Morgunblaðið - 24.10.1978, Side 3

Morgunblaðið - 24.10.1978, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 3 í kosningunum í Háskóla íslands á laugardaginn, þar sem kosið var um dagskrárefni á hinni hefðbundnu 1. des. hátíð stúdenta, kusu aðeins 673 stúdentar, eða um 25 af hundraði þeirra sem eru við nám í Háskólanum í vetur. Blaðamaður Morgunblaðsins lagði leið sína í Háskólann í gær og spurði nokkra stúdenta álits á þessari dræmu kjörsókn, og jafnframt hvaða ástæður lægju að baki því að ekki mættu fleiri stúdentar á kjörstað. Hvers vegna er kjörsókn háskólastúdenta svona drœm? „Stúdentar láta ekki draga sig í dilka vegna dag- skrárgerðar fyrir útvarpið“ • „ÞESSI lélega kjörsókn er fyrst og fremst vitni um það að 1. des. höfðar ekki lengur til stúdenta, og þeir hafa glatað upphaflegum tilgangi hátíða- haldanna," sagði Þórarinn Þórarins- son laganemi. Sagði Þórarinn, að ef til vill væru háskólastúdentar ekki lengur reiðu- búnir að láta draga sig í dilka vegna dagskrárgerðar fyrir Ríkisútvarpið. Margt þeirra stúdenta sem sækja fundi og starfa að stúdentapólitík, sagði Þórarinn vera nokkurs konar „atvinnustúdenta", sem væru lengi í námi, og væru sumir hverjir í Háskólanum fyrst og fremst vegna félagslegs áhuga. „Mér finnst það fráleitt, að svona fámennur hópur stúdenta skuli hafa þau forréttindi, að geta plagað alla þjóðina með útvarpsútsendingu heil- an eftirmiðdag," sagði Þórarinn ennfremur. Sagði Þórarinn það vera sína skoðun, að fráleitt væri að halda áfram á sömu braut að óbreyttu. Um kosningar til Stúdentaráðs sagði hann gegna allt öðru máli, enda væri þar um að ræða mun eðlilegri kjörsókn. „Léleg kjör- sókn ekkert einsdæmi innan Háskólans“ efni sem boðið væri upp á, væru ekki áhugavekjandi hjá stúdentum. „En léleg kjörsókn er því miður ekkert einsdæmi innan Háskólans, það sama er upp á teningnum í flestum kosningum sem hér eru haldnar," sagði Þórunn að lokum. 99 Fólk virðist ekki vilja taka afstöðu“ • „KJÖRSÓKNIN að þessu sinni var engan veginn viðunandi, og ber vott um að áhugi á þessum málum sem um var kosið og á stúdentapólitík almennt sé mjög lítill," sagði Pétur Astvaldsson, sem er við nám í almennum málvísindum í Háskólan- um. Sagði Pétur að svo virtist sem fjöldi stúdenta vildi forðast að taka afstöðu milli þessara tveggja hópa, það er Verðandi annars vegar og Vöku hins vegar. „Sjálfur kaus ég þó,“ sagði Pétur, „ég hef áhuga á málefnum stúdenta og Háskólans, og vildi sýna hann í verki með því að mæta á kjörstað.“ „Stúdentapóli- tíkin er orðin ansi þreytt“ • „KJÖRSÓKNIN í kosningunum að þessu sinni var vægast sagt mjög lítil, og athuga ætti hvort eigi að halda áfram á þessari braut," sagði Þórunn J. Hafstein iaganemi, er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hana álits á hinni dræmu kjörsókn í stúdentakosningunum á laugardag- inn. Þórunn kvað það vera sína skoðun, að álitamál væri hvort stúdentar ættu að halda áfram að halda 1. des. hátíð, þegar ljóst væri hve lítill áhugi væri meðal þeirra á þessu málefni. Þórunn sagði að erfitt væri að gera sér grein fyrir því hvað ylli þessu áhugaleysi stúdenta, vafalaust væru þar að baki margar ástæður. Nefna mætti að óhagkvæmt þætti að halda fundinn í Sigtúni, en ekki á Háskólasvæðinu, en veigamesta atriðið væri þó sennilega það, að þau „Boðið er upp á alltof miklar öfgar“ „ÁSTÆÐUR þessarar dræmu kjör- sóknar eru fyrst og fremst þær, að mínu mati, að boðið er upp á alltof miklar öfgar, þar er enginn milliveg- ur,“ sagði Ólafur Guðjónsson lækna- nemi. Sagðist Ólafur telja, að það væru fyrst og fremst félagsbundnir stúdentar í Vöku og Verðandi sem væru þarna að takast á, hinn almenni háskólastúdent leiddi þetta hjá sér. Þau málefni sem tekist væri á um, væru enda oft þannig valin, að þau vektu ekki áhuga fólks á kosningunum. „Sjálfur kaus ég ekki að þessu sinni, einfaldlega vegna þess að þau efni sem um var að velja sem umfjöllunarefni á 1. des. höfðuðu ekki til mín,“ sagði Ólafur. „Hér þarf að gera einhverjar breytingar, en sennilega verður þó hvorki unnt að fá félögin til að sameinast um breytingar né að leggja þessar kosningar niður." Er hluti kennara andvígur kristni- frœðikennslu? Sigurður