Morgunblaðið - 02.11.1978, Page 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978
MORG UNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aðalstrætí 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2200.00 kr. ð mánuði innanlands.
I lausasölu 110 kr. eíntakiö.
Hækkun fjár-
lagafrumvarps-
ins mun meiri en
verðbólgunnar
Fjárlagafrumvarpið hefur fengið allmisjafna dóma hjá þeim
þingmönnum, sem eiga að heita helztu stuðningsmenn ríkis-
stjórnarinnar. Þannig talar Lúðvík Jósepsson, guðfaðir hennar, um það
í Þjóðviljanum í gær, að það beri þess merki að hafa að mestu verið
samið af fjármálaráðherra og starfsliði hans. Sighvatur Björgvinsson
telur, að í frumvarpinu séu veigamikil atriði, sem stjórnarflokkarnir
séu ekki á einu máli um. í meðförum þingsins verði að leggja áherzlu á,
að ríkisfjármálin dragi úr verðbólgu í stað þess að vera
verðbólguhvetjandi.
I þessum ummælum formanna þingflokka Alþýðubandalags og
Alþýðuflokks felst mjög hörð gagnrýni á Tómas Árnason fjármálaráð-
herra og stefnu hans. Erfitt er að gera sér grein fyrir, hver
eftirleikurinn verður, hvort stjórnarsamstarfinu verði haldið áfram til
málamynda eða hvort upp úr því slitnar og má í því sambandi einkum
minna á ummæli utanríkisráðherra fyrir skömmu, þar sem hann taldi,
að framhald stjórnarsamstarfsins ylti á því, hvernig fjárlögum og
endurskoðun vísitölunnar reiddi af. Þó eru ýmsir sem benda á, að hæpið
sé að taka yfirlýsingar forystumanna Alþýðuflokks og Alþýðubandalags
allt of hátíðlega og minna í því sambandi einkum á, hversu auðveldlega
þeim tókst að sporðrenna loforðinu um samningana í gildi, svo dæmi sé
tekið.
En fjárlagafrumvarpið er komið fram og það er óhjákvæmilegt að
draga af því ályktanir, einkum þar sem fyrir liggur, að það er borið
fram í nafni ríkisstjórnarinnar allrar, eins og fram kom á
blaðamannafundi fjármálaráðherra.
Eitt megineinkenni fjárlagafrumvarpsins er það, að nú á að nýju að
auka hlutdeild beinna skatta í tekjuöflun ríkissjóðs. Alþýðuflokkurinn
er að vísu með fyrirvara í þeim efnum, en hætt er við að gifta hinna
ungu og óreyndu þingmanna hans endist ekki til að fylgja þeim
sjónarmiðum eftir, enda liggur fyrir yfirlýsing frá Lúðvík Jósepssyni
um hið gagnstæða og fjármálaráðherra hefur margsinnis tekið fram, að
ríkisstjórninni sé nauðugur einn kostúr að auka tekjuöflun með beinum
sköttum, þar sem þeirra gætir ekki í vísitölunni gagnstætt því sem er
um óbeina skatta.
Á þessu stigi er ógerningur að gera sér grein fyrir hversu mikið beinir
skattar eins og tekju- og eignarskattur muni hækka, en þó er augljóst,
að þar er um verulegar fjárhæðir að tefla. Þó á eftir að taka það inn í
dæmið, að krafa er uppi um það frá Alþýðubandalaginu að auka
fjárveitingar til verklegra framkvæmda verulega, sem ekki verður gert
án enn frekari skattlagningar samkvæmt yfirlýsingu fjármálaráðherra.
Auk þess er um vanáætlanir að ræða, sem nema milljörðum króna.
Þegar það er haft í huga, hversu megn andstaða er meðal almennings
við frekari hækkun beinna skatta, gefur það auga leið, á hversu völtum
fótum stefna stjórnarinnar í ríkisfjármálum stendur, að svo miklu leyti
sem hægt er að tala um stefnumótun af hennar hálfu. Þar við bætist, að
á síðustu árum hefur launþegahreyfingin sem slík lýst andstöðu sinni
við álögur í formi beinna skatta og viljað draga þar verulega úr, en að
nafninu til á það að heita snar þáttur í störfum ríkisstjórnarinnar að
hafa samstarf og samráð við launþegahreyfinguna.
