Morgunblaðið - 02.11.1978, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978
35
barna með mér á myndinni er Magnús Helgason bóndi í
Héraðsdal, sagði Sveinn á Varmalæk — Sveinn er sá með
skeggið. Hann var fjallkóngur hér í áratugi og það eru 38 ár
síðan ég fór fyrst með honum á fjall, ég var þá 11 ára gamall. Ég
átti að fara hér á Vesturheiðina, en gangnaforinginn þar, sem
var gætinn og ágætur maður, hann neitaði að taka mig, svona
ungan, ég var nú ekki hár í loftinu. Ég verð ekki svo gamall að
ég gleymi Magnúsi fyrir það sem þá gerðist. Hann frétti af
þessu, reið þá út í Vindheima og samdi þar við annan Magnús,
sem var sennilega einhver besti gangnamaðurinn hans, um að
fara vestur svo hann gæti tekið strákinn. Það var annar 13 ára
með og Magnús lék við okkur eins og við værum börnin hans.
Þessum dettur
þetta í hug
og hinum hitt
— segir Sveinn stóðbóndi
Jóhannsson á Varmalæk
fjárbúskap. Og þar við bætist að
þessar tekjur eru alíslenskar og
það er frekar að þessi búgrein
skapi gjaldeyri en að hún eyði
honum. Mér virðist að það sé
fljótræði að ætla að strika þessa
búgrein út.
— Heldur þú að það sé
meiningin hjá landgræðslu-
stjóra?
— Það skal ég ekkert segja
um, hann útskýrir það sjálfur.
Hitt vil ég gjarnan taka fram,
að það er síður en svo að ég telji
að Landgræðslan hafi ekki
unnið gott starf. Okkar vanda-
mál er upphaflega það að
bændur slepptu fénaði sínum
bara fram fyrir afréttargirðing-
una og þar var það allt sumarið,
en dreifðist ekki um heiðina.
Landgræðslan hefur mjög stutt
við bakið á okkur, bæði með
vegaframkvæmdum og ráðlegg-
ingum, og það hefur náðst
verulega skemmtilegt átak í
þessum efnum núna. Ég hef
aldrei séð fé eins vel dreift um
heiðina eins og nú og það hefur
líklega aldrei verið fleira á
henni.
— Hvernig er þá ástand
heiðarinnar nú?
— Mér sýnist það vera ágætt,
en ég hef enga fræðilega þekk-
ingu á því.
— Heldur þú að hún sé þá
ekki fullnýtt núna?
— Eins og ég sagði, hef ég
ekki þekkingu til að dæma það,
en ég er viss um það, að við
hefðum ekki séð breytingu á
henni, þótt við hefðum rekið öll
þau hross, sem við kærðum
okkur um.
— Það er mikið ra'tt um brú
á Ströngukvísl um þessar
mundir. Hefur þú átt einhver
viðtiil við landgræðslustjóra
um það mál?
— Nei, ekki er það nú. En á
fundi í vor, var verið að reyna að
ná samkomulagi við Land-
græðsluna um að reka 500—600
hross í Guðlaugstungur í sumar,
þá óskaði landgræðslustjóri að
fá bókað að það yrði þá í síðasta
sinn, sem hross yrðu rekin á
heiðina. Ég skaut þá inn í að
mér þættu svoleiðis skilyrði ekki
tímabær, þar sem ekki væri
farið að skoða Guðlaugstungur,
því það lá fyrir að þeir höfðu
aldrei séð þær. Út á þessa
athugasemd féll hann frá kröf-
unni um bókunina, í bili. En
þrátt fyrir það, kemur bréf frá
honum til okkar heimamanna,
nokkrum dögum seinna, þar sem
okkur er tjáö að við munum fá
fjárveitingu í þessa brú á
Ströngukvísl, sem er mjög stór
liður i að við getum dreift
skepnum sem best á afréttinn og
nýtt þetta stærsta grasstykki,
sem við eigum og ég tel að hafi
verið mjög lítið nýtt til þessa,
gegn því að við göngum að þeim
skilyrðum, sem Landgræðslan
setur okkur og þá kemur hann
aftur með þetta skilyrði inn í.
