Morgunblaðið - 28.09.1978, Page 14

Morgunblaðið - 28.09.1978, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 Gunnar G. Schram, prófessor: Grein þessi birtist í ágúst- hefti Tímarits lögfræðinga og er hér endurprentuð vegna mikilvægis þessa máls, sem þar er fjallað um. í ræðu sinni á Allsherjar- þingi S.Þ. í fyrradag, gat Benedikt Gröndal, utanrík- isráðherra þess, að innan skamms yrði lagt fyrir ríkis- stjórn og Alþingi að samin verði heildarlöggjöf um ís- lenzku landhelgina, en til- laga um slíka löggjöf var gerð í grein dr. Gunnars. Tilgangur þessarar greinar er að vekja athygli á nauðsyn þess, að sett verði heildarlöggjöf um ytri niörk yfirráðasvæðis íslenska rík- isins. Er þar átt við mörk hinnar almennu lögsögulandhelgi, mörk fiskveiðilögsögunnar, mörk land- ttrunns og hafsbotnslönsötíu og ntörk mengunarvarnaiögsögu. Jafnframt verði þar fjallað um eðli og umfanti þeirra réttinda, sem íslenska ríkið fer með á þessum réttarsviðum. Ekki eru í lótium í dag fullnægj- andi ákvaeði um þessi mikilvægu réttarsvið, utan þess að um fiskveiðilögsöguna er fjallað í reglugerð. Er því þörf á því, að sett verði ljós og skýr lagaákvæði um hina alntennu lögsögulandhelgi, ný lög unt landgrunns- og hafsbotns- svæðið og loks um mengunar- varnalögsögu. 1 öðru iagi sýnist hentugt, frá iagatæknilegu sjónar- miði, að um þessi atriði verði fjailað i einni löggjöf, þar sem réttarheimildir þessar lúta allar að hafinu umhverfis landið og ytri mörkum yfirráða Islendinga á þeim vettvangi. Er því æskilegt, að samin verði heildarlöggjöf um þessi réttarsvið og þar gerð fullnægjandi skil þeint réttindum, sem Islendingar telja sig eiga á hafsvæðinu umhverfis landið. Þótt þegar liggi fyrir ákvæðin um 200 sjómílna fiskveiðilögsöguna, skortir fyrirntæli um ýmis önnur veigamikil atriði, svo sem fyrr var getið, og ber að bæta úr því með nýjum og fullnægjandi lagaákvæð- um. Nú er störfum þriðju hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna svo langt komið, að í stórum dráttum rná gera sér grein fyrir því, hver þróunin muni verða varðandi yfirráðarétt ríkja á hafinu undan ströndum þeirra. Fyrir liggur, að almennt sam- kontulag er fengið á ráðstefnunni um 200 sjómílna auðlindalögsögu strandríkisins (eeonomic zone). Má segja, að sú lögsaga sé nú almennt viðurkennd í þjóðarétti, bæði vegna afstöðu ríkja í þessum efnunt á ráðstefnunni og fram- kvæmdar fjölmargra ríkja á þess- um ákvæðum í raun. Er því allsendis ástæðulaust fyrir íslend- inga að láta það dragast úr hömlu að tileinka sér þau réttindi, því að allmörg ár munu líða þar til formlegur hafréttarsáttmáli hefur verið fullgiltur og komið til framkvæmdar. Uinsvegar er rétt og eðlilegt, að við gerð nýrrar heildarlöggjafar um landhelgi Íslands verði tekið mið af, og gætt samræmis við það sáttmálaupp- kast, sem nú er fjallað um á hafréttarráðstefnunni og endur- sjteglar þróun þjóðaréttar á þessu sviði. Verður nú vikið að hinum einstöku réttarþáttum, sem varða landhelgi íslands, og tillögur gerðar um það, hvernig framtíðar- skipan þeirra verði best háttað innan ramma nýrrar heildarlög- gjafar um efnið. 