Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.09.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIDJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 39 ar barna- og unglingabækur. Þá þýddi hann á íslensku margar merkar bækur svo og leikrit, sem sýnd hafa verið á leiksviði. Sum þessara skáldverka, sem Loftur þýddi, eru eftir fræg skáld og ritsnillinga, svo sem Strindberg, Sartre og Camus, svo að nokkrir séu nefndir. Gefur auga leið, að ekki muni það vera á færi neins meðalmanns að snara verkum slíkra manna yfir á íslensku, þegar það er haft í huga að talið er engu minna afrek að þýða vel erlend snilldarverk en frumsemja skáld- verk á móðurmálinu. En allar þessar þýðingar leysti Loftur af hendi af mikilli snilld, enda hafði hann til að bera örugga smekkvísi í meðferð máls og stíls samfara góðri tungumálakunnáttu og víð- tækri þekkingu á flestum greinum bókmennta ekki síst leikritagerð, sem ég hygg að hafi staðið hjarta hans næst. Þá var hann og ótrúlega afkastamikill við ritstörf- in og gat nálega lagt nótt við dag, þegar hann var sestur við skriftirnar. Verðskuldaða viðurkenningu hlaut Loftur fyrir ritstörf sín. Árið 1958 hlaut hann bókmennta- verðlaun Almenna bókafélagsins, og ennfremur komu í hlut hans móðurmálsverðlaun Björns Jóns- sonar ritstjóra. Var nann vissu- lega vel að þeim viðurkenningar- votti kominn og þó að meiri hefði verið. Fyrir nærfellt tveimur árum hitti ég Loft síðast á götu hér í borgínni. Honum var þá sýnilega nokkuð brugðið, heilsan tekin að bila og aldurinn farinn að segja til sín. Hann var þó hress í bragði og enn brá fyrir góðlátlegri glettni í svip hans og máli, eins og í fyrri daga, þegar hann minntist skemmtilegra atburða eða sér- stæðra tilsvara samferðamann- anna. Hann sagði mér m.a. frá ítalíuför, sem hann var þá nýkom- inn úr, og lét hann vel af því, er fyrir hann hafði borið í þeirri ferð. Að lokum barst tal okkar að löngu liðnum dögum á Stokkseyri og í Vestmannaeyjum. Fann ég glöggt, að þeir staðir voru honum enn hugstæðir og margt af því, sem þá gerðist, er hann dvaldist þar, honum ríkt í minni. Svo kvödd- umst við og hélt hvor sína leið. Þegar hann hvarf mér sjónum í ys borgarinnar, grunaði mig ekki, að þetta væri í síðasta sinn, sem ég sæi þennan yfirlætislausa, rólynda og dula mann, sem mér er hlýrra til en flestra annarra mér óvanda- bundinna manna. En enginn veit sína ævina, og eitt sinn skal hver deyja. Lífsbók Lofts Guðmunds- sonar hefur nú verið lokað og íslenska þjóðin er einum hæfi- leikamanni fátækari. En þó að flest bókmenntaverk fyrnist og falli í gleymsku með tímanum eins og ónnur mannanna verk, er það trúa mín, að það besta, sem Lofti Guðmundssyni auðnaðist fcð færa í letur, muni lengi standast tímans tönn og geymast sem óbrotgjarn minnisvarði um ritfærni hans og skarpa dómgreind á listræna meðferð íslenskrar tungu. Loftur Guðmundsson var fædd- ur að Þúfukoti í