Morgunblaðið - 28.09.1978, Síða 23

Morgunblaðið - 28.09.1978, Síða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Rítstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 100 kr. eintakið. Horfin sjónarmið Alþýðuflokksins Gylfi Þ. Gíslason, fyrrum formaður Alþýðuflokksins, gengur fram fyrir skjöldu í grein í Mbl. í fyrradag og gerir sjónarmið Sveins Jónssonar, aðstoðarbankastjóra, og dr. Jónasar Bjarnasonar, formanns BHM, varðandi tekjuskattsauka ríkisstjórnarinnar og tekjusköttun yfirleitt, að sjónarmiðum sínum og Alþýðuflokksins. Hann segir orðrétt m.a.: „Kjarni þeirra (þ.e. blaðaskrifa Sveins og Jónasar) hefur verið, að miðað við íolenzkar aðstæður sé tekjuskattsheimta orðin ranglátt skattform. Tekjuskatturinn sé fyrst og fremst launamannaskattur. Stighækkun skattsins nái ekki upphaflegum tilgangi, sé orðin of mikil og ranglát..." „Sá sem þetta ritar,“ skrifar Gylfi, „er algerlega sammála meginatriðum í röksemdafærslu þeirra Sveins og Jónasar. Hins vegar hef ég saknað þess að ekki skuli hafa verið að því vikið, að hér er ekki um ný sjónarmið að ræða.“ Síðan gerir Gylfi því skóna að Alþýðuflokkurinn hafi margflutt tillögur á Alþingi um lækkun og jafnvel afnám tekjuskatts á launatekjur. Hann tínir til tillögur frá árunum 1973, 1975 og 1976. Hann vitnar og til ályktunar flokksþings Alþýðuflokksins í nóvember 1975, þar sem sú stefna er mörkuð, að horfið skuli frá innheimtu tekjuskatts til ríkisins af tekjum launþega. Hann höfðar til greinargerðar þingflokks Alþýðuflokksins fyrir afnámi tekjuskatts. Þar er tekju- skatturinn sagður lamandi afl í þjóðfélaginu, auk þess sem hann sé ranglátur vegna þess, hve margir sleppi í gegnum skattnetið. Þá er fullyrt að stighækkandi tekjuskattur hafi minni áhrif til tekjujöfnunar hér en almannatryggingakerfið, ókeypis menntunarskilyrði og niðurgreiðslur. Þýðing tekjuskattsins fyrir ríkissjóð hafi og minnkað, enda sé hann aðeins rúmlega 10% af tekjuöflun ríkisins. Ólafur G. Einarsson, alþingismaður, gerir þessar staðhæfingar Gylfa að umræðuefni í grein hér í blaðinu í gær. Hann segir að Gylfi hafi hætt við hálfsagða sögu. Sýnilega vanti smá viðbót við grein hans. Sá greinarauki hefði fjallað um svik núverandi forystu Alþýðuflokksins við markaða stefnu í skattamálum, er hún hafi látið knýja sig til að samþykkja tekjuskattsauka á launþega, þvert ofan í samþykktir og tillöguflutning Alþýðuflokksins. „Þetta gerir hin nýja flokksforysta," segir Ólafur, „eftir að hafa orðið aðnjótandi mikils kosningasigurs, sem e.t.v. má fyrst og fremst rekja til skattamálastefnu flokksins." Gylfi Þ. Gíslason er höfundur þeirrar skattastefnu Alþýðuflokksins, sem nú hefur verið fótum troðin. Hann var og höfundur nýrrar efnahagsmálastefnu Alþýðuflokksins, sem ekki hefur fengið betri meðferð. Það er í hæsta máta eðlilegt, að honum sárni svo augljós svik við þá stefnumörkun, sem færði Alþýðuflokknum bróðurpart nýs fylgis í síðustu þingkosning- um. Gylfi Þ. Gíslason kýs að fara þá leið í gagnrýni sinni á núverandi forystu Alþýðuflokksins, að gera sjónarmið Sveins Jónssonar og dr. Jónasar Bjarnasonar í