Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 24
24 fttigttttMitfeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aoalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2500.00 kr. á mánuöi innanlands. " lausasölu 125 kr. eintakið. Skipbrot vinstri manna í háskólanum Skömmu fyrir stúdentauppreisnina í Frakklandi í maí 1968 samþykkti Alþingi lög um Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Islands. Stofnunin hefur það hlutverk, að annast hvers konar þjónustu í þágu stúdenta. Má þar nefna rekstur stúdentagarðana, matsölu, hóksölu og barnaheimila. Með því að koma stofnuninni á fót var stigið mikilsvert skref til að bæta aðstöðu stúdenta og á fyrstu starfsárum hennar var ráðist í stórframkvæmdir. Félagsheimili stúdenta var reist, tveimur barnaeimilum komið upp og ráðist var í byggingu hjónagarða, sem nú hafa verið teknir í notkun. Stúdentaráð Háskóla Islands kýs meirihluta stjórnar Félagsstofnunar stúdenta. Þegar áhrifa stúdentabyltingarinnar var farið að gæta verulega hér á landi og vinstri menn höfðu náð meirihluta í stúdentaráði gerðu þeir að sjálfsögðu gangskör að því að bylta stjórn Félagsstofnunar stúdenta. Starfsemi hennar skyldi verða í samræmi við byltingarkennda „umbótastefnu" hinna róttæku afla. Árangur „umbótastefnunnar" blasir nú við öllum. Frá því að byltingin var gerð hefur ekki verið ráðist í neinar nýjar framkvæmdir í þágu stúdenta. Ekki hefur einu sinni tekist að halda í horfinu á stúdentagörðunum og eru þeir í hinni mestu niðurníðslu. Þannig hefur verið staðið að málum gagnvart fjárveitingarvaldinu, að fjárveitingar hafa dregist saman ár eftir ár. Nú er svo komið.að stúdentar verða að borða kaldan mat við kertaljós í félagsheimili sínu nema fjármálaráð- herra þóknist að láta stofnuninni í té fjármagn til að greiða rafmagnsreikninga sína. Á það má einnig minna, að eftir efnahagsráðstafanir fyrrverandi ríkisstjórnar í febrúar s.l. ákvað stjórn félagsstofnunar að hafa þau lög að engu og greiða laun eins og lögin hefðu aldrei verið samþykkt. Við starfsfólkinu blasir nú, að það fær engin laun greidd vegna gjaldþrots. Þessi lýsing á skipbroti vinstri aflanna við störf í þágu stúdenta er ömurleg en hún er því miður sönn. Skýringin á því, hvers vegna þannig hefur farið er ekki einföld. Vafalaust ræður óraunsæi forystumanna stúdenta miklu. Að almenningi snýr sú hlið af félagsstarfsemi stúdenta, sem líklega endurspeglar mestu öfgarnar meðal þeirra. Boðskapur stúdenta á fullveldisdeginum 1. desember er síst af öllu til þess fallinn að auka þeim virðingu og skilning meðal almennings, sem nú er leitað til í því skyni að bjarga fjárhag Félagsstofnunar stúdenta. Undrun vekur, hve lengi vinstri mönnum hefur liðist að ráðskast með hag stúdenta að eigin geðþótta og einungis til ills. Þótt þeir hafi nú siglt allri þjónustustarfsemi í þágu stúdenta í strand má það ekki verða til þess, að hún falli niður. Sorphirðugjaldið Ein fyrsta stofnunin, sem skattheimtuflokkarnir settu á fót, var hugmyndabanki um að finna nýjar leiðir til þess aö fara ofan í vasa skattborgaranna. Svonefnt sorphirðugjald var ávöxtur þeirrar viðleitni. Það hefur vakið athygli, að annar af borgarfulltrúum Alþýðuflokksins kaus að standa með Sjálfstæðisflokknum um að fella það, sem að sínu leyti er virðingarvert. Á hinn bóginn er þetta áþreifanlegt dæmi um þá ringulreið, sem nú ríkir í herbúðum skattheimtuflokkanna. Annars vegar togast þar á harðsnúinn hópur marxista, sem einskis svífst til þess að koma hér á sósíalískum búskaparháttum. Hins vegar eru hræddir kratar, sem ekki hafa haft einurð til þess að standa við stóru orðin. Milli þeirra og allt um kring er svo