Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 Rfldsstjóm heim- ilar flutning laga- frumvarps um myntbreytingu Nýir seðlar og myntir tilbúnar SEÐLABANKI íslands heíur að undanförnu unnið að undirbúningi að útgáfu nýrrar myntar og seðla og hefur ríkisstjórnin nú á grundvelli tillagna bankastjórnar Seðlabankans heimilað viðskiptaráð- herra að flytja frumvarp til laga um gjaldmiðils- breytingu er fram fari um áramótin 1979—80, en bankanum var tilkynnt um ákvörðun ríkisstjórnar- innar sl. fimmtudag. Bankastjórar Seðlabankans oíí aðalgjaldkeri kynntu frétta- mönnum hina fyrirhuguðu pen- ingaútgáfu og hugsanlega gjald- miðilsbreytingu og kom fram að ekki væri að vænta ákvörðunar Alþingis í þessu máli fyrr en eftir áramót, en bankastjórarnir töldu að þingmenn væru fylgj- andi hundraðföldun krónunnar. Sögðu þeir að sakir mikillar verðbólgu væri núverandi seðla- útgáfa orðin mjög óhagkvæm og tímabært væri að taka ákvörðun um það nú hvort ekki væri hentugt að taka upp breyttan gjaldmiðil um leið og nýir seðlar og mynt kæmu í umferð. Helstu röksemdir bankastjórnar Seðla- bankans fyrir breytingunni eru þessar: Vegna stöðugrar rýrnunar á verðgildi krónunnar er nú nauð- synlegt að gera breytingar á seðla- og myntútgáfunni til að fullnægja eðlilegum kröfum viðskiptalífsins og til aukinnar hagræðingar við útgáfuna. I því sambandi skal sérstaklega bent á þörfina á verðmeiri seðlum og nýrri og verðmeiri mynt í stað minnstu seðlastærðanna, auk þess sem ekki verður dregið lengur að minnka þær mynt- stærðir sem fyrir eru. Eru þær alltof dýrar í framleiðslu miðað við verðgildi sbr. meðfylgjandi töflu. Þar sem gjaidmiðilsbreyting er talin tímabær nú eða á næstu árum er augljóst að hagkvæmt er, að hún fari fram um leið og endurskipuiagning seðla- og myntstærðanna, en með því móti sparast verulegur auka- kostnaður, sem samfara væri gjaldmiðilsbreytingu á öðrum tíma. Talið er að gjaldmiðils- breytingin muni kosta um 380 millj. kr. á núgildandi verðiagi, en þá er ótaiinn beinn kostnaður og aukin vinna fyrir ýmsa aðila á meðan breytingunni stendur. A móti öllum þessum kostnaði kæmi síðan margs konar hag- ræði og sparnaður og má fullyrða að sá kostnaður, sem er samfara skynsamlegum breyt- ingum á gjaidmiðlinum, skili sér aftur í einni eða annarri mynd. Ætla má, að hið lága og síiækkandi verðmæti íslensku krónunnar eigi sinn þátt í því að grafa undan virðingu fyrir verðmætum og áhuga manna á því að hamla gegn verðbólgu. BAKHUÐAR FRAMHUÐAR Útlit nýju myntarinnar er þannigi 5 aurari Framhliði Skata. Bakhlið. FukI. Stærði 15.0 mm. 10 auran Framhliði Smokkfiskur (kolkrabbi). Bakhlið. Tarfur. Stærði 17.0 mm. 50 aurari Framhlið. Rækja. Bakhliði Dreki. Stærði 19.5 mm. 1 krúna. Framhliði l>orskur. Bakhliði Risi. Stærði 21.5 mm. 5 krónur. Framhlið. IlöfrunKar. Bakhliði Landvættimar saman. Stærði 24.5 mm. mm C12345678 'A*~ ~ SHXA8AHK1 IStAt»S C12345678 a®© m E12345678 Á nýju scðlunum eru þessar myndir> Verðgildii Framhliði Bakhliði 10 krónur Arngrímur Jónsson lærði 1568—1648. Útskurður í borða frá gömlum seðli. Baðstofustemmning úr bók Gaim- ars. Askur, straukefli o.fl. 50 krónur Guðbrandur Þorláksson Hólabisk- up, 1541—1627. Mynstur í borða frá forsíðu biblíunnar. Gutenbergsprentvél. Bókahnútur úr biblíunni. 