Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 12 Eftir 57 metra ferö hrópar Hjólus: „Hættu aö draga maöur, 6g fæ nýmakaat meö pessu áframhaldi“. (Teikn. gr. höf.) Björn Emilsson skrifar HJOLIÐ tákn eilífðarinnar Telja verður hjólið merkustu uppfinningu mannsins. Ópekktur Súmeri úr hinum frjósama dal milli fljótanna Eufrat og Tígris fann pað upp. Bændur fornaldar fluttu uppskeru sína á kerrum til borga og stuðluðu pannig að vexti peirra. Það var ekki fyrr en um 1900 aö bifreiðin fór að ógna veldi gömlu hestvagnanna. Með bifreiðinni var uppfinningin hjólið nýtt A enn fullkomnari hátt en áður. Árið er 3500 f. Kr. Hjólus og Pílárus hvíla lúin bein á steini. Hjólus hefur alla tíð veriö álitinn latur, en að sama skapi hug- myndaríkur. Hugmyndaauögi er Pílárusi ekki í blóð borin, en hann er hðrkuduglegur og ósérhlífinn. Þeir félagarnir deila. „Við ættum að reyna að finna auöveldari leið til að flytja korniö milli staöa. Þessi bölvaöur sleöadráttur er alveg að gera út af við mig.“ Hjólus hefur varla sleppt orðinu þegar stæröar steinn kemur skoppandi eins og goifkúla niöur fjallshlíöina. „Aha, ég hef það, ég hef það. Við búum okkur til svona rúllandi kringlu og setjum undir sleöann okkar". Þeir félagarnir færa sig neöar í urðina og viröa fyrir sér ferkantaðan steininn, sem numiö hefur staöar. Dagurinn líður. Hjólus hefur setið meö sveittan skallann allan daginn og höggviö tvö ferköntuð hjól. Eins og sönnum uppfinninga- mönnum sæmir fara þeir á afvikinn stað og reyna hjólið. Hjólus beitir Pílárusi fyrir sleðann og fyrsta ökuferöin er hafin. Eftir 57 metra ferð hrópar Hjólus: „Hættu að draga maður, ég fæ nýrnakast með þessu áframhaldi.” Hann hoppar hikstandi niður af vagnin- um. Uppfinningamennirnir virða fyrir sér ferköntuð hjól vagnsins. „Þetta gengur ekki“, segir Pílárus. „Þú veröur hræfuglamatur meö þessu áframhaldi." Allt í einu bregður fyrir uppfinningaglampa í augum Pílárusar hugmynda- snauöa. Hann lítur sigri hrósandi á Hjólus og segir: „Við fækkum hoppunum um eitt meö því aö hafa hjólin þríhyrnd“. Þar með var fyrsta endurbót merkustu uppfinn- ingar mannsins orðin að veruleika. Eða hvað? Það er hald manna að Súmerar hafi fyrstir manna uppgötvað eiginleika hjólsins fyrir um það bil 5000 árum. Löngu fyrir þann tíma notaöi maðurinn sleða til að flytja byrðar sínar. Sleöar voru notaöir af Forn-Egyptum við byggingu píramídanna. Geysimikinn togkraft hefur þurft til aö draga sleöa þeirra, enda var mörg hundruöum manna beitt fyrir þá. Aöalkostur hjólsins er hiö litla núningsviðnám þess. Þegar það veltur áfram, þjappar þaö ójöfnum undir sig og flýtur þannig yfir jaröveg, sem sleöar fornaldarinnar geröu ekki. í stuttu máli, þarf mjög lítinn togkraft til að koma hjóli yfir ójöfnur. Eftir sleöadrátt í þúsundir ára fannst aö lokum betri leið. Elzta heimild sem nú þekkist um farar- tæki á hjólum er mynd frá um 3500 f. Kr. og fannst hún í fornleifum Súmera. Á henni má greina tvö hjól, sem hafa sennilega verið um hálfur metri í þvermál. Þau hafa verið gerð úr viðarboröum, sem haldiö var saman af krosstré. Telja verður hjólið eina merk- ustu uppfinningu mannsins. Súm- erarnir fornu lögöu meir af mörk- um til heimsmenningarinnar meö uppgötvun þess en þá grunaði. Meö tilkomu hjólsins geröust þeir brautryöjendur á sviöi samgöngu- mála. Hjólið er orðið svo ríkur þáttur í lífi okkar flestra, aö viö erum hætt að meta það sem skyldi. Ef hægt væri aö afmá þaö af jarökringlunni í einni svipan, iiöi heimurinn hreinlega