Morgunblaðið - 24.10.1978, Side 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978
vlw
MORödN-,
RAFf/NO '
^ *)'
/ L
i1'
Ég held hann komizt fyrr til
meðvitundar ef þú heldur ekki
verðmiðanum yfir honum!
Fjandakornið — augnhár, ég
hélt þetta væru tólffótungar!
Elskendur allra tíma, þau
Rómeó og Júlía, þurftu ekki
sfma — hvað þá heldur að tala í
hann í tvo tíma samfleytt!
Nei. þakka þér fyrir, ég er ekki
svangur núna!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Hvenær hentar að gefa and-
stæðingi slag og hvenær má gefa
hinum andstæðingnum annan slag
eru spurningar, sem leita þarf
svara við í úrspilsæfingu hér að
neðan. Lesendur spreyta sig fyrst
á viðfansefninu en lesa síðan um
hvað skeði þegar spilið kom fyrir.
Gjafari norður, norður-suður á
hættu.
Norður
S. G53
H. D83
T. 74
L. ÁD864
Suður
S. Á1062
H. ÁG
T. ÁD3
L. G1093
Suður er sagnhafi í þrem
gröndum. Útspil tígulfimm og þú
COSPER
Ég held að pabbi þinn hafi verið ánægður með mig, en
mamma þín ekki að sama skapi!
Rjúpan og
óvinir hennar
„Rjúpan er allra vinur. Engum
gerir hún mein. Fegurð hennar
gleður hjörtu mannanna, þeirra,
er notið geta óspilltrar náttúru.
Á hún sér þá nokkra óvini? Já,
því er nú miður: Refur og valur
ásækja hana. Hvergi er hún óhult
fyrir þessum vágestum.
Þó er einn óvinur öðrum verri:
Það er maðurinn, sá, sem þykist
öðrum meiri og vitrari. Með
lymsku læðist hann um snævi
þaktar heiðar. Skotin drynja.
Rjúpur falla í valinn. Margar
komast undan helsærðar og heyja
langvinnt dauðastríð, einar í hvítri
auðninni.
En veiðimaðurinn gengur þang-
að, sem dauðar rjúpur liggja
blóðugar í snjónum. Hann leggur
þær á bak sér. Hreykinn gengur
hann til byggða með feng sinn. Og
þegar hann hittir aðra veiðimenn
gortar hann af skotfimi sinni og
karlmennsku, og segist veiða
rjúpur sér til heilsubótar.
Veiðimenn skyidu minnast hug-
myndar eða orsakasambands, sem
orðast gæti svo:
Það sem þér viljið, að ekki
hendi yður. það skuluð þér ekki
öðrum gera.
Þér skuluð ekki valda öðrum
þjáninga. sem þér sjálfir viljið
vera lausir við.
Lítið í eigin barm. áður en þér
ákveðið að valda öðrum meini.
Ekki skiptir meginmáli, hvort
um er að ræða menn eða dýr, því
tilfinningar og sársaukaskyn
beggja er hliðstætt.
Ingvar Agnarsson.“
• Efast um
dómgreind „K“
Vegna skrifa hjá Velvakanda
sl. föstudag þar sem fjallað var um
kvikmyndir og þýðingar þeirra,
tekur gosa austurs með drottn-
ingu. Hvaða spili spilar þú næst?
Sagnhafi var ekki í vafa þegar
leysa þurfti dæmið. Hann spilaði
laufgosanum og svínaði. Austur
fékk slaginn, hélt áfram með
tígulinn, suður gaf en varð að taka
þriðja tígulinn. Seinna svínaði
sagnhafi hjartanu í von um, að
austur ætti kónginn en allt kom
fyrir ekki. Hann var á hendi
vesturs, sem tók síðan tvo tígul-
slagi, einn niður. Allt spilið var
þessu líkt.
Norður
S. G53
H. D83
T. 74
L. ÁD864
Vcstur
S. D97
H. K98
T. K10852
I. . 75
Austur
S. K84
H. 107652
T. G96
L. K2
Suður
S. Á1062
H. ÁG
T. ÁD3
L. G1093
Sjálfsagt hefur þú komið auga á
lausnina. Hjartagosinn frá hend-
inni strax í 2. slag tryggir vinning.
