Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 47
* MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 47 Handbolti um helgina: Margir merkir leikir ÞAÐ VERÐUR mikið um að vera í handboltanum um helgina, Evrópuleikur, 2 Jeikir í fyrstu deild karla, 3 leikir í fyrstu deild kvenna, einn leikur í annarri deild karla svo og leikir í 3. deild karla og 2. deiid kvenna. Hæst ber að sjálfsögðu Evrópuleik Vals og Dynamó Búkarest frá Rúmcníu í 2. umferð keppninnar. Um hann er þó f jallao annars staðar á síðunni. Fyrstu deildarleikirn- ir tveir eru harðvftugir íallbaráttuíeikir. HK ieikur gegn Fram að Varmá á laugardaginn klukkan 17,00 og Fylkir óg llaukar mætast f Laugardaishöllinni sama dag klukkan 19.00. Stór spurningamerki eru við alla þá þrjá leiki sem fram fara í 1. deild kvenna. FH mætír Þór frá Akureyrí syðra á laugardaginn, en FH tapaði sínum fyrsta leik í deildinni gegn KR fyrir skömmn, Breiðablik mætir Haukum í Ás- garði á sunnudaginn og verður fróðlegt að sjá hvort Blikarnír fylgja eftir; sigri sínum gegn Víkingi í síðasta leik sínum. Þriðji leikurinn er viðureign Vals og KR. Vaisstólkurnar hafa ekki reynst eins sterkar þetta árið og oftast áður. Öðru máli gegnir um KR-lið- ið, sem hefur nu unnið tvo síðustu leiki sína, þar á meðal FH. Leikir helgarinnar éru þessir: LAUGARDAGURSDES^ Ilafnarfjiirour U. 13.30 1. deild kvenna FH-Þðr Ak. Vestmamiapyjar U. 13.15 2. deild kvenna Þðr Ve-Fylkir Vestmannai'yjar kl. 14.15 2. deild karla Þðr Ve-Leiknir SUNNUDAGUR10. DES^ Vartná kl. 15.00 3. deild karla UMFA-ÍA VarmA kHTÆO l.deildkarla HK*rara Asgarðiir kl. 16.00 1. deild kvenna UBKHaukar LauKardalshöll kl. 10.00 1. deild karla Fylkir-Haukar LaugardalshwU kl. 20.15 I. deild kvenna VaturKR Landsliöiö í borðtennis valið Landsliðsneínd B.T.I. hefur valið landslið til keppni við Færeyinga í janúar. Einnig mun B.T.Í. senda 5 manna lið, 3 karla og 2 konur, til keppni í Evrópukeppni landsliða. e- riðli, sém háft verður dagana 4.-8. feh. f Wales. Landsliðs- æfingar eru þegar hafnar. Þjálfari landsliðsins er Stefán Snær Konráðsson. Landsliðið er: KARLAR: Tóraas Guðjónsson K.R., Stefári Blak um helgina: S. Konráðsson Vtk., Gunnar Finnbjörnsson Ö., Hjáimtýr Hafsteinssqn K.R., Hilmar Konráðsson Vík., Gylfi Pálsson U.M.F.K. UNGL.: Þorfinnur Guðmundsson Víjt, Tómas Sölvason K.R., Bjarni Kristjánsson U.M.F.K., Einar Einarsson Vík., Haukur Stefánsson Vík. Stórlióin austur TVEIR leikir fara fram í 1. deild karla í blaki um helgina, hvoru tveggja leíkir sem eiga að vera nokkuð öruggir fyrir fram, á pappírnum a.m.k. Þróttarar skreppa að Laugar vatni og etja kappi við Mími. Er sá leikur á laugardaginn og hefst klukkan 15.00. Stúdentar verða einnig á ferðinni á Laugarvatni og strax að lokn- um leik Þróttar og Mírnis, leika ÍS og Laugdælir. Einn leikur fer einnig fram í 2. deild karla, en það er viðureign Breiðabliks og Vík- ings. Sá leikur fer fram í Hagaskólanum á sunnudaginn og hefst klukkan 20.15 sam- kvæmt leikskrá. Á undan hon- um áttu að leika UBK og