Morgunblaðið - 02.11.1978, Síða 28

Morgunblaðið - 02.11.1978, Síða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 28 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Coca Cola verksmiðjan Árbæjarhverfi Óskum eftir að ráða Verkafólk óskast til að vinna viö standsetningu á nýjum bílum. Bifreiðar og landbúnaðarvélar, Suðurlandsbraut 14. menn til lagerstarfa. Vaktavinna. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 82299. Útibústjórastarf Starf verzlunarstjóra viö Útibú Kaupfélags Þingeyinga í Mývatnssveit, er laust til umsóknar. Húsnæði er fyrir hendi. Umsóknarfrestur er til 1. desember n.k. Umsóknir sendist til kaupfélagsstjóra K.Þ. F.h. Kaupfélags Þingeyinga Finnur Kristjánsson. Ljósmyndari Við leitum að Ijósmyndara sem hefur eigin Ijósmyndastofu fyrir mjög arðbært verkefni. Svar sendist til Engdahls affairsförmedling, Hagmarksg. 5, 41269 Göteborg, Sverige. Forfallakennara vantar aö Gagnfræöaskólanum í Mosfells- sveit. Upplýsingar veitir skólastjórinn, Gylfi Pálsson, sími 66586. Vélstjórar Viljum ráöa nokkra vélstjóra meö full réttindi á millilandaskip. Bæöi er um aö ræöa starf til lengri og skemmri tíma. Þeir sem hafa áhuga eru beönir um aö hafa samband við Skipshafnadeild. H.F. Eimskipafélag íslands. Fulltrúastarf Útflutningsstofnun í miöborginni óskar eftir aö ráöa fulltrúa til starfa nú þegar. Umsækjandi þarf aö hafa góöamenntun.rita og tala vel ensku og a.m.k. eitt Noröur- landamál auk íslenzku. Starfsreynsla æski- leg. Góö launakjör. Handskrifaöar umsóknir merktar: „Fulltrúastarf — 3851“ þurfa aö berast Morgunblaöinu sem fyrst. Götunarstarf er laust til umsóknar. Starfsreynsla nauösynleg. H/F Eimskipafélag íslands Heimasaumur Tek aö mér saum á kjólum og fleiru. Vönduö vinna. Upplýsingar í síma 50824. Geymiö auglýsinguna. IS Verkamenn Seltjarnarnesbær óskar aö ráöa verkamenn til starfa. Hugsanlega einnig á loftpressu. Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 21180. Afgreiðslustörf Viljum ráöa starfskraft til afgreiöslustarfa. Einhver málakunnátta nauösynleg. Tilboö merkt: „Reglusöm — 8914“ sendist afgr. Mbl. fyrir 7. þ.m. Hárskerasveinn eða hárskeranemi (hárgreiðslunemi) óskast á nýtízku rakarastofu í Reykjavík. Skemmtileg vinnuaöstaöa. Lysthafendur vinsamlegast sendiö nafn og heimilisfang til skrifstofu Morgunblaösins merkt: „framtíö — 8916“. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ '.SlfMORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 Afmæliskveðja: Sigurbjartur Vilhjálms- son húsasmíðameistari Síðari hluta árs 1930 réðst ég til náms í húsasmíði hjá þeim húsa- smíðameisturunum Árna Sigur- jónss.vni og Þóroddi Hreinssyni, sem á þeim tíma voru all umsvifa- miklir byggingarverktakar í Hafn- arfirði. Um þetta leyti var að ljúka námi hjá þeim félögum, þeirra fyrsti nemandi. Síðan er liðin nær hálf öld og þessi -nemandi þeirra Árna og Þórodds er sjötíu ára í dag. Því munu þó fáir trúa, sem ekki fylgjast sérlega með aldri manna, að Sigurbjartur Vil- hjálmsson húsasmíðameistari, Skúlaskeiði 10, Hafnarfirði, sé að árum svona gamall, því að útlit hans og starfsorka benda ekki til þess, en í bókum stendur, að hann sé fæddur að Grænagarði i Leiru 2. nóvember 1908. Fluttist hann til Hafnarfjarðar 6 ára gamall, ásamt með foreldrum sínum og eldri s.vstkinum. Alls urðu þau systkin 11, ólust þau upp í Hafnarfirði, oft við þröngan kost, eins og títt var á þeim tíma hjá barnmörgum fjöl- skyldum. Öll urðu þau systkin dugnaðar- og mannkostafólk. Það er staðreynd, að ýmsir hæfileikar manna eru meðfæddir, en verða ekki eingöngu lærðir í skólum, þótt góðir