Morgunblaðið - 02.11.1978, Page 26

Morgunblaðið - 02.11.1978, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 Myndin cr tekin viö athöfn cr tekin var fyrsta skóflustunj?a aö safnaöarhcimilinu. Kirkjudagur Selfosskirkju Þann 9. scpt. síðastliðinn var hafist handa um aö hytíííja turn og safnaöarhcimili við Sclfoss- kirkju. Formaður byKxinjíar- nefndar, Stcinj;rímur Ingvars- son. tók fyrstu skóflustunKuna eftir aö SÍKurður Pálsson vígslu- hiskup haföi flutt bæn ok blessun. Viðstaddir þessa athöfn voru byggingarnefnd og sóknarnefnd Selfosskirkju, en formaður sóknarnefndar er Bjarni Dagsson. Bjarni Pálsson hefur teiknað þessa viðbót við kirkjuna, en hann teiknaði kirkjuna í upphafi. Þegar er lokið við að steypa sökkla undir helming byggingarinnar, en bygg- ingarmeistari er Guðmundur Sveinsso'n. Sunnudaginn 5. nóv. verður haldinn kirkjudagur Selfosskirkju. Við hátíðamessu kl. 2 mun sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir predika en sóknarpresturinn Sigurður Sigurðarson og Sigurður Pálsson vígslubiskup munu þjóna fyrir altari. A samkomu kl. 8.30 um kvöldið mun Ólafur Skúlason dómprófast- ur flytja erindi. Kirkjukórihn syngur undir stjórn Glúms Gylfa- sonar, sem einnig mun leiða almennan söng. Strax að lokinni messunni, kl. 3, hefst kaffisala í Tryggvaskála á vegum kvenfélags kirkjunnar, en kvenfélagið hefur um nokkurra ára skeið haft forgöngu um fjársöfnun til bygg- ingar safnaðarheimilis. (Fréttatilk.). Vaxtagreiðsl- ur að máta Taflfélagið AÐALFUNDUR Taflíélags Reykjavíkur var haldinn 30. október s.l. Stefán Björnsson var endurkjörinn formaður T.R. Aðrir í stjórn voru kosnir Ólfur H. Ólafsson, Kristinn Þorsteinsson, Birna Norðdahl, Guðjón Teitsson, Helgi Helgason, Þórður G. Möller, Þórður Ragnarsson, Bergur Björnsson, Friðbjörn Austfirð- ingamót á föstudag Austfirðingafélagið í Reykja- vík gengst fyrir Austfirðinga- móti n.k. föstudag 3. nóvember og hefst það með borðhaldi kl. 19 og verður haldið að Hótel Sögu. Ávarp flytur Guðrún K. Jörgen- sen formáður Austfiröinga- félagsins, Fiðrildin skemmta og verður Vilhjálmur Einarsson skólameistari veizlustjóri. Heiðursgestir Austfirðinga- mótsins verða séra Sigmar Torfason prófastur á Skeggja- stöðum og frú Guðrún Guðmundsdóttir. Guðmundsson og Friðþjófur M. Karlsson. Varamenn eru Ólafur Asgrímsson og Eyjólf- ur Bergþórsson. Á fundinum kom fram mikill áhugi á að efla skákbókasafn Taflfélagsins, og er ætlunin að gera átak á því sviði, þannig að félagsmenn geti jafnan haft not af nýjustu skákbókum og skáktímaritum erlendis frá. Þá kom fram á fundinum, að félagið á í fjárhagsörðugleik- um vegna mikilla vaxta- greiðslna, en eins og kunnugt er, eru vextir af skuldabréfum og vaxtaaukalánum orðnir mjög háir. Taflfélagið hafði tekið lán til að stækka félags- heimilið, en með vaxandi starf- semi og umsvifum var það orðið nauðsynlegt. Félagsmenn í Taflfélagi Reykjavíkur eru nú 592, þar af 167 undir 16 ára aldri. Næsta stórverkefni hjá stjórn Taflfélagsins er bikar- mótið, en það hefst sunnudag- inn 5. nóvember kl. 14. Teflt verður á sunnudögum og miðvikudögum. (Fréttatilkynning frá Taflfé- lagi Reykjavíkur). — Skák — Skák — Skák — Skák — Skák — Skák — Skák f Fimmta umferð Olympíuskákmótsins: Friðrik var sá eini sem vann Konumar töpuðu á öllum borðum Buenos Aires, 1. nóvember ÍSLENZKA karlasveitin vann þá áströlsku í (immtu umferð Ólympíuskákmótsins 2.5,1,5 og hefur 12 vinninga og er í 17.—20. sæti. Kvennasveitin tapaði fyrir þcirri bandarísku á öllum borð- um og er því áfram með 4 vinninga. Friðrik Olafsson tefldi á fyrsta borði gegn Jamieson. Friðrik hafði svart, en honum veittist auðvelt að jafna taflið. Jamieson tókst að veikja kóngsstöðu Friðriks, en hann hafði séð lengra fram í tímann og náði sókn eftir g-lín- unni. Tókst Friðrik þrátt fyrir tímahrak að leiða sóknina þannig, að þegar skákin fór í bið var hún gjörunnin enda gafst Maieson upp án frekari taflmennsku. Hvítt: Jamieson Svart: Friðrik 1. e4 - c5. 