Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 25 en mánaðarlaunum síðastliðnum gaf Alþýðusamband íslands út sérstaka töílu og línurit, idum til frqðleiks reiknað með sama hætti, hvað aðgerðir núverandi r gert ráð fyrir 35% verðbólgu á næsta ári, en eins og fram hefur komið rðbólgan 1979 geti verið á bilinu 35 til 70%. Því má segja að ekki sé SÍ hafa samþykkt tillögu frá Birni Þórhallssyni um að setja upp á sama kningur hefur enn ekki séð dagsins ljós. Tafla þessi er unnin á þann hátt, að sömu launastærðir og eru í töflu ASI eru teknar og færðar til núvirðis, þ.e.a.s. fremsti dálkurinn sýnir sömu launastærðir að viðbættum áfanga og vísitöluhækkunum frá í febrúarmánuði. Síðan er gert ráð fyrir um 35% verðbólgu á næsta ári eða verðbólgu í samræmi við þær spár, sem Þjóðhagsstofnun hefur gert. Á vísitölutímabilinu fram í marz er gert ráð fyrir 9% hækkun, þá 8% hækkun og loks 7% hækkun, en að aðeins 5% komi til með að hækka kaupstigunum, sem umfram eru, verði eytt hverju sinni, svo sem gert var nú 1. desember, er 8 stigum var eytt. Mánaoar-ti'kjur í nmember í þús. kr. 148.5 ÞÍJ TAPAR Á EINU ÁRI 11.481 jan. 11.481 ichr. 11.481 marz 17.681 apr. 17.681 maí 17.681 ilÍMI 22.517 júlí 22.517 áítúst 22.517 SOpt. 25.832 ukt. 25.832 nov. 25.832 samtals 232.533 167.6 13.407 13.407 13.407 20.646 20.646 20.646 26.294 26.294 26.294 30.165 30.165 30.165 271.536 199.3 15.941 15.941 15.941 24.549 24.549 24.549 31.264 31.264 31.264 35.866 35.866 35.866 322.860 262.6 21.008 21.008 21.008 32.353 32.353 32.353 41.203 41.203 41.203 47.269 47.269 47.269 425.499 312.6 25.008 25.008 25.008 38.513 38.513 38.513 49.048 49.048 49.048 56.269 56.269 56.269 506.514 362.6 29.008 29.008 29.008 44.673 44.673 44.673 56.893 56.893 56.893 65.269 65.269 65.269 587.529 I 400-- 390-- 380-- 370-- 360-- 350-- 340 330 320 310-- 300-- 290-- 280-- 270-- 260-- Svört lína=óskert vísitala Brotin lína=útborgao kaup og 5% hækkun hvert sinn. Mismunur=TAP ' 41.203 47.269 32.353 1 1 1 1 1 21.008 -I-------h -I---------------1---------------1---------------1- H---------1--------1 Jil" ft'br. mar/ apr. maí júní júlí i'igúM sept. nkt. nm. e: rræna lljónir skipverja þannig aö sá tími nýttist ekki. Þá var mun stærra skip, Albert, sent á vettvang, en meðan skipið var á staðnum, þ.e. frá 28. nóvember þangað til í gær, gaf ekki veður til að gera við bilunina. I gær kom svo skip Mikla norræna á staðinn. Heitir það Northern og er ævinlega notað þegar bilanir sem þessar verða. Það hefur ekki fyrr komist til viðgerðarinnar þar sem það var í slipp og þegar það átti að fara niður nokkrum dógum eftir að bilunin varð, kviknaði í skipinu, þannig að segja má að þarna sé röð af óhöppum. Talsímasambandi við útlönd er nú þannig háttað að 2 línur eru til London, 2 til Kaupmannahafnar og 2 stuttbylgjurásif. Telex- þjónusta er með eðilegum hætti. Varnarliðið í Keflavík hefur lánað tvær af línum sínum og einnig hafa fengizt línur í gegnum jarðstöð í Grænlandi. Þrátt fyrir bilunina og að nú sé algjörlega stuðst við Ice-Can strenginn tókst að afgreiða 72 þúsund talmínútur í nóvember- mánuði. I október voru til saman- burðar afgreiddar 117 þúsund talmínútur. Bið eftir símtali til útlanda er mjög mismunandi eftir dögum og einnig á hvaða tíma dags samtalið er pantað. Algengt er þó að það taki 4—6 tíma að ná til annarra landa. Fimmtugasta uppbodid hjá KJausturhólum FIMMTUGASTA uppboð Klausturhóla, listmunaupp- boðs Guðmundar Axelsson- ar, verður haldið í dag og hefst klukkan 14 í uppboðs- sal fyrirtækisins við Lauga- veg 71. Seldar verða bækur og rit, alls 170 og er ýmislegt af gömlum og fágætum bókum á uppboð- inu, m.a. 1. útgáfa af Njáls- sögu — útgáfa Olaviusar. Ýmislegt markvert gerðist á vettvangi borgarmála í þessari viku, en s.l. fimmtudag var haldinn langur og strangur fundur í borgarstjórn, sem stóð í rúmlega 9 tíma. Tvennt hefur vafalaust vakið mesta athygli. Annarsvegar sú ákvörðun vinstri flokkanna að stórhækka skatta á fasteignir borgarbúa og hinsvegar sú stað- reynd að borgarstjórn felldi tillög- ur fulltrúa vinstri flokkanna í borgarstjórn um að taka upp nýjan fasteignaskatt í formi sorphirðugjalds. Sorphirðugjaldið úr sögunni S.l. laugardag gerði ég hér í blaðinu nokkra grein fyrir tillög- unum um sorphirðugjaldið, en það Birgir ísl. Gunnarsson. Birgir Isl. Gunnarsson: Atlagan að átvinnu- rekstrinum gjald hefði