1. Hin almenna lögsögulandhelgi Svo sem kunnugt er hafa aldrei verið sett heildarlög um landhelgi íslands. Hið sama gildir um fiskveiðilandhelgina. Er því hvergi að finna í lögum samræmd ákvæði, sem mæla fyrir unt stærð hinnar alntennu Iög- sögulandhelgi. Hinsvegar hefur landhelgin verið talin fjórar sjó- mílur, eða eins og hún virðist almennt hafa verið talin í fram- kvæntd, áður en Danir gerðu samninginn við Breta 24. júní 1901 um tilhögun á fiskveiðunt utan landhelgi o.f 1., þar sem landhelgin var ákvörðuð 3 sjómílur. Þótt segja megi, að væntanlega hafi hin 4 sjómílna landhelgismörk nú helgast af réttarvenju, er næsta óeðlilegt^ að ekki skuli vera skýrlega fyrir um það mælt í Svo sem kunnugt er hefur fiskveiðilögsagan jafnan síðan verið færð út með reglugerð á grundvelli þessara laga. Nú, þegar fiskveiðilögsagan við Island er orðin 200 sjómílur, að yfirráða- heimild íslenska ríkisins til fiski- stofnanna á þessu svæði og ntörkun fiskveiðilandhelginnar séu bundnar í lögunt frentur en í reglugerð. Ekki síst er það vegna þess, að í 1. 44/1948 er einungis rætt um „verndarsvæði" og regiur til verndar fiskimiðunum (1. gr.). Er því æskilegt, að í lög séu settar skýrar heimildir um yfirráðarétt Islendinga á þessu svæði, þ.e. svæðið beinlínis lýst fiskveiðiland- helgi Islands. Á þann hátt kæmi það til kasta Alþingis að fjalla um málið í formi löggjafar, enda eðlilegt, að ytri mörk ríkisins og yfirráðarétturinn yfir auðlindum hafsins sé beinlínis lögbundinn, en síðustu árin hefur hinsvegar valdið því, að ríkjum er nú væntanlega talið fullheimilt að taka sér yfirráð yfir öliu hafs- botnssvæðinu innan 200 sjómílna markanna, þe.. innan hinnar svonefndu auðlindalögsögu (economic zone). Hafa alimörg ríki þegar á síðustu misserum lögfest ákvæði um slíka 200 sjómílna auðiindaiögsögu, þannig að for- dæmi eru þar fyrir hendi. Fjöldi þeirra ríkja, sem lögfest hafa 200 sjómílna auðlindalögsögu eða landhelgi, er nú um 45. í Evrópu hafa Noregur, Spánn og Portúgal nýlega sett lög um 200 sjómílna auðlindalögsögu, sem tekur bæði til hafsins og botnsins. Þar að auki er ráð fyrir því gert í uppkastinu að hinum nýja hafréttarsáttmála, 76. gr., að ríki fái yfirráð yfir landgrunninum og hafsbotninum út að 200 sjómílum. lan dhelgislögg j öf lögum, hve langt á haf út land- helgin almennt nær, þ.e. hvar ytri mörk íslensks ríkisvalds liggja. Fjarlægðarmark landhelginnar hér við land er aðeins að finna í tveimur sérlögum, og er landhelg- in þar ákvörðuð fjórar sjómílur. Eru það áfengislög nr. 82/1969, 6. gr., og lög um tollheimtu og toileftirlit nr. 59/1969, 6. gr. I öðrum lögum, þar sem vikið er að landhelgi, er ekki að finna nein fjarlægðarmörk, sbr. sóttvarnar- lög nr. 34/1954, 20. gr., 1. gr. tilsk. nr. 44/1939 um aðgang herskipa og herloftfara erlendra ríkja,' er ekki eiga í ófriði, að íslensku forráða- sviði, og lög um landhelgisgæslu íslands nr. 25/1967, 1. gr. Hefur verið talið, væntanlega með lög- jöfnun frá ákvæðum áfengis- og tollheimtulaga, að þar sem rætt er um landhelgi í fyrrgreindum