Morgunblaðið - 28.11.1978, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978
17
brjóstamein snertir ákaflega
áþekk þeirri, sem fram fer í
Þýzkalandi.
Meðfæddir gallar
greindir með ástungu
Þá hélt Sigursteinn til Ulm, en
þar er annar félagi hans frá fyrri
tíð, sem áður getur. Háskólinn í
Ulm er frekar ung stofnun og
fæðingar- og kvensjúkdómadeildin
aðeins 100 rúma deild, sem löngu
er orðin allt of þröng og lítil sagði
hann. Það sem einkum vakti
athygli mína í Ulm voru legvatns-
ástungurnar. En þar voru þeir með
þeim fyrstu í Þýzkalandi sem hófu
þessar ástungur árið 1970. Þær
voru fáar í fyrstu en hefur fjölgað
ákaflega síðustu árin. Áhætta við
þessar ástungur er orðin sáralítil
eða um 0,3—0,4%. Eins og hér
heima, eru legvatnsástungur
gerðar á flestum vanfærum kon-
um, sem komnar eru yfir 35 ára
aldur svo og á þeim, sem eru í
vissum áhættuflokki, þ.e.a.s. hafa
eignast börn með litlingagalla eða
að slíkt hafi komið fyrir í ættinni.
Þessar legvatnsástungur fara
venjulega fram á 16. til 18. viku
meðgöngu. Með legvatnsrannsókn-
um er ekki hægt að greina alla
meðfædda galla, sem fyrir geta
komið, heldur aðeins litningagalla
svo og það sem kallað er klofinn
hryggur (spina bifida). Einnig
geta þeir þarna í Ulm sagt fyrir
um, hvort barnið verður drengur
eða stúlka.
Ég fylgdist með þessum ástung-
um þarna í Ulm. Þær fara fram
einu sinni í viku. Þá mæta
konurnar allar á sama tíma og oft
eiginmennirnir einnig. Byrjað er á
stuttum sameiginlegum fundi, þar
sem læknirinn skýrir vandlega
hvernig ástungan fer fram, hvers
sé að vænta af niðurstöðum
rannsókna og fyrirbyggir þar með
allan misskilning. Með þessum
legvatnsástungum má draga úr
þeirri hættu, að vanskapaðir
einstaklingar þurfi að fæðast, en
slíkt er að vonum mikið álag bæði
f.vrir foreldra og þjóðfélagið í
heild.
— Svo sem kunnugt er, eru
gerðar legvatnsástungur hér við
fæðingardeild Landspítalans. I
fyrstu þurfti að senda sýnin út .til
rannsóknar, en nú er þetta fram-
kvæmt hér heima. Þegar legvatns-
ástunga er gerð er hún venjulega
framkvæmd undir svonefndri
sónarskoðun. Sónarinn er sérstakt
tæki, sem á algerlega áhættulaus-
an hátt gerir lækninum mögulegt
að skoða m.a. stöðu fósturs og
fylgju og segir því til um hvar
hentugast sé að framkvæma
ástunguna. Eini sonarinn sem
notaður er hér á landi, að þvi er ég
bezt veit, og er í sambandi við
fæðingarhjálp, er á fæðingardeild
Landspítalans. Því verður að
senda allar vanfærar konur til
Reykjavíkur, ef legvatnsástunga
er æskileg. Aðspurður sagði
Sigursteinn, að best væri að slíkar
ástungur væru í höndum þeirra
lækna, sem mesta og besta þjálfun
hafa og fyrir íslendinga sé því
sennilega rétt að hafa þetta aðeins
á einum stað. Sónartæki í sam-
bandi við fæðingarhjálp á aftur á
móti ábýggilega eftir að verða
meira notað en gert er í dag.
Sónarskoðun gefur fyllri upp-
lýsingar en hægt er að fá á annan
hátt, móður og fóstri að skaðlausu.
Má þar ákvarða þroska fóstursins,
staðsetningu fylgjunnar í leginu,
stöðu fósturs í lok meðgöngu, ef
um vafa er að ræða, svo og hvort
um eitt eða fleiri fóstur sé að
ræða. Þannig hefur röntgen-
myndataka í sambandi við
fæðingarhjálp minnkað stórum
síðan þetta tæki kom til.
Um það hvort þess mætti vænta
að slík tæki yrðu algeng í sjúkra-
húsum sagði Sigursteinn, að þau
hlytu innan ekki mjög langs tíma
að verða meira notuð en nú. Eins
og er, eru þau mjög dýr, en
framfarir eru mjög örar á þessu
sviði svo að e.t.v. má vænta þess að
þau lækki nokkuð í verði á næstu
árum. Mín skoðun er sú að slík
tæki eigi einnig eftir að koma út á
landsbyggðina, ekki síst þar sem
sjúkrahús eru.
Skoðun á fóstri
í móðurlífi
Annarri nýjung kynntist Sigur-
steinn í Ulm, svokallaðri amnio-
skopie, en það er skoðun á fóstrinu
í móðurlífi. Þetta hefur verið
framkvæmt þar í sjúkrahúsinu
allt frá árinu 1975. Þetta er
framkvæmt á svipaðan hátt og
legvatnsástungurnar, en þó verður
hér að koma til djúp svæfing.