100 krónur Árni Magnússon, fræðimaður, 1663—1730. Mynstur í borða eftir gömlu skrauti, byggt á bókstafn- um þ. Munkur við skriftir og handrit. Skraut frá skáphurð í Svarfaðar- dal. 500 krónur Jón Sigurðsson, forseti, 1811—1879. Borði af 500 kr. seðli Jón Sigurðsson við skriftir, en munir eru úr safni Jóns. Latínu- frá 1928. skólinn. Þótt gjaldmiðilsbreyting hafi vitaskuld engin áhrif á þróun verðbólgunnar, má engu að síður ætla, að hún geti orðið brýning til þess að takast á við vandann af meiri einurð en áður og þannig orðið tákn nýs tíma- bils í stjórn efnahagsmála. Ýmis dæmi má finna í sögu annarra þjóða, sem styðja þessa skoðun. Glíman við verðbólguna er nú höfuðviðfangsefni íslenskra stjórnvaida og ættu því allar breytingar, sem létta þá baráttu að vera vel þegnar og tímabær- ar. Nýja krónan svarar þannig til núverandi krónu að 500 kr. seðillinn nýi jafngildir kr. 50.000 nú, 10 kr. seðillinn 1000 krónum, 50 aura myntin 50 krónum og 5 aurarnir 5 krónum nú. Nýr einseyringur verður ekki látinn í umferð í stað gömlu krónunnar, sem mun eftir 1. janúar 1980 jafngilda einum nýjum eyri. Bankastjórarnir töldu ekki að miklir erfiðleikar fylgdu hugs- anlegri myntbreytingu, gert væri ráð fyrir að hún gengi hratt yfir og peningastofnanir myndu taka hina nýju mynt í notkun strax og ekki láta þá gömlu í umferð, þannig að breytingin sjálf gengi yfir á fáum vikum. Sögðu þeir að hún yrði kynnt m.a. á eftírfarandi hátt: Almenn og ítarleg kynning á verðgildisbreytingu krónunnar, er tæki gildi 1. janúar 1980 mun fara fram nær allt árið 1979 og fram á árið 1980. Verða nýir seðlar og mynt látin í umferð í ársbyrjun 1980, en gamli gjald- miðillinn mun verða í fullu gildi í viðskiptum fram til 1. júlí 1980. Lögð verður áhersla á að fólk kynni sér vel útlit og gerð hinna nýju seðla og myntar og geri sér grein fyrir hvernig nýi og gamli gjaldmiðillinn svarar til hvors annars. Þannig verður á miðju næsta ári gefinn út bæklingur um framkvæmd gjaldmiðils breytingarinnar svo og litprent- aður bæklingur með myndum og nákvæmum upplýsingum um útlit nýja gjaldmiðilsins. Síðasta gjaldmiðilsbreyting er gerð var í nágrannalandi var í Finnlandi um áramótin 1962—1963 þegar finnska mark- iö var KlOfaldað og sögðu bankastjórarnir að hún hefði gengið mjög vel. Austurlína tekin í notkun í gær: Oryggi Austfirðinga í raf- magnsmálum hefur tvöfaldast AUSTURLÍNA var tekin í notk- un í ga-r. en hún tengir rafveitu- kerfi Austurlands við aðra lands- hluta. Línan er 42 kflómetra Iöng frá Kröfluvirkjun að Hryggstekk í Skriðdal. Austurlinan er einn áfangi Byggðalínu og hófust framkvæmdir við hana fyrir aðoins tveimur árum. Kostnaður við Austurlínu nemur 1930 milljónum króna. það er hæði línan og aðveitustöð að Hryggstekk. Með tiikomu Austurlínu eykst öryggi rafmagnsnotenda á Austur- landi verulega. Línan ber 18 megawött, en það er mesta orku- þörf Rafmagnsveitu