Morgunblaðið - 28.11.1978, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978
21
Klukkan „seigl! sögðu tímaverðir
Ármann ætlar ekki að kæra leikinn
I leik Armanns og Þórs írá Akureyri í 2. deild karla sem fram fór um helgina fyrir norðan, kom upp
sú staða í lok leiksins að jöfnunarmark Þórs var skorað, eftir að leiktíma lauk. Svo virðist sem
dómararmr hafi ekki haft nægileg tök á leiknum og voru þeir í miklum vafa hvort dæma ætti markið
gilt.
— Við ætlum ekki að kæra
leikinn, við leggjum það ekki á
okkur að fara norður aftur til að
leika, sagði Geir. — Það er
slæmt þegar lið æfa fjórum til
fimm sinnum í viku og leggja
hart að sér en verða síðan fyrir
því að lenda á dómurum eins og
þeim Jóni Magnússyni Fylki og
Bjarna Hákonarsyni ÍR, sem
eyðileggja alveg leikina. Ég vil
að það sé haft eftir mér að það
besta sem þeir geta gert íslensk-
um handknattkeik er að leggja
dómgæsluna alveg á hilluna.
Það hefði þurft morð til að fá
brottrekstur af velli í leiknum.
Og handknattleikurinn mótaðist
af því.
— Þá er það ekki gott að það
eru öll lið farin að kvíða því að
fara norður og leika á Akureyri.
Oftast eru sendir svo slakir
dómarar norður að til skammar
er. Er slæmt til þess að vita að
ekki virðast norðanmenn
treysta sínum eigin mönnum til
að dæraa leikina.
— í leik okkar við Þór dæmdu
dómararnir markið gilt, síðan
eftur að hafa þingað við tíma-
vörðinn þá var markið dæmt af.
En þá æstust áhorfendur upp í
húsinu og var þá haldið til
búningsklefanna, og eftir að
hafa rætt málin kom Jón
Magnússon dómari inn í klefa
okkar Armenninga og tjáði
okkur að þeir ætluðu að láta
markið gilda en við gætum kært
leikinn ef okkur sýndist svo, og
sennilega myndum við vinna
kæruna. Að dómari skuli segja
svona hlut er vítavert.
— Þá hef ég fregnað að
enginn dómari vildi fara norður
til að dæma leikinn og er slæmt
þegar verið er að fá menn á
síðustu stundu. Þetta hafði
þjálfari Ármanns um málið að
segja.
Mbl. hafði einnig samband við
annan dómara leiksins, Jón
Magnússon, og fékk hans áiit á
því sem skeði. Jón sagði: —
Þegar 3 sek, voru eftir af
leiktímanum var dæmt auka-
kast á Ármann á miðju vallar-
ins, boltinn gekk á milli þriggja
manna áður en skorað var úr
horninu, og ég tel útilokað að
hægt sé að skora á svo skömm-
um tíma. Meðdómari minn,
Bjarni Hákonarson, dæmdi
hinsvegar mark. — Ég hljóp
rakleitt að borði tímavarða og
sá þá á klukkunni að hún var 4
sek. yfir ieiktímann. Þeir gáfu
þá skýringu að klukkan hefði
„sigið", furðuleg skýring.
Mitt mat er það að þeir hafi
vísvitandi dregið að flauta
Þeir fara til ÍA
AKURNESINGUM hefur bætzt góður liðsauki frá Þór á Akureyri.
Eru það félagarnir Sigurður Lárusson og Sigþór Ómarsson, sem
ákveðið hafa að leika með ÍA næsta sumar. Sigurður hefur verið
bezti maður Þórs s.l. ár, geysisterkur varnarmaður, sem skorar
mikið af mörkum. Sigþór hefur verið einn helzti markaskorari
Akureyrarliðsins s.l. tvö ár, en áður lék hann með Akranesi. Þrír
leikmenn hafa gengið tii liðs við ÍA á skömmum tíma, því að áður
hafði Kristján Olgeirsson úr Völsungi tilkynnt félagaskipti yfir í
ÍA. - SS.
Víkingar sigruðu sænska liðið Ystad með einu
marki í fyrri leik liðanna í Evrópubikar-
keppninni. Hér sést hinn ungi og efnilega
Sigurður Gunnarsson lyfta sér og skjóta á
mark Ystad í leiknum. Sjá íþróttaopnu.
ÍÞRÓTTASÍÐAN hefur fregnað að fyrir ársþing KSÍ, sem haldið
verður um næstu helgi, verði lögð fram tillaga um stofnun
úrvalsdeildar í knattspyrnu og samkvæmt tillögunni á hin nýja
skipan að taka gildi árið 1980.
