Morgunblaðið - 02.11.1978, Qupperneq 46
46
M.ORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1978
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
▲
Svend Pri vann uppgjörið
Frá Herrti Rasnarssyni í Valhyi
Fyrir skömmu fór fram opið
mút í badminton í Valhy. sem er
skammt frá Kaupmannahöfn.
Þaö var „gamli góði“ Svend Pri
sem vann fyrsta uppgjör ársins
milli allra bestu badmintonmanna
Danmerkur. Það hafa verið nokkur
opin mót að undanförnu en þetta er
fyrsta mótið þar sem Morten Frost
Hansen, Flemming Delfs og Svend
Pri eru allir meðal þátttakenda.
I undanúrslitum vann Morten
Frost Hansen Flemming Delfs með
15—7 og 15—4 og lék Delfs fremur
illa í þessum leik, og Svend Pri vann
Steen I^ladberg með 15—6 og
15-10.
í úrslitunum gekk á ýmsu,
Morten Frost byrjaði vel og vann
fyrstu lotuna 15—5 en Svend Pri
vann þá næstu með 15—4. í þriðju
lotu kom maðal annars upp
stööurnar 4—4, 8—4, 8—10 og þá
tók Pri af skarið og vann 15—10.
Það var beðið með töluverðri
eftirvæntingu eftir þessu móti því
ungu mennirnir Morten Frost
Hansen og Steen Fladberg höfðu
verið í austurlöndum til að æfa,
Flemming Delfs hafði æft fremur
lítið vegna mikilla anna við vinnu
og Svend Pri hafði verið í Indónesíu
og Malasíu í viðskiptaerindum eftir
því sem sagt var. En þegar Pri kom
heim kom hann með þær yfirlýsing-
ar að hann hefði verið að æfa með
Hartono og King í Indónesíu og
væri í toppformi.
I einliðaleik kvenna vann Lena
Köppen Joke van Beusekom í
úrslitúm með 11—5 og 11—2 og
virðist Lena vera í góðri æfingu.
Eins og kunnugt er þá hefur Lena
Köppen ákveðið að leika tvíliðaleik
með Joke van Beusekom í næsta
heimsmeistaramóti sem haldið
verður í Indónesíu. Joke van
Beusekom er Hollendingur en leikur
fyrir danskt félag.
Nú þegar er ljóst að mikið
verður um að vera hjá íslenzkum
frjálsiþróttamönnum á næsta ári.
bæði hér heima og crlendis. Kom
þetta fram í spjalli sem Mbl. átti
við Örn Eiðsson formann Frjáls-
fþróttasamhands íslands. en
hann sat fyrir skömmu þing
A Iþjóða f r jálsíþróttasam hands-
ins. sem haldið var i' Puerto Rico.
ásamt Sigurði Björnssyni vara-
formanni FRÍ.
Örn sagði, að haft hefði verið
samband við fulltrúa ítalska og
kanadíska frjálsíþróttasambands-
ins á þinginu og þess farið á leit að
löndin mættu íslenzkum frjáls-
íþróttamönnum í kastlandskeppni
á Islandi í lok maí eða byrjun júní
1979. Málaleitaninni var tekið vel,
að sögn Arnar, en þó ekki gengið
frá samningum á þinginu. í
síðustu viku sendu svo Italir skeyti
þar sem þeir lýstu sig fúsa til
þátttöku, en lögðu til að keppnin
færi fram á öðrum tíma og er nú
unnið að því að samræma sjónar-
mið sambandanna. Sagðist Örn
vonast til, að jafnvel yrði hægt aö
ganga frá samningum um keppn-
ina á þingi frjálsíþróttasambands
Evrópu, en það verður háð á eynni
Rhodos í næsta mánuði.
Unglingalandskeppni 1979
Samhliða þingi Alþjóðasam-
bandsins héldu norrænir frjáls-
íþróttaleiðtogar fund sinn í Puerto
Rico, í sparnaðarsk.vni. „Það, sem
skiptir okkur mestu, er að sam-
þykkt var að við fengjum að senda
lið í unglingalandskeppni Finna,
Norðmanna og Svía. Við bárum
upp tillögu þess efnis og var hún
samþ.vkkt. Að vísu virðist lítill
áhugi vera hjá hinum Norðurlönd-
unum á norrænu samstarfi nema í
orði, og má segja að við höfum
þröngvað fulltrúunum til að sam-
þykkja þátttöku okkar í keppninni.
En nú hafa okkar fremstu ung-
lingar fengið tækifæri til að glíma
við jáfnaldra sína frá öðrum
Norðurlöndum og er vonandi að
þeir búi sig vel undir keppnina.
Mótið fer fram 4. og 5. ágúst og
verður að líkindum á Bislet-leik-
vanginum, þeim fræga velli, í
Ósló.“
Örn sagði að Islendingar og
Danir gætu sent einn keppanda í
hverja grein, en aftur á móti væru
tveir keppendur í hverri grein frá
hinum Norðurlöndunum. Hann
sagði að ennfremur hefði verið
fjallað um Norðurlandabikar
kvenna, en það er keppni kvenna-
landsliða frá Norðurlöndunum
sem fer fram annað hvert ár.