Framsóknarflokkurinn, sjálfum sér líkur og opinn í báða enda. Skattheimtuflokkarnir hafa nú sýnt sitt rétta andlit. Markmið þeirra er að brjóta niður hið frjálsa framtak og hefta umsvif einstaklingsins í atvinnulífinu og þjóðfélaginu yfirleitt. Alþýðubandalagsmenn gera sér ljóst, að þessu er ekki hægt að hrinda í framkvæmd nema með síendurteknum árásum á eignarréttinn og með því að skerða möguleika launafóiks til þess að koma fótunum undir sig. Þess vegna kjósa þeir hin smáu skrefin í viðureigninni við verðbólguna. Með því að vekja sama drauginn upp á þriggja mánaða fresti, hyggjast þeir nota kverkatök sín á verkalýðshreyfingunni til þess að veikja og brjóta niður atvinnulífið og þar með efnahagskerfi þjóðarinnar. Fulltrúar Alþýðuflokksins á þingi og í bæjarstjórn hafa áþreifanlega orðið varir við, að hinir nýju kjósendur þeirra sl. vor þykjast illa sviknir. Þess vegna vita þeir naumast, í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, afstaða þeirra verður æ reikulli og þeir reyna að bjarga sér með gusugangi í hinum smærri málum eða með því að bæta enn nýjum sýndarfrum- vörpum og tiiiögum við þá sópdyngju þingmála, sem eftir þá liggur. Afstaða borgarfulltrúa Alþýðuflokksins sl. fimmtudag, sem úrslitum réð um að fella sorphirðugjaldið, var vissulega tekin með hliðsjón af þessari veiku stöðu Alþýðuflokksins, — en hún sýndi líka manndóm, sem ekki hefur orðið vart hjá hinum ungu þingmönnum Alþýðuflokksins. Enn tapar þú meira ei ÞEGAR ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar setti lög í febrúar mánuði síðaí sem sýndi „kauprán" ríkisstjórnarinnar. Morgunblaðið hefur lesendum ríkisstjórnar, hafa í för með sér og hefur sett upp á sama hátt. Þar er gerl hjá Ásmundi Stefánssyni hagfræðingi ASÍ má gera ráð fyrir að verðból ofreiknað í þessum útreikningi Morgunblaðsins. Þá mun miðstjórn ASÍ ha hátt áhrif aðgerða núverandi ríkisstjórnar á útborgað kaup. Sá útreikninj FYRSUSKRtHU: 5-6 VIM UUP landinu i „a hupr einasu u»ui>i^w ¦ ,_ einasti launþegi i b verðbólgu litur + bónus + álögV. | Mánaoar- ekiur lebrúar I (helldar. 1 tekiur) ÞÚ TAPAR Á EINIJ ABI ^„..M*.^™^*1*0 280 \ Svofl 1"» Rauð lína 270Í Mismuuur TAP 2^0-t iskertír kjarasamningar skerlir kjarasamningai 40.000 29.000 19.000 230, 220+ 11.000 júNi Ull.l ACU'ST SliPT. OKT. NOV. DES. JAN. FEBR. MARS APR. MAl _________^^^^^^ |l Þriðja skipið komið á bilunarstaóinn til að gera við Scotice; Kostnaður Mikla non þegar orðinn 250 milli ÞAÐ gengur ekki áfallalaust að gera við sæsímastrenginn Scotice, sem nú hefur verið bilaður í rúman mánuð. í gær kom þriðja viðgerðarskipið á vettvang, en hin tvö hafa ekki getað sinnt viðgerðinni. Við- gerðarkostnaður Mikla norræna símafélagsins, sem á strenginn, er nú orðinn um 250 milljónir króna og sú upphæð á sjálfsagt eftir að hækka áður en viðgerð lýkur. Margir aðrir aðilar hafa orðið að taka á sig fjárhagslegt tap vegna þessarar bilunar og má t.d. reikna með að tap Pósts og síma, erlendra símastjórna og Mikla norræna nemi hátt í 100 milljónir króna þar sem ekki hefur verið hægt að sinna símtölum milli íslands og ann arra landa eins og eí allt hefði verið mcð felldu. Scotice-strengurinn bilaði 5. nóvember og tveimur dögum síðar kom viðgerðarskipið Iris á vett- vang. Skipið var á staðnum í þrjár vikur, en varð þá að fara til Glasgow vegna bilunar og skemmda, sem skipið varð fyrir á bilunarstaðnum. i . • ^- A peim tima, sem Iris var á staðnum, gaf tvívegis veður til viðgerðarinnar, en í annað skiptið var skipið inni í Þórshöfn til að taka vatn og vistir og í hitt skiptið í höfn vegna sjúks S( vi ni el í á ei s< fj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.