Morgunblaðið - 28.09.1978, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 28.09.1978, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 17 nefnd lítillar og óvopnaðrar þjóðar leyfi sér að gefa öðrum ráð um tæknileg hernaðarmálefni, en ég kemst ekki hjá því að láta í ljós þungar áhyggjur okkar Islendinga vegna lítilla framfara á afvopnun- arsviðinu, sérstaklega varðandi hin voðalegu gjöreyðingarvopn, sem standa tilbúin og miðað er á þéttbýlissvæði, þar sem þau geta tortímt margfaldlega öllu lífi og eignum. Við höfum líka orðið fyrir vonbrigðum vegna lítils árangurs í viðræðum um gagnkvæma fækkun herliðs, sem búið er venjulegum vopnum. í þessu sambandi er einkum tvennt, sem ég vil leggja áherslu á. I fyrsta lagi er það raunalegt að vera vitni að því, að þróunarlöndin noti stórar fjárfúlgur af takmörkuðum efnum til kaupa á vopnum, her- gagnaframleiðendum til ánægju og hagnaðar. Þetta er að taka mat frá svöngum og lyf frá sjúkum — sannarlega hörmulegasta hliðin á vígbúnaðarkapphlaupinu. Hitt atriðið, sem ég legg áherslu á, varðar aftur höfin víðáttumiklu. Nú stendur yfir mikið og vaxandi vígbúnaðarkapphlaup á sviði sjó- hers, kaupskipa, fiskveiða og rann- sókna, allt í hernaðarþágu. Að sýna fánann í hverri höfn í heiminum, eins og risaveldin gera, er vottur um nýja heimsveldisstefnu. Það er hörmulegt að vita til þess, að kafbátar hlaðnir kjarnorkueld- flaugum sigla stöðugt um gamal- kunnar fiskislóðir og sjómenn geta átt von á þvi að fá alls konar rafeindatæki í veiðarfæri sín. Það er allt í beinni mótsögn við það, sem gert hefur verið á hafréttarráð- stefnunni, en þar hefur komið fram mikill áhugi á að vernda hafið og lífríki þess, svo að sem mestur afli fáist án þess að gengið sé á fiskistofna, til að efla verlsunarvið- skipti og auka mannlega þekkingu í friðsamlegum tilgangi. Við stöndum enn frammi fyrir stórhættulegri þróun mála í Mið-Austurlöndum. Við höfum allt- af stutt viðleitni Sameinuðu þjóð- anna til að koma á sanngjarnri lausn deilumála og friði á þessu svæði. Síðustu atburðir, og þá sérstaklega viðræðurnar í Camp David, eru að mínu mati spor í rétta átt. Ég vil koma á framfæri þakkiæti til allra þéirra sem að sáttum hafa staðið og láta í ljós aðdáun á þeirri stjórnvisku og hugrekki, sem aðilar hafa sýnt. Ég vona að starfsemi Sameinuðu þjóð- anna á þessu sviði eflist og heiti enn á ný stuðningi sendinefndar Is- lands. Herra forseti. Fjölmörg önnur vandamál eru á dagskrá þessa allsherjarþings og bíða úrlausnar á stjórnarskrifstof- um um allan heim, en ég ætla ekki að reyna að gera þeim skil. Ég hef einkum fjallað um málefni, sem varða íslensku þjóðina og þá helst þau, þar sem við getum ef til vill lagt eitthvað gagnlegt til mála. Við munum hlusta af athygli á þá, sem bera meirá skynbragð en við á önnur mál, áður en við ákveðum á hvern hátt við notum dýrmætan atkvæðisrétt okkar á þessu virðu- lega þingi þjóðanna. Við skulum minnast þess, að flest vandamálin eru af mánna völdum, og menn geta leyst þau ef viljinn er fyrir hendi. Við skulum á þessum vettvangi leitast við að koma auga á og leysa aðsteðjandi deilumál, áður en í odda skerst. Við skulum þess vegna skiptast hreinskilmslega á skoðunum án illdeilna. Við skulum vera minnugir þess, að við erum ekki aðeins að leysa vandamál samtíðar okkar, heldur einnig að móta framtíðina. íslenska þjóðin trúir á frið og frelsi, réttlæti og jafnrétti fyrir þjóðir og einstaklinga. För Sameinuðu þjóðanna inn í óravegu framtíðarinnar hófst á einu fyrsta skrefi, en við erum komin af stað, þótt leiðarlok sýnist liggía langt undan. Við óskum Sameinuðu þjóðunum meira og vaxandi gengis undir öflugri forystu þeirra. Við óskum þess, að sem mestur árangur náist af störfum þessa allsherjarþings undir traustri og ágætri stjórn yðar, herra forseti. Þökk.