Niðurstöðutölur fjárlagafrumvarpsins hækka um ríflega 65% frá
síðasta fjárlagafrumvarpi eða meira en svarar verðbólgunni í landinu,
en vöxtur hennar mun verða milli 40 og 50% á þessu ári. Af þessu má
ljóst vera, að hér er um verðþenslufrumvarp að ræða, og þá því fremur
sem hækkunin rennur að verulegu leyti-til rekstrarútgjalda, en ekki til
fjárfestingar eða endurgreiðslu lána. Lúðvík Jósepsson talar að vísu um,
að í meðförum Alþingis verði dregið úr beinum rekstrarkostnaði sem
svarar einum milljarði króna. Það segir lítið, þegar fjárlögin eru komin
yfir 200 milljarða, enda gerir hann samtímis kröfur um enn frekari
útgjöld ríkissjóðs og er þar um miklu hærri fjárhæðir að tefla.
Augljóst er af ummælum ýmissa stjórnarþingmanna, að fjárlaga-
frumvarpið á eftir að taka miklum breytingum í þinginu. Flestar munu
þær verða á sömu sveifina eða til hækkunar. Á hinri bóginn liggur ekki
fyrir, hvernig tekna verður aflað á móti, en miðað við þau ummæli, sem
fallið hafa, má reikna með, að bilið verði brúað með beinum sköttum í
einu eða öðru formi. Hvernig þeirri skattlagningu verður hagað
nákvæmlega er ómögulegt að segja á þessari stundu. Sérstök
þingmannanefnd stjórnarflokkanna vinnur að því að ráða þá gátu.
Eins og efnahagsástandið er í landinu verkar það að sjálfsögðu eins
og að hella olíu á eld að setja fjárlög eins og nú er stefnt að. Og það
versta í því sambandi er, að fjármálaráðherra gerir sér það ljóst. Og
hann hefur vissulega fullan vilja til að standa öðru vísi að málúm, en
skortir til þess úrræði og stuðning. Eða kannski væri betra að orða það
svo, að til þess skorti hann pólitískt þrek.
Guðrún Helgadóttir um Sjöfn Sigurbjörnsdóttur:
„ Verður að gera upp hug sinn um Igðrœðisleg
vinnubrögð og rifja upp samstarfssamninginnf,
Fulltrúar borgarstjómarmeirihlutans í stjóm Kjarvalsstaða deila hart
Borgarfulltrúarnir Sjöfn
Sigurbjörnsdóttir og
Guðrún Helgadóttir, full-
trúar Alþýðuflokksins og
Alþýðubandalagsins í
stjórn Kjarvalsstaða, eru á
algjörlega öndverðum
meiði um afstöðu stjórnar-
innar til deilu þeirrar við
Félag ísl. myndlistar-
manna sem upp er risin, og
í viðtali í Þjóðviljanum í
gær veitist Guðrún að
Sjöfn fyrir formennsku
hennar í stjórninni og
segir að vinnubrögð henn-
ar séu með þeim endemum
að lengi þurfi að leita að
öðru eins. Sjöfn og fulltrúi
minnihlutans, Davíð Odds-
son, hafa bæði lagst gegn
því að listamenn fengju
atkvæðisrétt um listræna
starfsemi hússins. Sjöfn
Sigurbjörnsdóttir sagði í
samtali við Mbl. í gær, að
hún myndi svara ýmsum
ádeiluatriðum í grein
Guðrúnar og skýra frá
ýmsu öðru varðandi sam-
skipti þeirra undanfarið í
sérstakri greinargerð.
• Vinnubrögö
með endemum
Guðrún Helgadóttir segir í
Guðrún Helgadóttir
viðtalinu í Þjóðviljanum, að á
síðasta fundi stjórnarinnar hafi
verið lögð fram reglugerð en hún
hafi verið mjög lengi í smíðum —
fyrst vegna langs sumarleyfis
formanns og strjálla funda en
síðan vegna ágreinings um reglu-
gerðina sjálfa. Þá segir að fundur
hafi verið haldinn sl. föstudag og
þá átt að liggja fundargerð fyrir
næsta borgarráðsfundi en formað-
ur hafi skipað forstöðumanni,
Alfreð Guðmundssyni, að halda
fundargerðinni hjá sér þar til eftir
borgarráðsfundinn. Guðrún segir,
að þetta hafi formaður gert án
leyfis meðstjórnarmanna. Borgar-
stjóri hafi síðan hringt daginn sem
halda átti borgarráðsfundinn en
fengið þau svör, að fundargerðin
þarfnaðist leiðréttingar. „Þessi
vinnubrögð eru með þeim endem-
Alfreð Guðmundsson
um að lengi þarf að leita að öðru
eins,“ segir Guðrún.
