Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978
25
fMtogusilritafrtfÞ
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjórn og afgreiósla Aðalstræti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuói innanlands.
j lausasölu 125 kr. eintakið.
Skipbrot vinstri
manna í háskólanum
Skömmu fyrir stúdentauppreisnina í Frakklandi í maí 1968
samþykkti Alþingi lög um Félagsstofnun stúdenta viö Háskóla
Islands. Stofnunin hefur það hlutverk, aö annast hvers konar þjónustu í
þágu stúdenta. Má þar nefna rekstur stúdentagarðana, matsölu, bóksölu
og barnaheimila. Með því að koma stofnuninni á fót var stigið mikilsvert
skref til að bæta aðstöðu stúdenta og á fyrstu starfsárum hennar var
ráðist í stórframkvæmdir. Félagsheimili stúdenta var reist, tveimur
barnaeimilum komið upp og ráðist var í byggingu hjónagarða, sem nú
hafa verið teknir í notkun.
Stúdentaráð Háskóla íslands kýs meirihluta stjórnar Félagsstofnunar
stúdenta. Þegar áhrifa stúdentabyltingarinnar var farið að gæta
verulega hér á landi og vinstri menn höfðu náð meirihluta í stúdentaráði
gerðu þeir að sjálfsögðu gangskör að því að bylta stjórn Félagsstofnunar
stúdenta. Starfsemi hennar skyldi verða í samræmi við byltingarkennda
„umbótastefnu" hinna róttæku afla.
Árangur „umbótastefnunnar" blasir nú við öllum. Frá því að byltingin
var gerð hefur ekki verið ráðist í neinar nýjar framkvæmdir í þágu
stúdenta. Ekki hefur einu sinni tekist að halda í horfinu á
stúdentagörðunum og eru þeir í hinni mestu niðurníðslu. Þannig hefur
verið staðið að málum gagnvart fjárveitingarvaldinu, að fjárveitingar
hafa dregist saman ár eftir ár. Nú er svo komið.að stúdentar verða að
borða kaldan mat við kertaljós í félagsheimili sínu nema fjármálaráð-
herra þóknist að láta stofnuninni í té fjármagn til að greiða
rafmagnsreikninga sína. Á það má einnig minna, að eftir
efnahagsráðstafanir fyrrverandi ríkisstjórnar í febrúar s.l. ákvað stjórn
félagsstofnunar að hafa þau lög að engu og greiða laun eins og lögin
hefðu aldrei verið samþykkt. Við starfsfólkinu blasir nú, að það fær
engin laun greidd vegna gjaldþrots.
Þessi lýsing á skipbroti vinstri aflanna við störf í þágu stúdenta er
ömurleg en hún er því miður sönn. Skýringin á því, hvers vegna þannig
hefur farið er ekki einföld. Vafalaust ræður óraunsæi forystumanna
stúdenta miklu. Að almenningi snýr sú hlið af félagsstarfsemi stúdenta,
sem líklega endurspeglar mestu öfgarnar meðal þeirra. Boðskapur
stúdenta á fullveldisdeginum 1. desember er síst af öllu til þess fallinn að
auka þeim virðingu og skilning meðal almennings, sem nú er leitað til í
því skyni að bjarga fjárhag Félagsstofnunar stúdenta.
Undrun vekur, hve lengi vinstri mönnum hefur liðist að ráðskast með
hag stúdenta að eigin geðþótta og einungis til ills. Þótt þeir hafi nú siglt
allri þjónustustarfsemi í þágu stúdenta í strand má það ekki verða til
þess, að hún falli niður.
Sorphirðugjaldið
Ein fyrsta stofnunin, sem skattheimtuflokkarnir settu á fót, var
hugmyndabanki um að finna nýjar leiðir til þess aö fara ofan í vasa
skattborgaranna. Svonefnt sorphirðugjald var ávöxtur þeirrar viðleitni.