Pálsson námsstjóri í kristnum fræðum ritaði grein í síðasta tölublað tímaritsins Bjarma þar sem fjallað er um kristnifræðikennslu í grennskólum sem gengu til lokaprófs í kristnum fræðum í Kennaraháskóla íslands sl. vor hafi 50 skilað auðu og með því lýst andstöðu sinni við stöðu þessarar greinar í KHÍ: I upphafi greinar sinnar fjallar Sigurður um þær breytingar sem gerðar hafa verið á fræðslulögum frá árinu 1946 og 1974 og að hafizt sé handa um endurskoðun náms- efnis og kennslu. Ný námsskrá í kristnum fræðum hafi verið gefin út 1976 og geri hún ráð fyrir aukinni kennslu í kristn- um fræðum og siðfræði ásamt nokkurri fræðslu um önnur trúarbrögð. Mat Sigurðar á þessari breytingu er að hún gefi tilefni til fyllri og fjöl- breyttari kennslu í kristnum fræðum en nokkru sinni. Síðan segir í grein hans: „1. Er afstaðan til kristni og kirkju í landinu með þeim hætti að þessum breytingum verði tekið feginsamlega? 2. Eru kennarar almennt fúsir til að leggja á sig þá fyrirhöfn sem fylgir breyting- unni? 3. Eru þeir, innan skóla og utan, sem telja sig bera kennslu í kristnum fræðum sérstaklega fyrir brjósti, til- búnir að leggja sitt af mörkum með virkilegum áhuga og fyrirbæn?" Síðan bendir Sigurður á að ítök kristni og kirkju séu það mikil enn að almennt sé óskað eftir kennslu í kristnum fræð- um, en þó bendi ýmsilegt til þess að upp komi í þjóðfélag- inu háværari raddir sem vilja þrengja kost greinarinnar í skólum og jafnvel afnema hana með öllu. Sigurður segist vera þeirrar. skoðunar að í röðum kennara séu fjölmargir sem telji greinina mikilvæga og vandi til kennslu sinnar. Þá segir Sigurður: „Meira en 60 nemendur gengu til lokaprófs í kristnum fræðum í Kennaraháskóla íslands á liðnu vori. Rúmlega 50 skiluðu auðu og lýstu þannig andstöðu sinni við stöðu greinarinnar í KHÍ, fáeinir skiluðu úrlausnum, en tóku undir andmæli félaga sinna. Aðeins fjórir skiluðu prófinu athugasemdalaust. Hluti þessa hóps gengur til starfa í skólum landsins á 'þessu hausti. I vor var einnig auglýst á vegum KHÍ námskeið fyrir kristinfræðikennara er halda skyldi í ágústmánuði. Á nám- skeiðinu átti að fjalla um hina nýju námskrá og kynna nýtt námsefni fyrir 2. og 8. bekk m.a. Aflýsa varð námskeiðinu sökum ónógrar þátttöku. Vera má að auglýsingum um nám- skeiðið hafi ekki verið fylgt eftir sem skyldi, en vart mun því einu um að kenna, og sú skýring er einnig nefnd að vera kynni að þátt eigi í lítilli aðsókn að ekki liggur enn fyrir nýtt námsefni." ...‘"iirötil VSSSOOH ^ • „ÞESSI lélega kjörsókn sýnir og sannar gífurlega deyfð meðal stú- denta," sgði Jón Þór Árnason, sem er við nám í tölvunarfræði, er blaða- maður Morgunblaðsins hitti hann að máli í lesstofu stúdenta í Árnagarði í gær. Sagði Jón Þór, að stúdentar mættu ekkert vera að því að sinna félags- starfi, meðal annars vegna anna við námið, „og svo er það staðreynd að þessi stúdentapólitík er orðin ansi „þreytt", og fólk hefur takmarkaðan áhuga á henni,“ sagði Jón ennfrem- ur. Jón kvaðst ekki hafa greitt atkvæði á fundinum í Sigtúni, og raunar hefði hann ekki farið á fundinn. Kvaðst Jón hafa verið að spila bridge þennan dag, og hefði hann tekið það framyfir það að taka þátt í kosningunum, og taldi Jón valið ekki hafa verið erfitt! Ekki kvaðst Jón þó vera þeirrar skoðunar, að leggja ætti þessar kosningar niður, enda benti ekkert til þess að stúdentapólitíkin yrði stokkuð upp á næstunni. Því yrði að hafa þetta fyrirkomulag á enn um sinn, þrátt fyrir augljósa galla sem á því væru. Gistá 1. flokks hóteli meö sér baöi, útvarpi. síma, litasjónvarpi og morgunverði, rétt viö aöal- verzlunarhverfiö. Laugardagur: Verzlunardagur, verzlanlr opnar allan daglnn til kl. 17.30. Mesta fataúrval í heimi. Kl. 15.00 — Knattspyrna. Ath.: stórleikur Araanat — Ipswich J L m 3-6. Til skemmtunar: (Frjálst val) Skemmtistaöirnir Talk of the Town — Kvikmyndin Grease — Midnight Express — The Wild Geese — eöa leiksýningar t.d. Machbeth eöa kvöldstund í leikhúsi meö Dave Allen. Sunnudagur kl. 11: Ókeypis kynnisferö um London meö ísl. fararstjóra. Austurstræti 17 2. hæð. Símar 26611 og 20100.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.