Guðrún kvaðst einnig hafa beðið
forstöðumanninn í fyrradag að
koma tafarlaust með fundargerð-
ina, en hann hafi neitað því þar
sem hann væri að bíða eftir
formanni og síðan horfið úr
húsinu tveimur mínútum síðar.
„Eg kann engin orð yfir slíka
embættismenn," segir Guðrún
ennfremur.
t „Látum ekki
troðaáokkur"
í niðurlaginu segir Guðrún:
„Þrátt fyrir yfirburðastyrk Al-
þýðubandalagsins í borgarstjórn
var nefndum og ráðum skipt
bróðurlega milli allra flokkanna
þriggja. Við í Alþýðubandalaginu
viljum vinna með hinum flokkun-
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir
um að velferð þessarar borgar, en
við látum ekki troða á okkur og
stefnu okkar með þeim aðferðum,
sem hér er lýst. Þetta samstarf
hefur gengið furðu vel, en formað-
ur stjórnar Kjarvalsstaða verður
að gera upp hug sinn um lýðræðis-
leg vinnubrögð og rifja upp
samstarfssamning flokkanna
þriggja áður en lengra er haldið."
Áður hefur hún látið þau orð
falla, að henni sé ljóst að óvinn-
andi hafi verið í þessu húsi fyrir
fyrrverandi listráðunaut hússins,
Aðalstein Ingólfsson, vegna þeirra
annarlegu vinnubragða sem þarna
þrífist. Henni hafi þótt stóryrði
hans nokkur þegar hann kallaði
saman blaðamannafund í haust en
nú efist hún um að nokkuð hafi
verið þar ofsagt.
Guðrún skrifaði þá undir grein-
argerð stjórnar Kjarvalsstaða þar
sem ásökunum listfræðingsins var
andmælt en þar harmaði hún að
listfræðingurinn „kjósi að kveðja
staðinn með þeim hætti sem hann
gerir, er hann kemur á framfæri
við fjölmiðla ósönnum lýsingum á
samskiptum sínum við hússtjórn
ásamt órökstuddum gífuryrðum og
ósannindum um nýkjörinn for-
mann hússtjórnar og starfsmenn
Kjarvalsstaða“. Aðalsteinn hélt
því fram, að enda þótt hann hafi
verið búinn að segja starfi sínu
lausu, þá hafi ný borgarstjórn
vakið vonir hans um meiri skilning
á þörfum hússins og hann sinnt
starfinu áfram fyrir tilmæli
Guðrúnar og Þorbjörns Brodda-
sonar en Guðrún neitar því í
yfirlýsingu um þetta leyti að hún
hafi ráðið hann til starfa.
t Sjöfn boðar greinargerð
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir hefur
kosið að svara ásökunum Guðrún-
ar Helgadóttur í rökstuddri
greinargerð, eins og áður greinir,
en hún hefur látið þau orð falla um
Kjarvalsstaðadeiluna, að hún sé
furðu lostin yfir ákvörðun Félags
ísl. myndlistarmanna að setja
húsið í sýningabann, þar eð
samningum við listamenn hafi
ekki verið lokið og að hennar dómi
séu þetta gerræðisleg vinnubrögð
og FIM lítt til sóma. I samtali við
Mbl. sagði Sjöfn, að greinargerðar
hennar mætti vænta í dag. Mbl.
tókst ekki að ná tali af forstöðu-
manni Kjarvalsstaða, Alfreð
Guðmundssyni, til að fá viðbrögð
hans í þessu máli.
