Morgunblaðið - 28.09.1978, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978
3
Ef ekki er farið út í
Krossá á réttum stað, geta
stórslys hlotizt af, eins og
gerðist fyrir skömmu.
Þessi langferðabíll festist
þá í ánni, er reynt var að
koma hinum nauðstöddu
til hjálpar.
„Endar með stórslysi
ef þessu heldur áfram”
„ÉG OG fleira fólk sem var í skálanum heyrðum vélarhljóð og kfktum út. Sáum við þá hvar jeppi var
fastúr í Krossá, en bflstjórinn hafði farið á vonlausum stað út í ána. Við fórum strax niður á aurana og
komum kaðli út í bflinn. Þá var einn farþeginn kominn upp á vélarhlífina, en fjórir voru inni f bflnum.
Við gátum síðan dregið fólkið, alls 5 manns í land á kaðlinum og festum síðan f bflnum og náðum
honum með naumindum á land, en engu munaði að honum hvolfdi,“ sagði Birgir Olsen skálavörður f
skála Ferðafélags íslands í Þórsmörk, en um kl. 21 í fyrrakvöld bjargaði Birgir ásamt aðstoðarfólki
sínu fimm Þjóðverjum úr jeppa f ánni.
Birgir sagði þegar Morgun-
blaðið ræddi við hann í gær, að
vatnið hefði náð upp á vélarhlíf
jeppans, sem var af Land
Rover-gerð, þegar þau komu
niður að ánni. „Ég tel víst að
þarna hefði illa farið, hefðum
við ekki heyrt vélarhljóðið og
það heyrðum við fyrst og fremst
vegna þess að þetta var dísilbíll.
Þegar fólkið var allt komið í
land, mátti engu muna að við
næðum ekki jeppanum upp, en
það tókst á nýja Bronco-jeppan-
um mínum."
Sagði Birgir að Land
Rover-jeppinn hefði farið illa í
ánni, en engu að síður hefði
tekizt að koma honum í gang
þegar hann var kominn á þurrt.
„En þá tók ekki betra við. Einn
Þjóðverjanna settist undir stýri
og það skipti engum togum, að
hann ók beint á jeppann minn-
og eru nú báðir jepparnir mikið
skemmdir." Það kom fram hjá
Birgi, að það er að verða
daglegur viðburður, að bjarga
þurfi bílum og fólki upp úr
Krossá. „Fólk virðist halda að
mitt hlutverk sé björgunarstarf,
en það er misskilningur, ég er
skáiavörður, og því er maður
ekki alltaf nógu vel undir það
búinn að koma öðrum til að-
stoðar. Hins vegar er sjálfsagt
að leiðbeina fólki yfir ána á
réttu vaði, en það verður þá að
bíða þar til maður er kominn
niður á árbakkann. Ef þessu
heldur áfram verður ekki langt
í, að stórslys verður á ný í
Krossá," sagði Birgir að lokum.
Þess má geta að aðeins er
liðinn um einn og hálfur mánuð-
ur, síðan þrennt drukknaði í
Krossá, þegar jeppi festist í
ánni, en fólkið hafði farið út í
ána á vitlausum stað.
Eitt þúsund
króna frí-
merki kem-
ur út í nóv.
PÓST- og símamálastofnunin hefur
ákveðið að gefa út 1000 kr. frímerki
í nóvember n.k. Verður frímerkið
með mynd af málverki eftir Jón
Stefánsson „Hraunteigur við
Heklu". Það var málað með olíulit-
um á léreft og er nú í eigu
Reykjavíkurborgar.
Eins og fyrr segir verður frímerkið
1000 kr. og verða 20 stykki í hverri
örk. Hæsta frímerkjaverðgildi í
umferð nú er 250 kr. og var það gefið
ÍSLAND 1000
JÖN STífÁNSSON’HRAÍJNTF.IGXlS VIÐ HtKU!
út i marz 1972. Þá var almennt
burðargjald bréfa af fyrsta þyngdar-
flokki innanlands kr. 7.00, en nú er
samsvarandi burðargjald kr. 70.00.