undir lok. Ef hjólið væri ekki til, væri bifreiðin það ekki heldur. Við erum varla komin í heiminn þegar við erum sett í vöggur á hjólum. Ferðin helm frá fæöingardeildinni er venjulega farin á fjórum hjólum. Hjólið, hringferillinn, tákn eilíföarinnar, umlykur allar okkar gjörðir, meöan við lifum. Að lokum er okkur ekið í líkbíl í gröfina. Eöa eins og segir í hinni helgu bók: „Silfurþráöurinn slitnar og gullskálin brotnar og skjólan mölvast viö lindina og hjóliA brotnar við brunninn." (Pred. 12.6). Hér er hjólið undir- staöa lífsins. Hjólið er nefnt á sex stööum í biblíunni. Þar er þaö notaö á ýmsa vegu, allt frá því aö vera lífgjafi í að vera aftökutæki. Salómon konungur segir í orðs- kviðum: „Vitur konungur skilur úr hina óguölegu og lætur síöan hjóiið yfir þá ganga.“ (Orðskv. 20.26.). Um gjörvalla heimsbyggðina snúast hjól daginn út og daginn inn, berandi fólk jafnt sem vörur. Tæknivæðing nútímans er bein afleiðing af uppfinningu Súmer- anna. Hagsæld landa má marka af fjölda hjólanna, sem þar snúast. Það er ótrúlegt en satt, að nú á tuttugustu öldinni eru enn í notkun hjól, ekki ósvipuð upprunalegu hjólum Súmeranna. Fyrir aöeins 15 árum eyddi undirritaöur æsku- sumrum sínum á bæ einum í Hrunamannahreppi. Þar voru þrír mjólkurbrúsar, Gráni gamli og lúinn hestvagn óaöskiljanlegir. Hestvagnar eru enn notaðir til sveita. Vélknúin farartæki sáust ekki á íslandi fyrr en sumariö 1904, þegar Thomsensbíllinn margfrægi kom til landsins, keyptur aö tilhlutan Alþingis. Ekki voru allir alþingismenn sammála um ágæti hans. Einn þeirra sagði, að yrðu kaup bílsins samþykkt, mundu verða „fleiri jarðarfarir en nokkru sinni áður, svo það yrði mesta nauðsyn að fjölga prestum til að jaröa alla þessa menn, þó ekki væri til annars en aö gefa dánar- vottorö". o //n\ Hjól Hjólusar til hægri. Endur- bætt af Pílárusi til vinstri. Les- andi góóur, fækkar hoppunum? Það hjól, sem við flest þekkjum, er bíldekkið. Gúmmíbaröi með slöngu. Upprunalegu hjólin voru eins og áöur segir gerð úr tré. Þau þóttu aö sjálfsögöu þung og klunnaleg, svo aö brugöiö var á þaö ráö aö létta þau. í staö heilsteypta hjólsins voru hafðir pílárar, sem gengu út frá öxlinum að yzta kanti. Breyting hjólsins hefur orðiö lítil frá upphafi, sem sýnir bezt, hve Súmerinn, vinur okkar, hltti naglann á höfuöiö. í dag eru dekkjategundir ótelj- andi. Hægt er aö fá radialdekk, crossply-dekk, snjódekk, spyrnu- dekk og nagladekk, svo eitthvaö sé nefnt. Aö einu leyti eru þessi dekk ekki eins hentug og hjól fornaldarinnar. Það getur nefni- lega sprungið á þeim. Páll bóndi Jónsson í Eyjafirði þurfti einu sinni sem oftar aö skreppa yfir Vaölaheiöi. Páll er einn af þessum akkúrat-mönnum og yfirfór Landroverinn af kost- gæfni áður en haldiö var á brattann. Varadekkiö var á sínum stað. Þegar á háheiðina var komiö, kvað við smellur. Bíllinn settist á afturendann og var greinilega ekki í akstursstuöi. Páll hentist út. Það fór ekki á milli mála, það var sprungið á bílnum. Meö hjálp bónda og tjakksins reisti Land- roverinn óæöri enda sinn til himins. Bóndi hugsaöi nú gott til vardekksins, tók þaö úr bílnum og reisti upp á rönd. Þegar hann sneri sér aö sprungna dekkinu, varö hann var við hreyfingu aftan við bílinn. Var þá ekki varadekkiö lagt þar af staö í langferö. Páll tók til fótanna en var of seinn. Dekkiö hentist út fyrir vegkantinn og stöövaðist ekki fyrr en um 4 km neöar, úti í sjó. Þar fór fyrirhyggjan fyrir lítið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.