Kjós. 6. júní 1906. Foreldrar hans voru Guðmundur Hansson bóndi og kona hans María Gottsveinsdóttir. Loftur stundaði nám í Reykjavík og lauk þar kennaraprófi árið 1931. Hann stundaði og nám í Svíþjóð og lauk leikfimikennaraprófi frá lýð- skólanum í Tárna 1932. Hann giftist eftirlifandi konu sinni Tölu Klemensdóttur frá Görðum í Mýrdal 26. ágúst 1939. Börn þeirra eru: Guðmundur Marino, Indriði og Gunnar Heiðar. Auk þeirra átti Loftur einn son, Gunnar Svein. Loftur andaðist í Reykjavík 29. ágúst s.l. á 73. aldursári. Þorvaldur Sæmundsson. Hinn orðhagi og stílsnjalli listamaður íslensks máls, bundins og óbundins, Loftur Guðmundsson er fallinn að velli. Kynni okkar voru í rauninni ekki löng en að sama skapi eftirminnileg. Vinátta okkar spannst úr mörgum smá- þráðum mannlegra samskipta sem tengdu okkur ótrúlega sterkum böndum, og nú sakna ég vinar í stað. Auðvitað hafði ég löngu áður kynnst Lofti af orðspori. Hann var landsþekktur rithöfundur, ljóða- smiður og blaðamaður þegar ég söðlaði um í lífsbaráttunni og hóf bókaútgáfu. Það var sú umsöðlun sem leiddi okkur að lokum saman. Mér varð fljótt ljóst að úr Lofti hefði mátt gera marga menn. Hann bjó yfir ótrúlega fjölbreytt- um hæfileikum, sem hver og einn hefði geta'ð skilað honum í efstu tröppu viðkomandi sviðs. Mér er sannast sagna nær að halda að skaparinn hafi verið jafnvel um of örlátur við hann í upphafi vega, og þó, eitt af megineinkennum Lofts var takmarkalaust lítillæti og löngun til að sitja í fremsta bekk virtist ekki bærast í brjósti hans. Hin síðari árin eftir að Loftur hætti blaðamennsku vann hann heima hjá sér að ýmiss konar ritun, aðallega æviminninga og þýðinga. Þekkingarsvið hans virt- ist ótæmandi, það gilti einu hvort honum var falið til þýðingar verk fagurfræðilegs eða vísindalegs eðlis, furðulegar barnabækur eða flókið efni um óravíddir sálarlífs- ins, hann var ætíð heima í því sem um var að ræða, ekkert virtist koma honum á óvart. Lesning hans og djúpstæð, heilsteypt menntun var með ólíkindum. í ævisagnarituninni byggði hanh á traustum grunni íslensks fróðleiks og uppeldi og því stálminni sem aldrei bilaði. Loftur hafði fyrir nokkru hafið ritun eigin æviminn- inga og mun ekki of djúpt tekið í árina þótt fullyrt sé, að þar hafi sú bókmenntagrein farið mikils á mis. Ég var m.a. þeirrar ánægju aðnjótandi að ferðast með Lofti erlendis, t.d. til Feneyja og í þeirri ferð jós hann af gnægtabrunni fróðleiks síns yfir mig fáfróðan með þeim hætti að aldrei gleymist. Loftur Guðmundsson var gædd- ur ákaflega fínu skopskyni og mjúkri glaðværð. Allt gróft og rosalegt var honum andstætt. Þótt hann væri að upþlagi karlmenni hið mesta til sálar og líkama þá mun ég ekki fyrst og fremst minnast hans þegar íslenskur veðrahamur verður hvað mestur, heldur á lognværum dögum þegar Jökullihn birtist okkur í allri sinni ómælanlegu fegurð, sólin gyllir haf og strönd og unaður íslenskrar