Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978
45
unum. Er við töluðum saman bar
margt á góma og meðal annars
skaut hann að mér vísum sem
hann hafði ort í tilefni stjórnmála-
ástandsins á íslandi í sumar
(1978).
Boðar brotnuðu stórir
í búlkann kom mikið skarð
flokkarnir voru fjórir
en fórna þeim stærsta varö.
Þó mikill sé íslands menning
og mikil sé íslands fórn
heilaga þurfti þrenning
tii þess að mynda stjórn.
Ólafur endurborinn
æðstur tign þar ber
þjóðarskútuna þorinn
þungum áföllum ver.
Benedikt Gröndal glaður
glæða vill nýjan sið
Einars er eftirmaður
hans embætti tók hann við.
Hjá Lúðvík er lítil kæti
hann liggur í fletinu einn
Öðrum voru úthlutuð sæti
en að honum hlynnti ei neinn.“
E.V.
• Meira popp
„Eg er ein af þeim sem finnst
of lítið gert fyrir stóru krakkana í
sambandi við sjónvarp. Þessir
poppþættir sem eru þar einstaka
sinnum eru góðir og það mætti
vera meira af þeim og hafa til
dæmis Smokie, Bay City Rollers og
Abba svo eitthvað sé nefnt.
En hvernig er það með þessa
sjónvarpsmenn, tóku þeir ekki
myndir af hljómleikum Smokie í
Laugardalshöllinni? Mér finnst
það allavega tilvalið efni til að
hafa eitthvert laugardagskvöldið
og eins að endursýna frá Evrópu-
söngvakeppninni lög eins og Wat-
erloo með Abba og Manjana með
Bay City Rollers. Ég veit að það
eru margir krakkar sem hefðu
ánægju af að sjá þetta og því skora
ég að sjónvarpsmenn að taka þetta
til athugunar sem fyrst.
Poppaðdáandi."
Svo mörg voru þau orð um
poppið og að lokum er hér pistill
um málverkasýningu, sem kona úr
vesturbænum vildi koma á fram-
færi:
• Góð sýning
„Ég fór á listaverkasýningu
um helgina sem var haldin að
Vagnhöfða 11, þar sýndi Jóhann G.
verk sín.
Ég vil að sem flestir viti um
þessa sýningu, en henni lýkur á
sunnudaginn.
Ég var mjög ánægð með sýning-
una og tónlistin sem leikin var þar
fannst mér alveg frábær.
Þarna var hægt að kaupa
jólakort, plaköt og ljóðabók."
Þessir hringdu . . .
• Enn ráðist
á benzínið
I fyrirsögninni birtist í hnot-
skurn álit bíleiganda nokkurs er
kvað brátt koma að því að menn
legðu bílum sínum endanlega þar
sem enn hækkaði benzínverð og
menn hlytu brátt að taka að
mótmæla því kröftuglega.
— Um margra ára skeið hefur
Félag ísl. bifreiðaeigenda reynt að
mótmæla sífelldum benzínhækk-
unum og öðrum álögum á bíleig-
endur, en fremur lítið hafa menn
sinnt því mótmælatali. Hvernig
væri að leigubílstjórar og aðrir
atvinnubílstjórar, t.d. sendibíl-
stjórar, og allur almenningur
reyndi að koma sér saman um
einhverjar aðgerðir. Aðgerðir sem
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á opna alþjóðlega skákmótinu í
Lone Pine í vor kom þessi staða
upp í skák Bandaríkjamannanna
Peters, sem haföi hvítt og átti leik,
og Ervin
29. Hg5++! - Kxgó 30. Dg4+ -
KÍ6 31. De6+ - Kg5 32. f4+ -
IIxf4 33. IIe5+ — Dxe5 34. Dxe5+
- Hf5 35. h4+! - Kg4 36. De4+ -
Hf4 37. Dg6+! - Kxh4 38. Dg3+
og hvítur vann auðveldlega.
Ástæða er til að benda skákáhuga-
mönnum á nýjasta hefti tímarits-
ins Skákar, en þar skrifar Bent
Larsen ýtarlega grein um Lone
Pine mótið.
annað hvort miðuðu að því að
benzínverðið lækkaði eða að kraf-
ist yrði skýrrar og greinilegrar
vegaáætlunar, mun ítarlegri en nú
er að því leyti að ráðist yrði í
miklu meiri framkvæmdir til
lagningar bundins slitlags á vegi
en nú er. Það er greinilegt að grípa
verður til aðgerða og hér með
auglýsi ég eftir aðila er vill hafa
forgöngu um þau mál. F.Í.B.
boðaði fyrir nokkru undirskrifta-
söfnun til að fara fram á betri
vegi, en hvað hefur orðið um hana?
Er ekki með henni hægt að stíga
eitt skref í þessa átt og hefja
hálfgerða aðför að ráðamönnum
og vekja þá til umhugsunar og
framkvæmda, því það er kannski
löngu búið að vekja þá til umhugs-
unar og mál til komið að vekja þá
til aðgerða.
HÖGNI HREKKVÍSI
% Hann er rftem,AÐ koha með FoM
Demantshringar
• Draumaskart
KJARTAN ÁSMUNDSSON
Gullsmíðav. — Aðalstræti 8
Bjóöum eitt fjölbreyttasta
kjötúrval landsins.
fff Veriö velkomín.
CS=D^TTö^]D{E)©U®DO[R£]
Lœkjarveri. Laugafæk 2. simi 3 50 20
Góð matarkaup
Lambahamborgarhryggur kr. kg. 1.200-
Kindahakk kr. kg. 1.210-
Saltkjötshakk kr. kg. 1.210-
Ærhakk kr. kg. 915-
Folaldahakk kr. kg. 1.150-
Nautahakk kr. kg. 1.980-
10. kg nautahakk kr. kg. 1.670-
Svínahakk kr. kg. 2.280-
Kálfahryggir kr. kg. 650-
Kálfa kótilettur kr. kg. 967-
Kálfalæri kr. kg. 962-
10 unghænur kr. kg. 1.075-
10 kjúklingar kr. kg. 1.470-
Söltuö rúllupylsa kr. kg. 950-
Reykt rúllupylsa kr. kg. 1.150-
Útb. hangi frampartar kr. kg. 1.890-
Útb. hangikjötslæri kr. kg. 2.350-
Ódýra baconiö kr. kg. 2.400-
Nautaframpartar til-
búnir í frystinn kr. kg. 928-
Opiö föstudaga til kl. 7.
Opiö öll hádegi í desember.
Opiö laugardag kl. 7—6.