lögum, sé átt við 4 sjómílna landhelgi. Hér er því augljós nauðsyn ótvíræðrar réttarheimildar um það, hver séu hin ytri mörk íslensks ríkisvalds, þ.e. hin al- mennu lögsögumörk. Við slíka lagasetningu vakna tvær spurningar: (1) hve margar sjómílur á landhelgin við ísland að vera? og (2) við hvaða innri mörk á að miða, þegar hún er ákvörðuð? Aður fyrr var landhelgin 32 sjómíiur skv. konungsbréfi frá 1631, 16 sjómílur, sbr. tilskipun 31. júlí 1662, og loks 4 sjómílur sbr. konungsúrskurð 22. febrúar 1812, og kancellíbréf 16. desember 1845. Ekki sýnist ástæða til þess að halda lengur í hina gömlu fjögurra mílna reglu, og er hér gerð tillaga um, að hin almenna lögsöguland- helgi við ísland verði ákvörðuð 12 sjómílur. Ör þróun á sviði hins alþjóðlega hafréttar hin síðari ár hefur leitt til þess, að nú er ríkjum að þjóðarrétti taiið heimilt að taka sér 12 mílna landhelgi. Kemur það m.a. glöggt fram í síðasta uppkasti að hafréttarsáttmála, sem til umræðu er á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Segir í 3. gr. annars hluta sáttmálauppkastsins, að ríki eigi rétt á að ákvarða landhelgina allt að 12 sjómílum. Hafa mörg ríki þegar lögfest 12 sjómílna mörkih án mótmæla eða athugasemda. Spyrja má í þessu sambandi, hvort ástæða sé til þess að hverfa frá hinum gömlu 4 sjómílna mörkum. Greinarhöfundur telur, að ótvírætt sé æskilegt, að lögsaga íslenskra stjórnvalda nái til 12 sjómílna marksins undan strönd- um landsins. Hefur það gildi, m.a. að því er varðar framkvæmd refsilögsögunnar almennt, að unnt sé að beita íslenskum lögum á stærra svæði en nú er. Nefna má í því sambandi heimildir til að stöðva og gera leit í erlendum skipum vegna gruns um brot m.a. á áfengis-, tolla- og fíkniefnalög- gjöf, auk brota á hinni almennu refsilöggjöf landsins. Æskilegt er og, að unnt sé að beita ákvæðum sóttvarnaiaga á stærra svæði en innan hinna núgildandi 4 sjó- mílna, og sama er að segja um ákvæði, sem sett kunna að verða í lög um mengun sjávar. Slíkum lagaákvæðum yrði þá framfylgt gagnvart erlendum skipum aifarið út að 12 sjómílna markinu. Einnig er æskilegt, að erlend herskip verði að tilkynna íslenskum yfir- völdum um för sína 12 sjómílur frá grunnlínu, fremur en aðeins 4, svo sem nú er, sbr. 1. gr. tilsk. nr. 44/1939. Er þá komið að síðara atriðinu, ákvörðun innri marka landhelg- innar. Nú er hin almenna lögsögu- landhelgi mörkuð frá stórstraums- fjöruborði, sbr. 6. gr. 1. 82/1969 og 6. gr. 1. 59/1969. Er það í samræmi við hina almennu reglu um land- helgismörkin, sem gilt hefur til skamms tíma, bæði að þjóðarétti óg í löggjöf einstakra ríkja. Á því varð hinsvegar sú breyting með dómi alþjóðadómstólsins 1951 í máli Breta gegn Norðmönnum vegna mörkunar norsku landhelg- innar, að talið var heimilt að draga beinar grunnlínur, þar sem ströndin er vogskorin. Var regla þessi staðfest í 4. grein Gen- far-sáttmálans (1958) um land- helgina og er nú að finna í 7. gr. uppkastsins að nýjum hafréttar- sáttmáia. Þegar fiskveiðilandhelg- in við Island var færð úr 3 sjómílum í 4 sjómílur með reglu- gerð nr. 21/1952, var hún í