2. c3 - d5, 3. exd5 - Dxd5, 4. d l - Rffi. 5. Rf3 - Bg4. 6. Be2 — e6, 7. o-o — Rc6, 8. h3 — Bh5, 9. c4 - Dd7, 10. dxc5 - Bxc5. 11. Rc3 - Dc7, 12. a3 - a6. 13. b4 - Ba7,14. Bg5 - IId8. 15. Da4 - 0-0. 16. Hacl - Bxf3, 17. Bxf3 - Rd4, 18. Ddl - Rf5, 19. Dc2 - Rd4. 20. Ddl - Dxc4, 21. Bxf6 - gxf6, 22. Re4 - Db5, 23. Rxf6+ - Kh8. 24. Hel - DÍ5, 25. Rel - Hg8. 26. Bg4 - Df4, 27. g3 - Dh6, 28. Rc5 - f5. 29. BÍ3 - e5, 30. Hc4 - Dg7, 31. Bg2 - b5. 32. Hc3 - c4, 33. Dcl - Hd6. 34. Kfl - Bb8, 35. De3 - Hg6, 36. Hdl - Be5, 37. IIccl - h5, 38. h4 - Hf8, 39. Bh3 - f4, 40 Dxe4 — fxg3. Guðmundur Sigurjónsson hafði hvítt á móti Shaw og eftir mjög hefðbundinn spænskan leik missti Guðmundur af sóknarfæri og Shaw jafnaði taflið. Sömdu þeir um jafntefli eftir liðlega 20 leiki. Helgi Ólafsson hafði svart á móti Rogers og svaraði rólegri byrjun hans djarflega. Helgi hafði þó ekki árangur sem erfiði og tókst andstæðing hans að skipta upp í endatafl, þar sem hann hafði örlítið hagstæðari stöðu. Helgi tefldi af miklu öryggi og eftir 30. leik bauð Rogers jafntefli, sem Helgi þáði. Margeir Pétusson hafði hvítt á móti Woodhams, sem tefldi slavn- eska vörn og fórnaði síðan rétti- lega peði. Margeir tefldi fram- haldið illa og um tíma virtist tapið blasa við honum. Andstæðingur hans tefldi hins vegar of rólega og með snjallri skiptamunsfórn tókst Margeir að tryggja sér jafnteflið. Sem fyrr segir töpuðu konurnar á öllum borðum: Guðlaug fyrir Haring, Ólöf fyrir Herstein og Svana fyrir Teasley. ht. Spassky tapaði sinni fyrstu skák á sex Ólympíumótum Buenos Aires. 1. nóvember HORIS Spassky tapaði sinni fyrstu skák á sex Ólympíuskák- mótum er hann tapaði biðskák- inni við enska stórmeistarann Miles í dag. Hafði Spassky þá Milcs teflt 86 skákir á mótum sem þessu án þess að tapa og var þetta því út aí fyrir sig skáksögulegur viðburður. Með sigrinum yfir Spassky tryggði Miles ensku sveitinni áfram forystu með Sovétmönn- um, og þessar skáksveitir höfðu 14!^ vinning hvor eftir fimm umferðir. Ungverska sveitin var í þriðja sæti, en hún og bandar- íska sveitin skildu jafnar í fimmtu umferð: öllum skákun- um lauk með jafntefli. Næst Ungverjalandi koma Bandarík- in, Kúba, Búlgaría og Pólland. í sjöttu umferð tefla England og Bandaríkin og Sovétmenn og Ungverjar, einnig Kúba og Búlgaría og meðal annarra keppenda Sviss og Júgóslavía, þar sem þeir Korchnoi og Gligoric mætast á fyrsta borði. Viðureign Englendinga og Sovétmanna lyktaði þannig, að Miles vann Spassky, Stean og Petrosjan gerðu jafntefli og sömuleiðis Hartston og Roman- ich og Nunn tapaði fyrir Vaganian. ht Spassky Setuliðið róaðist þegar komu- maðurinn reyndist íslendingur Buenus Aires 1. nóvember ÍSLENSKU skákmennirnir búa út um hvippinn og hvapp- inn. ef svo má taka til orða um þetta risastóra Sheraton-hótel, sem er 25 hæðir. Á þeirri fjórðu búa þeir Margeir Pétursson og Jón L. Árnason og einnig Einar S. Einarsson forseti S.í. Frammi við lyfturnar á f jórðu hæð sitja jafnan tveir menn á bekk, sem er ekki langt undan herbcrgi þeirra Margeirs og Jóns. Þessir menn yrða ekki á nokkurn mann. en lesa blöð og virðast hafa næsta lítinn áhuga á umhverfinu. En þarna situr einhver allan sólarhringinn. Eitt sinn er Jón L. Árnason kom að herbergi sínu var bekkurinn þó auður en er Jón baksaði við að ná lyklinum upp úr vasa sínum kom einn mannanna þjótandi með þung- um svip. Skipti hann þó strax skapi er hann sá hver þarna var á ferðinni og settist rólegur á bekkinn. Þetta setulið er þó ekki þarna til höfuðs íslendingunum. Slíkir varðmenn eru aðeins á þessari hæð, en á henni búa ísraelsku skákmennirnir og þeirra vegna sitja mennirnir á bekknum. Við erum öll sannfærð um að þeir séu alvopnaðir og förum aö öllu með gát, þegar við eigum leið fram hjá þeim. ht. Þegar hann þekkti Jón L. Árnason róaðist varðmaðurinn og settist rólegur á bekkinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.