Morgunblaðið - 02.11.1978, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978
Ríkisstjórnin staöfestir:
Hækkun á heitu vatni,
nuddi, happdrættis-
miðum, auglýsingum
og taxta dýralækna
RÍKISSTJÓRNIN hefur nýleíta
staðíest tilliÍKur >{jaldskrárnefnd-
ar um hækkanir á gjaldskrám
nokkurra opinberra aðila. Er hér
um að ræða eftirfarandi máh
Hitaveitu Akureyrar heimiluð
14% hækkun á vatnsgjöldum og
11% hækkun á heimæðagjöldum.
Hitaveitu Mosfellshrepps heim-
iluð 30% hækkun á vatnsgjöldum.
Hitaveitu Suðureyrarhrepps
heimiluð 20% hækkun á vatns-
gjöldum.
Hitaveitu Blönduóss heimiluð
29% hækkun á vatnsgjöldum.
Félagsmálastjóra Selfoss heim-
iluð 50% hækkun vegna heilsu-
ræktartíma, þ.e. nudd og fleira,
enda sé miðað við 10 tíma og 10
manna hóp í hverjum tíma.
Gjaldið verður 4500 krónur í stað
3000 króna.
Heimiluð 11.4% hækkun á taxta
dýralækna.
SÍBS heimiiað að hækka verð
Sjávarútvegs
rádherra ætl-
ar ad ráða sér
aðstoðarmann
„EG hof gert ráð fyrir því að ég
réði mér aðstoðarmann og þcss
vegna er gert ráð fyrir slíku í
fjárlagafrumvarpinu. En lengra
er nú málið ckki komið og ég hef
ekki leitað eftir neinum til
starfans ennþá.“ sagði Kjartan
Jóhannsson sjávarútvegsráð-
herra í samtali við Mbl. í
gærkvöldi.
Þrír ráðherranna hafa ráðið sér
aðstoðarmenn; Steingrímur
Hermannsson dóms- og kirkju-
málaráðherra, Magnús H.
Magnússon heilbrigðis- og trygg-
ingaráðherra og Hjörleifur Gutt-
ormsson iðnaðar- og orkumálaráð-
herra.
Aðstoðarmaður Steingríms er
Eiríkur Tómasson, sem einnig var
aðstoðarmaður Ólafs Jóhannes-
sonar í embætti dóms- og kirkju-
málaráðherra síðustu ríkisstjórn-
ar, aðstoðarmaður Magnúsar er
Georg Tryggvason og aðstoðar-
maður Hjörleifs er Þorsteinn
Ólafsson.
happdrættismiða úr 600 í 800
krónur frá og með áramótum en
Happdrætti Háskólans hefur áður
verið veitt sams konar heimild.
Ríkisútvarpinu heimilað að
hækka auglýsingataxta um 20% .
(Sjá nánar í annarri frétt í
blaðinu).
Ljósm. Emilía.
Vöruflutningabíll þessi valt út af veginum við Laugarvatn um
hádegisbilið í gær er hann rann til f hálkunni.
Ökumað-
ur græna
Skódans
fundinn
ÖKUMAÐUR græna Skódans,
sem Rannsóknarlögreglan lýsti
eftir í gær vegna rannsóknar á
meintu alvarlegu afbrotamáli,
kom fram í gærkvöldi. Var hann í
yfirheyrslum í gærkvöldi og
nokkur önnur vitni í málinu.
Rannsóknarlögreglan varðist
allra frétta er Mbl. ræddi við
hana um miðnættið.