Sagði Örn, að hann hefði lýst því á
þinginu að íslendingar treystu sér
ekki til að taka þátt í þessari
keppni nema hún færi fram á
tveimur dögum. Voru skiptar
skoðanir um hvort breyta ætti
fyrirkomulaginu og halda keppn-
ina á tveimur dögum. Töldu aðrir
fulltrúar hins vegar lítinn grund-
völl fyrir keppninni ef Norður-
löndin öll væru ekki með, og var
málinu frestað til frekari af-
greiðslu til næsta fundar þar sem
keppnin fer ekki næst fram fyrr en
1980.
„Loks var á þessum fundi rætt
mikið um mál sem Svíar brydduðu
upp á. Þeir lögðu til að skylt yrði
að hafa rafmagnstímatöku á öllum
stærri mótum og landskeppnum á
Norðurlöndunum. Var tillögunni
breytt á þann veg, að æskilegt yrði
að rafmagnstímataka væri á meiri
háttar mótum og samþykktu
fundarmenn að ýta á viðkomandi
aðila um að tæki til rafmagns-
tímatöku yrðu sett upp. Enn sem
komið er eru aðeins Finnar og
Svíar vel útbúnir þessum tækjum,
lítið eitt er af þeim í Danmörku, en
við og Norðmenn höfum ekki þessi
tæki,“ sagði Örn.
Stjórnmálaþras
á íþróttaþingi
Aðspurður um gang mála á þingi
Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins
sagði Örn: „Það var ósköp leiðin-
legt hvað pólitík setti þar mikið
strik í reikninginn. Lengi vel var
fjallað um hluti sem koma frjáls-
íþróttum sama og ekkert við. Aðild
Kína að samtökunum var stærsta
vandamálið, en málefni Rhódesíu,
ísraels og Palestínu tóku einnig
sinn tíma. Kína var tekið inn í
Alþjóðafrjálsíþróttasambandið, og
að því búnu gengu fulltrúar
Formósu af þingi. Aðild Kína var
samþykkt með 210 atkvæðum gegn
147. Þá var samþykkt að Gaza færi
með málefni Palestínumanna, en
frjálsíþróttasamband þess er sér-
stakur aðili að sambandinu. Enn-
fremur fengu sjö ný lönd aðild að
sambandinu og eru aðildarlönd
sambandsins þá 161, en fjölmenn-
ari alþjóðasamtök iþróttamanna
eru ekki til.
Dagpeningar
auknir
Það sem markverðast er af
þinginu er ef til vill að samþykkt
var að dagpeningar íþróttamanna
skvldu hækkaðir úr fimm dollur-
um í tíu. Ennfremur mega íþrótta-
menn nú dvelja í allt að 60 daga
við keppni erlendis, en áður máttu
þeir aðeins dvelja í 45 daga utan
heimalandsins við keppni. Þá var
samþykkt að haldið skyldi heims-
meistaramót í frjálsíþróttum árið
1983. Ennfremur höfðum við Sig-
urður samband við æðstu menn
innan sambandsins og var vel
tekið í þá málaleitan okkar að hér
verði háð þjálfaranámskeið á
vegum Alþjóðafrjálsíþróttasam-
bandsins."
Að lokum var Örn Eiðsson
spurður aö því hver yrðu helztu
verkefni íslenzkra frjálsíþrótta-
manna á næsta ári. Örn sagði:
„Innanhússmeistaramótin fara
fram í janúar og febrúar og
Víðavangshlaup Islands fer fram í
byrjun marz. Evrópumeistarámót-
ið innanhúss verður í Austurríki í
marz og Víðavangshlaup heimsins
verður í Irlandi einnig í marz. Það
er von okkar að við getum sent
keppendur á bæði þessi mót.
Snemma sumars verður svo vænt-
anlega kastlandskeppni íslend-
inga, Itala og Kanadamanna, sem
áður er getið. Við verðum að
sjálfsögðu með í Kalott-keppninni
sem fram fer í Bodö í Noregi á
næsta ári og skömmu eftir þá
keppni verður unglingalands-
keppnin í Noregi.
Kemst ísland áfram í
Evrópubikarkeppninni?
Þá tökum við þátt í einum riðli
Evrópubikarsins, en hann fer fram
í Luxemborg um miðjan júní. Það
er skoðun mín og fleiri að
landsliðið eigi möguleika á því að
komast áfram í þeirri keppni, þ.e. í
undanúrslitin, og er vonandi að
íþróttamennirnir búi sig vel undir
keppnina. Auk okkar verða
Portúgalir, írar, Danir og Lúxem-
borgarar í riðlinum, þ.e. sömu
þjóðir og við kepptum við í
Kaupmannahöfn í fyrra. Við erum
mjög svipaðir Irum og Dönum að
styrkleika og þurfum við að sigra
aðra hvora þjóðina, helzt Dani, til
að komast áfram.