skattamálum að sínum ■— og minna á, að Alþýðuflokkurinn hafi fylgt sams konar stefnu í ályktunum og tillöguflutningi. Þetta er hógvær leið og háttvís til að vekja athygli á hrikalegum brigðum flokksforystunnar í mesta trúnaði sem kjósendur hafa sýnt flokknum. Flokksforystan reyndist liðónýt í samningum um stjórnarstefnu og stjórnaraðgerðir, enda vóru samstarfs- flokkarnir staðráðnir í að hefna þess í stjórnarstefnu og stjórnaraðgerðum, sem hallaði á þá um kosningaúrslit, í samanburði við Alþýðuflokkinn. Þrátt fyrir hógværa ’-amsetningu er grein Gylfa hárbeitt gagnrýni á efnahags- og attastefnu ríkisstjórnarinnar, sem hlýtur að vekja þjóðarathygli, ekki sízt þar sem hér á í hlut fyrrverandi rmaður Alþýðuflokksins og þjóðkunnur hagfræðingur, sem mótaði stefnu flokks síns á þessum vettvangi. Reykingar og heilsufar - Reykingar og heilsufar - Reykingar og heilsufar - Reykingar og heilsufar - Reykingar og heils Tóbak og heilsufar Fyrir síðustu aldamót var tóbaksneyzla einkum fólgin í vindla- og pípureykingum, einnig var tuggið tóbak og tekið í nefið. Sígarettureykingar urðu ekki al- mennar erlendis fyrr en skömmu fyrir fyrri heimsstyrjöldina og hér á landi ekki fyrr en á síðari stríðsárunum. Sem dæmi um hina hröðu aukningu á tóbaksneyzlu, má nefna að sígerettuframleiðsla í Bandaríkjunum jókst úr 4 millj- örðum árið 1910, í u.þ.b. 6 hundruð milljarða árið 1974. Samfara þessari geysimiklu aukningu reyk- jnga, hefur risið alvarlegt heil- brigðisvandamál. A síðasta aldar- fjórðungi hefur verið sýnt fram á með margvíslegum vísindalegum rannsóknum, að reykingar eiga sök á ótímabærri örorku, sjúkdóm- um og dauða, og ennþá bætist við þann sjúkdómaflokk, sem rekja má að einhverju.leyti til reykinga. Reynt hefur verið að bregðast við þessu vandamáli, með því að efla fræðslu um skaðsemi reykinga, banna sígarettuauglýsingar, láta setja aðvaranir á sígarettupakka, hvetja til þess, að framleiddar séu sígarettur, sem innihaldi minni tjöru og nikótín en áður, og banna reykingar á opinberum stöðum. Vitað er að vissir hópar, t.d. læknar, sem gera sér ljósasta grein fyrir skaðsemi reykinga, hafa dregið úr tóbaksneyzlu sinni mjög á undanförnum árum, en hins vegar hafa reykingar almenn- ings ekki minnkað að sama skapi og reykingar sumra hópa t.d. ungra kvenna hafa farið vaxandi. Eöli tóbaksreyks 3 Tóbaksreykurinn myndast við ófullkominn bruna tóbakslaufsins. Aðalreykurinn myndast, þegar loft er sogað í gegnum sígarettuna við glóðarhita, sem orðið getur 880° á celsius. Hliðarreykur mynd- ast þegar sígerettan brennur án þess að hún sé tottuð og er þá glóðin um 835° á celsius. Við brunann klofna lífræn efni í smærri eindir. Sumar þessara einda eru óstöðugar og sameinast öðrum og þannig myndast ný efnasambönd, sem ekki voru til staðar í tóbakinu upphaflega. Sum efnasambönd úr aðalreyknum safnast fyrir í óbrunnu tóbaki stubbsins, en losna siðan aftur úr læðingi þegar glóðin nær til þeirra. A þennan hátt eykst magn þessara efna eftir því sem sígarettan styttist. Aðalreykur inniheldur frá 1—5 billjónum agna í hverjum cm.3, og meðalstærð hverrar agnar er frá 0.2—1.1 mikron. I hverri sígarettu er u.