir þeirra, er þarna lærðu að fleyta sér, síðar á ævinni hafa átt þeirri kunnáttu líf sitt að þakka. Því miður varð dvöl Lofts á Stokkseyri skemmri en skyldi. Haustið 1933 kvaddi hann litla þorpið á ströndinni, þar sem hann hafði átt margar ánægjulegar stundir og starf hans var mikils metið. Veit ég, að mörgum þótti sjónarsviptir að brottför hans og hefðu gjarnan kosið, að dvöl hans þar hefði orðið lengri. En hugur hins unga m^ins stefndi nú til annarra átta og meiri afreka. Leið Lofts lá nú til Vestmannaeyja, en þar gerðist hann kennari við barnaskólann og starfaði við hann óslitið næstu tólf árin. Var hann þar vel látinn sem kennari, en ekki munu Vestmannaeyingar síður hafa kunnað að meta framlag hans til ýmiss konar menningarmála og skemmtistarfsemi í bæjarlífinu. Var oft til Lofts leitað í þeim efnum, og var hann jafnan boðinn og búinn að veita þar liðsinni sitt, enda færari á því sviði en flestir aðrir. í Vestmannaeyjum lágu leiðir okkar Lofts aftur saman nokkrum árum eftir að hann fluttist frá Stokkseyri. Gafst mér þá tækifæri að endurnýja við hann gömul kynni og njóta kennslu hans og leiðsagnar við undirbúning inn- tökuprófs í Kennaraskólann haustið 1939. Nokkrum árum síðar urðum við svo samstarfsmenn við barnaskólann í Eyjum í nokkur ár. Heimsótti ég hann þá oft og þá varð mér ljóst af ýmsu því, er hann sýndi mér og las úr óprentuðum ritverkum sínum, að mér hafði ekki missýnst, þegar ég sá hann fyrst á Stokkseyrarhlaði og þótti hann skáldlegur ásýndum. Hann var skáld, og því átti þjóðin eftir að kynnast á næstu árum og áratugum. Arið 1945 urðu enn þáttaskil í ævi Lofts Guðmundssonar. Hann fluttist þá búferlum frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur og átti þar heima til dauðadags. Um líkt leyti og hann fluttist frá Eyjum lét hann af kennslustörf- um, en helgaði sig eingöngu blaðamennsku og ritstörfum upp frá því, enda munu þau störf hafa verið honum hugstæðust, þó að kenr.slustörfin færu honum einnig vel úr hendi. Um tuttugu ára skeið var hann blaðamaður, lengst af við Alþýðublaðið, og leysti þau störf af hendi með prýði. Á þeim árum, sem Loftur var blaðamaður, birt- ust öðru hvoru í Alþýðublaðinu gamanþættir og skopkvæði eftir hann, og höfðu margir gaman af þeim pistlum, en græskulaus gamansemi og skop var ríkur þáttur í skapgerð Lofts og setti mark á mörg ritverk hans. Jafn- framt erilssamri blaðamennsku innti hann af höndum yfirgrips- mikil og fjölþætt ritstörf. Hann frumsamdi og þýddi fjölda bóka um hin fjölbreyttustu efni. Hann samdi viðamikil skáldverk og viðtalsbækur, leikrit og kvik- myndahandrit, ljóð og dægurlaga- texta svo og fjölmarga gaman- þætti fyrir útvarp og leiksvið. Einnig samdi hann nokkrar ágæt- + Útför móöur minnar, tengdamóöur, ömmu, langömmu, systur og mágkonu ÞORGERÐAR SVEINSDÓTTUR, Hringbraut 88, sem andaöist 31. ágúst aö Elliheimilinu Grund, fer fram frá Fossvogskirkju 7. sept. kl. 15.00. Sigurdí* Sæmundsdóttir, Jóel Sigurö**on, Dóra Jóelsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Snorri Jóolsson, Ásgeröur Magnúsdóttir, Jóel Jóelsson, Geröur Jóelsdóttir, barnabarnabörn, Ingibjörg Sveinsdóttir, Jóhannes Ó. Guömundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.