Víkingur í 1. deild kvenna. En eins og áður hefur verið skýrt frá, hefur kvennadeild Víkings hrunið í sundur og félágið er ekki með lið að þessu sinni. Góöur árangur f atl aðra í lyftingum NÝLEGA fóru fjórir keppendur á vegum íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík á alþjóðakeppni fatl- aðra sem haldin var í Solna í Svíþjóð, kepptu þeir aliir í lyftingum (bekkpressu). Þeir sem fóru heita Jón Eiríksson í 52 kg flokki, lyfti hann 45 kg, en hann á ísl.metið (45 kg) í þessum fl. Jónatan Jónatansson í 56 kg flokki, lyfti hann 67.5 kg, Sigmar Ó. Maríasson í 75 kg flokki, lyfti hann 100 kg, en hann á ísl. metið (95 kg) í þessum fl. Gísli Bryngeirsson í 82.5 kg flokki, lyfti hann 92.5 kg, hann á ísl. metið (82.5 kg) í þessum fl. Þjálfari og farar- stjóri í ferð þessari var Július Arnarsson, íþróttakennari, en hann hefur verið þjálfari Í.F.R. frá upphafi. Kópavogshlaup ÞRIÐJA vetrarhlaup langhlaup- ara verður háð í dag og hefst það klukkan 14 á íþróttavcllinum í Fífuhvammi í Kópavogi. 1 karla- flokki verða hlaupnír 6 kílómetr- ar, en kveníólkið mun hlaupa 3 kílómetra. Hlaupið hefst og lýkur á Kópavogsvelli. Eftir fyrstu tvö hlaup vetrarins er staðan í stigakeppni vetrar- hlaupanna sem hér segir (fyrsti maður hlýtur 15 stig. næsti 14, o.s.írv.)i Karlari Ágúst Þorsteinsson UMSB 29 Hafstinn Óskarsson, ÍR Gunnar P. Jóakimsson, ÍR Sigfús Jónsson, ÍR Steindór Tryggvason, UÍ A Agúst Ásgeirsson, ÍR Sigurjón Andrésson, ÍR Konuri Thelma Björnsdóttir, UBK Hrönn Guðmundsdóttir, UBK Anna Haraldsdóttir, FH Kristín Sigurbjörnsd., ÍR Guðrún Heiðarsdóttir, ÍR Alls hafa 18 karlmenn og sjö konur tekið þátt í hlaupunum til þessa. 27 21 15 13 12 12 30 28 23 13 12 Erlendur hrelldi IR-inga VÍKINGAR unnu nokkuð örugg- an sigur gegn ÍR-ingum í 1. deild íslandsmótsins í handbolta í gærkvöldi, öruggan vegna þess, að ÍR-ingar voru ávallt undir utan tvívegis, er jafnt var í leiknum, mest 6 mörk, 13—19. Leikurinn í heild var frekar slakur, en átti þó sfn góðu augnablik. T.d. glöddu augað frábær mörk Sigurðar Gunnars- sonar og stórgóður leikur Er- lends Hermannssonar í liði Vík- inga. Sigurður svífur svo lengi í loftinu í uppstökkum sínum, að varnarmenn geta næstum tví- hoppað út á móti honum. Þá var markvarsla Jens Einarssonar góð að vanda. Hann er hálft íR-liðið. Lokatölur þessa leiks urðu að lokum 24—21 Víkingi í hag, en staðan í hálfleik var 14 — 10, einnig fyrir Víking. Það er skemmst frá að segja, að Víkingar náðu fljótlega góðri forystu, 4—1. ÍR-ingar létu ekki bæla sig niður og söxuðu á forskotið þannig að tvívegis stóðu leikar jafnir, 4—4 og 8—8. Meðan á þessu gekk, áttu Víkingar í hinum mestu brösum með að halda knettinum, gripu oft og tíðum varla. Var engu líkara, en að boltinn væri glóandi hraunmoli og Víkingar hefðu eigi asbesthanska á höndum. Þetta lagaðist og Víkingur náði góðri forystu á ný, 14r10 í hálfleik. í síðari hálfleik gerðist síðan ekkert annað en það, að Víkingur hélt hið fastasta í unnið forskot, það komst allt upp í 6 mörk, 13—19, en