Stefnt að fjölgun nem-
enda í bekk jardeildum
— og breytingum á vöktum löggæzlu-
manna og starfsfólks spítalanna
„ÞAÐ hefur ekki verið
ákveðið, hvernig þetta
verður í framkvæmdinni,
en meiningin er að ná fram
þessum sparnaði með
breytingum á vaktafyrir-
komulagi löggæzlumanna
og starfsfólks ríkisspítala
og í skólunum með því að
fjölga nemendum f
bekkjardeildum,“ sagði
Brynjólfur Sigurðsson hag-
sýslustjóri er Mbl. spurði
hann í gær, hvernig ætti að
ná fram 545 milljón króna
sparnaði á næsta ári á
þessum sviðum eins og
boðað er í fjárlagafrum-
varpinu.
Brynjólfur sagði, að hvað skól-
ana snerti, þá væri meiningin að
hefja framkvæmdina þar strax og
Skuttogaraútgerð
hætt frá Þórshöfn
Á ÞÓRSHÖFN á Langanesi húa um 500 manns og flestir þeirra eru að meira eða minna leyti háðir
sjávarútvegi og fiskveiðum. Nú er svo komið á bórshöfn að skuldir vegna skuttogarans Fonts eru svo
risavaxnar að þær eru algjörlega ofvaxnar Þórshafnarhúum. Nýlegt tilboð í togarann hljóðaði upp á 220
milljónir. en það hrekkur skammt til að greiða skuldir, scm hvíla á skipinu, en bókfært verð Fontsins með
öllum skuldum er um 900 milljónir króna.
Hraðfrystistöðin á Þórshöfn er í — Um síðustu áramót fór skipið
ábyrgð fyrir um 200 milljónir í mikla viðgerð, en einnig voru
vegna skipsins og Þórshafnar-
hreppur er í ábyrgð fyrir um 30
milljónir króna, en öll fjárhags-
velta hreppsfélagsins er um 40
milljónir króna. Á þessum tölum
sést hve vandamálið er hrikalegt
og til að grennslast nánar fyrir um
þetta mál bað Morgunblaðið Ola
Þorsteinsson að gera grein fyrir
því, en hann er formaður stjórnar
Hraðfrystistöðvarinnar og á sæti í
hreppsnefnd á Þórshöfn.
— Fonturinn var keyptur hing-
að af Suðurnesjum áriö 1976 og
var það í rauninni þvert á móti
vilja okkar Þórshafnarbúa, segir
Óli. — Forsagan að þessu máli er
sú, að við vorum búnir að gera
samning við Norðmenn um nýjan
norskan togara. Það var á þeim
tíma, sem1 ríkisstjórnin stöðvaði
innflutning á togurum og við
vorum neyddir til að taka þetta
skip. Stjórnvöld sögðu „annað-
hvort takið þið þetta skip eða þið
fáið ekki togara“ og það skipti
engu máli þó við vildum ekki
skipið. Saga þessa skips hér á
Þórshöfn hefur verið sorgarsaga
frá upphafi til enda og er nú á
góðri leið með að ríða byggðarlag-
inu að fullu. Til að bjarga því sem
bjargað verður verða stjórnvöld að
grípa inn í og við teljum okkur
eiga hönk upp í bakið á þeim vegna
þess hvernig þetta mál var í
upphafi.
gerðar á því lagfæringar og
endurbætur. Þessi klössun kostaði
töluvert á annað hundrað milljón-
ir og menn héldu að nú loksins
fengju þeir gott skip. Svo varð þó
ekki og áframhald varð á þessum
smávegis gaf sig og leita þurfti
hafnar á ný.
— Svo auðvitað kom að því að
við vildum losna við skipið og
vorum í rauninni búnir að fá
kaupanda, norska aðila í Flekke-
fjord, sem er að smíða nýjan
Júlíus Geirmundsson og ætla að
ÓIi Þorsteinsson,
hreppsnefndarmaður á Þórshöfn.
F
Atvinnuleysi blasir við ef hraðfrystistöðin lokar
eilífu frátöfum og bilunum, sem
verið höfðu. Að vísu ékki eins
alvarlegar bilanir og áður, en
sífelldar smábilanir, sem gerðu
það að verkum að skipið var oft
rétt komið á miðin þegar eitthvað
taka þann gamla upp í. Við
ætluðum að reyna að fá skipti, láta
þá hafa Fontinn og fá Júlíus í
staðinn, en það hefði væntanlega
orðið í desember. Við fórum suður
til Reykjavíkur gagngert til að
ræöa við Norðmanninn um
mánaðamótin september—októ-
ber. Hann gerði okkur fast tilboð,
220 milljónir krónur, sem okkur
finnst ekki annað en brotajárns-
verð.