þ.b. 500 mg. af aðalreyk og meira en 85% hans er samsett af köfnunarefni, súrefni og kolsýrlingi. U.þ.b. 8/100 reyksins eru fastar efniseindir og afgangur- inn er raki og aðrar lofttegundir. Þegar fólk andar að sér reyk, setjast sum efnasambönd þegar í slímhúð í munni, nefi og hálsi, en önnur fara niður í lungun, þaðan sem hluti þeirra berst með blóðinu um líkamann, en önnur verða eftir í lungnapípum og lungnablöðrum. Efnasamsetning tóbaksreyks Um það bil 1 þúsund efnasam- bönd hafa verið greind í tóbaks- reyk. Magn sumra skaðlegra efna er það mikið, að það verður að teljast hættulegt heilsu manna. Önnur eru til staðar aðeins í litlu magni, en sum þeirra geta þó haft samverkandi skaðleg áhrif, ef þau sameinast eða virka með öðrum efnum. Þekktustu skaðlegu efna- samböndin eru: (1) krabbameins- valdandi efni, (2) kolsýrlingur, (3) nikótín og (4) ertandi lofttegundir. 1. Flest efni, sem vitað er að vaJdið geta krabbameini er að finna í tóbakstjörunni, en hún er fast efni í tóbaksreyk, sem verður eftir þegar nikótín og raki hefur verið siað frá. Sé tóbakstjara borin á líffæri tilraunadýra, veldur hún illkynja breytingum og unnt er að framkalla lungnakrabbamein, með því að láta hunda anda að sér tóbaksreyk, Þekktustu krabba- meinsvaldarnir í tóbakstjöru eru flokkur fjölhringa kolvetnasam- banda, sem kölluð eru polynuclear armadic hydrocarbon (PAH). Eitt þeirra, benzopyrene, er til staðar í miklu magni í tóbaksreyk. Önnur krabbameinsvaldandi efni, sem finnast í tóbaksreyk eru N-nitros- amine og beta-naphthylamine, sem vitað er að valdið getur krabbameini í þvagblöðru hjá fólki. Auk þessa eru ýmiss önnur efni til staðar í tóbakstjöru, sem minna er vitað um, en talið er að stuðlað geti að myndun krabba- meins. 2. Kolsýrlingur (Co) er einn helsti þátturinn í mengun and- rúmslofts í þéttbýli og þeir, sem reykja, fá mikinn aukaskammt af þessu efni. Kolsýrlingur er til staðar í verulegu magni í sígarettureyk og nemur frá 2.9—5.1% af þýngd hans. Hjá meðal reykingamanni er u.þ.b. 6% blóðrauða bundin kolsýrlingi í stað súrefnis, en hjá þeim, sem ekki reykja nemur þetta hlutfall venjulega u.þ.b. 1%. Hlutfallið er hæst hjá þeim, sem reykja mikið og anda reyknum niður í lungun. Hæfileiki blóðsins til þess að flytja súrefni minnkar hjá reyk- ingamönnum, þar sem hluti blóð- rauða er bundinn kolsýrlingi og auk þess ná vefirnir verr en ella til sín því minnkaða súrefni, sem til staðar er í blóðinu. Hátt hlutfall kolsýrlings og minnkað súrefni í blóðrauða, minnkar áreynslugetu, eykur einkenni vegna æðaþrengsla og hæggengra lungnasjúkdóma og kann að eiga sinn þátt í myndun æðasjúkdóma. Hækkaður kolsýrl- ingur í blóði dregur einnig úr starfshæfni miðtaugakerfisins, sem sýna má fram á með prófum. 3. Nikótín er eiturefni, sem virkar á tengi taugakerfisins. Flestar tegundir bandarískra síga- rettna innihalda u.