fyrsta sinn talin umhverfis allt landið frá beinum grunnlínum en ekki stór- straumsfjöruborði, svo sem áður hafði verið. í reglugerð nr. 46/1950 um verndun fiskimiða fyrir Norð- urlandi var einnig beitt hinu beina grunnlínukerfi. Svo er og um núgildandi fiskveiðilandhelgi, sem kunnugt er, sbr. 1. gr. rgl. nr. 299/1975. Heldur er þá ankannalegt og óeðlilegt að marka landhelgina við Island þannig á tvennan hátt, svo sem áður hefur verið bent á. Sýnist því ástæða til við setningu heildarlöggjafar um landhelgina að ákveða þar að hin almenna lögsögulandhelgi skuli mörkuð frá sömu grunnlínupunktum og fisk- veiðilandhelgin. í þessu sambandi má geta þess, að við þessar tvær breytingar á mörkun lögsöguland- helginnar myndi íslenskt ríkisvald taka til hafsvæðis, sem er 75.000 ferkílómetrar að stærð. Fjögurra sjómílna landhelgin nú nær hins vegar yfir ca. 27.000 ferkílómetra svæði. 2. Fiskveiðiland helgin Meö lögum nr. 41/1948 um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins var sjávarútvegs- málaráðuneytinu heimilað að ákvarða með reglugerð takmörk verndarsvæða við strendur lands- ins-innan endamarka landgrunns- ins, þar sem allar veiðar skvldu háðar íslenskum reglum og eftir- liti. Með lögum nr. 45/1974 var ákveðið, að gildissvið laganna frá 1948 skyldi ná til hafsvæðis allt að 200 sjómílum utan við grunnlínu. um þessi atriði ekki fjallað í stjórnvaldserindi, sem handhafar framkvæmdarvaldsins geta ein- hliða gert breytingar á. Á það má benda í þessu sambandi, að þegar eftir útfærsluna í 12 sjómílur 1. september 1958, sbr. rgl. nr. 70/1958, komu fram ábendingar fræðimanna um þörf á nýrri lagasetningu um landhelgina al- mennt. Er því fyllilega tímabært nú, tuttugu árum seinna, að fullnægjandi réttarheimildir verði settar um fiskveiðilandhelgina í nýrri landhelgislöggjöf. 3. Landgrunnið og hafsbotninn Þá skal vikið að réttarstöðu landgrunnsins og hafsbotnsins við ísland. Samkvæmt 1. og 2. gr. Genfar- samningsins frá 1958 um land- grunnið fara ríki með yfirráð yfir því út að 200 metra dýptarmörk- unum eða út áð nýtingarmörkun- um á meira dýpi. Lögin nr. 17/1969 um yfirráðarétt íslenska ríkisins yfir landgrunninum umhverfis Islands hafa að geyma síðari skilgreiningu Genfarsamningsins, þ.e. nýtingarmörkin, sbr. 3. gr. laganna. Af því leiðir, að yfirráð íslenska ríkisins taka í dag til hins eiginlega landgrunns, þ.e. stöpuls- ins, ca. 20—80 sjómílur út frá landinu. Við brún landgrunnsins er dýpi um 4—500 metrar, en það er einmitt í dag nýtingarmarkið, þar sem ekki er unnt að nýta auðlindir hafsbotnsins, olíu- og gaslindir, á meira dýpi. Sam- kvæmt ákvæðum Genfarsamn- ingsins — og skilgreiningu laga nr. 17/1969, — nær því vfirráðaréttur Islands ekki til þeirra víðáttu- miklu hafsbotnssvæða, sem liggja utan landgrunnsstöpulsins, en innan 200 sjómíina fiskveiðilög- sögunnar. Þurfa því erlend félög strangt tekið ekki leyfi eða heim- ildir frá íslenskum stjórnvöldum til að kanna botnlög hinna dýpri hafsbotnssvæða utan landgrunns- ins, en innan fiskveiðilögsögunnar, þótt tvö bandarísk leitarfélög hafi nýlega sótt