Skuttogarinn Fontur ÞH 255, cn útgerð hans er að sliga Þórshafnarbúa.
— Við höfnuðum þessu boði þó
ekki alveg, því málið var að
verulegu leyti í höndum stjórn-
valda. Vandamálið var orðið svo
risavaxið að byggðarlagið réð ekki
eitt við það. Bókfært verð Fontsins
með öllum skuldum er um 900
milljónir og ef selja á skipið á 220
milljónir, þá eru þarna tæplega
700 milljónir í beinar skuldir. Við
héldum almennan fund hér á
Þórshöfn fyrir um þremur vikum
til að kanna hug fólksins til
þessara mála og þá stóðu flestir
með okkur og vildu selja Fontinn á
220 milljónir og kaupa Július
Geirmundsson á 720 milljónir með
aðstoð stjórnvalda.
— Nú hefur hugmyndinni um
þessi skipti verið hafnað bæði
vegna þess lága verðs, sem við
áttum að fá fyrir skipið, og vegna
þess að okkur langar ekki í aðra
kollsteypu með skuttogara. Hér
eru mjög skiptar skoðanir um það
hvort rétt sé að reyna skuttogara^
útgerð héðan og ég held persónu-
lga að hún sé hæpin. Aðallega
vegna þess að heimamenn fást
ekki til að fara á skipið. Aðkomu-
menn hafa nær eingöngu mannað
skipið og það hefur haft í för með
sér kostnað og frátafir. Þessa
erfiðleika hafa bæði Raufarhafn-
arbúar og Vopnfirðingar yfirstigið
og ef við hefðum fengið nýjan
togara um leið og Vopnfirðingar
værum við ofan á núna, það er ég
viss um.
Fari útgerðar-
félagið á hausinn,
fer hraðfrysti-
stöðin með
— Mér skilst að ríkisstjórnin
hafi haft þetta mál til umfjöllunar
á fundi á þriðjudag og þar hafi
verið samþykkt að hætta skuttog-
araútgerð frá Þórshöfn en stuðla
fremur að smábátaútgerð og að
því að skuttogarar annars staðar
frá komi hingað með afla sinn þá
fjóra mánuði á ári, sem mest
hráefnissvelti er hér. Það verður
að segjast eins og er að okkur
virðast stjórnvöld hafa farið sér
hægt og verið treg í þessu máli.
— Skuldir okkar eru mestar
gagnvart Fiskveiðasjóði, en svo
eru ýmsar aðrar skuldir, sem
Hraðfrystihúsið stendur í ábyrgð
fyrir. Ef útgerðarfélagið verður
sett á hausinn þýðir það að
hraðfrystistöðin fer með, því hún
er í ábyrgð fyrir um 200 milljónum
króna. Þórshafnarhreppur er með
ábyrgðir upp á 30 milljónir og sem
dæmi til að sýna hversu slæmt
ástandið er má geta þess að öll
fjárhagsvelta hreppsins er um 40
milljónir króna á ári. Hér fer allt í
kalda kol ef við eigum ein að borga
brúsann.
— Við eigum hérna verðmæti,
sem við höfum alltaf verið að
benda á, það er síldarverksmiðjan.
Við viljum að ríkið kaupi þá
verksmiðju og það fjármagn, sem
út úr því kæmi, yrði notað til að
verja hraðfrystistöðina og hrepp-
inn mesta skellinum. Þetta mál er
allt komið í svo harðan hnút að við
erum hreinlega alveg að gefast
upp. Hraðfrystistöðin er ekki
lengur rekstrarhæf með þessum
feiknarlegu skuldum af togaranum
og við getum varla greitt vinnu-
laun lengur því enga fyrirgreiðslu
er að fá. Ef til kemur að við
verðum að loka stöðinni, sem
virðist blasa við, verða 40 manns
strax atvinnulausir, en ætli það
verði ekki um 150 manns í þessum
500 manna hreppi, sem misstu
atvinnuna af stöðinni yrði lokað.