“ Nauðungaruppboð sem auglýst var í 24., 26. og 29. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1977 á Ásbraut 5, hluta, þinglýstri eign Gauts Stefánssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriöjudaginn 3. október 1978 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102., og 106. og 107. tölublaði Lögbirtingablaösins 1977 á Kársnesbraut 79, hluta, þinglýstri eign Indriöa Indriöasonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 3. október 1978 kl. 15.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 32., 33. og 34. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1978 á Smiöjuvegi 18, þinglýstri eign Magnúsar Þóröarsonar, fer fram á eigninni sjálfri þriöjudaginn 3. október 1978 kl. 15.45. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Snyrtivörukynning Sérstakt kynningarverö. Make-up á staön- um. Snyrtivöruverzlunin Clara, Bankastræti 8. Harðviöur - Plötur Fyrirliggjandi: EIK — HNOTA — RAMIN — BEYKI — ABACHI — MAHOGNI. RÁSAÐUR KROSSVIÐUR (oregon pine og mersawa). — SLÉTTUR KROSS- VIÐUR (red meranti og birki). PLASTHÚÐ. SPÓNAPLÖTUR — PLASTHÚD. HARÐTEX — VENJUL. HARDTEX HARÐPLAST (PRINTPLAST). PÁLL ÞORGEIRSSON & CO. Ármúla 27 — Símar 34-000 og 86-100. HEILSURÆKTIN HEBA Dömur athugiö Nýtt 4ra vikna námskeið hefst 2. okt. Leikfimi 2 og 4 sinnum í viku. Sturtur, sauna, Ijós, sápa, shampoo, olíur og kaffi innifaliö í verðinu. Strangir megrunarkúrar og vigtað í hverjum tíma, nudd eftir leikfimina. 10 tíma nuddkúrar slökunar- og megrunarnudd Karlmenn athugið leikfimi á föstudögum fyrir karlmenn íþróttakennari Haraldur Erlendsson. Opið í sauna og nuddi fyrir karlmenn eftir kl 4 alla föstudaga. ' /»! ■ & r 4- Innritun í síma 42360 og 86178. Heilsuræktin Heba, Auðbrekku 53, Kópavogi. rr ípr^staö Leikfimibolir í öllum stæröum. Leikfimibuxur Skinn leikfimiskór Fimleikaskór Oplö föstudaga til kl. 7 Laugardaga til kl. 12. o \rw llinqiéltff/ @/tair//@ini<9ir KLAPPAHSTIG 44 SIMI 11783, Lærið vélritun Ný námskeið hefjast fimmtudaginn 5. október. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heima- vinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13. VélritunarskQlinn Suðurlandsbraut 20 skáldsásau^g^ Maðunnn .sem nvar Blaðamaðurinn Alf Matsson virðist hafa horfið á ferðalagi í Búdapest, og Martin Beck rannsóknarlögreglumanni' er falið það vandasama og við- kvæma verk að leita hans þar. Alf Matsson bjó eina nótt á farfuglaheimili, flutti síðan á hótel, fór eftir hálftíma út í borgina — og hvarf. Hótellyk- illinn fannst daginn eftir. Vegabréf hans, föt og farangur eru enn á hótelinu. Enginn veit hvað af honum hefur orðið. Martin Beck ferðast hingað og þangað um borgina, en öll spor virðast enda í blindgötu, hann er engu nær. Glæpasaga hinna vandlátu Samt er hann aldrei einn. Honum virðist veitt eftirför, einhverjum er ekki sama um eftirgrennslanir hans. Þetta er önnur bókin úr sagnaflokknum „Skáldsaga um glæp“ eftir hina heimsþekktu sænsku rithöfunda Maj Sjö- wall og Per Wahlöö í þýðingu Þráins Bertelssonar. SKALDSóGA. IM/IQÆP Maðurinn .sem nvar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.