Viðurkenndur eignaréttur
ríkisins á Landmannaafrétti
— í dómi aukaréttar Rangárvallasýslu
KRAFA ríkisins um
eignarrétt á Landmannaaf-
rétti var viðurkennd í
dómi, sem kveðinn var upp
í aukarétti Rangárvalla-
sýslu á föstudaginn. Dóm-
endur voru Guðmundur
Jónsson borgardómari,
Steingrímur Gautur
Kristjánsson héraðsdómari
og Þórhallur Vilmundar-
son prófessor. Þórhallur
skilaði sératkvæði og vildi
sýkna stefndu af kröfum
ríkisins. Dóminum verður
áfrýjað til Hæstaréttar,
a.m.k. af hálfu Land-
mannahrepps, að því er
lögmaður hreppsins, Páll
S. Pálsson, tjáði Mbl. í gær.
Ríkið höfðaði mál þetta árið
1975 og krafðist viðurkenningar á
eignarrétti sínum á Landmannaaf-
rétti. Þetta eignadómsmál var ekki
höfðað gegn ákveðnum aðila held-
ur höfðað sem opinbert mál með
opinberri stefnu samkvæmt tiltek-
inni heimild í einkamálalögunum.
Til andmæla risu Landmanna-
hreppur, Holtahreppur, Skaftár-
tunguhreppur o.fl. Sem fyrr segir
er eignarréttur ríkisins viður-
kenndur i dómsorðunum en í
dóminum eru einnig viðurkenndar
ýmsar heimildir upprekstrarhafa
á þessu landsvæði.
Þeim Páli S. Pálssyni hrl.,
lögmanni Landmannahrepps, og
Sveinbirni Jónssyni hrl., lögmanni
Holtahrepps og fl., voru dæmdar
3,5 milljónir hvorum í málsvarnar-
laun en Skúla Pálmasyni hrl.,
lögmanni Skaftártunguhrepps, var
dæmd ein milljón í málsvarnar-
laun.
Veit ekki hvernig
á þessu stendur
— segir vidskiptarádherra um f járveit-
ingu vegna aðstoðarmanns hans
„MÉR
komið
hefur aldrei
að ráða mér
til hugar
aðstoðar-
Landbúnaðarvörur:
Verðmæti birgða
22 milljarðar um
miðjan desember
UM MIÐJAN desemhermánuð er
gert ráð fyrir að til verði í
landinu birgðir landbúnaðarvara
að verðmæti 22 milljarðar króna.
þ.e. mjólkur- og kjötvörur að
undanteknu nautakjöti. Kom
þetta fram í ræðu Arna Gunnars-
sonar á kvöldfundi neðri dcildar
Alþingis í gær þegar rætt var um
verðjöfnunargjald.
Arni Gunnarsson sagði, að um
þessar mundir væru smjörbirgð-
irnar 1.460 tonn, sem samsvaraði
ársneyzlu, og 1.440 tonn væru til af
osti, eða um 3.900 tonn af mjólkur-
vörum að verðmæti 6—8 milljarð-
ar króna og væri það 66%
verðmætisaukning frá sama tíma í
fyrra. Þá sagði Árni Gunnarsson,
að hinn 1. des. n.k. væri gert ráð
fyrir að til yrðu 11.252 t kindakjöts
eða 8,4% magnaukning frá sama
tíma í fyrra, en verðmætisaukning
45% og væri verðmæti birgðanna
15 milljarðar og 354 milljónir
króna.
mann. hvað þá lagt fram beiðni
þar um. þannig að ég veit hreint
ekki. hvernig á þessu stendur í
fjárlagafrumvarpinu." sagði
Svavar Gestsson viðskiptaráð-
herra í samtali við Mbl. í gær. en í
fjárlagafrumvarpinu er þess get-
ið að hluti launahækkana við-
skiptaráðuneytisins á næsta ári
sé vegna hálfrar stöðu aðstoðar-
manns ráðherra.
„Eg hef hins vegar óskað eftir
því, að starfsliði ráðuneytisins
verði fjölgað vegna sérstakra
verkefna og má vera að fjárveiting
til hálfs aðstoðarmanns sé ein-
hvers konar svar við þeirri ósk,“
sagði Svavar.
I fjárlagafrumvarpinu segir, að
aðrar launahækkanir viðskipta-
ráðuneytisins en laun aðstoðar-
m^nnsins séu eðlilegar taxta-
hækkanir launa.