Þá getur vestur ekki fengið slag
eftir, að tígullitur hans hefur verið
fríspilaður.
JOL MAIGRETS
Framhaldssaga eftir Georges Simenon.
Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaói.
17
að það voruð þér sem höfðuð
samhand við mig.
— Bara vegna þess að gamla
flónið þurfti endilega að kom-
ast í nála gð við yður. Hún sá í
þessu kjörið ta>kifæri til að láta
á sér bera og dró mig næstum
með valdi yfir til yðar.
— Þér eruð ekki beinlinis
yfir yður hrifnar af fröken
Iloncoeur?
— Mér líkar ekki við fóik
sem er með nefið niðri í því sem
því kemur ekki við.
— Og það finnst yður eiga
við hana?
— Eins og þér vitið höfum
við tekið að okkur dóttur mágs
míns. Þér getið trúað mér að
við hiifum reynt að gera allt
fyrir hana sem okkur er unnt
og ég kem fram við hana eins
og hún væri mín eigin dóttir.
Einhverra hluta vegna
hvarflaði sú hugsun að Maigret
þegar hann horfði á hana
kveikja sér í enn einni sígarett-
unni. að hann gæti ekki séð
hana fyrir sér sem móður.
Undir því yfirskini að hún
vilji hjálpa mér er hún stöðugt
að ragast í okkur og rekast í
öliu. Ef ég fer út fyrir hússins
dyr er hún á næstu grösum og
segir sykursætri röddu>
„Þér ætlið varla að skilja
hana Colette iitlu eftir eina, frú
Martin, ég skal sitja hjá
henni.“
— Ég veit ekki nema hún sé
að hnýsast í eigur mínar og
hirzlur þegar ég er í hurtu.
— Samt afberið þér hana og
umgangist hana?
— Ég er tilncydd. Coiette
vill að hún sé hjá sér og einkum
núna þegar hún er rúmliggj-
andi. Maðurinn minn hefur
líka þetta feiknaálit á hcnni,
því að áður en við giftum
okkur lá hann einhverntíma
veikur í iungnahólgu og þá
hugsaði hún um hann.
— Hafið þér skilað aftur
brúðunni sem þér keyptuð
handa Colette?
Ilún hrukkaði cnnið og leit í
átt til dyra.
— Ég heyri að þér hafið
spurt hana spjörunum úr. Nei,
ég hef ekki skilað henni aftur
og ástæðan er einfaldlega sú að
vöruhúsið sem hún er keypt í er
lokað í dag. Viljið þér sjá hana.
Það var eins og áskorun og
þvert á það sem hún hafði
líklega húizt við þá hann að
hún sýndi honum brúðuna.
Ilann leit á verðmiðann. Hún
hafði ekki ætlað að setja sig á
höfuðið með þessum kaupum,
því að verðið var mjög lágt.
— Leyfist mér að spyrja
hvert þér fóruð núna áðan?
— Ut að kaupa inn.
— Fóruð þér í Rue du
Chemin-Vert eða Rue Amelot?
— Á háða staðina.
— Má ég spyrja hvað þér
keyptuð?
Hann velti um stund fyrir sér
hvort hún myndi missa stjórn á
skapi sínu. svo örvita af hra>ði
var hún. Ilún arkaði út f
eldhúsið. tók hurðarnetið og
slengdi því á horðstofuborðið.
— Þér getið séð það sjálfur.
— Þrjár sardínudósir,
skinka, smjör. kartöflur, salat-
höfuð.
Hún horfði fast á hann og
honum fannst augu hennar
skjóta gneistum en hún titraði
ekki. Hún virtist alls ekki
smeyk, en aftur á móti fjúkandi
reið.
— Er þá eitthvað fleira sem
þér a“tlið að spyrja mig um?
— Mig langar til að vita
hvað tryggingarsalinn yðar
heitir.
Það var augljóst að hún
skildi ekki hvað hann átti við.
Hún hraut heilan ákaft.
— Tryggingarsalinn minn
— Já, einmitt. Hann sem
hefur komið hingað.
— ó. afsakið. Ég var búin að
steingleyma því. Það var vegna
þess að þér kölluðu hann
MINN. Ég hef ekkert haft af
honum að segja. Það hlýtur að
vera Colette sem hcfur sagt