náttúru er í algleymingi. Eiginkonu Lofts, börnum og barnabörnum flyt ég samúðar- kveðjur frá eiginkonu minni og samstarfsfólki. Blessuð sé minning góðs drengs. Örlygur Hálfdánarson. Margrét Halldórsáott- ir — Minningarorð AfmœUs-og minningargreinar AF GEFNU tilefni skal það enn ítrekað, að minningargreinar, sem birtast skulu í Mbl., og greinarhöfundar óska að birtist í blaðinu útfarardag, verða að berast með nægum fyrirvara og eigi síðar en árdegis tveim dögum fyrir birtingardag. Fædd. 3. janúar 1901 Dáin. 27. ágúst 1978. Amma, hún er farin frá okkur, farin til afa. Okkur langar til að kveðja hana í hinsta sinn og sýna hve vænt okkur þótti um hana. Okkur er það huggun, að hún skyldi fara í friði svo hljóðlegá og á þann hátt, er hún vildi helst sjálf. Við munum ætíð minnast henn- ar sem konu, er var góð, hress og dugleg. Hún var alveg sérstök. Þær eru fáar gömlu konurnar, sem eru jafn ungar og hún var. Þótt hún hefði 77 ár að baki, var hún líklega lítið eldri en dætur hennar. Hvaða kona hátt á áttræðisaldri saumar föt sín sjálf og hugsar jafn mikið um útlit sitt og heimili eins og hún gerði? Einn galla hafði hún þó, ef galla skyldi kalla. Ósérhlífni, sem var að fara með hana. Hún gat gert allt sjálf og enginn mátti rétta hjálp- arhönd. Átti hún það til að strunsa áfram, eins og hún ætti lífið að leysa, að þarflausu, að því er okkur fannst. Því ekki að taka lífinu með ró og leyfa okkur að hjálpa? Nei, það var alveg óþarfi. Allt tekur sinn enda. Amma lifði lífinu eins og hún frekast gat fram á síðustu stundu. Vegna dugnaðar hennar og atorku liggur hér margt ógleymanlegt eftir hana. Guð blessi hana ömmu okkar og leyfi, að hún hvíli í friði. Barnabörnin. 9 í dag er til moldar borin heiðurskonan frú Margrét Hall- dórsdóttir frá Hjallalandi, en hún lést að heimili sínu, Álftamýri 50, sunnudaginn 27. ágúst s.l. Margrét var 77 ára, fædd 3. janúar árið 1901 að Arnheiðar- stöðum í Fljótsdal. Barn að aldri fór hún í fóstur til sr. Jóns Jónssonar, prófasts að Stafafelli í Lóni og konu hans Guðlaugar Vigfúsdóttur. Þar ólst hún upp á stóru menningarheimili sem væri hún þeirra eigin dóttir ásamt fleiri fóstursystkinum sem þau hjón ólu upp, og hlaut hún þar gott uppeldi í veganesti. Árið 1926 giftist hún Þorleifi Eyjólfssyni, húsameistara og bjuggu þau allan sinn búskap í Reykjavík, lengst af á Hjallalandi við Nesveg eða í 36 ár. Mann sinn missti hún fyrir 10 árum. Margrét varð bráðkvödd, en hafði verið nokkuð veil fyrir hjarta undanfarin ár. Við sem stöndum henni næst kveðjum nú mikla ágætiskonu og söknum hennar mikið. Margrét var mikil og stórbrotin kona með stórt og gott hjarta. Hún var alla tíð hamingjusöm kona með létta lund og kvartaði aldrei þótt eitthvað blési á móti. Öllum leið vel í návist hennar enda geislaði alltaf frá henni lífsgleðin. Margrét átti því láni að fagna að eiga góð og elskuleg börn, mörg barna- og barnabörn, sem hún unni