Morgunblaðið - 02.11.1978, Síða 20

Morgunblaðið - 02.11.1978, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 — Ljósm.i Kristján. „Ohh... Let Me Be Your Teddybear“ — Nanna Ólafsdóttir og Björn Sveinsson í „Rokkballettinum 1955“. Frumsýning á,Jtokk- ballettinum 1955” FRUMSÝNING á nýrri danssýningu íslenzka dansflokksins hefst á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan 20.00. Sýndir verða þrír ballettar. Nefnast þeir „Pas de Quatre“, „Sæmundur Klemensson“, en þeir voru báðir sýndir á Listahátíð í ár, og „Rokkhallettinn 1955“. „Pas de Quatre“ er eftir Englendinginn Anton Dolin, ballettdansara og stjórnanda, og sviðsetti hann sjálfur ballettinn. Hann er saminn um fjórar merkar ballerínur, Taglioni, Grahn, Grizi og Cerrito. Er hann sýnishorn af hinum rómantíska, sígilda ballett. Tónlistin við ballett- inn er eftir Italann Cesare Pugni. Hugmyndin að „Sæmundi Klemenssyni" er komin frá laginu „Grafskrift“, úr laga- safni séra Bjarna Þorsteins- sonar, en Þursaflokkurinn hefur fært það lag, svo og „Stóðum tvö í túni“, einnig úr lagasafni séra Bjarna, í nútímabúning. Ballettinn er eftir Ingibjörgu Björnsdóttur, skólastjóra Listdansskóla Þjóðleikhússins. Ballettinn er í nokkrum þáttum, og lýsir því er ættingjar og vinir Sæmundar koma saman við jarðarför hans. Eru það hug- leiðingar um Sæmund, líf hans og hvern mann hann hafði að geyma. Er þar túlkuð æskuást, Sæmundar, ýmsir atburðir úr lífi hans, samvist- ir hans og Ingibjargar Sæmundardóttur og síðan dauða. Tónlistina gerði hljóm- sveitin Þursaflokkurinn, en tvö laganna eru sérstaklega samin fyrir ballettinn. Fléttað er þarna saman íslenzkri danslist og þjóðlegri tónlist í nútímaútfærslu og ballettinn þannig tengdur í eina sögu. Þriðji ballettinn nefnist „Rokkballettinn 1955“ og er saminn af Islenzka dans- flokkinum og bandarískum ballettkennara, Karen Morell, og æft undir leiðsögn hennar. „Rokkballettinn 1955“ er um tímabilið, þegar rokktónlistin stóð sem hæst og er tónlistin flutt af Elvis Presley. Karen Morell er bandarísk ballerína og ballettkennari. Stundaði hún nám við ballett- skóla í Leningrad og tók sín próf þaðan. Starfaði hún sem sólódansari um níu ára skeið við New York City Ballet, en varð fyrir slysi og tók þá til við kennslu. Hefur hún starf- að með íslenzka dansflokkin- um frá í september síðastliðn- um og mun dveljast hér fram í janúar á næsta ári. Aðspurð kvað hún dans- arana góða, en fátt virtist vera um tækifæri fyrir þá á sviði dansins hér á landi og aðstaða til æfinga takmörkuÓ. Alls koma fram 12 dansar- ar. Úr íslenzka dansflokkinum eru þær Ásdís Magnúsdóttir, Birgitta Heide, Guðrún Páls- dóttir, Helga Bernhard. Ingi- björg Pálsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Nanna Ólafs- dóttir og Örn Guðmundsson. Einnig koma fram þær Helena Jóhannsdóttir og Lára Stefánsdóttir úr Listdans- skóla Þjóðleikhússins og tveir aðrir karldansarar, Ólafur Ólafsson og Björn Sveinsson. Leikmynd við ballettana er gerð af Birni G. Björnssyni. Frumsýning er sem fyrr segir í kvöld klukkan 20.00. Einnig verða sýningar á laugardag, 4. nóvember, klukkan 15.00 og þriðjudag 7. nóvember, klukkan 20.00. Helga Bernhard og Örn Guðmundsson í ballettinum um „Sæmund Klemensson“. Myndin var tekin á æfingu í Þjóðleikhúsinu. ~ Lj6sm. Kristján. Héraðsskólinn á Laugarvatni 50ára Héraðsskólinn á Laugar* vatni var í gær settur í 50. sinn. Skólinn var fyrst sett- ur þann 1. nóvember 1928 og hafa alls 4.200 nemendur stundað nám við skólann á liðnum árum. Fyrsti skóla- stjórinn var séra Jakob Lárusson í Holti en núver- andi skólastjóri er Benedikt Sigvaldason sem hefur stjórnað skólanum í 19 ár. Töluverður mannfjöldi var saman kominn á setningarat- höfnina og meðal gesta voru séra Ingólfur Ástmarsson hóf athöfnina með bæn. Að henni lokinni sungu viðstaddir skólasönginn við undirleik Krystynar Cortes. Síðan flutti Birgir Thorlacius ráðu- neytisstjóri ávarp. Birgir minntist upphafsmanna skól- ans, sérstaklega Jónasar Jónssonar sem þá var menntamálaráðherra og hjónanna Böðvars Magnús- sonar og Ingunnar Eyjólfs- dóttur sem létu jörð sína undir skólann. Að lokum Séra Ingóllur Ástmarsson flutti bæn í upphafi setningarat- hafnarinnar á Laugarvatni. ráðuneytisstjóri mennta- málaráðuneytisins, Birgir Thorlacius, og Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi menntamálaráðherra. Skóla- stjórinn, Benedikt Sigvalda- son, bauð gesti velkomna en Hluti gestanna sem sótti setningar- athöfnina á Laugar- vatni. þakkaði Birgir starfsfólki skólans unnin störf og árnaði honum heilla á komandi árum. Að loknu ávarpi Birgis Thorlaciusar tók skólastjór- inn, Benedikt Sigvaldason til máls. Benedikt rakti sögu skólans frá árinu 1958—1978. í ræðu hans kom m.a. fram, að mikil óvissa ríkti nú um framhald héraðsskólanna vegna nýja framhaldsskóla- frumvarpsins. Benedikt sagði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.