Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.11.1978, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978 sÍKurvcKari! Nú er ^ Kleyma hvað cg átti að skrifa? Kristilegt efni í f jölmiðlum BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson A unKlingsárum bridsins var Vínarbor)? hiifuðstöðvar bridslífs í Evrópu. I>ví var ckki ócðlilcKt. að citt þckktasta afbrÍKði kast- þrönKvunar skyidi hljóta nafnið Vínarbragð. Gjafari austur, allir utan hættu. Nurður S. Á9 H. Á53 T. G1064 L. K642 Vcstur S/ KDG842 H.10764 T. 5 L. 103 Suður S. 107 H. G9 T. KD9873 L. ÁD7 Eftir iíflegar safjnir, þar sem allir tóku þátt, varð suður sagn- hafi í fimm tíjílum. Vestur valdi eðlilegt útspil, spaðakónginn, sem tekinn var í borðinu. Trompgosinn tók næsta siag en síðan fékk austur á ásinn og gat þá hnekkt spilinu með því að skipta í hjart’akóng. En hann bar ekki gæfu til þess, spilaði heldur spaða. Vestur fékk á gosann og hann skipti í hjarta en nú var það of seint. Sagnhafi tók slaginn í borðinu. Nú voru uppfyllt skilyrði Vínar- bragðsins. Eftir þrjá slagi til viðbótar á tromp kom í ljós hve nauðsynlegt hafði verið að losna við ásinn úr borðinu en staðan var þessi: Norður S. - H. 5 T. - L. K642 Vestur Austur S. D S. - H. 107 H. K T. - T. - L. 103 Suður S. - H. G T. 7 L. ÁD7 L. G985 Sama var hvað vestur lét í síðasta tígulinn en frá borðinu lét spilarinn síðastd hjartað. Austur var þá fastur í klemmunni og varð að gefa ellefta slaginn. Austur S. 653 H. KD82 T. Á2 L. G985 COSPER Þetta er sjálfum þér að kenna, þú vildir fá fullkomið setbaðkar í baðherbergið uppi! „Mig langar aðeins til að minn- ast á kristilegt efni fjölmiðlanna. Nú er sjónvarpið sá fjölmiðill sem mestan þátt á i lífi almennings. Það eru sárafáir sem ekki hafa sjónvarp í stofunni hjá sér eða öðru herbergi húss síns. En það hefur samt alveg farist fyrir hjá sjónvarpinu að sýna eitthvert kristilegt efni nema hugvekjuna á sunnudagskvöldum. Margir hafa áhuga á slíku efni. Til dæmis unga kynskóðin, sem hefur áhuga á tónlist. Mætti ekki sýna þætti með kristilegum hljómsveit- um eða söngvurum? Ég geri það því að tillögu minni að sjónvarpið miskunni sig líka yfir þá sem hafa áhuga á svona löguðu efni. Af dagblöðunum eru það Vísir og Morgunblaðið sem hafa forystu í þessum málaflokki. Mér finnst það eftirtektarvert að þessi tvö blöð hafi birt kristilegt efni þar sem sum önnur blöð láta ekki eitt kristilegt orð frá sér fara eða því sem næst. Þessi tvö biöð hafa ýmist birt kristilegar ræður eða þá viðtöl við kristið fólk í orðsins fyllstu merkingu. Og margs konar heilræði hafa þau virt. Ég vona að þessi tvö blöð haldi þessu áfram þetta er bæði gott og göfugt verk nú á þessum ófriðartímum. N.N. frá Akranesi. • Sérstök um- ræða um rann- sóknarnefndir „Velvakandi góður. Vegna áratuga samskipta þinna við aliar hugsanlegar stofnanir í landinu vil ég mega biðja þig að birta fyrir mig áskorun til þing- manna lýðræðisflokkanna á Al- þingi. Nú er komið fram að frumkvæði kommúnista eitt frelsishugsjónar- mál þeirra, ályktun þess efnis að hinu háa Alþingi beri að stofna rannsóknarnefnd Alþingis. Og það sem meira er, það er nú þegar og í JOL MAIGRETS Framhaldssaga eftjr Georges Simenon. Jóhanna Krístjónsdóttir islenzkaði. 