Morgunblaðið - 24.10.1978, Page 29

Morgunblaðið - 24.10.1978, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 37 Amór Þorkelsson: „Heimska á íslandi” Kristján Albertsson segir: Maður skyldi halda að það sé mikil blessun, lítillar og fámennrar þjóðar að vera aðili að bandalagi hins frjálsa heims, Nato. Það þarf nú naumast gamlan mann að árum, til þess að sjá það, að aðild íslands að Nató býður hættunni heim. Hann K.A. segir að við herstöðvaandstæðingar treystum að mér skilst í blindni eða trausti á góðmennsku og vægð Rússa við okkur. — Þetta er algerlega rangt. Við höfum grun um það, að Island eða Suðurnesin myndu verða skotmark Rússa í hugsan- legri stórveldastyrjöld, þar sem hugsanlega væru geymd kjarn- orkuvopn á Keflavíkurvelli. Því spyr ég K.A. hvort þetta sé heimska, að leggja málið svona fvrir og læt hann um dóminn. Munduð þér Kristján Alberts- son, vilja vera sá ábyrgi gagnvart því að Suðurnesin fengju á sig 3—4 kjarnorkusprengjur? — Nei, Kristján. ég býst ekki við því, en við skulum bara slá því föstu, að við stöndum öll á púðurtunnu, ef stórveldin vilja svo vera láta. Eg vantreysti því ekki, að K.A. er það áhugasamur um íslenskt mál, að hann hefur verið mættur á Þingvöllum 17. júní 1944. — En þá hljómaði vítt um vellina: Voldug vinaþjóð, tekur að sér varnir landsins, en lofar því að fara héðan burt, strax að stríði loknu. Hverjar voru efndirnar? — Þeir fóru í borgaraleg föt og héngu hér, þangað til herverndar- samningurinn var gerður við Bandaríkin 1951. En þá kom viðbótin. Eg er ekki í nokkrum vafa um það, að Kristján Albertsson vill að lög séu í heiðri höfð og getur tekið undir það með okkur herstöðvar- andstæðingum, að „Með lögum skal land byggja". En hvernig er svo farið með lögin, við samnings- gerðina. Það voru framin stjórnar- skrárbrot og stjórnlagarof. Ég kemst ekki hjá því að spyrja Kristján Albertsson að því, hvort hann haldi að það hafi verið einhverjir angurgapar, sem sömdu 21. gr. stjórnarskrárinnar, en hún hljóðar þannig: „Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórn- högum ríkisins, nema samþykki alþingis komi til.“ Hin greinin er í stjórnlögunum og hljóðar svo: „Þinglausnir eða þingslit hafa það í sér fólgið, að hver sú samþykkt, sem þingmenn gefa með sér, frá því þingi er slitið og þar til þing kemur saman á ný, er algerlega marklaus. Hvert svo sem pólitískt gildi hennar kann að vera, er formlegt gildi hennar ekki neitt.“ Sumarið 1908 var stórra vona og þá sýndi hinn almenni kjósandi að barátta Islendinga sem nýlenda Norðmanna og síðar Dana var ekki gle.vmd og hélt áfram. Þess vegna felldu þeir uppkast Hannesar Hafstein og af því að talað var um á uppkastinu, „Ævarandi samband við Dani“. Er Kristján Albertsson hrifinn af því, þegar Sjálfstæðisflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn gerðu Alþýðuflokknum viðvart á laun, þegar þingslit höfðu farið fram og þingmenn komnir heim til „Undrun á gerræðisleg- um vinnubrngðwxM i garð Oláfs Ketilssonar 1) MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi tilkynning frá Mími, Nemendafélagi Menntaskólans að Laugarvatnii Vér nemendur Menntaskólans að Laugarvatni lýsum undrun okkar og fyrirlitningu á gerræðislegum vinnu- brögðum samgöngumálaráðuneytis- ins í garð Ólafs Ketilssonar fyrrum sérleyfishafa leiðarinnar Reykjavík — Laugardalur. Ólafur hefur sem kunnugt er þjónað íbúum staðarins af stakri prýði í hálfa öld. Sem virðingarvott fyrir frábært brautryðjendastarf á sviði samgöngumála er hann svo sviptur sérleyfi sínu án þesS að gefnar séu nokkrar ástæður og þvert gegn vilja íbúa staðarins. Skorum við hér með á hinn nýja samgöngumálaráðherra að hafa forgöngu um það að Ólafi verði á ný veitt sérleyfið Reykjavík — Laugar- dalur og láti ekki klíkukarla kerfis- ins koma í veg fyrir vilja fólksins." rrrr GOTT ÚRVAL AF KARATE- OGJÚDÓ- BUNINGUM 0)l!pt= III w®rM\wiifilllyiinii llinqi©llf/ @/lk(Qiir//<S)in<aiir KLAPPÁHSTIG 44 SIMI 11783, sín, og stefndu þeim Alþýðuflokks- mönnum suður til Reykjavíkur og gerðu verndarsamninginn þokka- lega, þann 5. maí ‘51. Þetta var auðvitaö ekkert annað en þing- mannasamþykkt, milli þinga og braut því alveg í bága við laga- greinina í stjórnlögunum sem ég lét fylgja hér framar í greininni og er um þinglausnir. Það er eins og mig minni, að í bókinni um Hannes Hafstein, hafi K.A. verið með uppkastinu og þá auðvitað í ævarandi sambandi við Dani og þá fer maður nú að skilja skeggið frá hökunni með það, að hann vilji ef til vill hafa meira en bara til 99 ára, heldur ævarandi tengsl við Bandaríkin. Að vera greindur eða vel gefinn er að sumra áliti að hafa næma tilfinningu, til dæmis: Sá sem ekki hefur tilfinningu fyrir hnyttinni vísu, hann er óumdeilanlega heimskur, en heimskur maður þarf ekki að vera illa gerður. Orðið er dregið af heima, það er, sá sem hefur lítinn sjóndeildarhring eða hefur ekki hleypt heimdraganum. En svo er aftur annað mál, að margur heimskinginn hefur gert þeim vitru skömm til. Ótti Kristjáns Albertssonar við hlutleysi er vægast sagt broslegur. Það er rétt eins og hann hafi aldrei komið í réttir á íslandi, en þar þykist ég hafa tekið eftir því, að sá hundur, sem ékki æðir í hundaslaginn heldur tékur ekki þátt í, hann kemur með heilan bjór heim, en ég biðst afsökunar á samlíkingunni. Hann K.A. talar um frelsi og giftu landsins sem þeir tólf- menningarnir í Varið land hafi varið svo vel, eitt drengilegasta framtak á síðari tímum: Ja, er það nú útdrag. Það gleymdist ein- hvernveginn einn, því upphaflega voru þeir þrettán, en það var ekki birt mynd af einum, en hann, Bjarni jarðræktarfræðingur Helgason frá Kleppi, sá svo eftir eða skammaðist sín fyrir þetta kompaní, að hann lét ekki mynd fylgja. Og varð hann maður að meiri. Það virðist vera kominn kosningaskjálfti í -K.A. og er það ekki óvenjulegt, hann rýkur svona upp um kosningar venjulega og ef kynfræðslumyndir eru í bíó. Aftur á móti reynir Kristján að hjálpa Norðmönnum í^ótta^g-; 2F eí§lan3i séu nauðsynlegar Norðmönnum, vegna voðalegra stöðva, sem Rússar séu með á Svalbarða. Aumingja Norðmenn og allt þeirra fólk. Ég held fyrir mitt leyti að Kristján Albertsson gerði réttast í að hleypa heimdraganum og koma til okkar herstöðvaandstæðinga og venjast þannig þeirri undarlegu lífspeki, að það er fleira en ein hlið á hverju máli. Það er líka útaf fyrir sig alvarlegt mál, nýnasisminn í Austur-Þýskalandi, en Kristján vill kannski ekki tala um þá miklu hugsjónastefnu. Arnór borkelsson. Skipasundi 87. Lfnubúðin, sérverzlun með megrunar- og heilsufæði ásamt vörum fyrir sykursjúka, opnaði nýlega f Verzlanahöllinni, Laugavegi 26, 2. hæð. Á boðstólum eru ýmsar vörur handa þeim sem vilja gæta að lfnunum og einnig fyrir þá sem ekki mega neyta sykurs. BodaDruva pi * \ Handurminn glerboröh>',r'''*~'m c«-,wA nsiasmídi frá snillingunum hjá Kosta-Boda Lítið inn í hina glæsilegu nýju verzlun okkar í Verzlanahöllinni við Laugaveg. KostalÍBoda' J\_____________ Laugavegi 26 — Sími 13122 HEBA heldur við heilsunni _ Ný námskeið að hefjast Dag- og Tvisvar eða kvöld tímar • Leikfimi • Sauna '• Ljós • Nudd • Megrun • Hvild • Kaffi o.fl. Fjórum sinnum í viku Megrunarkúra Nuddkúrar Létt leikfimi o.fl. Hárgreiðslu- stofan HRUND Innan veggja Hebu hárgreiðslustofa með alla almenna þjónustu Snyrtistofan ERLA Andlitssnyrting handsnyrting o.fl. OpW allan daginn og fram eftir kvöldi Heilsurækt Auóbrekku 53 Kópavogi Simi 42360

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.