þ.b. 1,3 mg af nikótíni. Þar sem nikótín virkar bæði örvandi og deyfandi, geta áhrif þess á mannslíkamann orðið margbreytileg og ófyrirsjáanleg. Það virkar örvandi á hjarta, æðar og miðtaugakerfi og eykur fram- leiðslu á vissum vökum eða hormónum, svo sem adrenalini, noradrenalini og antidioritiska hormóninu. Talið er að aukin catecholamine-framleiðsla kunni að vera orsökin fyrir hækkun á fríum fitusýrum í blóði og aukinni samloðun á blóðflögum, sem nikó- tín framkallar. Nikótín veldur aukinni hjartsláttartíðni og hrað- ari samdrætti hjartavöðvans, æða- samdrætti og hækkuðum blóð- þrýstingi. Vegna þessa eykst þörf hjartavöðvans fyrir súrefni. Hjá heilbrigðu fólki eykst blóðflæði til hjartans til að mæta hinum auknu kröfum, en hjá fólki með krans- æðaþrengsli getur þetta valdið súrefnisskorti í hjartavöðvanum. Sýnt hefur verið fram á að innöndun tóbaksreyks eykur hætt- una á banvænum hjartsláttar- truflunum hjá hundum með ferskt hjartadrep. Æðasamdrátturinn, sem nikótín veldur, eykur súrefn-' isskort í vefjum og þar með einkenni þeirra, sem hafa æða- þrengsli í líkamanum. 4. I sfgarettureyk eru margar ertandi lofttegundir, t.d. acrolein, nitrogen dioxid, formaledhydé, hudrogen-sulfide og ammonia. Þessi efni geta valdið hósta, aukinni slímframleiðslu, lömun líffæra og krampasamdrætti í lungnaberkjum. Sumar þessara ertandi lofttegunda geta einnig stuðlað að myndun krabbameins t.d. acrolein og phenol. Reykingar og dánartölur í kringum 1930 tók að bera á fjölgun dauðsfalla af lungna- Auðólfur Gunnarsson. Kransæöasjúkdómar og reykingar Samband reýkinga og krans- æðasjúkdóma hefur mikla þýð- ingu, þar sem meiri en helmingur umframdauða af völdum reykinga stafar af kransæðasjúkdómum og vegna þess, að sjúkdómur þessi veldur oft skyndidauða fólks á góðum aldri. Sígarettureykingar, hár blóðþrýstingur og of mikið kolesterol í blóði eru breytanlegir áhættuþættir fyrir kransæðasjúk- dómum. Sígarettureykingar eru sjálfstæður áhættuþáttur, sem einnig hefur samverkandi áhrif með hinum tveimur aðaláhættu- þáttunum. Karlmönnum, sem reykja sígarettur er u.þ.b. tvisvar sinnum hættara við að deyja úr kransæðasjúkdómi en þeim, sem ekki reykja. Rétt hlutíall er á milli reykingamagns og aukinnar áhættu á kransæðasjúkdómum og unum (um 89 þúsund), en af nokkurri annarri tegund krábba- meins. Sannfærandi faraldsfræði- legar rannsóknir og niðurstöður vefjarannsókna og beinna tilrauna hafa leitt í ljós, að sígarettureyk- ingar eru stærsti orsakavaldur lungnakrabbameins. Það eru tíu sinnum meiri líkur á, að meðal reykingamaður fái lungnakrabba- mein, en sá, sem ekki reykir og líkurnar verða fimmtán til þrítug- falldar hjá þeim.sem mikið reykja (sjá mynd V). Dánarfíni vegna lungnakrabba- meins hefur til þessa verið lægri hjá konum en körlum, en hefur vaxið hlutfallslega meira á síðustu árum. Bæði hjá konum og körlum er hættan á að fá lungnakrabba- mein í beinu hlutfalli við heildar- magn sígarettureyksins sem fólk andar að sér, og minnkar aftur er reykingum er hætt í tíma. Vissum starfsgreinum öðrum sem ekki reykja. Hér gildir sem um aðra sjúkdóma tengda reyk- ingum, að magn reykinga stendur í réttu hlutfalli við dánartíðnina. Auk þess að valda ótímabærum dauða, eru hæggengir lungnasjúk- dómar ein helsta orsök örorku, sem er mun algengari hjá