séu og nauðsyn- legir. Meðal þeirra starfa, sem krefjast meðfæddra hæfileika, en allt of fáir hafa hlotið, er verk- stjórn og skipulagning verka. Það er álit þeirra, sem kynnst hafa störfum Sigurbjarts Vilhjálms- sonar, að hann sé einn þeirra, sem hlotið hafa í ríkum mæli þessa meðfæddu hæfileika, enda er hann talinn í hópi fremstu verkstjóra. Fljótlega eftir að Sigurbjartur lauk námi, fór hann að starfa, sem verkstjóri og kennari iðnnema. Lengst af starfstíma hans var venja, að verkstjórar í byggingar- iðnaði ynnu með starfsmönnum sínum, en svo létt var Sigurbjarti verkstjórnin, að hann gat auk hennar skilað fullri vinnu sjálfur, enda ávallt mjög eftirsóttur til hvers konar smíða, því að saman fór dugnaður og vandvirkni og sérlega góð skapgerð. Verkstjórn Sigurbjarts var ekki framkvæmd með eftirrekstri eða hörðum fyrir- mælum, heldur með lipurð við starfsmenn sína. Hann hefur ávallt haft lag á að vekja áhuga þeirra á starfinu með góðlátu og léttu, en örvandi tali um verkefn- in, sem orkað hefur þannig á starfsmenn hans, að þeir hafa ávallt verið reiðubúnir, að fylgja honum eftir. Gamlir nemendur, sem æðimargir hafa unnið undir stjórn Sigurbjarts, minnast þess oft, hversu gott hafi verið, að vinna undir stjórn hans og telja ómetanlegt hvað mikið þeir hafi af honum lært, sem hafi orðið þeim gagnlegur leiðarvísir, þegar þeir sjálfir hafa þurft að stjórna verkum og standa á eigin fótum. Sigurbjartur hefur ávallt verið seni kallað er félagslega sinnaður; hann hefur verið stofnandi og starfað í ýmsum félögum. Hann var um skeið formaður í Trésmíða- félagi Hafnarfjarðar og oft full- trúi á iðnþingum. Hann var lengi í skemmtinefnd Iðnaðarmannafélagsins í Hafnar- firði og þótti þar sem annars staðar sæti hans vel skipað. Hann var einn af stofnendum Skipa- smíðastöðvarinnar Drafnar h.f. og Byggingarfélagsins Þórs h.f. Hann hefur lengi verið í stjórn þeirra félaga og starfsmaður frá stofnun þeirra og lengst af verkstjóri. Eg sern þessar fáu línur rita, tel það mér mikið happ, að hafa á unglingsárum mínum kynnst Sig- urbjarti, en eins og áður segir lágu leiðir okkar saman er ég hóf nám í húsasmíði. Allt frá þeim tíma, eða í 48 ár, höfum við verið vinnufé- lagar og vinir, betri samstarfs- mann get ég ekki hugsað mér, allan þennan tíma hefur ekki fallið skuggi á samstarf okkar. Tel ég að þar hafi fyrst og fremst ráðið hæfileiki Sigurbjartar til að sam- hæfa skoðanir sínar þeim, sem hann hefur starfað með, að ógleymdri hans góðu skapgerð, sem ekkert fær raskað. Sigurbjartur Vilhajlmsson hef- ur verið hamingjumaður í fjöl- skyldulífi sínu. Hann kvæntist ungur, sinni ágætu konu, Þuríði Magnúsdóttur frá Dysjum. Þau eiga tvær myndarlegar dætur, sem báðar eru giftar og búa í Hafnar- firði. Þau Sigurbjartur og Þuríður byggðu í upphafi hjónabands síns íbúðarhús á einum fegursta stað í bænum, ofan við Hellisgerði. Á þeim tíma var hús þeirra með stærri íbúðarhúsum í Hafnarfirði. Síðan bættu þau við húsið all- myndarlega og hafa þau hjónin búið sér þar glæsilegt heimili. Á tímamótadegi í lífi þessara ágætu hjóna munu margir hugsa hlýtt til þeirra, ekki síst hinir mörgu starfsfélagar Sigurbjarts, fyrr og siðar, sem minnast margra ánægjustunda við störf og skemmtun, enda er hann allra manna glaðastur á góðri stund. Við hjónin minnumst margra ánægjustunda á heimili þeirra hjóna og margra skemmtilegra ferða, á sjó og landi, sem við höfum farið saman. Við þökkum þeim langa og góða viðkynningu og vinsemd og færum þeim okkar bestu óskir um farsæla framtíð. Vigfús Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.