aukið álögur á borgar- búa um 300 millj. kr. Þau óvæntu tíðindi gerðust í borgarstjórn að meirihlutinn kom ekki tillögum sínum í gegn. Annar borgarfull- trúi Alþýðuflokksins.Sjöfn Sigur- björnsdóttir, lýsti því yfir að hún væri andvíg þessum nýja skatti og greiddi því atkvæði gegn honum ásamt okkur sjálfstæðismönnum. Það mál er því úr sógunni og var það augljóst á fundinum, að aðrir fulltrúar meirihlutans sátu eftir með sárt enni, fullir vonbrigða. Stórhækkun fasteignagjalda S.l. þriðjudag komu fram tillög- ur um stórfellda hækkun annarra fsteignagjalda, þ.e. fasteigna- skatts, lóðarleigu og vatnsskatts. Fasteignamat á milli ára hækkar um 42%, en vinstri flokkunum í borgarstjórn finnst þar ekki nóg að gert. Þeir hafa ákveðið ennþá meiri hækkun. Fasteignaskattar af íbúðarhúsnæði eiga að hækka um 68.6%. Fasteigna-skattar at- vinnuhúsnæðis eiga að hækka um 110.8%. Vatnsskattur að hækka um 65%. Allar eru þessar hækk- anir með ólíkindum. I mörg ár höfum við sjálfstæðis- menn ekki viljað breyta álagning- arreglum fasteignagjalda. Við hófum meira að segja sum árin ekki að fullu fylgt hækkun fast- eignamats. Þannig var það t.d. árið 1976. Astæðan er sú að við töldum að fasteignir sem skatt- stofn væri fullnýttur. Það væri því ósanngjarnt gagnvart borgarbú- um að leggja á þá hærri fasteigna- skatta. Þessa stefnu áréttuðum við í borgarstjórn s.l. fimmtudag. Grundvallarmunur á stef nu Hér kemur fram megin munur á stefnu sjálfstæðismanna og vinstri flokkanna í borgarstjórn. Ef sjálfstæðismenn hefðu haldið meiri hluta sínum í borgarstjórn s.l. vor hefðu Reykvíkingar ekki nú þurft að greiða stórhækkuð fasteignagjöld. Þessu þurfa Reyk- víkingar að taka eftir og muna. Við sjálfstæðismenn • höfðum þann hátt á við gerð fjárhagsáætl- unar að gera okkur fyrst grein fyrir tekjunum, sem fyrri álagn- ingarreglur gáfu og sveigja síðan útgjöldin, bæði rekstur og fram- kvæmdir undir tekjurnar. Vinstri menn hafa greinilega annan hátt á. Þeir vilja fyrst kanna, hvað hægt er að kreista fram af nýjum tekjum með illu eða góðu. — Ástæðan er sú að allt aðhald skortir hjá þeim í fjármálastjórn- inni og þeim finnst að fjárþörfin sé nánast ótæmandi. Þetta er meginástæðan fyrir þessum grundvallarmun á vinnubrögðum. Sorfið að atvinnurekstrinum Sérstaka athygli vekur af hversu mikilli hörku vinstri menn ganga nú að atvinnurekstrinum í borginni. Nokkur raunhæf dæmi skulu nefnd (húsnúmerum er sleppt). Eigendur iðnaðarhúss við Súðavog greiddu í fasteignaskatt og lóðarleigu á þessu ári 863.437.-. Þurfa að greiða nú samkvæmt ákvörðun vinstri meirihlutans 1.893.960.-. Iðnaðarhús við Skeif- una greiddi í ár 1.331.654.-. Þarf nú að greiða 2.934.150.-. Iðnaðar- og verslunarhús við Síðumúla greiddi í ár 593.503.-. Þarf nú að greiða 1.281.070.-. Iðnaðar og verzlunarhús við Armúla greiddi í ár 847.788.-. Þarf nú að greiða 1.837.145.-. Þessi dæmi eru tekin af algjöru handahófi og sýna glógglega hvaða hækkanir at- vinnurekstrinum er ætlað að bera. En er þetta tilviljun? Svo hygg ég ekki. Hér er augljóslega um að ræða sameiginlegt framtak Al- þýðubandalagsins í borgarstjórn og á Alþingi. Nú á að sverfa að öllum einkaatvinnurekstri. I borg- arstjórn skal það gert með stór- hækkun þeirra skatta, sem borgin ræður yfir. Á Alþingi skal það gert með auknum álögum í formi ríkisskatta. I greinargerð með frumvarpi til „laga um tíma- bundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu" er drepið á hugsanlega nýja skatta. Þar er rætt um „veltuskatta á ýmiskonar rekstur", fjárfestingarskatt og eignaskatt. Öllu er þessu stefnt gegn þeim einstaklingum sem atvinnurekstur stunda í einu eða öðru formi. Hér ræður Alþýðu- bandalagið ferðinni, en framsókn- armenn og Alþýðuflokkur fylgja bláeygir & eftir. Hér er um alvarlega atburði að ræða. Þessi atlaga að atvinnuveg- unum getur fyrr en varir riðið atvinnufyrirtækjum borgarbúa og reyndar allra landsmanna að fullu. Þá er skammt í atvinnuleysi og uppdráttarsýki í þjóðfélaginu. Eitt meginverkefni borgar- stjórnar er að örva atvinnurekstur borgarbúa. Stuðla að þróttmiklu dg fjölþættu atvinnulífi. Tillögur þær, sem nú hafa verið samþykkt- ar í borgarstjórn ganga í þveröf- uga átt og sama má segja um tillögur þær, sem sömu flokkar hafa boðað á Alþingi. Þessari alvarlegu atlögu að atvinnulífinu verður að hrinda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.