reyk- ingafólki en þeim, sem ekki reykja. Með öndunarprófum má jafnvel sýna fram á skerta öndunargetu hjá unglingum á skólaaldri, sem reykja borið saman við jafnaldra, sem ekki reykja. Ef reykingum er hætt í tíma, minnkar hættan á ótímabærum dauða vegna hæg- gengra lungnasjúkdóma og ein- kenni og skert öndunargeta þeirra vegna, gengur yfirleitt að nokkru til baka. Talið er að í Bandaríkjun- um valdi sígarettureykingar mun meiri örkumlum vegna hæggengra lungnasjúkdóma en loftmengun eða mengun á vinnustöðum. Síga- rettureykingar geta einnig aukið Enn bœtíst íþatui sjúkdúmaflokk sem má rekja til reykinga Erindi Auð- ólfs Gunnars- sonar lœknis krabbameini í Bandaríkjunum og rannsóknir bentu fljótlega til þess, að reykingar stuðluðu að aukinni sjúkdóma- og dánartíðni. Fyrstu rannsóknir beindust aðallega að lungnakrabbameini, en frekari rannsóknir leiddu fljótlega í ljós, að reykingafólk ætti við að stríða aukna tíðni á ýmsum sjúkdómum og hærri dánartíðni en þeir, sem ekki reyktu. í Ijós kom, að u.þ.b. 75% aukningar dauðsfalla meðal sígarettureykingafólks orsakaðist af kransæðasjúkdómum. hæg- gengun lungnasjúkdómum og krabhameini 1 lungum og öðrum líffærum. (Mynd I): Fjórar víðtækar rann- sóknir, sem náðu til 1,4 milljóna breskra lækna, bandarískra og kanadískra uppgjafa-hermanna og bandarískra karla og kvenna, leiddu í ljós, að dánarhlutfall karlmanna, sem reyktu sígarettur, var 30—80% hærra en meðal þeirra, sem ekki reyktu, en dánar- hlutfallið er fundið með því, að dánartíðni reykingamanna er deilt með dánartíðni sambærilegs hóps, sem ekki hefur reykt. (Mynd II)i Niðurstöðurnar bentu einnig til þess, að magn reykinga hafði verulega þýðingu. Dánar- tíðnin óx með auknum sígarettu- reykingum og hjá þeim, sem byrjuðu ungir að reykja og önduðu reyknum ofan í sig. Þá kom einnig í ljós, að sjúkdóma- og dánartíðnin minnkaði, ef reykingum var hætt í tíma, (sjá mynd). Svipaða sögu er að segja af reykingum kvenna, en þó virtist dánarhlutfallið heldur lægra en meðal karla. Dánartíðnin af völdum reykinga var hæst meðal gamals fólks, þar sem fleiri deyja gamlir en ungir. Hins vegar var dánarhlutfallið meðal reykingamanna tiltölulega hæst á aldursskeiðinu 45—54 ára miðað við þá, sem ekki reykja. (Mynd III)< Reiknað hefur verið út hve mikið sígarettureykingar minnka meðaltalslífslíkurnar mið- að við aldur og rnagn reykinga (sjá mynd). Af mynd þessari sést t.d. að 25 ára karlmenn, sem reykja 2 pakka af sígarettum á dag, lifa að meðaltali 9 árum skemur ey hinir, sem ekki reykja. dauða af þeim sökum. Samkvæmt rannsóknum, er dánarhlutfall af völdum kransæðasjúkdóma hjá konum, sem reykja, líka hækkað, en þó ekki jafn mikið og hjá karlmönnum. í því sambandi má þó benda á, að nýlegar rannsóknir, hafa leitt í ljós, að hætta á dauða af völdum hjarta- og æðasjúk- dóma, eykst mjög hjá konum, sem komnar eru yfir 35 ára og þó einkum 40 ára aldur, ef þær bæði reykja og taka getnaðarvarnarpill- ur. (Sjá mynd 4) Samanburðarranns’óknir á lík- um hafa leitt í ljós, að sjúklegar breytingar í kransæðum eru tíðari og yfirleitt á hærra stigi hjá reykingafólki en