Morgunblaðið - 02.11.1978, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÖVEMBER 1978
Jón Grímsson, sjómaður, ísafirði:
Harkalegasta
árás á kjör
sjómanna um árabil
Hér fer að eftir ræða, sem Jón
Grímsson, sjómaður á Isafirði,
flutti á þingi Sjómannasambands
Islands.
Þetta er í fyrsta sinn, sem ég á
þess kost að sitja Sjómannasam-
bandsþing, enda stutt síðan ég hóf
afskipti af kjaramálum og öðrum
félagsmálum sjómanna og að
sjálfsögðu hefur þar einkum verið
um að ræða hagsmunamál minna
félagsmanna fyrst og fremst, sem
að sjálfsögðu eru ávallt meira og
minna samantvinnuð við hags-
muni annárra sjómannasamtaka,
hvar sem er á landinu.
Síðastliðin misseri hefur verið
tiltölulega friðsamt á kjaramark-
aði vestfirskra sjómanna, enda
hefur þar farið saman að tiltölu-
lega góðir kjarasamningar hafa
náðst, aflabrögð verið með besta
móti og síðast en ekki síst, hagur
vinnslustöðva hefur verið góður.
Allt þetta er meira og minna
samtvinnað og að mínu mati má
ekkert eitt vanta af því, sem að
framan er talið til þess að málin
breyti um stefnu og leiðir þá hvað
af öðru til hins verra.
Ég er það ungur að árum að ég
get lítið talað um eigin reynslu frá
liðnum árum, en engu að síður tel
ég mig hafa fengið það haldgóðar
upplýsingar frá mér eldri og
fróðari mönnum, bæði sjómönnum
og öðrum sem þá fylgdust með
gangi mála, að mér sé óhætt að
nefna í því sambandi árabil, sem
niðurlæging útgerðar á íslandi var
einna mest og á ég þar við árabilið
frá 1950 til ’56—’57, eftir komu
nýsköpunartogaranna, en þá var
fiskverð að mestu slitið úr sam-
bandi við kjör annarra lands-
manna með þeim afleiðingum að
kjörin fóru síversnandi og upp úr
1954 mátti heita að togararnir
væru að meiru eða minna leyti
mannaðir Færeyingum, en íslenzk-
ir sjómenn flýðu unnvörpum í land
til annarra starfa. Þá má og geta
þess til fróðleiks að Færeyingarnir
voru miklu tekjuhærri en Islend-
ingar vegna rangrar gengisskrán-
ingar, en þeir fengu laun sín
greidd í d. kr., eða færeyskum, sem
er það sama.
Engin veruleg andstaöa
Ég nefni þetta hér með nokkrum
orðum tii þess að minna menn á
hvað raunverulega gerist ef gengið
er of harkalega á kjör sjómanna og
útgerðar, en margt af því sem nú
er að gerast í kjaramálum sjó-
manna minnir óhugnan,ega á
upphaf þess tímabils, sem ég hefi
áður nefnt.
Ég hlýt að lýsa furðu minni á
viðbrögðum sjómanna um land
allt við seinustu fiskverðsákvörð-
un, sem er að mínu mati harkaleg-
asta árás, sem gerð hefur verið á
kjör sjómanna um árabil, en engin
stéttarsamtök hafa séð ástæðu til
þess að nefna einu orði, ef undan
er skilið félag mitt, Sjómannafélag
ísfirðinga, þó má vera að fleiri
hafi þar fundið réttmæta ástæðu
til athugasemda, sem mér er ekki
kunnugt um. Hitt er staðreynd að
lágt hafa þessi mál farið og ekki
gætt neinnar verulegrar andstöðu,
hvorki frá Sjómannasambandinu
eða einstökum félögum. Eitt er þó
sem vekur enn meiri furðu mína
og er það sú staðreynd að 5%
verðhækkun á fiski er gerð minni
en engin með hringormareglugerð-
inni, sem kveður svo að, að finnist
mér en 5 í einum fiski metist hann
í 2. flokk, en 10 hringormar, eða
fimm í flaki þýðir að fiskurinn
metist í 3. flokk. Nú er það svo, að
engum dylst að hringormur í fiski
þýðir einfaldlega kostnaðarmeiri
vinnslu, þessi staðreynd hefur
ávallt verið fyrir hendi, það eina
sem hefur raunverulega breyst í
því sambandi er að aukin tækni
vinnslustöðva auðveldar hreinsun
flaka, en fiskurinn fer eftir sem
áður í sama gæðaflokk. Svo virðist
sem menn almennt hafi ekki gert
sér grein fyrir hvað mál þetta er
þungt á metunum, en til glöggvun-
ar vil ég upplýsa eftirfarandi
atriði, en tölur þær er hér eru
nefndar eru fengnar úr skýrslum
Hraðfrystihússins Norðurtanga
h/f., á Isafirði.