Milliþinganefnd hefur unnið
að athugun á þessu máli og eftir
því sem Mbl. hefur komizt næst
mun nefndin gera tillögu um 8
liða úrvalsdeild, þar sem leikin
verði tvöföld umferð, 8 liða 1.
deild, 8 liða 2. deild og 3. deild,
þar sem leikið verði í lands-
hlutariðlum eins og nú er gert.
Hér er um róttækar tillögur
að ræða, því nú eru 10 lið í 1. og
2. deild og 3. deildin er leikin í
landshlutariðlum. Hér er því um
að ræða fækkun í deildum um
tvö lið og stofnun nýrrar deild-
ar, þannig að deildin verði
fjórar í stað þriggja.
Mörg önnur mál mun bera á
góma þingsins, m.a. félagaskipti
íslenzkra leikmanna til erlendra
félaga. Þá verður lögð fram
róttæk tillaga um dómaramál
yngri flokkanna, þar sem gert er
ráð fyrir því að heimalið verði
gert ábyrgt þannig að það tapi
leik ef dómari mæti ekki.
Ellert B. Schram ætlar að
gefa kost á sér áfram sem
formaður og má telja víst að
ekkert mótframboð komi fram
enda nýtur Ellert vinsælda í
starfinu. Sömuleiðis ætla þeir
þrír stjórnarmenn, sem eiga að
ganga úr stjórninni að gefa kost
á sér áfram, þeir Árni Þor-
grímsson, Friðjón Friðjónsson
og Helgi Daníelsson og er ekki
vitað um mótframboð þar held-
ur. Úr varastjórn eiga að ganga
Bergþór Jónsson, Gísli Már
Gíslason og Karl Guðmundsson.
Þeir Bergþór og Karl gefa kost á
sér áfram en Gísli ekki, en hann
er fluttur frá Hafnarfirði norð-
ur í land.
- SS.
Ellert gefur kost á sér áfram
Blorjötmblnbib
Örnfor- ]
maður
ellefta
árið í röð ^
ÖRN Eiðsson var endurkjörinn A
formaður Frjálsíþróttasam- ^
bands íslands á þingi sam- ^
bandsins sem haldið var í ^
Reykjavík um helgina. Var
þetta í ellefta sinn í röð að Örn M
er kjörinn formaður sambands-
ins. %
Stjórn FRÍ var að öðru leyti ^
öll endurkjörin, en auk Arnar
eru í henni Sigurður Björnsson,
Einar Frímannsson, Finnbjörn
Þorvaldsson og Sveinn Sig- V
mundsson. í varastjórn voru ^
kosin Hreinn Erlendsson,
Katrín Atladóttir og Kristinn
Sigurjónsson. Magnús Jakobs-
son var kjörinn formaður laga-
nefndar og Sigurður Helgason
formaður útbreiðslunefndar.
I reikningum sambandsins
sem lagðir voru fram á þinginu
kom í ljós að skuldir FRÍ nema
nú 10.425.843 krónum. Rekstrar-
halli á árinu varð 3.152.127
krónur. Fram kom að kostnaður
umfram tekjur af Reykjavíkur-
leikunum var um 2,5 milljónir
króna. — ágás.
§
Enn bætir >
S
Óskar sig
ÓSKAR Sigurpálsson gerir það
ekki endasleppt í kraftlyfting-
unum. Á kraftlyftingamóti í
sjónvarpssal á laugardag setti
hann þrjú ný Islandsmet í
yfirþungavikt. Hann lyfti 320 kg
í réttstöðulyftu sem er íslands-
met, og í réttstöðubeygju lyfti
hann sömu þyngd og bætti þar
með gamla metið sem Björn
Lárusson átti um 15 kg. Saman-
lagt lyfti Óskar 815 kg og er það
nýtt íslandsmet í samanlögðu.
- þr.
leikinn af. Þeir voru báðir úr
Þór og höfðu því hagsmuna að
gæta.
Sama skeði kvöldið áður í leik
KA og Ármanns, leikurinn var
ekki flautaður af á réttum tíma,
þá voru KA-menn á klukkunni.
Það er ekki forsvaranlegt að
bjóða upp á slíkt leik eftir leik
að félagsmenn séu tímaverðir og
ritarar. Einu vil ég bæta við,
sagði Jón dómari að lokum.
Þórsarar leika svo gróft að það á
ekkert skylt við handknattleik,
leikur þeirra jaðrar við hrein
slagsmál.
Svo mörg voru þau orð annars
dómara leiksins, Jóns Magnús-
sonar.
- ÞR.