Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 30 Sinfóníutónleikar Tónleikarnir hófust á Fanfare og Kóral eftir Egil Howland, eitt af þekktari' tónskáldum Norð- manna. Verkið er rismikið, skemmtilega skrifað og var flutn- ingur þess nokkuð góður. Það er svolítið einkennilegt hversu mjög skortir á nákvæmni í tóntaki og það oftast í einföldum línum. Þetta er vandamál, sem hljóm- sveitin ætti að taka sjálf til meðferðar, ráða sér sérstakan leiðbeinanda og mætti byrja á fiðlusveitinni. Hver stíltegund er mótuð af sérstöku tónferli og hvert tónskáld er meira og minna að leita eftir nýjum leiðum. Það er því nauðsynlegt að t.d. fiðluleikar- ar í hljómsveit hafi notið þjálf- Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON unar í fjölbreyttara tónferli en þekkist hjá Mozart og Beethoven. Annað verkið á tónleikunum var Klarinett konsert eftir Weber og stóð Einar Jóhannesson í hlut- verki einleikara í fyrsta sinn á pallinum með Sinfóníuhljómsveit Islands. Það er löng leið að fara ef stefnt er að því að verða einleikari Páll P. Pálsson, fastur hljómsveit- arstjóri Sinfóníu- hljómsveitar ís- lands, stjórnar þessum tónleikum. Einar Jóhannes- son. á hljóðfæri og á einni kvöldstund er svo allt lagt að veði. Einar er frábær klarinettleikari og gerði konsertinum góð skil. Verkið er glæsilegt einleiksverk en gefur 1 ekki stór tækifæri til túlkunar. Vonandi gefst tækifæri til að heyra Einar flytja þyngri og viðameiri tónlist. Tónleikunum lauk með Reikistjörnunum eftir Gustav Holst, sem er eitt af þekktari tónskáldum Breta og Reikis- stjörnurnar frægasta verk hans. Verkið ritað 1915 og ber glögg merki um það sem hæst bar í tónlist þessa tímabils. Það er vel skrifað en ekki sérlega frumlegt. í ýmsum viðkvæmum köflum, þar sem áherzla er lögð á blæbrigði, komu fram ýmsir agnúar í tón- taki, rétt eins og hljóðfæraleikar- arnir vissu ekki um viðeigandi blæbrigði. í síðasta kaflanum, sem er mjög undir áhrifum frá Debussy, vantaði mikið á að hljómsveitin kynni að móta blæbrigðin í samræmi við stíl tónverksins og var síðasti kaflinn lakastur af þeim sökum. Að öðru leyti var flutningur hljómsveitar- innar mjög góður og stjórnandinn Páll P. Pálsson greinilega í „þrumustuði". í síðasta kaflanum var kvennakórinn of fáliðaður til ráða verulega miklu um mótun blæbrigða og auk þess illa stað- settur til að geta stillt sig vel við hljómsveitina. cmni S veinbjóm l. BahUmsian- Ljóðte/agið Ljóðfélagið kynnir lög af sam- nefndri hljómplötu sinni og áritar síðan eintök af plötunni að tónleik- unum loknum í verzlun okkar sem er í Miðbænum, Austurstræti 22, við Útimarkaðinn. Allir í Miðbæinn í dag. HLJOMDEILD Uyj) KARNABÆR r Laugavegi 66, s. 28155. Glæsibæ, s. 81915. Austurslræti 22, s. 28155. Ljóðfélagið Stjörnur r i skónum Já i miðbænum í dag kl. 1.30 og 4.30 Bridge Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélagið Ásarnir í Kópavogi Boðsmóti Ásanna 1978 er lokið. Þeir félagar Steinberg Ríkharðsson og Tryggvi Bjarnason sigruðu glæsilega, nokkuð óvænt. Er þetta fyrsti stórsigur þeirra, sem makkerpars. f 2. sæti einnig nokkuð óvænt, urðu Sigurberg Elentínusson og Gylfi Sigurðs- son. Eru þeir nýir félagar í Ásunum. (Sigurberg er faðir Guðbrands). Að öðru leyti varð röðin þessii stig Steinberg — Tryggvi 1535 Gylfi — Sigurberg 1448 Alfreð G. Alfreðssson — Helgi Jóhannsson 1406 Jón Baldursson — Sverrir Ármannsson 1380 Einar Þorfinnsson — Sigtryggur Sigurðsson 1379 Hörður Blöndal — Þórir Sigurðsson 1371 Gestur