Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 17
MQRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978
17
Ég dreg þessar staöreyndir
fram svo við getum lært af þeim
og haft þær til varnaðar í
framtíðinni.
Árið 1974, er ný stjórn var
mynduð undir forystu Sjálf-
stæðisflokksins, áttu kjósendur
von á róttækum efnahagsað-
gerðum í kjölfar þeirrar fjár-
málaóreiðu og stjórnleysis, er
vinstri stjórnin (1971—1974)
hafði leitt yfir þjóðina með
eyðslustefnu sinni og aðgerðum
í efnahagsmálum. Sjálfstæðis-
flokkurinn hafði líka fyrir
kosningarnar 1974 gefið
ótvírætt í skyn, að róttækra
aðgerða væri þörf og að Sjálf-
stæðisflokksins væri þörf við
úrlausn mála, ef takast ætti að
koma á ný festu í efnahagsmál
þjóðarinnar.
Þetta skildu kjósendur, höfðu
í huga þáttaskil sem djörf, og
framsýn stefna viðreisnar-
stjórnarinnar hafði fyrir
þjóðina eftir kosningaferil
vinstri stjórnarinnar sem þing
Alþýðusambandsins rak frá
völdum 1958.
Þetta var undirstrikað með
sigri Sjálfstæðisflokksins í
kosningunum 1974.
Þeir fólu Sjálfstæðisflökknum
að leiðrétta siglingu þjóðarskút-
unnar og koma á jafnvægi á ný.
En því miður var sá jarðvegur
ekki nýttur máske af skiljanleg-
um ástæðum því erfiðleikarnir
voru miklir.
Sjálfstæðisflokkurinn greip
haustið 1974 til aðgerða sem að
sumu leyti eru hliðstæðar við
bráðabirgðaráðstafanir vinstri
stjórnarinnar nú. Þá var talið að
tafarlaust þyrfti að beita sam-
ræmdum skyndiaðgerðum í
efnahagsmálum til að mæta
aðsteðjándi vá.
Þróun efnahagsmála hafði
tekið þá hættulegu stefnu næstu
ár á undan að fram eftir árinu
1974, að yfirvofandi var stöðvun
framleiðsluatvinnuvega þjóðar-
innar með þar af leiðandi
samdrætti í myndun þjóðar-
tekna og lífskjaraskerðingu.
Aögeröirnar 1974
Forsenda þess, að unnt væri
að afstýra þessari neikvæðu og
alvarlegu þróun, var því sú, að
komið væri á efnahagsjafnvægi
bæði innanlartds og í utanríkis-
verslun. Við óumflýjanlegar
aðgerðir haustið 1974 lagði
fyrrverandi ríkisstjórn áherslu
á, að aðgerðirnar hefðu ekki
atvinnuleysi í för með sér, og að
kjör hinna lægst launuðu yrði
ekki skert. Jafnframt var stefnt
að því að hemja þá óðaverö-
bóigu, sem ógnaði efnahags- og
atvinnulífi landsmanna.
Itarlegt samráð var haft við
aðila vinnumarkaðarins áður en
ríkisstjórnin gaf út bráða-
birgðalögin 4. september 1974
um launajöfnunarbætur, bætur
almannatrygginga og verðlags-
mál. Án þessara aðgerða var
fyrirsjáanlegt, að árleg vérð-
bólga þá hefði orðið 70—80%, en
slík þróun hefði stefnt efna-
hagslegu sjálfstæði og atvinnu-
öryggi í voða, auk þess sem
mikil verðbólga framkallar
rangláta tekjuskiptingu í þjóð-
félaginu.
Þegar dró fram á árið 1976
höfðu viðskiptakjör erlendis
batnað og þjóðartekjur aukist.
Mikill meirihluti þjóðarinnar
var sammála um að skipting
þjóðartekna yrði að breyta í átt
til frekari launajöfnunar og að
ekki yrði lengur slegið á frest að
gera raunhæfar aðgerðir í
kjaramálum sem ykju og
tryggðu kaupmátt launa. En
hann hafði ekki aðeins rýrnað
vegna utanaðkomandi áhrifa
heldur einnig verið rýrður til
að ná niður verðbólgunni.
Þetta var launþegum eina sýni-
lega róttæka efnahagsaðgerðin.
Um þetta leyti fór verulega að
vakna upp efi í huga mikils
hluta kjósenda Sjálfstæðis-
flokksins um hvort þáverandi
ráðamenn réðu við þetta stóra
vandamál, því það sem gert var
til hins betra var bæði of lítið og
of seint gert.
Af hálfu rikisvaldsins var
nefnilega haldið uppi allt of
miklum framkvæmdum og fjár-
festingum sem annarsvegar
höfðu í för með sér þensluáhrif
en hins vegar sýndu fólki fram á
það, að ríkisvaldið framkvæmdi
ekki það sem það predikaði fyrir
þjóðinni, þar eð það gekk ekki
fram fyrir skjöldu með niður-
skurð af sinni hálfu jafnhliða
því, sem það hafði dregið
verulega úr einkaneyslu með
minnkandi kaupmætti. Ef lagð-
ur var rafstrengur í austur
þurfti líka að leggja í vestur.