Ef nú heldur sem horfir, þarf
enginn að undrast þótt búast megi
við almennum flótta sjómanna af
fiskiskipum, sem jafnframt mun
leiða af sér minnkandi aflabrögð,
sem fylgja lélegri og ósamhæfðari
mannskap. Þetta þýðir einfaldlega
versnandi hag útgerðar, erfiðari
samskipti sjómanna við atvinnu-
rekendur og þannig er vítahring-
urinn fullkominn.
Kjör sjómanna Þurfa
aö vera viöunandi
Hinn mannlegi þáttur í sam-
skiptum sjómanna við haf og
veiðar vill oft gleymast við út-
reikningaborð miðstýringarvalds
og ýmiskonar fræðinga.
I 9. tbl. Sjávarfrétta birtist
athyglisverð grein eftir Gísla
Pálsson mannfræðing, sem kemur
allvel inn í þetta atriði og segir
hann svo á einum stað í grein sinni
orðrétt: „Aflabrögðin eru ekki
aðeins háð reynslu og þekkingu
einstakra sjómanna heldur einnig
samskiptaforminu um borð. Búast
má við minni afla þar sem um
tíðar breytingar er að ræða á
áhöfninni vegna þess að hin flóknu
störf sem veiðunum fylgja í
mörgum tilvikum krefjat mikillar
samhæfingar." (Tilvitnun lýkur).
Því mætti við þetta bæta að
allur kostnaður við veiðarfæri og
tæki verður meiri ef meðhöndlað
„Tímabundnir tekju-
toppar blásnir upp í
fjölmiölum“
„Háttvirtur forsætis-
ráöherra veit lítiö
um kjör sjómanna“
„Þeir réttlæta gerðir
sínar meö langtíma-
sjónarmiðum, sem
peir eygja í Ijósrauð-
um austanroða“
er af óvaningum eingöngu, slysa-
hætta eykst og frátafir við veið-
arnar verða tíðari og lengri en ella
og svo mætti lengi telja og margt
til nefna. Nú er það svo, að
útgerðarmenn almennt eru farnir
að gera sér grein fyrir þeirri
staðreynd að kjör sjómanna þurfa
að vera viðunandi til þess að
skipin mannist vel hæfum mönn-
um og tryggja þarf að kjör
sjómanna fari ekki niður fyrir
eðlilegt lágmark ef svo á að verða.
Hitt vill hins vegar bregða við nú
sem ávallt að tímabundin afla-
brestur, illvirði og óhöpp geta rýrt
tekjur einstakra skipa, stundum
flestra eða allra fiskimanna og í
tilfellum ákveðinna landshluta svo
segja megi, að lágmarkið náist
ekki í lengri eða skemmri tíma.
Hins vegar má búast við aflatopp-
um, sem hleypa upp kjörum
sjómanna, þannig að tekjur þeirra
fara tímabundið upp fyrir það sem
kalla mætti eðlilegt hámark, ef
Vernd
Eitt af fegurstu orðum Meist-
arans mikla eru orðin:
„I fangelsi var ég, og þér
komuð til mín.“ Fáir skilja þessi
orð. Samúð þeirra, skilningur og
víðsýni er án takmarka eins og
himininn sjálfur.
Hann, Meistarinn setur sig í
þeirra spor, sem eru aumastir
allra og öllu sviptír af eigin
skammsýni'og annarra hefni-
girni biðu í skuggum myrkra-
stofnunar.
Ein sérstæðasta menntun í
mínum skóla — skóla reynsl-
unnar eru kynni mín og störf
sem fangelsisprestur á Litla-
Hrauni í áratug á upphafi
starfsferils hér syðra.
Mér skildist fljótt, hve orðið
refsing og refsivist eru fáránleg
hugtök til að bæta nokkurn
mann.
Ef ekki tekst að fjarlægja
þætti hefndar og refsingar svo
sem auðið er úr frelsisskerðingu
fangavistar, getur hún verkað
til forherðingar og grimmdar.
Því miður er frelsisskerðing
nauðsynleg til verndar samfé-
lagi og einstaklingum gegn
árásum hins illa í mannlegri
gerð og framkomu, háttum og
atferli. Og þótt þar þurfi að
sjálfsögðu ströng tök og sterkar
hömlur, þá gilda þar orðin: „Allt
skal hjá yður í kærleika gjört.“
Fá störf eru vandasamari en
fangagæzla og umgengni öll við
þá, sem eru á valdi annarra.
Vald er hryllilegt sé því beitt af
vanþroskuðu fólki og lítt mennt-
uðu. Þar á ég ekki við bóklega
þekkingu eina saman, heldur
menntun hjartans í mannást og
skilningi sem getur sett sig í
spor hinna aumustu og verstu
eins og Meistarinn í orðum
þeim, sem eru hér fyrst. \
Samt gat annað verið enn
verra félögum mínurn í fangels-
inu en vistin þar. Það vissi ég,
þótt ekki sæti sama bekk og
þeir.