hinum, sem ekki reykja, og auk þess óeðlileg þykknun í véggjum smæstu slag- æðagreina í hjartavöðvanum. Með því að hætta reykingum áður en kransæðasjúkdómur er kominn á hátt stig, dregur verulega úr hættunni á dauða af hans völdum. Þannig má sýna fram á lækkaða dánartíðni, þegar ári eftir að reykingum er hætt og að 10 árum liðnum, er hættan orðin svipuð og hjá þeim, sem ekki hafa reykt. Eins og áður greinir hefur með dýratilraunum verið sýnt fram á, að sígarettureykingar valda auk- inni hættu á banvænum hjart- sláttar-truflunum. (Vegna hins ákveðna sambands milli reykinga og kransæðasjúkdóma, ættu lækn- ar að hvetja sjúklinga, sem haldnir eru slíkum sjúkdómum og sjúklingar, sem fengið hafa krans- æðastíflu sérstaklega til að forðast reykingar). Tíðni Fylgni er á milli sígarettureyk- inga og aukinnar tíðni á slagi og sjúkdómum í æðum til útlima. Auk þess auka reykingar á ein- kenni þeirra, sem hafa æða- þrengsli og svo virðist sem ígrædd- ar æðar haldist síður opnar ef reykingum er haldið áfram eftir aðgerðir. Thromboangiitis obliterans (Buerger’s disease), er sérstök sjúkdómsmynd, sem lýsir sér með þrengingu og bólgu í útlimaæðum hjá mönnum á besta aldri, þ.e. 20—45 ára. Þessi sjúkdómur virð- ist standa í ákveðnu orsakasam- bandi við reykingar og reykinga- bindindi er eina árangursríka meðferðin, sem þekkt er. Lungnakrabbamein (Mynd V)i Árið 1977 dóu fleiri úr lungnakrabbameini í Bandaríkj- fremur, fylgir aukin tíðni á lungnakrabbameini, sem ennþá eykst samfara reykingum. Þeir sem vinna í urannámum eða asbestiðnaði og einnig reykja, hafa þannig mun hærri tíðni af lungna- krabbameini, en þeir sem tengdir eru slíkum iðnaði einum sér eða reykingar út af fyrir sig hafa í för með sér. Aörar tegundir krabbameins Allar reykingar stuðla að krabbameini í munni, koki, barka- kýli og vélinda. Sígarettu- og pípureykingar virðast einnig geta valdið krabbameini í vör. Síga- rettureykingum samfara áfengis- hættuna af loft- og umhverfis- mengun í þessu tilliti. (Þannig hafa krufningarannsóknir staðfest að lungnaþemba er miklu algeng- ari og á hærra stigi hjá þeim, sem reykja sígarettur en hinum, sem ekki reykja). Sígarettureykingar hafa lam- andi áhrif á hreinsunarkerfi lungnanna og bólgur í öndunar- vegum og lungum eru algengari og alvarlegri hjá reykingafólki en þeim, sem ekki reykja. Hér við bætist að sígarettureykingar auka á hættu á lungnabólgu eftir svæfingar og skurðaðgerðir. Ymis efni í tóbaksreyk hafa ertandi áhrif og geta vakið upp einkenni þeirra, sem hafa ofnæm- issjúkdóma. Þannig ættu t.d. asthma-sjúklingar að forðast að anda að sér sígarettureyk. konum, sem reykja eftir fjórða mánuð meðgöngutímans og dánar- talan hækkar með auknum reyk- ingum, og er mest áberandi hjá konum, sem hafa aðra áhættu- þætti á meðgöngu. Ef kona hættir reykingum fyrir lok fjórða mánað- ar meðgöngutímans, ber ekki á aukningu nýburadauða. Vissar samanburðarrannsóknir benda til þess, að miklar reykingar á meðgönguskeiði geti dregið úr vaxti og jafnvel andlegum þroska barna fram eftir aldri. Áhrif efna í tóbaksreyk á fóstur á meðgöngu- skeiði eru