Leiðrétting
Kosningar ólögmætar í Geithellnahreppi og kosió skal að nýju:
Ráðuneytið samþykkir
ekki afsögn kjörstjómar
KOS.NING til hreppsnefndar í
Geithellnahreppi í S-Múlasýslu
og kjiir eins fulltrúa til sýslu-
nefndar hafa verið dæmd ólög-
mæt. Verða kosningarnar þvi
að fara fram á ný. en sá
höggul) fylgir skammrifi að
kjörstjórnin í hreppnum hefur
sagt af sér og neitar að standa
að nýjum kosningum. í sím-
skeyti félagsmálaráðuneytisins
til sýslumannsembættisins á
Eskifirði í gær kemur aftur á
méiti fram. að það sé horgara-
leg skylda. sem ckki verði
undan vikizt. að taka sæti í
kjörstjórn. ef sú er niðurstaða
kosninga til þeirra.
Geithellnahreppur er syðsti
hreppur í S-Múlasýslu og
nokkru eftir kosningarnar í
sumar voru bæði hreppsnefnd-
arkosning og kjör sýslufulltrúa
kærð. Sýslunefnd úrskurðaði
kosriingu sýslufulltrúa ógilda og
eftir að kæru vegna hrepps-
nefndarkosninganna hafði verið
áfrýjað til félagsmálaráðuneytis
var hún einnig úrskurðuð ógild
þar 5. september síðastliðinn.
I kærunni vegna hreppsnefnd-
arkosninganna voru nefnd þrjú
kæruatriði. Meðal annars var
kært vegna þess, að pakki með
kjörseðlum hefði verið rifinn
upp áður en kjörstjórnarmenn
komu til kjörfundar og í kær-
unni er farið fram á að kannað
verði hverjir hafi verið þar að
verki. Með skírskotan til kosn-
ingalaga mun félagsmálaráðu-
neytið hafa kveðið upp úrskurð
um að pakkinn með kjörseðlun-
um hafi verið opnaður fyrr og
við aðrar aðstæður en lög leyfi.
Kosningar verða því þegar af
þeirri ástæðu að fara fram í
hreppnum að nýju.
Kjörstjórn Geithellnahrepps
sagði af sér vegna þessa máls,
en að sögn Ragnars Hall,
sýslufulltrúa á Eskifirði, barst
sýslumannsembættinu skeyti í
gær frá félagsmálaráðuneytinu
þar sem m.a. segir, að knýja
skuli gömlu kjörstjórnina til að
auglýsa kosninguna með lögleg-
um fyrirvara og láta hana fara
fram að nýju. Ragnar sagði, að í
skeyti ráðuneytisins kæmi fram,
að kjörstjórnin hefði verið kosin
til að efna til löglegra kosninga
og því verki hefði hún ekki lokið.
— Með öðrum orðum, ekki er
fallist á að kjörstjórnin geti
sagt af sér og að það sé
borgaraleg skylda að taka kosn-
ingu í kjörstjórn, sagði Ragnar
Hall.
í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær
um afturköllun á uppsögn kjara-
samninga hjá félögum ASÍ var það
ranghermt, að Haukur Már Har-
aldsson blaðafulltrúi var sagður
skrifstofustjóri, en því starfi
gegnir Kristín Mántylá.
Þá kom það einnig fram, að 5
aðildarfélög af 230 hafa tilkynnt
um afturköllun á uppsögn samn-
inga, en vitað er um mun fleiri
félög sem hafa samþ.ykkt slíkt en
hafa ekki tilkynnt ASÍ um ákvörð-
un sína, en samkvæmt upplýsing-
um talsmanns ASÍ er það ekki
regla að félög tilkynni skrifstofu
ASÍ formlega um ákvarðanir á
borð við afturköllun uppsagnar
kjarasamninga.
A batavegi
MAÐUR á sjötugsaldri varð fyrir
bifreið á Miklubraut gegnt húsinu
númer 50 á þriðjudagsmorguninn.
Hann hlaut höfuðáverka og fót-
brot. Var hann lagður inn á
gjörgæzludeild Borgarspítalans en
var fluttur þaðan í gærdag, enda
talinn á batavegi.