Ástungunálin er örlítið sverari í
þessu tilfelli eða um 2,2 mm og
áhættan heldur meiri eða um
.3—4%.. Þessi skoðun fer venjulega
fram á 13. til 14. viku og kvaðst
Sigursteinn hafa séð tvær slíkar
skoðanir. I öðru tilfellinu var um
konu að ræða, sem send var af
erfðafræðingi, en kona þessi hafði
fætt tveimur árum áður barn, þar
sem hluta af öðrum handlegg
vantaði. í þessu tilviki gat það
hent að slíkt endurtæki sig, enda
kom það líka á daginn við
skoðunina. Foreldrunum var síðan
tilkynnt hvernig komið var, og
síðan ákvörðun tekin af foreldrum
um að óska eftir fósturláti. Hvort
sem maður er fylgjandi fóstur-
eyðingu eða ekki, þá hlýt ég að
segja, sagði Sigursteinn, að í
slíkum tilfellum getur hún orðið
til þess, að nýtt og annað heilbrigt
líf verði síðar til, sem ella hefði
ekki orðið. Það er mikið álag að
verða fyrir því að eignast tvö
vansköpuð börn. Að 12 vikna
meðgöngutíma er fóstureyðing
gerð á venjulegan hátt, en ef
meðgangan er lengri, er notað lyf
(prostaglandin), sem framkallar
fósturlát.
Fleira var það sem Sigursteinn
kynnti sér þarna í Ulm, sem okkur
þótti fróðlegt, m.a. meðferð
hormónlyfja í sambandi við tíða-
hvörf. — Próf. Lauritzen í Ulm er
einn fremsti sérfræðingurinn í
Þýzkalandi á sviði hormónarann-
sókna og var því ýmislegt nýtt á
þessu sviði mjög athyglisvert,
sagði hann. Maður spyr sig jafnvel
eftir dvölina í Ulm, hvort ekki
væri rétt að meðhöndla konur
meir með hormónalyfjum á þessu
tímabili en gert er og jafnvel
lengur, og geta þannig tafið fyrir
eða komið í veg fyrir ýmsa
hrörnunarsjúkdóma, segir Sigur-
steinn.
Aö lokum var Sigursteinn
Guðmundsson svo í eina viku á
Fæðingar og kvensjúkdómadeild
Landspítalans hjá próf. Sigurði S.
Magnússyni í því skyni að bera
saman það sem hann hafði séð og
það sem hér er gert og átta sig á
hvað af því hann gæti nýtt í raun,
eftir að hann væri kominn aftur
heim til Blönduóss.
Kvikmynd um
Blönduós
Ekki var hægt að kveðja án þess
að minnast á áhugamál og tóm-
stundastarf læknisins. Hann hefur
sem kunnugt er lengi tekið og
unnið góðar ljósmyndir og er nú
einnig farinn að taka kvikmyndir.
Það kom í ljós, að þau hjónin,
hann og Brigitte kona hans höfðu
keypt mjög vandaða 16 mm
kvikmyndatökuvél sem gjöf til sín,
þegar þau áttu silfurbrúðkaup
1975. Árið 1976 átti Blönduós 100
ára afmæli sem verzlunarstaður,
og þá byrjuðu þau að taka efni í
kvikmynd um staðinn. Að því hafa
þau verið að vinna síðan. Sigur-
steinn kvikmyndar, en Brigitte
aðstoðar með ráðum og dáð og
tekur vissa þætti'. Fréttamaðurinn
getur með stolti talið sig einn
þeirra fyrstu sem myndina sáu en
hún tekur klukkutíma í sýningu.
Þar er sýndur staðurinn, fólkið við
störf og á hátíðarstundum,
atvinnuvegjr og hvað annað, sem
gerist á stað sem Blönduósi. Nú
liggur fyrir, að semja texta og
velja tónlist við myndina um
Blönduós. Kvaðst Sigursteinn
vona að hægt yrði að sýna hana á
næsta ári. I kvikmyndinni getur
alþjóð séð að á Blönduósi er
fjölbreytt mannlíf.
- E. Pá.
Dagskammtur fýrir
þessa PHILCO
þvottavél!
a(og hún þvær það!)
Tíu manna fjöl-
skylda þarf aö eiga
trausta þvottavél,
sem getur sinnt dag-
legum þvottaþörfum
fjölskyldunnar.
Þessi tíu manna
fjölskylda sést hér á
myndinni meö dag-
skammt sinn af þvotti.
Og þetta þvær Philco
þvottavélin daglega,
mánuöum og árum
saman.
Þvottavél, sem
stenst slíkt álag
þarfnast ekki frekari
meömæla.
Þvottavél í þjónustu
tíu manna fjölskyldu
verður líka aö vera
sparsöm. Philco
þvottavél tekur inn á
sig bæöi heitt og kalt
vatn, sem sparar raf-
magn og styttir
þvottatíma.
Philco og fallegur
þvottur fara saman.
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655
Á leið í skóla f| gcetið að