Það hefur vakið athygli, að annar af borgarfulltrúum Alþýðuflokksins
kaus að standa nieð Sjálfstæðisflokknum um að fella það, sem að sínu
leyti er virðingarvert. Á-hinn bóginn er þetta áþreifanlegt dæmi um þá
ringulreið, sem nú ríkir í herbúðum skattheimtuflokkanna. Annars
vegar togast þar á harðsnúinn hópur marxista, sem einskis svífst til þess
að koma hér á sósíalískum búskaparháttum. Hins vegar eru hræddir
kratar, sem ekki hafa haft einurð til þess að standa við stóru orðin. Milli
þeirra og allt um kring er svo Framsóknarflokkurinn, sjálfum sér líkur
og opinn í báða enda.
Skattheimtuflokkarnir hafa nú sýnt sitt rétta andlit. Markmið þeirra
er að brjóta niður hið frjálsa framtak og hefta umsvif einstaklingsins í
atvinnulífinu og þjóðfélaginu yfirleitt. Alþýðubandalagsmenn gera sér
ljóst, að þessu er ekki hægt að hrinda í framkvæmd nema með
síendurteknum árásum á eignarréttinn og með því að skerða möguleika
launafólks til þess að koma fótunum undir sig. Þess vegna kjósa þeir hin
smáu skrefin í viðureigninni við verðbólguna. Með því að vekja sama
drauginn upp á þriggja mánaða fresti, hyggjast þeir nota kverkatök sín á
verkalýðshreyfingunni til þess að veikja og brjóta niður atvinnulífið og
þar með efnahagskerfi þjóðarinnar.
Fulltrúar Alþýðuflokksins á þingi og í bæjarstjórn hafa áþreifanlega
orðið varir við, að hinir nýju kjósendur þeirra sl. vor þykjast illa sviknir.
Þess vegna vita þeir naumast, í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, afstaða
þeirra verður æ reikulli og þeir reyna að bjarga sér með gusugangi í
hinum smærri málum eða með því að bæta enn nýjum sýr.darfrum-
vörpum og tiláögum við þá sópdyngju þingmála, sem eftir þá liggur.
Afstaða borgarfulltrúa Alþýðuflokksins sl. fimmtudag, sem úrslitum réð
um að fella sorphirðugjaldið, var vissulega tekin með hliðsjón af þessari
veiku stöðu Alþýðuflokksins, — en hún sýndi líka manndóm, sem ekki
hefur orðið vart hjá hinum ungu þingmönnum Alþýðuílokksins.
ÞEGAR ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar setti lög í febrúar mánuði síðastliðnum gaf Alþýðusamband íslands út sérstaka töflu og línurit,
sem sýndi „kauprán* ríkisstjórnarinnar. Morgunblaðið hefur lesendum til fróðleiks reiknað með sama hætti, hvað aðgerðir núverandi
ríkisstjórnar, hafa í för með sér og hefur sett upp á sama hátt. Þar er gert ráð fyrir 35% verðbólgu á næsta ári, en eins og fram hefur komið
hjá Ásmundi Stefánssyni hagfræðingi ASÍ má gera ráð fyrir að verðbólgan 1979 geti verið á bilinu 35 til 70%. Því má segja að ekki sé
ofreiknað í þessum útreikningi Morgunblaðsins. Þá mun miðstjórn ASÍ hafa samþykkt tillögu frá Birni Þórhallssyni um að setja upp á sama
hátt áhrif aðgerða núverandi ríkisstjórnar á útborgað kaup. Sá útreikningur hefur enn ekki séð dagsins ljós.
mmMm
FYRSU SKREFIÐ:
5-6 muuw........
þannig ut mioao v. ____—
25 þús.
25 þús. 25 þús
16 þús.
febr.
Samtals
114 þús.
159 þús.
30 þús. 222 þús
40 þús. 287 þús.
290
TAP MÁNOÐl M.DAU V® *>0 I HKBR4 AK
280 Svörl l.,.u óskcrtir kjarasumninga,
Rauð lína - skertir kjarasamningar
270 \ Mismuiuir TAP
260
40.000
29.000
250
2MH
220+
19.000
11.000
210+
_______—1—
__— -------*--;—1 Toi i Aciost stP1
MARS APR. MAl Jl,N1
MEIRA EM mMUÐARIWJHUM
Tafla þessi er unnin á þann hátt, að sömu launastærðir og eru í töflu
ASI eru teknar og færðar til núvirðis, þ.e.a.s. fremsti dálkurinn sýnir
sömu launastærðir að viðbættum áfanga og vísitöluhækkunum frá í
febrúarmánuði. Síðan er gert ráð fyrir um 35%verðbólgu á næsta ári eða
verðbólgu í samræmi við þær spár, sem Þjóðhagsstofnun hefur gert. Á
vísitölutímabilinu fram í marz er gert ráð fyrir 9% hækkun, þá 8%
hækkun og loks 7% hækkun, en að aðeins 5% komi til með að hækka
kaupstigunum, sem umfram eru, verði eytt hverju sinni, svo sem gert
var nú 1. desember, er 8 stigum var eytt.