margslungin og ekki að fullu þekkt. Nikótín veldur sam- drætti í æðum og auknum sam- drætti í legvöðva og getur þannig minnkað blóðflæðið til fylgjunnar, auk þess sem það kann að hafa bein áhrif á fóstrið sjálft. Kolsýrlingur í tóbaksreyk binzt blóðrauða móðurinnar, sem flytur súrerni um líkama hennar og til fóstúrsins um fylgjuna. Blóðrauði fóstursins hefur ennþá meiri tilhneigingu til að taka til sín kolsýrling en súrefni úr blóði móðurinnar og losnar ekki við hann nema á löngum tíma. Þannig getur allt að 20% blóðrauða fóstursins verið bundið kolsýrlingi í stað súrefnis ef móðirin reykir mikið. Auk þessa veldur kolsýrl- ingur því, að vefir fóstursins ná verr en skyldi til sín hinu minnk- aða súrefni, sem til þeirra berst. Vitað er að súrefnisskortur er fóstri hættulegur og dregur úr þroska. Með smásjárrannsóknum hefur verið sýnt fram á sjúklegar breytingar í æðum í naflastreng og fylgju hjá fóstrum mæðra, sem reykja meira en 10 sígarettur á dag. Talið er sennilegt að sams- konar breytingar séu einnig til staðar í líkamsæðum þessara barna og gætu þær orðið forstig að alvarlegri æðasjúkdómum síðar á lífsleiðinni. Að lokum má geta þess að nokkrar líkur benda til þess að reykingar á meðgöngu- skeiði geti aukið hættuna á Hluti ráöstefnugesta, en Þeir voru um 100 alls. neyzlu, fylgir verulega hækkuð tíðni á krabbameini í munni, koki og vélinda. Loks má geta að þeir, sem reykja sígarettur fá oftar krabbamein í bris og þvagblöðru en hinir sem ekki reykja. Hæggengir lungnasjúkdómar og reykingar I Bandaríkjunum eru sígarettu- reykingar taldar algengasta orsök hæggengra lungnasjúkdóma, þ.e. berkjubólgu og lungnaþembu, en árið 1974 dóu 25 þús. manns úr þessum sjúkdómum þar í landi. Dánartíðni vegna berkjubólgu og lungnaþans er þar frá fjórum til tuttugu og fimm sinnum hækkuð meðal karlmanna, sem reykja sígarettur, borið saman við þá, Reykingar á meögöngu Sýnt hefur verið fram á að börn mæðra, sem reykja á meðgöngu- skeiði, eru að meðaltali 200 gr. léttari við fæðingu en börn kvenna, sem ekki reykja. Áhrifin vaxa með auknum reykingum og eftir því, sem á meðgöngutímann líður. Þannig ber ekki á óeðlilega lágum fæðingarþunga, ef reyking- um er hætt fyrir fjórða mánuð meðgöngutímans. Ákveðin fylgni er á milli óeðlilega lágrar fæðing- arþyngdar og nýbura-dauða, en með nýburadauða er átt við andvanafædd börn og dauða á fyrstu viku eftir fæðingu. Auk þess virðist hækkuð tíðni í fóstur- láti hjá konum, sem reykja. Sýnt hefur verið fram á, að hætta á nýburadauða eykst að meðaltali u.þ.b. um þriðjung hjá blóðtappamyndun hjá móður á meðgöngunni og í sambandi við fæðinguna. Meltingarsjúkdómar og reykingar Karlmönnum, sem reykja er hættara við að fá magasár og dánartíðni af þess völdum er þrisvar til fjórum sinnum hærri en hjá mönnum, sem ekki reykja. Magasár grær einnig verr en ella hjá reykingafólki, og er það talið stafa m.a. af minnkaðri fram- leiðslu á lút þ.e.a.s. Bicarbonati í briskirtli. Einnig valda reykingar slökun á vöðvanum, sem lokar neðra enda vélindans og þar með aukinni hættu, að súrt magainni- hald renni upp í vélinda og valdi þar