Ég óskaði eftir að fá afrit af
þessu bréfi, til að birta það, ef
maðurinn ætlaði sér að standa á
þessum skilyrðum. Ég fékk nú
aldrei afritið en þeir hafa tjáð
mér báðir, Egill Bjarnason
ráðunautur og Sigurður á
Brúnastöðum, að fallið verði frá
þessu skilyrði. Meðan ég veit
ekki annað, hef ég ekki viljað
gera neitt frekar í þessu, en með
þessu skilyrði tel ég að sé verið
að nota þjóðargjöfina til að
koma hugðarefnum sínum í
framkvæmd.
— Ilelur þú skýringu á því.
hvers vegna honum er svona í
mun að losna við hross af
afréttinum?
— Ég hef enga skýringu á
því, annað en að ég geri ráð fyrir
að landgræðslustjóri sé haldinn
mannlegum einkennum, eins og
aðrir menn — segir Sveinn og
hlær við — þessum dettur þetta
í hug og hinum hitt. En ég veit
að hann muni gera þetta í
góðum tilgangi, hann heldur að
þetta sé það rétta. Ég er
auðvitað enginn dómari á hvort
það er rétt eða rangt, en ég hef
allt aðra skoðun. Mér finnst að
það sé vegið allt of viða að
þessari búgrein og allt of gróft.
Mér er tjáð að lögin heimili
sveitastjórnum að taka svona
ákvarðanir um þessa' einu bú-
grein og ég sé eiginlega ekki að
það séu eðlileg lög. Mér finnst
heldur alls ekki eðlilegt að
greiddir séu miljarðar króna í
útflutningsuppbætur á lamba-
kjöti, en við verðum að borga
fyrir að fá að flytja út hross og á
sama tíma er hvatt til fjölgunar
sauðfjár en fækkunar hrossa.
Stjórnvöld nota niðurgreiðsl-
ur á kindakjöt sem hagstjórnar-
tæki, en það er auðvitað um leið
árás á hliðarbúgreinar eins og
hrossakjötsframleiðslu. Ef eng-
ar niðurgreiðslur væru á kinda-
kjöti, væri hrossakjötsfram-
leiðsla blómlegasta kjötfram-
leiðsla, sem íslendingar ættu til.
— Telur þú að beitilöndin
hafi vtrið nægilega rannsökuð?
— Ég tel nú að þetta mál hafi
verið sótt áður en þeir voru
meira en svo búnir að skoða
heiðarnar. Að vísu fóru þeir
skoðunarferð hérna fyrsta árið
eftir að girðingin kom, en það
var eins og ég sagöi áðan mjög
slæmt ástand meðfram girðing-
unni þá, en þeir fóru ekki
lengra, fóru bara á bíl eftir
veginum, vegurinn er lagður
eftir þurrustu og hörðustu
svæðunum, þar sem aldrei er
gras og það var náttúrlega
ekkert eðlilegt að þeir sæu
mikla haga í þeirri ferð. Manni
var svo sagt að búið væri að
kanna heiðina og maður trúði
því bara þangað til að lokum
fréttist hvernig hringurinn
hefði verið, það var hér fram hjá
Galtará, austur með Bugum og
niður Mælifellsdal. En svo fóru
þeir nú ferð í sumar fram í
Guðlaugstungur og það tel ég
mjög jákvætt.
— Ilvernig leggst framvinda
þessara mála í þig?
— Ég er tiltölulega bjart-
sýnn. Þótt stundum hafi verið
vegið hart að þessu, held é að
augu manna séu að opnast æ
betur fyrir að þetta er búgrein,
sem við eigum að leggja áherslu
á. Þótt skoðanaágreiningur sé
nokkur, trúi ég að málin leysist
þannig að allir geti vel við unað,
því ég held að allir vilji
raunverulega gera sitt besta í
þessu.