Mánaöar ti'kjur í nóvrmhor ÞÚ TAPAR Á EINU ÁRI
143.5 dí's. 11.481 jan. 11.481 írhr. 11.481 marz 17.681 apr. 17.681 maí 17.681 júní 22.517 júlí 22.517 átfúst 22.517 scpt. 25.832 okt. 25.832 nóv. 25.832 samtals 232.533
167.6 13.407 13.407 13.407 20.646 20.646 20.646 26.294 26.294 26.294 30.165 30.165 30.165 271.536
199.3 15.941 15.941 15.941 24.549 24.549 24.549 31.264 31.264 31.264 35.866 35.866 35.866 322.860
262.6 21.008 21.008 21.008 32.353 32.353 32.353 41.203 41.203 41.203 47.269 47.269 47.269 425.499
312.6 25.008 25.008 25.008 38.513 38.513 38.513 49.048 49.048 49.048 56.269 56.269 56.269 506.514
362.6 29.008 29.008 29.008 44.673 44.673 44.673 56.893 56.893 56.893 65.269 65.269 65.269 587.529
Þriðja skipið komið á bilunarstaðinn til aó gera vió Scotice:
Kostnaður Mikla norræna
þegar orðinn 250 milljónir
ÞAÐ gengur ekki áíallalaust að
gera við sæsímastrenginn
Scotice, sem nú hefur verið
bilaður í rúman mánuð. í gær
kom þriðja viðgerðarskipið á
vcttvang, en hin tvö haía ekki
getað sinnt viðgerðinni. Við-
gerðarkostnaður Mikla norræna
símafélagsins, sem á strenginn,
er nú orðinn um 250 milijónir
króna og sú upphæð á sjálfsagt
eftir að hækka áður en viðgerð
lýkur. Margir aðrir aðilar hafa
orðið að taka á sig fjárhagslegt
tap vegna þessarar hilunar og
má t.d. reikna með að tap Pósts
og síma, erlendra símastjórna
og Mikla norræna nemi hátt í
100 milljónir króna þar sem
ekki hefur verið hægt að sinna
símtölum milli íslands og ann-
arra landa eins og ef allt hefði
verið mcð fclldu.
Scotice-strengurinn bilaði 5.
nóvember og tveimur dögum síðar
kom viðgerðarskipið Iris á vett-
vang. Skipið var á staðnum í þrjár
vikur, en varð þá að fara til
Glasgow végna bilunar og
skemmda, sem skipið varð fyrir á
bilunarstaðnum. ; . • ..
A þeim tima, sem
Iris var á staðnum, gaf tvívegis
veður til viðgerðarinnar, en í
annað skiptið var skipið inni í
Þórshöfn til að taka vatn og vistir
og í hitt skiptið í höfn vegna sjúks
skipverja þannig að sá tími nýttist
ekki.
Þá var mun stærra skip, Albert,
sent á vettvang, en meðan skipið
var á staðnum, þ.e. frá 28.
nóvember þangað til í gær, gaf
ekki veður til að gera við bilunina.
I gær kom svo skip Mikla norræna
á staðinn. Heitir það Northern og
er ævinlega notað þegar bilanir
sem þessar verða. Það hefur ekki
fyrr komist til viðgerðarinnar þar
sem það var í slipp og þegar það
átti að fara niður nokkrum dögum
eftir að bilunin varð, kviknaði í
skipinu, þannig að segja má að
þarna sé röð af óhöppum.
Taisímasambandi við útlönd er
nú þannig háttað að 2 línur eru til
London, 2 til Kaupmannahafnar
og 2 stuttbylgjurásif, Telex-
þjónusta er með eðilegum hætti.
