Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik r- § t8 landsliðsmenn § ! ! kk Leika virkilega fast í Lið Vals er orðið í rúmenska liðinu ÍSLANDSMEISTARAR Vals og rúmensku meistararnir Dynamo Bukarest leika fyrri leik sinn í 2. umferð Evrópumeistarakeppninnar í Laugardalshöllinni í dag kl. 15.00. Lið Dynamo er ekki af verri endanum, alls eru átta landsliðsmenn í liðinu, þar af fjórir sem hafa orðið heimsmeistarar með rúmenska landsliðinu. Liðið hefur hlotið meistaratitil alls 11 sinnum og árið 1967 varð það Evrópumeistarar. Dynamo lék við Saska frá Búlgaríu í fyrstu umferð og sigraði í báðum leikjunum, þeim fyrri 22—17 og heima sigruðu þeir 23—12. Leikmenn liðsins eru hávaxnir mjög og sterklegir og eru sagðir leika mjög grófan handknattleik. Valsmenn leika nú sinn 13. leik í Evrópukeppni og kom það fram hjá þjálfara liðsins, Hilmari Björnssyni að nú yrði farið inn á völlinn með því hugarfari einu að leggja þessa kappa að velli og taka rækilega á þeim. I er oroio þrautreynt í svona leikum og í liðinu,sem leikur í dag, eru 9 landsliðsmenn. Jón H. Karlsson er leikjahæstur Valsmanna, hefur leikið 316 leiki með meistaraflokki. Jón sagðist spá því, að Valur sigraði í leiknum 17 — 12. Valsmenn væru í góðri æfingu um þessar mundir og með góðri hjálp áhorfenda yrði jafnvel enn stærri sigur tryggður. Þjálfari Rúmena sagðist vita, að íslenskur handknatt- leikur væri sterkur og væru þeir því búnir undir erfiðan leik. — Þá veit ég að íslenskir áhorfendur styðja vel við bakið á sínum mönnum og það er alltaf stórt atriði. ___________________________________þr. Kraftlaust raftlyftingamót Reykjavíkurmeistarainótið í kraftlyftinKum var haldið í and- dyri LauKardalshallarinnar i fyrrakvöld. Lyft var í 7 þyngdar flokkum og var aðeins einn keppandi í hverjum flokki og því vart um neina kcppni að ra'ða, nema þá helst við metin. Þau fengu þó að vera í friði um sinn, en árangur einstakra kcppenda á mótinu var þessii Fyrsta talan táknar hnébcygjulyftu. önnur talan bekkpressu. þriðja talan réttstöðulyftu og loks er fjórða talan samanlögð þyngd. 60 kg flokkur: Þorvaldur B. Rögnvaldsson KR 125 — 70 — 125 320. 67.5 kg flokkur: Kjartan M. Hjálmarsson KR 115 — 60 — 150 325. 75 kg flokkur: Sverrir Hjaltason KR 180 - 120 - 225 525. 82.5 kg flokkur: Bragi Helgason KR 150 - 75 - 165 390. 90 kg flokkur: Hörður Magnússon KR 240 — 140 — 230 610. 100 kg flokkur: Helgi Jónsson KR 230 - 165 - 220 615. 110 kg flokkur: Gústaf Agnarsson KR 250 - 150 - 260 660. • Piltarnir írúmenska liðinu Dynamo Bukarest eru stórir og stæðilegir eins og sjá má & þessari mynd sem tekin var í gær fyrir utan Laugardalshöllina er þeir voru að koma af æfingu. Ljósm. Emilía. Körfuknattleikur: Hörkukeppni í 1. deild UMFG-ÍV (47-32) 94-69 Á laugardaginn léku saman í Njarðvík lið Grindavíkur og Vest- mannaeyingar í 1. deildinni í körfu- knattleik. Grindvíkingar tóku forystu strax í leiknum, en forysta þeirra varð þó ekki afgerandi fyrr en líða tók á fyrri háifleikinn. Staðan í leikhléi var síðan oröin 47—32 Grindvíkingum í vil. í seinni hálfleik héldu Grindvíkingar uppi sama hætti og í þeim fyrri, enda mótstaðan ekki mjög mikil hjá ÍV-mönnum. Virðist leikskipulagi þeirra í ýmsu áfátt, en leikmenn liðsins eru þó mjög sprækir og allir af vilja gerðir til aö gera vel. En Grindvíkingar, með Mark Holmes í fararbroddi, tryggöu sér örugglega sigur, 94—69. Stigahæstir Grindvíkinga: Mark Holmes 30, Björn B. 18 og Eyjólfur 17 stig. Stig Vestmannaeyinga: James Booker 34, Siguröur Kaníelsson 10 Og Tómas Pálsson 8 stig. ÍBK-ÍV (36-39) 80-70 Á sunnudag léku síöan Vest- mannaeyingar við lið Keflvíkinga, ÍBK, og voru þeir nú öllu betri en gegn Grindvíkingum