um, og annað þegar fengið, slíkt leitarleyfi þar. Nú er það alkunna, að sífellt finnast nýjar olíu- og gaslindir á hafsbotni í norð-austur Atlants- hafi. Hér skal engum getum að því leitt, hvort verðmæt jarðefni kunni að vinnast á hafsbotni við Island. En sjálfsagt sýnist þó, að tryggð verði sem fyrst yfirráð islenska ríkisins til hafsbotns- svæðisins út að 200 sjómílna mörkunum. Unnt væri að gera það með breytingu á lógum nr. 17/1969. Hitt sýnist þó eðlilegra að fjalla um landgrunns- og hafs- botnsyfirráðin i sérstökum kafla í nýrri landheigislöggjöf. Til skamms tíma voru heimildir ríkja á þessu sviði takmarkaðar við ákvæði Genfarsamningsins um landgrunnið, þ.e. 200 metra dýpt- arlínuna eða nýtingarmörkin. Ör þróun í hinum alþjóðlega hafrétti Er full ástæða fyrir Islendinga að tryggja rétt sinn í þessu efni og lýsa án tafar yfir 200 sjómílna hafsbotnslögsögu sinni. Er þá loku fyrir það skotið, að erlendar lögpersónur telji sér heimilt að rannsaka eða nýta þessi svæði á nokkurn hátt án leyfis íslenskra stjórnvalda. 4. Svæöiö utan 200 mílnanna I uppkasti að hinum nýja hafréttarsáttmála, 82. gr., er gert ráð fyrir því, að strandríki, sem nýtir auðlindir landgrunns eða botnssvæðisins utan 200 sjómílna frá ströndum sínum, inni arð- greiðslur af hendi til hinnar alþjóðlegu hafsbotnsstofnunar í hlutfalli við vinnsluverðmæti (1— 57r ). Fram hafa komið á ráðstefnunni ýmsar tillögur um að ríkjum skuli heimilt að fara með ríkisyfirráð gegn greiðslu vinnslugjalds þegar landgrunnssvæði þeirra nær út fyrir 200 sjómílur. Sovétríkin hafa borið fram tillögu um, að yfirráð þessi skuli ná 100 sjómílur út fyrir 200 sjómílna auðlindalögsöguna. Irland leggur til, að miðað verði annað hvort við 60 sjómílur eða þykkt setlaganna utan 200 sjó- mílna lögsögunnar. Sennilegt er, að einhver slík tillaga nái sam- þykki á ráðstefnunni, þótt á þessu stigi sé ekki hægt að segja um það með fullri vissu. Hinsvegar kom fram á sjöunda fundi ráðstefnunn- ar, sem haldinn var í Genf í apríl og maí 1978, að ísland er í hópi þeirra ríkja, sem fá hugsanlega yfirráðarétt utan 200 sjómílna markanna, þar sem landgrunns- svæði íslands (continental marg- in) nær um 100 sjómílur suður fyrir 200 sjómílna mörkin að hiuta, eftir því sem best er vitað. Af þessu leiðir, að í nýrri land- helgislöggjöf þyrfti að vera heim- ildarákvæði um rétt íslenska ríkisins til landgrunnssvæða utan 200 sjómílnanna, sem beitt yrði í samræmi við ákvæði væntanlegs hafréttarsáttmála og aðrar alþjóð- samþykktir í þessu efni. 5. Mengunarlögsaga Ekki er að finna nein ákvæði í íslenskum rétti um varnir gegn mengun hafsins utan 4 mílna markanna, nema þau, sem felast í aðiid að þrem alþjóðasamningum um mengunarvarnir á hafinu. Er það alþjóðasamþykkt um varnir gegn óhreinkun sjávar af völdum olíu, sbr. lög nr. 77/1966, Lundúna- samningurinn um bann við losun úrgangsefna í hafið, sbr. lög nr. 53/1973, og Oslóarsamningurinn um bann við losun úrgangsefna í N-austur Atlantshaf, sbr. lög nr. 20/1973. Svo sem heiti samninga þessara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.