Þegar 50 kr. frímerki kom fyrst út,
en það var árið 1958, var framan-
greint burðargjald kr. 2.25 og þegar
100 kr. frímerki kom fyrst út 1965
var burðargjaldið kr. 4.50. Miðað við
hlutfallið milli almenna bréfburðar-
gjaldsins 1972 og 250 kr. frímerkis-
ins ætti hæsta verðgildið nú að vera
2.450 kr. Miðað við sama hlutfall á
árunum 1958 og 1965 hefði hæsta
verðgildi átt að vera 1.555 kr. að því
er segir í fréttatilkynningu Pósts og
síma.
Sovézk gervi-
hnattstöd fínnst
á Svalbarda
SAMKVÆMT heimildum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér í Noregi,
starfrækja Sovétmenn eftirlitsstöð með gervihnöttum á Svalbarða, á
svipuðum sióðum og radarstöð þeirra er, sú sem að undanförnu hefur
vakið miklar umræður og deilur í Noregi. Norska dómsmálaráðuneyt-
ið hefur nú staðfest að vitneskja um gervihnattastöðina hafi legið fyrir
um nokkurn tíma, og virðist starfræksla hennar standa f sambandi við
rannsóknarstörf á vegum námafélags þess, sem Sovétmenn reka á
Svalbarða. /
Norskir vísindamenn vilja ekki
að svo komnu máli kveða upp úr
um það að gervihnattastöðin
brjóti í bága við ákvæði Sval-
barðasáttmálans um að eyjaklas-
ann og nágrenni hans megi ekki
nota í hernaðarlegum tilgangi, og
benda á í því sambandi að erfitt sé
að greina á milli hernaðarlegrar
og friðsamlegrar notkunar
gervihnatta.
Stöð sú, sem hér um ræðir, er á
Cap Heer, og hafa norsk stjórn-
völd ekki heimilað byggingu henn-
ar, enda hefur ekki verið leitað
samþykkis frekar en endranær
þegar um er að ræða mannvirkja-
gerð Sovétmanna á Svalbarða.
Fullyrt er þó að stöðvarinnar hafi
verið getið í skjölum, sem Sovét-
menn hafa látið norskum stjórn-
völdum í té, en um er að ræða alls
fjórar byggingar, eitt stórt hús og
þrjú lítil. Talið er að í stöðinni sé
meðal annars fullkominn tölvu-
búnaður.
Gróska í starfsemi Jassvakningar:
Tónleikar með
Dexter Gordon
JASSKVÖLD verður haldið í Átt-
hagasal Hótels Sögu hinn 2. október
næstkomandi, og þar með hpfur
Jassvakning vetrarstarf sitt þriðja
árið í röð. A þessu fyrsta jasskvöldi
vetrarins koma fram tvær hljóm-
sveitir, báðar með nýæft efni.
Er það annars vegar Kvartett
Reynis Sigurðssonar, og hins vegar
hljómsveitin Jassmenn. Með Reyni
eru í kvartettinum þeir Guðmundur
Ingólfsson, Helgi Kristjánsson og
Alfreð Alfreðsson. Hljómsveitina
Jassmenn skipa þeir Viðar Alfreðs-
son, Gunnar Ormslev, Karl Möller,
Guðmundur Steingrímsson og Scott
Gleckler.
Af annarri starfsemi vetrarins,
sem þegar hefur verið ákveðin, má
nefna hljómleika kvartetts tenór-
saxafónleikarans Dexters Gordons,
sem haldnir verða hinn 18. október
næstkomandi í Háskólabíói, og í
nóvember er svo von á tríói píanist-
ans Duke Jordans. Enn má nefna að
Jassvakning hefur ákveðið að gefa út
á hljómplötu verk Gunnars Reynis
Sveinssonar, Samstæður. Flytjendur
verksins á htjómplötunni eru Gunn-
ar Ormslev, Jósef Magnússon, Örn
Ármannsson, Reynir Sigurðsson, Jón
Sigurðsson og Guðmundur Stein-
grímsson. Höfundur stjórnar sjálfur
flutningi. Verkið Samstæður var
fyrst flutt á listahátíð árið 1970.
Rétt spor í rétta átt,
sporiníTorgið!
Rally skórnir
kjörnir ■ skólann
Lodfóðraðir.
Stasróir 35-46.
Litur — brúnn
Vorð 9.150,-
Póstsendum um allt land.