daginn áður. Leikurinn var allan tímann í járnum. Keflvíkingar tóku forystuna í upphafi, en Eyjamenn jöfnuðu leikinn og komust yfir og höfðu 3 stig yfir í hálfleik, 39—36. í seinni hálfleiknum skiptust liðin á um að hafa forystuna og færðist nú mikil spenna í leikinn. Það var ekki fyrr en 6 mínútur voru til leiksloka að Félagaskipti tíð ífr jálsum Ljóst er að félagaskipti meðal frjálsiþróttamanna verða óvenju mikil um næstkomandi áramót. Morgunblaðið hefur sagt frá því að þau Ingunn Einarsdóttir og Jón Sævar Þórðarson muni keppa undir merkjum KA á Akureyri á næsta ári, en frá því að þess var getið hafa Frjálsíþróttasam- band íslands borizt fleiri til- kynningar um félagaskipti. Meðal þeirra sem skipta munu um félag ber fyrst að nefna Þráin Hafsteinsson, hinn ágæta tug- þrautarmann, sem gengur úr Ármanni í ÍR. Þá munu þeir Óskar Reykdalsson kúluvarpari og Vé- steinn Hafsteinsson tugþrautar- maður ganga úr HSK í KA. Einnig mun KA-mönnum bætast góður liðsauki í Steindóri Tryggvasyni millivegalengdahlaupara, sem gengur úr UÍA og yfir í sitt gamla félag um áramótin. Jafnframt æfir Hjörtur Gíslason fyrrverandi lyft- ingamaður spretthlaup af krafti og verður hann sennilega helzti spretthlaupari Akúreyringa á næsta ári. Þá gengur sprett-hlaup- arinn Jónas Egilsson úr Víkverja í ÍR. Ennfremur hefur María Guð- johnsen tilkynnt félagaskipti yfir í Ármann, en hún keppti áður fyrir IR. Þá mun spretthlauparinn Hreinn Jónasson UBK keppa á ný fyrir HSH á næsta ári. Loks hefur IR-ingum bætzt góður liðsauki í finnska hlaupar- anum Mikko Háme, sem stundar nám í íslenzku við Háskóla íslands. Mikko hljóp 1500 m í ár á 3:54 mín og 300 m hindrunarhlaup á 9:13 mín. En auk alls þessa má geta þess hér að flestir af fremstu frjáls- íþróttamönnum Leiknis í Breið- holti hafa tilkynnt félagaskipti yfir í ÍR. Meðal þeirra eru Þórður Þórðarson, Hafliði Maggason og Jóhann Jóhannsson. - agás. IBK-menn beittu pressuvörn og sigu þá fram úr á síðustu mínútunum og tókst að sigra meö 10 stiga mun, 80—70. Lið Vestmannaeyinga fór því enga frægðarför til lands að þessu sinni. Liðið hefur þó innan sinna vébanda Bandaríkjamanninn James Booker, sem ,þeir ku þó ekki vera mjög ánægöir með. James skorar að vísu mikið í leikjum liðsins, en flest stigin skorar hann eftir fráköst. Hins vegar viröist sem hann sé ekki alveg rétti maöurinn fyrir Eyjamenn hvað leik þeirra sjáifra varðar. Keflvíkingar hafa ungu liði á að skipa og sýndu það í fyrra er þeir léku í bikarkeppninni gegn ÍR aö efniviöurinn er fyrir hendi, en aöeins þarf aö vinna úr honum. Bestir ÍBK-manna voru þeir Björn V. Skúlason, sem skoraði 34 stig, „KR-ingurinn“ Ágúst Líndal, sem skoraöi 24 stig, og Einar Steinsson, sem skoraði 11 stig. Hjá Vestmannaeyingum voru bestir Booker meö 37 stig, Páll Sveinsson meö 14 stig og Árni Grétarsson með VI stig. Ármann-Snæíelh 124—64 (59-36) Eins og tölurnar hér aö ofan gefa til kynna var leikur þessi heldur ójafn og yfirburðir Ármenninga miklir. Náðu þeir strax á upphafsmínútunum talsverðu forskoti og bættu stööugt viö þaö þegar á leið leikinn. Blökku- maöurinn Stewart Johnson var best- ur Ármenninga að þessu sinni, en einnig átti Jón Björgvinsson góöan leik. Voru þeir einnig stigahæstir, Stewart með 37 en Jón með 35 stig. Á undanförnum árum hafa komið fram margir bráöefnilegir piltar í Stykkishólmi. Margir þeirra hafa þó flutt hingað suöur og má til dæmis nefna að 4 leikmenn í úrvalsdeildar- liði Vals rekja ættir sínar þangaö. Eins og geta má nærri hefur þessi missir komiö mikið niöur á árangri liðsins á undanförnum árum. Staðan í 1. deild UMKG Fram Ármann Tindastóll Snæfell ÍKK KFÍ ÍV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.