Þar hefur alltaf ráðið gott
fólk og gert sitt bezta eftir
aðstæðum.
F’relsið beið flestra. En hvílíkt
frelsi í þá daga. Fyrirlitning,
einstæðingsskapur, flækingur,
iðjuleysi og áframhaldandi af-
brot. Eilífur vítahringur ve-
sældar og vansælu.
Þá kom afl til starfa frá æðri
sviðuin tilverunnar. Hér var
gróandi þjóðlíf.
Mannúð og skilningur hinna
beztu í landinu mögnuðu
aðgerðir til verndar hinum
vesælu og smáðu.
Fyrstu sporin stigin á vegum
Templara. Óscár Clausen, vinur
fanganna á Islandi. Þar næst
„Þóra í Vernd“ Einarsdóttir,
sem allir þekkja nú sem
forystukonu og móður hinna
minnstu.
Vernd er fagurt orð. Varnir
handa þeim, sem eru í hættu og
enginn annast, ásamt umhyggju
og ástúð, sem skilur allt, umber
allt og vonar ávallt hið bezta.
Margir tóku í sama streng.
Vildu byggja verndarmúrinn.
Hér var kristin þjóð.
Nú er svo komið, að hið
opinbera, stjórnvöld sjálf hafa
skilið hlutverk verndarans og
vikið um fet af vegi refsarans.
lleill þeim valdhiifum sem
þannig breyta. Fangelsismál á
Islandi eru komin á þá braut
fyrir forgöngu þess hugsjóna-
fólks, sem hefur fylkt sér um
Vernd, að nú eru mun færri
afbrotamenn í fangelsi en lög
standa til, ef svo mætti segja.
Skilorðseftirlitið, fangaprest-
ur og Vernd hafa tekið höndum
saman til að hjálpa afbrota-•
mönnum til heilbrigðs lífs og
þegnskapar að nýju utan fang-
elsanna. Auðvitað eru mörg
vonbrigði, margir ósigrar og
Vandamál á vegi þessarar starf-
semi.
Én sigrar eru líka Ijómandi.
Það er dýr hver fangi innandyra
í krónum talið. Það skilja allir.
Rannsóknir. dómstörf. fanga-
gæzla. bygging og rekstur
fangelsa kostar of fjár. Það er
því lofsvert að snúa dæminu við,
í stað þess að sitja inni og ala
með sér aumingjaskapinn á
kostnað almennings, getur nú
afbrotamaðurinn í mörgum til-
vikum unnið fyrir auðsöfnun í
þjóðarbúið undir verndarvæng
þessara verndandi afla sam-
félagsins.
I stað stálgrinda, gaddavírs og
fellihurða fangelsanna er kom-
inn vakandi hugur og hlýr
hjartsláttur góðvildar og mann-
úðar sem verður í raun öllum
járnrimlum æðri og sterkari.
Nú þarf fanginn oft ekki
annað en láta eftirlitið og Vernd
vita. Sé hann reglusamur. þá
eru stórar fjárfúlgur ^em
sparast ríkissjóði og af
almannafé. En hitt er samt
aðalatriði, að verndin veitir
ánægju i stað áhyggju, þroska í
stað hnignunar, heill í stað
ógæfu og ftiildi fyrirgefningar í j
stað grimmdar og hefndar.
Auðvitað eru margir svo
seinir og vanþroska, að þeir
syndga stöðugt upp á náðina.
Ileimta meira og meira. þakka
ekkert og úthúða þeim. sem allt
vilja gera og öllu fórna þeim til
gæfu.
En það er önnur saga. Heill
þeim, sem ganga götu líknar og
verndar. Heill þeirri þjóð, sem
skilur að vegurinn til lífsins
liggur ekki um fangaklefa refs-
ingar heldur um betrunarhús
handleiðslu og góðvildar í anda
og krafti orðanna: „I fangelsi
var ég og þér komuð til mín.“
„Allt sem þér gerið mínum
minnstu bræðrum, það gjörið
þér mér.“
Arelíus Níelsson
„Það er
gaman
að vera
gamall”
æviminningar Páls
Kristjánssonar
„Það er gaman að vera gam-
all“ nefnast æviminningar Páls
Kristjánssonar, sem nýlega eru
komnar út skráðar af honum
sjálfum.
í inngangsorðum segir Páll
m.a.:
„Þegar ég fór að leiða hugann
að því að skrifa æviminningar
mínar þá var ég kominn yfir
áttrætt, nokkra punkta hafði ég
fest á blað í vasabækur, aðallega
ferðasögubrot. Þeir sem hafa
húsasmíðar að lífsstarfi, hafa
lítinn tíma til skrifta nema
þeirra sem snerta starfið, færa
vinnubækur, gera teikningar af
húsum, greiða vinnulaun o.fl.
Áður en ég fluttist til Reykja-
víkur vann ég mikið að því að
teikna hús, og gera kostnaðar-
áætlanir fyrir menn. Til að leysa
þetta verk af hendi notaði ég