Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 27 austan og þar stóðu djúpt rætur hennar. I dag er hún borin til moldar á Djúpavogi. Viö sam- ferðamenn hennar kveðjum hana með söknuði og þökk. Minningam- ar um hana og samverustundirnar með henni ylja okkur á saknaðar- stundu. Vini mínum Finnboga Jóhanns- syni sendi ég dýpstu samúðar- kveðjur, sömuleiðis Sveini syni þeirra Aðalborgar og Rannveigu Andrésdóttur tengdadóttur þeirra, svo og öllum öðrum aðstandendum og vinum Aðalborgar. Guð blessi þau öll á saknaðarstundu. Hörður Zóphaníasson. „Allt er lán og ekkert stöðug gjöf. allt hið besta hér á litla tö(. Flýtur fis með straumi, flýcur mynd f draumi. hni'Kur óðar yndi vort í (fröf* Matth. Joch. v Þessar ljóðlínur sr. Matthíasar komu undirrituðum í hug við fráfall frú Aðalborgar Sveins- dóttur, Vorsabæ 17 hér í borg. Eftir óvenju erfiða sjúkdómslegu andaðist Aðalborg sál. á Land- spítalanum 27. nóv. 8,1, Hún hefði orðið fimmtug að aldri 1. júní á næsta ári. „Já, „allt er lán og engin stöðug gjöf", geta nánustu ástvinir og ættingjar hinnar látnu sagt með skáldinu í dag, við útför hennar á Djúpavogi. Aðalborg unni heitt sínum heimahögum og ættarbyggð. — í skjóli austfirskra fjalla, þar sem tign þeirra rís hvað hæst í nálægð Búlandstinds — skulu líkamsleifar hennar hvílast. Þegar ég rifja upp fyrstu kynni mín af þeim skólastjórahjónum Fellaskóla koma mér í hug nokkrir vordagar árið 1952. í lítilli en hlýlegri kjallaraíbúð við Hverfis- götu voru þau Aðalborg og eftirlif- andi eiginmaður hennar, Finnbogi Jóhannsson, skólastjóri, að stíga fyrstu sporin í ævilangri sambúð. Próflestur og námsannir ollu þreytu. En heiðríkja andlegs jafnvægis og öruggrar yfirvegunar frá huga húsmóðurinnar ungu gerði allt léttara. Seinna vissi ég að þessir dýrmætu eiginleikar hennar stóðu rótum í arfi merkra ætta. Þessar hugljúfu myndir löngu liðinna vordaga hafa alltaf verið í huga mér síðan. Þetta sama vor gengu þau Aðalborg og Finnbogi í hjónaband 31. maí 1952. Við Finnbogi lukum kennaraprófi þá um vorið en Aðalborg hafði lokið prófi frá Kvennaskóla Reykjavíkur nokkru áður eða 1950. Fyrst þá leið ungu hjónanna vestur til Súðavíkur þar sem þau voru í tvö ár en síðan hafa þau verið hér í Reykjavík. Árið 1974 varð Aðalborg sál. ritari í Fellaskóla. Þar áður hafði hún gegnt ýmsum skrifstofu- störfum, verið skólaritari í Hvassaleitisskóla meðan maður hennar var þar yfirkennari og um nokkur ár stundað handavinnu- kennslu við Árbæjarskóla. Starf skólaritara er vissulega erfitt í fjölmennum skólum. Frá starfi skólaritara liggja þræðir til allra þátta daglegs skólareksturs. Hljóðlát en markviss gekk hún að hverjum þætti starfs síns. Það lék henni í höndum. Aðalborg var fædd 1. júní 1929. Foreldrar hennar voru þau hjónin Kristín Sigríður Stefánsdóttir og Sveinn Stefánsson á Hálsi í Hamarsfirði. Systkinin á Hálsi voru tvö. Bróðir Aðalborgar er Ingimar Sveinsson skólastjóri á Djúpavogi. Aðalborg sál. og Finnbogi eignuðust einn son, Svein að nafni. Hann hefur dvalið um skeið við nám í Svíþjóð. í dag fer jarðarför Aðalborgar sál.'fram á Djúpavogi. í faðmi stórbrotins landsíags, þar sem hún á barnsaldri gekk ung og hraust um í haga, tíndi blóm og fagra steina, er hún nú boðin velkomin heim til hinstu hvíldar. „í vöggunnar landi skal varðinn standa." Við hjónin biðjum sál hennar friðar og blessunar og þökkum ógleymanlega samfylgd. Aldraðri móður hennar, eigin- manni, einkasyni og bróður og öðrum ættingjum hennar og vin- um vottum við innilega samúð. Einar Kristjánsson. vmtan hans Gunnars ^m,-- end ^ «S^sé m furoa. s i iNyJ C mnars sé n^r — furoa . +„h *trax i aay Utgefandi Ymir Dreifing sUitiorhf Sími 28155 og 19490.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.