aldrei varð það minna en 3 mörk. Því var fjarri því að leikurinn hefði upp á spennu að bjóða. Jens bar af í liði ÍR, vafalítið einn besti ef ekki besti markvörð- ur landsins um þessar mundir. Brynjólfur átti einnig góðan leik, svo og Sigurður Svavarsson sem • Erlendur Hermannsson átti snilldarleik í gær. greinilega kann vel við sig í hlutverki sínu á línunni. Erlendur Hermannsson átti vafalaust sinn besta leik fyrir Víking, skoraði mikið af mörkum, meira að segja eitt með uppstökki, en hann er kunnari fyrir allt öðru vísi mörk en það, en hann er einkum hornamaður og línu. Sig- urður Gunnarsson skoraði sem fyrr segir glæsimörk, einnig Ólafur Jónsson í horninu sínu. Auk þess ^r Árni traustur að vanda. Rósmundur Jónsson stóð í Vikingsmarkinu síðustu 12 mínút- • Matthfas Sveinsson formaður Skiðafélagsins. Matthías Sveinsson formaöur Skíöafélags Reykjavíkur NÝLEGA var haldinn í Skíðaskál- anum í Hveradölum, aðalfundur Skíðafélags Reykjavíkur. For- maður félagsins Páll Samúelsson, las skýrslur stjórnarinnar fyrir 8.1. ár. Starfsemin hefur verið mjög fjölbreytt og göngumenn félagsins hafa verið sigursælir á tímabilinu. I stað Páls var kosinn í for- mannsstarfið Matthías Sveinsson, fyrrverandi íslandsmeistari. Þar sem sumir keppendurnir hugsa til æfinga erlendis, er félagið með ýmsar fjáröflunar- leiðir á prjónunum. ur leiksins, en Eggert er meiddur og Kristján Sigmundsson sneri sig illa í leiknum. Rósi varði tvö skot, en Kristján hafði varið þokkalega. Vofir nú markvarðarleysi yfir Víkingi. ( STUTTIi MÁLI. Laugardalshdll. 1. deild. fR - VÍKINGUR 21-24 (10-14) MÖRK ÍR, Brynjólfur 7. Sigurður Svavars- son 5 (5 víti). Guðjón 3. Bjarni Bessason. Vilhjálmur Sig. og Sigurður Gfslason 2 hver. MÖRK VÍKINGS. Erlendur 7. Sigurður Gunnarsson. Ólafur Jónsson og Árni Indriðason 4 hver, Ólafur Einarsson 3 og Viggó 2. BROTTVÍSANIR. Páll Björgvinsson. Viggð Sigurðsson og Erlendur Hermannsson (allir Vfk.) 2 mfn. og Hafliði Halldórsson og Sigurður Svavarsson ÍR 2 mín hvor. MISNOTUÐ VÍTI. engin. - gg. Einkunagjöfin ÍR. Jens Einarsson 3, Brynjólfur Markús son 3. Sigurður Svavarsson 3. Guðjðn Marteinsson 2. Bjarni Bessason 2, Hafliði Halldórsson 1, Ársæll Hafsteinsson 1. Sigurður Gfslason 2. Ingimundur Guð- mundsson 1, Guðmundur Þðrðarson 1. Bjarni Bjarnason 1. Vilhjálmur Sigurgeirs- son 2. Vfkingur. Kristján Sigmundsson 2. Rós- mttndur Jðnsson 1, Viggð Sigurösson 2, Erlendur Hermannsson 4, ólafur Einarsson 2, Ólafur Jónsson 3. Árni Indriðason 3, Sigurður Gtinnarsson 3, Skarphéðinn Ösk arsson 2. Steinar Birgisson 2. Magnús Guðfinnsson 1. Stórleikur í körfu: KR mætir Val ÞRÍR leikir fara fram í úrvals- verður suður með sjó. Heima- deildinni í körfuholta um helgina menn hljóta að hirða bæði stigin, og aðrir þrír í 1. deildinni. þó að auðvitað sé ekkert hægt að Stórleikur helgarinnar er vafa- fullyrða. Leikir helgarinnar eru laust viðureign KR og Vals í þessiri Hagaskólanum á sunnudaginn. Bæði liðin keppa að því að ná laugajrdagur. toppsætinu og eiga bæði