Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 Aðeins um 80% skattgreiðenda standa í skilum Verðbólguþróunin á þar stærstan þátt segir gjaldheimtustjóri „ÞAÐ má segja að heldur hafi sigið á ógæfuhliðina í sambandi við innheimtu álagðra gjalda á einstaklinga og fyrirtæki hin síðari ár. Sem dæmi um það má nefna að um síðustu áramót innheimtust aðeins um 80% álagðra gjalda," sagði Guðmundur Vignir Jósefsson gjaldheimtu- stjóri í Reykjavík í samtali við Mbl. Aðspurður um ástæður fyrir ræða hjá fyrirtækjum en einstakl- þessum slæmu heimtum sagói Guðmundur að verðbólguþróun síðari ára ætti eflaust stærstan þátt þar í. Nokkur fjöldi gjaldenda drægi það eins og mögulegt væri að greiða gjöldin meðan um og yfir 50% verðbólga geisaði í landinu og dráttarvextir væru ekki nema 36%. Um 30 milljarðar króna eru til innheimtu á þessu ári sem skiptist í tvo hluta, annars vegar eru skattar til ríkis og borgar sem nema í kringum 27 milljörðum króna og hins vegar fasteignagjöld sem nema á árinu um 3 milljörð- um. Miðað við að um 80% skatta innheimtist sést á þessu að rúmlega 5,5, milljarðar koma ekki til skila um áramót. Um síðustu mánaðamót höfðu um 67% af sköttunum innheimzt en um 92% fasteignagjalda. Guðmundur var inntur eftir því hvort meira væri um vanskil að Húsakaupa- málið til saksóknara HÚSAKAUPAMÁLINU er ekki lokið enn þótt samkomulag hafi orðið um riftun kaupanna á Skólavörðustíg 14 og seljandi liússins háfi dregið til baka kæruna á kaupandann. Þórir Oddsson vararannsóknar- lögreglustjóri sagði í samtali við Mbl. í gær að gögn málsins yrðu send ríkissaksóknara einhvern næstu daga og myndi hann taka ákvörðun um það hvort málið yrði látið niður falla eða rannsókn haldið áfram. Áramóta- skaupið með hef ð- bundnu sniði ÁRAMÓTASKAUP sjónvarps- ins verður með hefðbundnu sniði. að sögn Jóns bórarins- sonar, dagskrárstjóra Lista- og skenimtideildar. Skaupið verður að venju á dagskrá á gamlárskvöld og verður það rúmlega klukku- stundar langt. Það er samsett úr mörgum stuttum atriðum, sem eru flest tengd atburðum, sem hafa 'gerst á þessu ári. Höf undar efnis eru ótalmargir bæði innan og utan sjónvarps- ins. Aðalleikarar eru sex að tölu en leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. ingum og sagði hann að erfitt væri að greina þar á milli, en það væri alveg augljóst að þorri einstakl- inga hefði litla möguleika á að draga greiðslur þar sem tekið vaeri reglulega af þeim á vinnustað. „Þær aðgerðir sem beitt er gegn þeim sem ekki standa í skilum eru eins og allir vita lögtök sem við byrjum að gera þegar í ágúst. T.d. ef skattgreiðendur greiða ekki lögbundna greiðslu í ágúst eindag- ast öll upphæðin og þá eru hafin lögtök hjá viðkomandi. Við byrjum venjulegast á stærstu gjaldendun- um og fyrirtækjum og svo koll af kolli þar til þessu er lokið. Mjög misjafnt er hversu vel gengur að fá greiðslur, en það er sem betur fer mjög óalgengt að nauðsynlegt sé að seíja eignir gjaldenda þó að þær séu oft auglýstar á uppboð- um," sagði Guðmundur. Varðandi innheimtuhlutfallið benti Guðmundur að síðustu á að það væri að vísu ekki alltaf alveg raunhæft þar sem töluvert væri um áætlun á einstaklinga og fyrirtæki sem ekki hefðu talið fram þannig að hlutfallstölur væru alls ekki raunhæfar. AFLASKIPIÐ Sigurður er nú komið með tæplega 20 þúsund lestir af loðnu á sumar- og haustvcrtíðinni. Meðfylgjandi mynd tók Óskar Sæmundsson á ioðnuhtiðunum útiaf Vestfjörðum fyrir nokkru. Loðnan á sumar- og haustvertiðinni: Af linn nálgast nú hálfa milljón lesta LOÐNUAFLINN á sumar- og haustvertíðinn mjakast hægt og bítandi í átt að hálfri milljón tonna, en aflinn er nú orðinn um 485 þúsund tonn. Á sumar- og haustvertíðinni í fyrra var aflinn um 260 þúsund tonn, þannig að hann nálgast nú að vera helmingi meiri í ár. Loðnubann tekur gildi 14. þessa mánaðar og stendur fram í janúar. Síðustu tvo sólarhringa var enginn afli vegna brælu á miðun- um, en síðan síðdegis á þriðjudag hafa eftirtalin skip tilkynnt um afla: Þriðjudagur: Helga II 250, Rauðsey 150, Óskar Halldórsson 410. Miðvikudagur: Loftur Baldvins- son 800, Gísli Árni 600, Albert 600, Gullberg 500, Keflvíkingur 450, Magnús 450, Guðmundur 600, Sigurður 930, Árni Sigurður 200, Bjarni Ólafsson 400, Harpa 370, Kap II/»120, Skarðsvík 200, Húna- röst 70, Ársæll 50, Sæbjörg 150, Breki 430, Víkingur 330. Um mánaðamótin höfðu eftir- talin 20 skip fengið yfir 10 þúsund tonn af loðnu á sumar- og haustvertíðinni, en síðan hafa þau flest fengið einhvern afla: Sigurður 18.237, Börkur 15.326, Gísli Árni 14.429, Pétur Jónsson 13.326, Víkingur 13.820, Grind- víkingur 12.715, Loftur Baldvins- son 12.487, Bjarni Ólafsson 11.965, Súlan 11.907, Skarðsvík 11.797, Albert 11.657, Hákon 11.641, Hilmir 11.500, Hrafn 10.893, Huginn 10.840, Eldborg 10.347, Kap II 10.331, Árni Sigurður 10.206, Gullberg 10.192, Örn 10.061. Mönnunum sleppt RANNSOKNARLÖGREGLA ríkisins sleppti úr gæzluvarðhaldi í gær tveimur mönnum, sem setið hafa inni vegna rannsóknar hins alvarlega nauðgunarmáls dauf- dumbu konunnar. Annar þeirra hafði setið í gæzluvarðhaldi í 34 daga en hinn í 9 daga. Eins og mönnum er vafalaust í fersku minni kom þetta mál upp í byrjun nóvember 8.1. og kom við sögu þess ökumaður grænnar Skodabif- reiðar. Hann gat gefið mikilvægar upplýsingar í málinu. Krakkar í öllum bænum Nu fást krakkafötin í Karnabæ í Austurstræti 22. Strákafrakkar, mikið úrval. Úlpur með hettu, bolir, peysur, blússur o.fl. o.fl. Krakkarnir koma í Karnabæ áfm ungiingaöeild mKARNABÆR =11 Austurstræti 22. Sími frá skiptiborði 28155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.