Austurlands, sem þjónar svæðinu frá Borgar- firði suður að Lónsheiði. Á næsta ári var ráðgert að framleiða þyrfti 40 gígawattstundir með dísilraf- stöðvum og hefði það kostað 1200 milljónir króna í olíunotkun stöðv- anna. Austfirðingar hafa fengið raf- orku frá Lagarfijótsvirkjun og Grímsárvirkjun, en í vetrarhörk- um og vatnsskorti hefur verið gripið til olíudrifnu stöðvanna. Þær munu væntanlega verða áfram eystra og verða notaðar sem varaafl. Frá Hryggstekk að Reyð- arfirði er komin lína, sem tengir Austurlínu ganila samveitukerf- inu og sömuleiðis Grímsárvirkjun. Með -þessum línum er komið hringkerfi um miðfirðina, þ.e. Reyðarfjörð, Eskifjörð og Norð- fjörð. Hjörleifur Guttormsson tók línuna formlega í notkun við Hryggstekk í gær, en síðan var haldið hóf í Valaskjálf á Egilsstöð- um. Þar fluttu ávörp Hjörleifur Guttormsson orkumálaráðherra og Kristján Jónsson rafmagns- veitustjóri ríkisins. Fjöldi manna tók til máls í þessu hófi og lofuðu menn mjög tilkomu Austurlínu, ekki aðeins fyrir Austfirðinga, heldur iandsmenn alla. Meðal annars yki þessi' nýja lína mark- aðsmöguleika Landsvirkjunar. I ávarpi sínu sagði Hjörleifur Guttormsson m.a.: „Án þessarar raflínu væri nú þröngt fyrir dyrum hjá Austurlandsveitu. Orkunotkun í fjórðungnum vex um 18% milli ára um þessar mundir og nær helmingur af aflþörf hefur verið borinn uppi af olíustöðvum. Þeirra hlutverki á nú að vera lokið nema sem nauðsynlegra vara- stöðva á hinu samtengda orku- veitusvæði fjórðungsins. Austurlína er áfangi að því marki að aðalorkubrautin um landið nái saman með hringteng- ingu sunnan jökla. Því verki verður væntanlega lokið innan 10 ára, en áður en lengra er haldið í þá áttina, þarf að ljúka tengingu Vestfjarða við landskerfið. Að Austurlínu er mikið hagræði, þar eð hún léttir á tilkostnaði við olíustöðvar og gerir kleift að nýta mun betur en áður þær vatnsafls- virkjanir, sem fyrir eru hér eystra. Um sinn verðum við Aust- firðingar fyrst og fremst þiggj- endur þeirrar raforku, er línan flytur. Takmörkuð fiutningsgeta hennar er öryggiskröfur vaxandi markaðar kalla hins vegar á virkjun hér í fjórðungi hið fyrsta. Þar þarf að hefjast handa nú er þessu verki er lokið með fram- kvæmdum við Bessastaðaárvirkj- un. Innan 5 ára munu hinar litlu vatnsaflsstöðvar í fjórðungnum aðeins leggja til um einn fimmta hluta þess grunnafls, sem þörf verður fyrir á Austurlandi." Þá segir ráðherrann einnig í ávarpi sínu: „Stefna var mörkuð um samtengingu raforkukerfa lands- ins af Magnúsi Kjartanssyni orku- og iðnaðarráðherra fyrir sex árum og hófst þá brátt undirbúningur að lagningu Norðurlínu. Margvíslegr- ar tortryggni gætti í fyrstu gagnvart þ.eim áformum, en haust- ið 1974 höfðu Austfirðingar yfir- unnið hana og óskuðu sjálfir eftir að undirbúningur hæfist að lögn raflínu milli Norður- og Austur- iands jafnhliða virkjun í fjórðungi. Þingmenn kjördæmisins unnu málinu brautargengi og fyrrver- andi ríkisstjórn studdi að fjár- veitingum til verksins m.a. með atfylgi Gunnars Thoroddsen þá orkuráðherra."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.