Samdráttur einkaneyslu án til-
svarandi samdráttar opinberrar
ne.vslu varð þá þess valdandi að
hann ýtti undir kröfugerð í
þjóðfélaginu eftir að fólk hafði
misst trú á vilja eða getu
ríkisvaldsins til raunhæfra að-
gerða gegn verðbólgu. Hin
aukna kröfugerð leiddi síðan til
kjarasamninganna í júní og
október 1977.
ítrekuö varnaðarorö
Því verður ekki á móti borið
að áður en að sólstöðusamning-
arnir voru gerðir höfðu ítrekuð
varnaðarorð borist frá stjórn-
völdum og sérfræðingum í efna-
hagsmálum um að kröfugerð
launþegasamtakanna væri allt-
of mikil. Þetta var rétt, en þessu
var ekki trúað m.a. vegná skorts
stjórnvalda á því að ganga
undan með góðu fordæmi.
Ihaldssamar viðtökur fyrstu
krafna launþega, vanþekking
stjórnvalda og efnahagssér-
fræðinga á lágmarksþörf hinna
lægstlaunuðu, skapaði þverúð og
ergju sem strax leiddi til hörku
og tillitsleysis í kröfu- og
samningsgerð, enda spiluðu
pólitísk öfl þar dyggilega undir.
Og ekki bætti úr skák bersýni-
legur skoðana ágreiningur inn-
an ríkisstjórnarinnar um hvað
skynsamlegt væri að ganga
langt á móti óskum launþega.
í margnefndri nefnd mið-
stjórnar hefur komið fram að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert
mikil mistök við lok þessara
júní-samninga.
Mistök, er voru í því fólgin, að
skýra ekki afdráttarlaust frá
því, hverjar afleiðingar þessir
samningar hefðu fyrir þjóðar-
heildina og baráttuna við verð-
bólguna. Þau mistök, að neita
ekki fulltingi við slíka samninga
og firra sig þannig á skýlausan
hátt ábyrgð af samningunum og
að láta skerast í odda og leggja
málin skýrt afmörkuð fyrir dóm
kjósenda. Októbersamningarnir
hefðu átt að gera þessa mynd
enn skýrari af hálfu stjórnvalda
og taka af öll tvímæli um það,
hvað væri að ske í efnahagsþró-
un þjóðarinnar.
Samstjórn með framsókn
En hér var að sjálfsögðu ekki
okkur eina við að eiga. — Við
vorum í samstjórn við Fram-
sóknarflokkinn. —
Flokk sem við höfðum í
upphafi stjórnarsamstarfs ærna
ástæðu til að óttast að hlypi út
undan sér áður en kjörtímabili
lyki. Gagnkvæm loforð eða
skilningur mun því hafa verið
fyrir hendi, fyrir því að stjórn-
arsamstarfinu yrði ekki lokið
nema með samþykki beggja
aðila.
Sú skoðun kom upp í okkar
röðum að harða afstöðu hefði
átt að taka upp eftir júnísamn-
ingana, en bæði var að engar
tillögur lágu fyrir um varanleg
efnahagsúrræði, sem menn
tryðu á að næðu fram að ganga,
og hitt að fyrir lá að búið var að
samþ. lög um samningsrétt
opinberra starfsmanna. Hvort
sem mönnum þykja þau lög af
því góða eða illa —, vegna
ýmissa galla á þeirri löggjöf, —
lá sú staðreynd fyrir að þeir
áttu rétt til að semja í frjálsum
samningum um kaup sitt og sín
kjör við handhafa hins opinbera
valds, og þar á eftir átti eftir að
loka þessum hring, við síðasta
hlekk keðjunnar, með samning-
unum við sjómenn.
ca=[Mzz 100 ..
LJÓSRITUnflRUÉLin
pnentaná: uenjulegan pappin
udan bnéfsefni
einnig glcenun
SKRIFSTDFUVELAR H.F.
V/ Sími 20560
HVERFISGATA
33
i
i
i
i
i
i
■
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
!
I
I
.1
Sumir versla dýrt
aðrir versla hjá okkur
Okkar verð eru ekki tilboð
heldur árangur af
hagstæðum innkaupum
íðis kaffi
alltaf nýmalað
15.-
Víðis
Santos
Kaffe
ViKU
1/4 kg.
kr. 495.-
Merrild
Nr. 103
Merrild
Nr. 104
1/4 kg
kr. 598.-
’/4 kg
kr. 598.
Java & Mokka- Java & Mokka-
blanda millibrennt blanda dökkbrennt.
ia úrval aff Instant kaffi
STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆTI 1 7