ertingu og bólgu. Pípu- og vindla- reykingar Samkvæmt bandarískum rann- sóknum virðist hætta samfara pípu- og vindlareykingum mun minni en vegna sígarettureykinga. Þannig er meðaldánartíðni þeirra, sem reykja pípu eða vindla, mun minni en sígarettureykingafólks og aðeins lítið eitt hækkuð frá normaltíðni. Þetta er talið stafa af því, að við slíkar reykingar fari aðeins lítill reykur ofan í lungun og út í blóðið. Hins vegar er krabbameinsmynd- un í þeim líffærum, sem óhjá- kvæmilega eru útsett fyrir reykn- um, álíka og hjá sigarettureyk- ingafólki. Þetta á við um krabba- mein í munni, koki, barkakýli og vélinda. Hins vegar er dánartíðni vegna krabbameins í lungum, brisi og þvagblöðru, hjarta- og æðasjúk- dómum eða hæggengum lungna- sjúkdómum, ekki verulega aukin. Áhrif tóbaksreyks á umhverfi og á pá, sem ekki reykja Tóbaksreykur í andrúmslofti er öðruvísi að samsetningu og magni en sá reykur, sem sígarettureyk- ingafólk andar ofan í sig. Hann veldur þó verulegri loftmengun og þar sem mikið er reykt og loftræsting er léleg, getur kolsýrl- ingsmagnið í andrúmsloftinu auð- veldlega farið yfir leyfileg mörk. Auk þess virkar reykurinn ertandi og getur framkallað einkenni hjá fólki, sem haldið er t.d. hjarta- og æðasjúkdómum eða hæggengum lungnasjúkdómum. Það er því sjálfsögð tillitssemi af hálfu reykingafólks að forðast mengun andrúmslofts í umhverfi þeirra, sem ekki reykja. Lokaorö Á undanförnum áratugum hafa læknavísindin unnið bug á mörg- um skæðum sjúkdómum, sem þjáð hafa mannkynið um aldaraðir og meðalaldur fólks í þróuðum lönd- um hefur verulega lengst. Þrátt fyrir það fellur ennþá margt fólk i valinn langt fyrir aldur fram og aðrir þjást af langvinnum sjúk- dómum, sem gera þeim ókleift að njóta lífsins á eðlilegan hátt. I stað sjúkdóma, sem áður þjáðu mannkynið mest, þ.e.a.s. sjúkdóma af völdum sýkinga, og læknavís- indin hafa nú ráð við, hefur tíðni hinna svo kölluðu menningarsjúk- dóma aukist mjög í þróuðum löndum. Margir þessara sjúkdóma orsakast af þáttum í umhverfi nútímamannsins, sem sumir eru þekktir og aðrir óþekktir og sumir eru sjálfráðir, en aðrir ósjálfráðir manninum. Ljóst er að mjög margir þessara sjúkdóma orsakast af óhollum lífsvenjum og áhrifum efna í umhverfi, andrúmslofti og fæðu og á það ekki sízt við um illkynja sjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma. Læknavísindin hafa fundið upp ýmsar aðferðir til að kljást við þessa sjúkdóma, en oftast er lækningin bæði torveldari og ekki eins árangursrík og fyrirbyggjandi aðgerðir gætu verið. Til þess að auka heilbrigði fólks í þróuðum löndum verður nútíma- maðurinn að læra að lifa í sátt við umhverfi sitt, og ofbjóða ekki líkama sínum með neyzlu óhollra efna, og stjórnendum siðmennt- aðra þjóðfélaga ber að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að mannslífum sé fórnað á altari gróðafíkinna tóbaks- og eiturlyfjasala. Reykingafólk má ekki láta orð Steins Steinarrs sannast á sér: „í blekkingum sjálf sfn maðurinn ferðast og ferst, og fyrst þegar menn eru dauðir skiija þeir þetta.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.