Reykjavíkurleikarnir verða að
vonum stærsta mótið hér heima,
en ennþá er lítið hægt að segja um
hvaða erlendir íþróttamenii verða
þar með. Að vísu ræddum við við
fulltrúa Kúbu á þinginu í Puerto
Rico um að Kúbumenn sendu
íþróttafólk til Reykjavíkurleikj-
anna og er málið í athugun á
Kúbu. Vonandi verður einhverra
frétta að vænta í því sambandi að
loknu þingi Evrópusambandsins í
næsta mánuði. En auk Reykja-
víkurleikanna verða öll hin hefð-
bundnu mót haldin, og má í því
sambandi nefna að Meistaramót
íslands fer fram um miðjan júlí.
Loks má geta þess að fyrir
skömmu barst Frjálsíþróttasam-
bandinu boð frá Hollandi þar sem
Islendingi er boðið að vera með í
þekktu maraþonhlaupi sem háð er
í lok ágúst. Bjóða Hollendingar
fríar ferðir til og frá Islandi og
uppihald. Þetta þykir okkur
óvenjulegt boð þegar keppnis-
greinin er höfð í huga.“ — ágás
• íslensku keppendurnir á EM í frjálsum íþróttum í Prag síðastliðið sumar ganga inn á leikvanginn. Örn
Eiðsson og Sigurður Björnsson fara fyrir hópnum. Fánaberi er Óskar Jakobsson. Ljósmynd ÞR
Mikið um að vera hjá frjáls-
íþróttamönnum á næsta ári
Rabbað við
Örn Eiðsson
formann FRÍ
*-í£í* ♦.»tt
. ' ■'" 'v m
Landsliö kvenna
lagt niður!
LANDSLIÐ kvenna í hand-
knattleik hefur nú verið lagt
niður. Mhl. fékk þær upplýs-
ingar hjá Ólafi Aðalsteini
Jónssyni, að rcynsla síðustu
ára benti til þess að takmark-
aður áhugi væri hjá stúlkun-
um fyrir landsleikjum og va-ru
því engin verkefni fyrir lands-
lið í vetur og enginn þjálfari
hefur verið ráðinn.
2 Norðmenn
til Hibs?
SKOSKA liðið Ilibernian. sem
herst um titilinn í Skotlandi.
hefur hug að á fá til liðs við
sig tvo norska landsliðsmcnn.
sem voru í sviðsljósinu. þegar
Skotar léku gegn Norðmönn-
um fyrir skömmu. Það eru
þeir Mathiesen og Refvik sem
Hihs hafa áhuga á. Mathicsen
var maðurinn að baki beggja
marka Norðmanna gegn Skot-
um. Refvik lék með norska
liðinu skipuðu lcikmönnum 21
árs og yngri.
Holland gegn
Argentínu
ÁKVEÐIÐ hefur verið. að
Argentínumenn og Ilollend-
ingar leiki landslcik í knatt-
spyrnu í Bern í Sviss 22. maí
na'stkomandi. Eins og kunn-
ugt er. léku þessar þjóðir til
úrslita um heimsbikarinn í
Argentínu á sl. sumri. Tilvon-
andi leikur þjóðanna er f
tilefni af 75 ára afmadi FIFA
og fer hann fram á Þjóðarleik-
vanginum. sem rúmar 65.000
áhorfendur.
Handknattleiks-
deild Hauka fær
myndsegul-
bandstæki
NÚ IIEFUR handknattleiks-
deild Hauka tekið af skarið og
pantað sér myndsegulhands-
taki til notkunar við upptöku
á kapplcikjum og einnig við
þjálfun.
Þessi tækni hefur mjiig rutt
sér til rúms á undanfiirnum
árum erlendis, og undantekn-
ingarlaust eiga lið sín eigin
upptiiku- og afspilunartæki.
sem notuð eru við kapplciki til
að hagt sé að sjá. hvað aflaga
fer í leikskipulagi og ýmsa
aðra vankanta á ieiknum. svo
að ekki sé nú minnst á hversu
vel er hagt að grandskoða
mótherjana.
Upptökuta'ki og afspiiunar-
tæki sem er tengt beint við
venjulegt sjónvarpsta'ki munu
kosta tæpiega þrjár milljónir
króna. Þá mun hver mynd
spóla kosta t' kringum 25.000.
Sigurjón Gunnarsson for-
maðttr handknattleiksdeildar
Ilattka staðfesti í samtali við
Mbl. að Ilaukar va*ru búnir að
panta sér upptökuta>ki og
ta'kju það í notkun á na'st-
unni.
Haukar hafa unnið fyrir
tækinu með því að sclja
styrktarmiða og hefur þeim
verið vel tekið.
Þ.R.