Varnarliðið í Keflavík hefur lánað
tvær af línum sínum og einnig
hafa fengizt línur í gegnum
jarðstöð í Grænlandi.
Þrátt fyrir bilunina og að nú sé
algjörlega stuðst við Ice-Can
strenginn tókst að afgreiða 72
þúsund talmínútur í nóvember-
mánuði. í október voru til saman-
burðar afgreiddar 117 þúsund
talmínútur. Bið eftir símtali til
útlanda er mjög mismunandi eftir
dögum og einnig á hvaða tíma
dags samtalið er pantað. Algengt
er þó að það taki 4—6 tíma að ná
til annarra landa.
Fimmtugasta
uppbodid hjá
KJausturhólum
FIMMTUGASTA uppboð
Klausturhóla, listmunaupp-
boðs Guðmundar Axelsson-
ar, verður haldið í dag og
hefst klukkan 14 í uppboðs-
sal fyrirtækisins við Lauga-
veg 71. Seldar verða bækur
og rit, alls 170 og er
ýmislegt af gömlum og
fágætum bókum á uppboð-
inu, m.a. 1. útgáfa af Njáls-
sögu — útgáfa Olaviusar.
Ýmislegt markvert gerðist á
vettvangi borgarmála í þessari
viku, en s.l. fimmtudag var
haldinn langur og strangur fundur
í borgarstjórn, sem stóð í rúmlega
9 tíma. Tvennt hefur vafalaust
vakið mesta athygli. Annarsvegar
sú ákvörðun vinstri flokkanna að
stórhækka skatta á fasteignir
borgarbúa og hinsvegar sú stað-
reynd að borgarstjórn felldi tillög-
ur fulltrúa vinstri flokkanna í
borgarstjórn um að taka upp
nýjan fasteignaskatt í formi
sorphirðugjalds.
Sorphirðugjaldið
úr sögunni
S.l. laugardag gerði ég hér í
blaðinu nokkra grein fyrir tillög-
unum um sorphirðugjaldið, en það Birgir Isl. Gunnarsson.
/
Birgir Isl. Gunnarsson:
Atlagan að
átvinnu-
rekstrinum
gjald hefði aukið álögur á borgar-
búa um 300 millj. kr. Þau óvæntu
tíðindi gerðust í borgarstjórn að
meirihlutinn kom ekki tillögum
sínum í gegn. Annar borgarfull-
trúi Alþýðuflokksins. Sjöfn Sigur-
björnsdóttir, lýsti því yfir að hún
væri andvíg þessum nýja skatti og
greiddi því atkvæði gegn honum
ásamt okkur sjálfstæðismönnum.
Það mál er því úr sögunni og var
það augljóst á fundinum, að aðrir
fulltrúar meirihlutans sátu eftir
með sárt enni, fullir vonbrigða.
Stórhækkun
fasteignagjalda
S.l. þriðjudag komu fram tillög-
ur um stórfellda hækkun annarra
fsteignagjalda, þ.e. fasteigna-
skatts, lóðarleigu og vatnsskatts.
Fasteignamat á milli ára hækkar
um 42%, en vinstri flokkunum í
borgarstjórn finnst þar ekki nóg
að gert. Þeir hafa ákveðið ennþá
meiri hækkun. Fasteignaskattar
af íbúðarhúsnæði eiga að hækka
um 68.6%. Fasteigna-skattar at-
vinnuhúsnæðis eiga að hækka um
110.8%. Vatnsskattur að hækka
um 65%. Allar eru þessar hækk-
anir með ólíkindum.
I mörg ár höfum við sjálfstæðis-
menn ekki viljað breyta álagning-
arreglum fasteignagjalda. Við
höfum meira að segja sum árin
ekki að fullu fylgt hækkun fast-
eignamats. Þannig var það t.d.
árið 1976. Ástæðan er sú að við
töldum að fasteignir sem skatt-
stofn væri fullnýttur. Það væri því
ósanngjarnt gagnvart borgarbú-
um að leggja á þá hærri fasteigna-
skatta. Þessa stefnu áréttuðum
við í borgarstjórn s.l. fimmtudag.