— Byggðarlagið er allt saman í
húfi út af þessu, út af Fontinum,
hann er sökudólgurinn í þessu öllu
saman. Hann á að fara í kvöld til
Akureyrar þar sem honum verður
lagt þar til einhver kaupir hann
eða Fiskveiðasjóður hirðir hann,
sagði Oli Þorsteinsson á Þórshöfn
að lokum. - áij
hægt er, en þar sem skólarnir
byrja á haustin eru útgjöld þeirra
þá þegar bundin til vors. Brynjólf-
ur sagði að varðandi þetta mál
væri rétt farið að ympra á því við
aðila í menntamálaráðuneytinu,
þannig að engan veginn væri hægt
að segja til um framkvæmdina.
Það sama sagði Brynjólfur að ætti
við um breytingar á vaktafyrir-
komulagi löggæzlumanna og
spítalastarfsfólks.
í fjárlagafrumvarpinu segir:
„Með sérstökum aðgerðum verður
leitast við að lækka yfirvinnu og
álagsgreiðslu á ríkisspítölum um
270 m.kr. og hjá löggæzlunni um
125 m.kr. Þá er stefnt að lækkun
launagjalda í grunnskólum um 150
m.kr. með því að skerða reglu-
gerðarheimildir um hámarks-
fjölda kennslustunda á nemanda á
viku. Samtals nemur lækkun þessi.
því 545 m.kr.“
U tanríkisr áð-
herra fyrirski]>
ar rannsókn á
Fríhöfninni
Utanríkisráðherra hcfur gefið
lögreglustjóranum á Keflavíkur
flugvelli fyrirmæli um að láta
fara fram lögrcglurannsókn
vegna ítrekaðra fullyrðinga í
fjölmiðlum þess efnis að rýrnun á
vörubirgðum í Fríhöfninni hafi
að einhverju leyti verið falin með
hærra útsöluverði á einstökum
vörutegundum en verðskrá kvað
á um.
Páll Ásgeir Tryggvason sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi, að ástæða þessarar rann-
sóknar væri eingöngu sú, að
ráðuneytið vildi hreinsa sig og
starfsmenn Fríhafnarinna'r af
þessum áburði, eða þá að hann
yrði staðfestur. Nauðsynlegt væri
að fá þetta mál á hreint, þannig að
saklausir aðilar lægju ekki undir
áburði. Páll Ásgeir sagði jafn-
framt, að engar nýjar upplýsingar
hefðu komið fram í málinu er gæfu
tilefni til rannsóknar. Nauðsynlegt
væri hins vegar, hafi eitthvert
misferli átt sér stað í Fríhöfninni
áður en nýafstaðnar skipulags-
breytingar áttu sér stað, að
komast að hinu sanna í málinu.
Itrekaði Páll að enn sem komið
væri hefði ekkert komið fram sem
benti til misferlis.
Borgarfulltr. Sjálfstæðisflokksins:
Aldraðir og öryrkjar
með fasteignaafslátt
losni við aukaskattinn
BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík hafa lagt
fram eftirfarandi tillögu, sem
kemur til umræðu á fundi borgar
stjórnar kl. 5 í dagi
„Borgarstjórn skorar á Alþingi og
ríkisstjórn, að við meðferð Álþingis
á þeim bráðabirgðalögum ríkis-
stjórnarinnar, sem fjalla um tekju-
skatts- og eignarskattsauka, verði
þeim breytt á þann veg, að elli- og
örorkulífeyrisþegum, sem njóta af-
sláttar fasteignaskatta, verði ekki
gert að greiða eignarskattsauka.
Ennfremur verði sú breyting gerð
á lögunum, að tekju- og eignar-
skattsauka annarra skattgreiðenda
verði breýtt í skyldusparnað, sem
skuli færður á sérstakan reikning
hvers skattgreiðanda jafnóðum og
hann er innheimtur. Verði hann
endurgreiddur á tveimur árum frá
því að greiðslu lauk, ásamt fullum
vísitölubótum miðað við vísitölu
byggingarkostnaðar á hverjum tíma,
auk 4% vaxta, sbr. tillögu Alberts
Guðmundssonar um þetta atriði á
Alþingi."
Þota af gerðinni Boeing 707 sótti í fyrradag dansflokk frá Tíbet sem
staddur hefur verið hér á landi að undanförnu, en ekki mun algengt að
kínverskar vélar komi til Keflavíkur. Vélin flaug í fyrrakvöld áleiðis tii
Teheran. Ljósm. Heimir Stígsson.