23 hvarf maður að nafni Lorillcux sem átti þar litla verzlun og hann höndiaði með gamla mynt og skartgripi. Hann hefur ekki síðan sézt og ekkert til hans spurzt. Mér þætti fróðlegt að fá að hcyra nánar um það mál. Hann brosti með sjálfum sér þegar hann leit á konu sína og hugsaði með sér að þessi rannsókn fa>ri fram undir verulega heimilislegum kring- umsta;ðum. — Á ég að hringja aftur? — Já. Eg verð hér. Fimm minútum síðar talaði hann við herra Godefroy. Þeg- ar hann heyrði nefndan Jean Martin hélt hann í fyrstu að eitthvað hefði komið íyrir fyrst hringt var til hans á jóladag og hann hóf að lofa og prísa sturfsmann sinn. — Hann er mctnaðarsamur og duglegur ungur maður og ég hef nú fyrir nokkru ákveðið að hækka hann i tign. svo að hann verður gerður að deildar- stjóra hér í París. Þekkið þér hann? Það hlýtur að vera einhvcr brýn ástæða fyrir því að þér eruð að spyrja um hann. Maigret heyrði harnsraddir að haki honum og hann heyrði einnig að forstjórinn reyndi að þagga niður í börnunum. — Afsakið hávaðann. Fjöi- skyldan er öll samankomin og-.. — Getið þér upplýst mig um það herra Godefroy. hvórt nokkur hefur síðustu daga hringt til skrifstofu yðar til að fá að vita hvar Martin býr. - Já. — Viljið þér segja mér frá því nánar? — í gærmorgun hringdi cin- hver á skrifstofuna og bað um að fá að tala við mig persónu- lega. Ég var ákaflega iinnum kafinn og það getur vel verið að viðkomandi hafi sagt nafn sitt en það er mér gersamlcga úr minni horfið. Maðurinn vildi fá að vita hvar hægt væri að hafa samhand við Jean Martin vegna þess að mikilvægum skilahoðum þyrfti að koma til hans og ég sá ekki að neinn skaði væri skeður að segja frá því að hann væri staddur í Bergerac og væntanlega á Hotel de Bodeaux. — Vildi hann ekki vita fleira? — Nei. hann lagði síðan á. — Þakka yður fyrir. — Eruð þér vissir um að það sé ekki maðkur í mysunni? Börnin kölluðu til hans og Maigret ákvað að slá hotninn í samra*ðurnar. — Heýrðir þú þetta? — Auðvitað heyrði ég hvað þú sagðir. en ekki hann. — I gærmorgun hringdi maður á skrifstofuna að spyrja hvar Jean Martin væri niður- kominn. Það hefur áreiðanlega verið sá hinn sami og hringdi til Bergerac að fullvissa sig um að Martin væri þar íyrir víst og að hann myndi ekki dvelja á Richard I.enoir jólanóttina. — Og það hefur verið maðurinn sem komst inn í íbúðina? — ÉK er nokkurn veginn viss um að svo hefur verið. En hins vegar sannar þetta að ekki hefur þar verið Paul Martin á ferðinni. því að hann hefði ekki þurft að hringja þessi sfmtöi. Hann hefði getað aflað sér upplýsinga um verustað bróður síns hjá mágkonu sinni og án þess það vekti nokkrar grun- semdir. — Nú ertu farinn að taka þetta verulega hátiðlega. Og ég held meira að segja þú sért spenntur yfir því hvernig þetta er vaxið. Og þegar hann reyndi að afsaka sig grcip hún fram í, — Það er fjarska eðlilegt. Mér finnst þetta líka virkilega spennandi. Hvað þarf telpan að vera í gipsi lengi enn? — Eg veit það ekki. — Mér þætti fróðlegt að vita hvað fyrir hefur komið úr því að hún þarf að liggja svona óvenjulega lengi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.