öllum mikið og gleymdi aldrei neinu þeirra. Hennar mesta lífsgleði og yndi var að hafa helst og sem oftast allan stóra hópinn í návist sinni og alltaf var það henni mikil ánægja að gleðja þennan stóra hóp svo oft sem tækifæri gáfust. Allur þessi stóri hópur saknar hennar nú mikið, þegar hann kveður þessa góðu konu, en minningarnar um hana munu ekki gleymast þótt hún sé nú burtu horfin. Margrét var mikil trúkona og efaðist aldrei um hvað við tæki þegar hún færi alfarin héðan. Hún las mikið og hugsaði mikið um þessi mál og kveið engu þar um, enda trúarvissan stór og sterk. Við öll, tengdabörn, börn, barna- og barnabörn kveðjum hana með miklu þakklæti og minningarnar um hana munu lifa með okkur. Helgi Jóhannesson. Verðkönnun neytendasamtakanna 23. ágúst 1978 Vðrutegund Vðrumark-aður KB Kjörbúð KB Neskjör Verslun Jons Eggertssonar Hveiti 10 lbs. Robin Hood 866/- Robin Hood 960/- Pillsburys 780/- Pillsburys 887/- Sykur 2 kg. 307/- 337/- 304/- 330/- River Rice hrísgrjón 454 gr. ___ 197/- 190/- 185/- Appelsínudjús 1 ltr. --- Egils 607/- Thule 446/- Egils 535/- Grænar baunir (stór dós) Coop 312/- Coop 359/- K. Jónsson 374/- Ora 352/- Kellogs Korn flakes 375 gr. 456/- 375 gr. 536/- --- 250 gr. 330/-pr. 375 g-r. 495/- Cocoa Puffs --- 340 gr. 637/-226 gr. 423/- 226 gr. 425/- 226 gr. 396/- Solgryn haframjöl 475 gr. 178/-1900 gr. 712/- 1900 gr. 782/- 950 gr. 385/-1900 gr. 770/- 1900 gr. 725/- Regin klósettgagpír 99/- . 110/- 105/- 98/- Appelsmumarmelaði i Winner 450 gr. 576/-. 500 gr. 640/- Mor Monsen 360 gr. 580/-500 gr. 805/- Valur 500 gr. 405/- --- ;PÚóurs^M.a Biun farin 500 gr. 163/- 187/- 148/- 168/- |Rs'Í3_jtu>- Rainbow 500 gr. 613/-1 kg. 1226/- 1 kg. í lausu 980/- Sun-Maid 250 gr. 436/-1 kg. 1744/- 500 gr. í lausu 66 3/-1 kg. 1326/- jFr'Æ : llkurkex 400 gr. 207/- 238/- --- 231/- [Hoitti iujcj-karkex 250 gr. 173/- 198/- 198/- 195/- '»':.,,-..¦',•. i a_a --- 118/- 113/- --- F'jIIIDj . .:ó ___ 160/- --- 120/- L'ió-:-*- ..lj Lannkxem 50 ml. 204/- 50 ml. 232/- 122,5 ml. 473/-50 ml. 193/;- 30 ml. 105/-50 ml. 175/- ,Va'i J.ó»r.atssosa (minnsta teg) 312/- 358/- 341/- 277/- 'fíórsyi: ;r (Dans.ikker) 500 gr. 128/- 136/- 130/- 132/- 1 - ---------- i vdi.iii.. aropar --- 90/- 90/- . 97/- ! ~veski'->' i Sugaripe 225 gr 222/-1 kg. 987/- 1 lausu 1 kg. 1190/. í lausu 1/2 kg. 665/-1 kg. 1330/- 1 lausu 1/2 kg. 391/-1 kg. 782/- 1 Vex þvci taefni 3 kg. 1163/- 3 kg. 1216/. 700 gr. 327/-3 kg. 1401/- 1 lausu 1 kg. 390/-3 kg. 1170/- l*>-.x:-j 'itiduft 450 gr. 402/- 457/- 385/- 417/- 1 iVikdt : 1 i 1 _'., __________ Sea Gujl 454 gr. 1343/-1 kg. 2958/- Brugsen 500 gr. 2200/ 1 kg. 4400/- Cacao de Zaan 200 gr. 605/-1 kg. 3025/- Fry 227 gr 665/-1 kg. 292^/- ! Kartóí1umjöl 1 kg. i axo r-.í.p 142 gr. 253/- 280/- 240/- 198/- 130/- 135/- 120 - Abyrgðarmaður fréttabréfsins: Ágúst Guðmundsson . >V ». «;_»,**.-*_». M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.