Morgunblaðið - 02.11.1978, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.11.1978, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 21 Héradsskólinn á Laugarvatni. Ljósm. Emilía að í fyrra hefði skólinn verið hálfsetinn en í ár er hann að heita fullsetinn. 103 nemendur eru nú við skólann, þar af 23.4% úr Árnessýslu, 32.7% af Faxa- flóasvæðinu. Aðrir nemendur koma víðs vegar að af land- inu. 7 fastráðnir kennarar eru við skólann í ár og 10 stundakennarar. í ræðu Benedikts kom það einnig fram að nemendur hefðu á síðustu árum orðið áhuga- lausari og ófúsari til félags- starfsemi og frá því árið 1969 hefur ekkert skólablað komið út og árshátíð hefur ekki verið haldin í skólanum frá árinu 1973. Hins vegar sagði Benedikt að talsverður íþróttaáhugi væri fyrir hendi hjá nemendum héraðsskól- ans. Hvað byggingar við skól- ann varðaði kvað Benedikt þær einungis hafa verið þátt í viðhaldi og viðgerðum á húsnæði skólans og í sumum tilfellum hefði verið um talsvert róttækar breytingar að ræða. Til ársins 1966 rak Árnessýsla héraðsskólann og var þá starfandi á svæðinu bú í eigu hans. Árið 1966 var skólajörðin tekin úr ábúð og hefur skólinn frá því ári verið að fullu ríkisrekin stofnun. Hins vegar á Árnessýsla ennþá hluta bújarðarinnar Benedikt Sigvaldason, skólastjóri. ásamt ríkinu. Benedikt sagði að héraðsskólinn hefði verið byrjunin á miklu skólasvæði við Laugarvatn en það er nú hið stærsta sinnar tegundar á Islandi. Að lokinni ræðu skóla- stjórans söng Anna J. Sveins- dóttir 3 lög við undirleik Krystynar Cortes. Jón Hjálmarsson fræðslu- stjóri Suðurlands og Óli Þ. Guðbjartsson formaður fræðslunefndar Suðurlands flutti ávörp og þökkuðu skól- anum fyrir mikil og góð störf hans um hálfrar aldar skeið. Formaður skólanefndar, Jóhannes Sigmundsson, sem verið hefur formaður um 10 ára skeið, sagði frá störfum nefndarinnar. Alls hafa 105 fundir verið haldnir á vegum hennar frá upphafi og þar af 25 síðastliðin 25 ár. Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi menntamálaráð- herra flutti ávarp við skóla- setninguna en hann var nemandi við Héraðsskólann fyrir 45 árum. Vilhjálmur sagði nokkuð frá skólalífinu og sagði m.a. að stofnunin hefði starfað í anda kristin- dóms, lýðræðis og siðgæðis. Að lokum flutti hann þakkir og árnaðaróskir skólanum til handa. Við Laugarvatn eru auk héraðsskólans starfandi menntaskóli, íþróttakenn- araskóli íslands og Hús- stjórnarskóli Suðurlands. Skólastjórar þessara þriggja skóla, Kristinn Kristmunds- son, Bjarni Guðmundsson og Jensína Halldórsdóttir, fluttu ávörp og þökkuðu skólanum það brautryðj- andastarf sem hann vann á svæðinu og alla þá aðstoð sem hann hefur veitt áður- nefndum skólum. Að lokum fluttu tveir eldri nemendur skólans ávörp, Hlíf Böðvarsdóttir og Páll Þor- steinsson, fyrrverandi al- þingismaður, sem var meðal þeirra sem settust í skólann fyrir 50 árum. Páll minntist fyrstu áranna og kennaranna sem þá höfðu starfað við skólann og árnaði honum alls hins besta í framtíðinni. Er ræðumenn höfðu lokið máli sínu setti Benedikt Sigvaldason skólann form- lega í 50. sinn og sleit athöfninni. Kaffiveitingar voru bornar fram að athöfn- inni lokinni og Laugarvatn skartaði sínu fegursta í sól- skini er gestir kvöddu stað- inn. Innilegar þakkir til barna minna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, frændfólks og vina fyrir góöar gjafir, skeyti og blóm á afmæli mínu svo og allan hlýhug fyrr og síðar. Lifiö heil. Margrét Þorsteinsdóttir frá Lóni. AC50 SUZUKI Eigum fyrirliggjandi Suzuki AC50B árg. 1978. Mest selda 50 cc hjóliö á íslandi. Góöir greiösluskilmálar. SUZUKI Ólafur Kr. Sigurösson HF. Tranavogi 1, Rvík. S. 83484 — 83499. FIANNELSKYRTUR Mikiö úrval - margir litir. Tilvaldar meö riffludum flauelisbuxum BANKASTRÆTI 7 SIMI 29122 AÐALSTRÆTI 4 SIMI 15005

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.