Jónsson — Valur Sigurðsson 1365 Hermann Larusson — Ólafur Lárusson 1351 Guðmundur Hermannsson — Sævar Þorbjörnsson 1348 Ármann J. Lárusson — Haukur Hannesson 1342 Meðalskor 1260 Næsta mánudag verður spiluð nýstárleg keppni hjá Ásunum. Það eina sem menn þurfa að gera, er að mæta á keppnisstað, með eða án makkers. Síðan verða menn dregnir saman í pör og sveitir, spilaður tvímenning- ur, en reiknað út í lokin sem um sveitakeppni væri að ræða. Er þeim sem orðnir eru leiðir á makker sínum sérstaklega bent á að vera með. Starfsemi Ásanna fyrir jól, lýkur að sjálfsögðu með hinni árlegu jólasveinakeppni, þar sem félagið býður öllum mann- skapnum í tilheyrandi jóla- veislu. Sl. 2 ár hafa samtals 40 sveitir spilað í þeirri keppni. Keppni hefst ávallt kl. 19.30. Spilað er í Fél.heim. Kópavogs. BRIDGf fRR TTABlf ÁSANMA, 6ÁK. I 87* Fréttarit Ásanna 1978 Þá er komið út fréttarit Ásanna, hið annað í röðinni. Er það hin unga og bjartsýna stjórn Ásanna sem stendur að baki þeirri útgáfu, annað árið í röð. Er það að vanda fjölbreytt, m.a. sagnakeppni, frá bikar- keppni, fréttir um BÁK, létt efni o. fl. Fæst blaðið til sölu hjá Ásunum, og einnig á miðviku- dögum hjá BR. Er skorað á menn að fá sér eitt eintak, og styðja þannig við útgáfuna. Hvern munar um fáar krónur í dag, en án þeirra er ekki hægt að gefa út slíkt í framtíðinni. Blaðið er unnið hjá Letri h/f en veg og vanda af uppsetningu hefur Trausti Finnbogason, auk stjórnar Ásanna. Bridgefélag Kópavogs Aðalfundur félagsins var nýlega haldinn. Starfsemi félagsins var í miklum blóma á síðasta starfsári. í stjórn voru kosnir: Kristmundur Halldórs- son formaður og aðrir í stjórn: Birgir Isleifsson, Þórir Sveins- son, Óli M. Andreasson og Jónatan Líndal. Birgir ísleifsson var kosinn fulltrúi félagsins í stjórn Bridgesambands Reykja- nesumdæmis - O - Yfirlit yfir bronzstig Spilaárið 1977—78 voru gefin ú bronzstig til 103 aðila. Eftirtaldir fengu flest stig: Sævin Bjarnason 388 Óli M. Andreasson 381 Guðmundur Gunnlaugsson 381 Ármann J. Lárusson 315 Birgir ísleifsson 285 Sverrir Ármannsson 269 Jón Páll Sigurjósnson 267 Runólfur Pálsson 263 Guðbrandur Sigurbergsson 255 Guðmundur Pálsson 253 Rúnar Magnússon 237 Grímur Thorarensen 236 Bjarni Pétursson 231 Kristinn Gústafsson 230 Haukur Hannesson 229 Frá upphafi hafa verið gefin út hjá félaginu samtals 21.997 bronzstig til 156 aðila. Þau skiptast þannig: 1 hefur fengið yfir 800 stig 1 hefur fengið 700—800 stig 4 hafa fengið 600—700 stig 5 hafa fengið 500—600 stig 5 hafa fengið 400—500 stig 7 hafa fengið 300—400 stig 5 hafa fengið 200—300 stig 39 hafa fengið 100—200 stig 89 hafa fengið minna en 100 stig Eftirtaldir hafa fengið flest stig írá upphaíii Ármann J. Lárusson 869 Haukur Hannesson 753 Óli M. Andreasson 634 Birgir ísleifsson 633 Guðmundur Gunnlaugsson 616 Sævin Bjarnason 610 Grímur Thorarensen 590 Rúnar Magnússon 577 Guðmundur Pálsson 551 Ragnar Björnsson 538 Bridgedeild Víkings Eitt kvöld er eftir í tvímenn- ingskeppni Víkings og verður það næstkomandi mánudag. Keppnin hefst þá klukkan 19.30 eins og venjulega. Staðan í keppninni er nú þessi, innan sviga skor paranna siðastliðinn mánudag: Lárus og Sigurður 920 (166) Hjörleifur og Kristín 909 (186) Ásgeir og Sigfús 892 (184) Guðbjörn og Magnús 881 (185) Kristján og Lillý 874 (182) Ásgrímur og Guðmundur 831 (145) %) Lítid barn hef ur lítið sjónsvið iJlHÍVt % tiri m M ItHillHll'H'i. i'í'á itVlÍÍÍlÍt •i'mii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.