Grundvallarmunur
á stefnu
Hér kemur fram megin munur á
stefnu sjálfstæðismanna og
vinstri flokkanna í borgarstjórn.
Ef sjálfstæðismenn hefðu haldið
meiri hluta sínum í borgarstjórn
s.l. vor hefðu Reykvíkingar ekki
nú þurft að greiða stórhækkuð
fasteignagjöld. Þessu þurfa Reyk-
víkingar að taka eftir og muna.
Við sjálfstæðismenn höfðum
þann hátt á við gerð fjárhagsáætl-
unar að gera okkur fyrst grein
fyrir tekjunum, sem fyrri álagn-
ingarreglur gáfu og sveigja síðan
útgjöldin, bæði rekstur og fram-
kvæmdir undir tekjurnar. Vinstri
menn hafa greinilega annan hátt
á. Þeir vilja fyrst kanna, hvað
hægt er að kreista fram af nýjum
tekjum með illu eða góðu. —
Ástæðan er sú að allt aðhald
skortir hjá þeim í fjármálastjórn-
inni og þeim finnst að fjárþörfin
sé nánast ótæmandi. Þetta er
meginástæðan fyrir þessum
grundvallarmun á vinnubrögðum.
Sorfið að
atvinnurekstrinum
Sérstaka athygli vekur af
hversu mikilli hörku vinstri menn
ganga nú að atvinnurekstrinum í
borginni. Nokkur raunhæf dæmi
skulu nefnd (húsnúmerum er
sleppt). Eigendur iðnaðarhúss við
Súðavog greiddu í fasteignaskatt
og lóðarleigu á þessu ári 863.437.-.
Þurfa að greiða nú samkvæmt
ákvörðun vinstri meirihlutans
1.893.960.-. Iðnaðarhús við Skeif-
una greiddi í ár 1.331.654.-. Þarf
nú að greiða 2.934.150.-. Iðnaðar-
og verslunarhús við Síðumúla
greiddi í ár 593.503.-. Þarf nú að
greiða 1.281.070.-. Iðnaðar og
verzlunarhús við Ármúla greiddi í
ár 847.788.-. Þarf nú að greiða
1.837.145.-. Þessi dæmi eru tekin
af algjöru handahófi og sýna
glögglega hvaða hækkanir at-
vinnurekstrinum er ætlað að bera.
En er þetta tilviljun? Svo hygg
ég ekki. Hér er augljóslega um að
ræða sameiginlegt framtak Al-
þýðubandalagsins í borgarstjórn
og á Alþingi. Nú á að sverfa að
öllum einkaatvinnurekstri. I borg-
arstjórn skal það gert með stór-
hækkun þeirra skatta, sem borgin
ræður yfir. Á Alþingi skal það
gert með auknum álögum í formi
rikisskatta. I greinargerð með
frumvarpi tii „laga um tíma-
bundnar ráðstafanir til viðnáms
gegn verðbólgu" er drepið á
hugsanlega nýja skatta. Þar er
rætt um „veltuskatta á ýmiskonar
rekstur", fjárfestingarskatt og
eignaskatt. Öllu er þessu stefnt
gegn þeim einstaklingum sem
atvinnurekstur stunda í einu eða
öðru formi. Hér ræður Alþýðu-
bandalagið ferðinni, en framsókn-
armenn og Alþýðuflokkur fylgja
bláeygir S eftir.
Hér er um alvarlega atburði að
ræða. Þessi atlaga að atvinnuveg-
unum getur fyrr en varir riðið
atvinnufyrirtækjum borgarbúa og
reyndar allra landsmanna að
fullu. Þá er skammt í atvinnuleysi
og uppdráttarsýki í þjóðfélaginu.
Eitt meginverkefni borgar-
stjórnar er að örva atvinnurekstur
borgarbúa. Stuðla að þróttmiklu
ög fjölþættu atvinnulífi. Tillögur
þær, sem nú hafa verið samþykkt-
ar í borgarstjórn ganga í þveröf-
uga átt og sama má segja um
tillögur þær, sem sömu flokkar
hafa boðað á Alþingi. Þessari
alvarlegu atlögu að atvinnulífinu
verður að hrinda.