mögu- „^Meild..............kl. 14.00 UMFN - fS leika. Verður að segjast eins og Akureyri er, að Valsarar eru mun sterkari úrvalsdeiid...................ki. 14.00 Þðr - ÍR heldur en reiknað var með. Þá Hagaskóli ~-,iam _ „. fD • i___i i á ¦ *• uell,J............ kl. 15.00 Fram — Armann gætU IRingar hæglega lent 1 Vestmannaeyjar kröppum dansi, þegar þeir sækja t. deild...............ki. 13.30 lv - Tindastóii Þórsara heim. Þór vermir botn- SUNNUDAGUR. sætið, en er oft ekki létt heim að HaKfkó" _.«_«-_ „, • . T • . . ... urvalsdcild ..............kl. 15.00 KR — Valur sækja. Loks ber að geta leiks Njarðvík Njarðvíkur og ÍS, sem leikinn l, deild..................kl. 13.00 UMFG * ÍBK Ovænt úrslit Það urðu óvænt úrslit bæði í Kaupmannahafnarmeistaramótinu og Sjálandsmeistaramótinu í bad- minton. Á Kaupmannahafnar- svæðinu búa aðeins tveir verulega þekktir badmintonmenn, þeir Morten Frost Hansen og Jesper Helledie, og var Morten Frost álitinn mjög sigurstranglegur. En hann tapaöi fyrir Torben Nielsen sem síðan tapaði fyrir Jesper Helledie í úrslitum. Jesper Helledie varð þrefaldur meistari því hann vann einnig í tvíliðaleik karla ásamt landsliðsþjálfaranum Jörgen Mortensen og í tvenndar- leik ásamt Anne Skovgaard sem vann hér með sinn fyrsta titil eftir að hún fluttist til Danmerkur. Lena Köppen vann einliðaleik kvenna auðveldlega og einnig tvíliðaleik ásamt Joke van Beuse- kom. I Sjálandsmeistaramótinu var búist við öruggum sigri Svend Pri þar sem Flemming Delfs var staddur í Kanada. En það fór á annan veg því Steen Fladberg vann úrslitaleikinn með 15—6, 3—15 og 15—11 og spilaði Flad- berg af mikilli hörku. Tvíliðaleik karla unnu Claus B. Andersen og Hans Olaf Birkholm. Einliðaleik kvenna vann Pia Nielsen og hún vann einnig tvíliðaleikinn ásamt Ingu Borgström. Tvenndarleikinn vann svo Inga Borgström og Peter Holm. í Kanada spilaði Flemming Delfs úrsitaleikinn á móti Thomas Kihlström frá Svíþjóð og vann 14-17, 15-11 og 18-16. í tvíliða- leik unnu þeir Flemming Delfs og Steen Skovgaard fyrstu lotuna á móti Kihlström og Fröhman en töpuðu svo annarri lotunni og urðu að gefa þá þriðju vegna smá meiðsla hjá Delfs. I einliðaleik kvenna vann Wendi Clarkson frá Kanada Sonoe Ohtsuka frá Japan og í tvíliðaleik vann hún ásamt Kazuko Sekine og í tvenndarleik vann hún ásamt Steen Skovgaard og sýndi þar með að hún er góður spilari á alþjóðlegan mælikvarða og að það var ekki tóm heppni þegar hún sló Lenu Köppen út úr All England-keppninni fyrr á þessu ári. I I Dómari skorinn I HÁLFLEIK í leik Vals og Dynamo Bukarest í dag verður íslenskur dómari skorinn upp. Það er hinn snjalli töframaður Baldur Brjánsson sem skera mun upp með berum höndum. Ekki hefur fengist úr því skorið hvort hann hyggst kanna hvort dómaraflautur hafi hrokkið ofan í manninn. En alla vcga verður forvitnilegt að sjá hvað hann kemur með út úr dómaranum. Er þetta atriði sem enginn má missa af. Forsala á leikinn hefst kl. 13.00 í Laugardalshöllinni í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.