— Ég hef tekiö eítir að þrátt
fyrir þennan skoðanamismun
og ágreining um framkva'md
aðgerðanna á heiðinni. liggur
ykkur öllum. sem ég hef heyrt
í. sérstaklega gott orð til
landgra-ðslustjóra.
— Já, það vil ég alveg sér-
staklega undirstrika. Ég hef
ekki nema gott um það að segja
að menn haldi fram sinni
skoðun, en þeir sem hafa vald til
að framfylgja henni verða að
passa sig meira.
S.V.
S8«********æ****8e 88 88****8888 88 * 88888888 *8838 * 8888 88**888888**8888**888888**88 *88**8888 888888888888*
Auglýsing frá
Launasjóði rithöfunda
Hér meö eru auglýst til umsóknar starfslaun fyrir áriö
1979 úr Launasjóði rithöfunda samkvæmt lögum nr.
29/1975 og reglugerö gefinni út af menntamálaráðu-
neytinu 9. júní 1976.
Rétt til greiðslu úr sjóönum hafa íslenskir rithöfundar
og höfundar fræöirita. Heimilt er og aö greiöa laun úr
sjóönum fyrir þýöingar á íslensku. Starfslaun eru veitt í
samræmi viö byrjunarlaun menntaskólakennara
skemmst til tveggja og lengst til níu mánaöa í senn.
Höfundur, sem sækir um og hlýtur starfslaun í þrjá
mánuöi eöa lengur, skuldbindur sig til aö gegna ekki
fastlaunuöu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Slík
kvöö fylgir ekki tveggja mánaöa starfslaunum, enda
skulu þau einvörðungu veitt vegna verka sem birst
hafa næsta almanaksár á undan.
Skrá um birt ritverk höfundar og verk, sem hann
vinnur nú aö, skal fylgja umsókninni.
Umsóknum ber aö skila á sérstökum eyöublööum,
sem fást í menntamálaráðuneytinu. Mikilvægt er aö
spurningum á eyöublaöinu sé svarað og veröur fariö
meö svörin sem trúnaóarmál.
Umsóknir skulu sendar fyrir 20. desember 1978 til
menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík.
Reykjavík, 1. nóvember 1978,
Stjórn Launasjóös rithöfunda.
HRAÐAMÆLABARKAR
í flestar geröir bifreiða
Fólksbifreiöar:
Austin Mini 2.820,-
Benz 200/220/240 Verö Kr. 3.000-
Benz 200/220/240 Auto Verð Kr. 3.200-
Chrysler 160/180 3.500,-
Citroen 2CV Verö Kr. 2.820-
Citroen ID/DS19/DS21 Verö Kr. 3.500-
Cortina '67—'70 Verö Kr. 3.500,-
Datsun 1600/1200 Verö Kr. 3.500-
Fiat 124/125/128 Verö Kr. 2.820-
Fiat 850 Verö Kr. 3.700-
Hillman hunter 3.500-
Land fiover Bensin Verö Kr. 3.200,-
Land Rover Diesel Verð Kr. 3.700,-
Opel Manta/Ascona Verð Kr. 3.200-
Opel Rekord '70—'71 Verö Kr. 3.000-
Pellgeot 405/504 Verö Kr. 3.500-
Range Rover Verö Kr. 3.700-
Renault R16 3.500-
Saab 96 '66—'78 Verö Kr. 3.000-
Simca Verð Kr. 3.200.-
Skoda 110 3.700-
Toyota Crown/Coralla Verö Kr. 2.820-
Trabant 3.000-
Willys Jeep Verð Kr. 3.500,-
Vauxhall Viva Verö Kr. 3.700-
Vörubifreiðar
Volvo Verö Kr. 7.600,-
Benz Verö Kr. 6.600,-
Scania Verö Kr. 7.600,-
M.A.N 7.600-
Sérsmíöum barka í flestar aörar geröir bifreiöa en hér eru taldar upp.
Vinsamlegast sendið okkur pé gamla barkann.
SENDUM í KRÖFU
-mælaverkstæðið
unnai (S$j£titóóon L
Suðurlandsbraut 16.
Sími 91-35200.