Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 15 Kammersveit Reykjavíkur er hér á æfingu nýlega, en sveitina skipa 15 hljóðfæraleikarar. Kammersveit Reykjavíkur heldur tónleika á morgun FYRSTU tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur á þessu starfsári verða sunnudaginn 10. desember kl. 17 í Bústaðakirkju. Verða þar eingöngu flutt tónverk frá 18. öld. Hæst ber tvö verk eftir Antonio Vivaldi. konsert fyrir fagott og strengjasveit og konsert fyrir fjórar fiðlur og strengjasveit. Einleikarar verða Sigurður Markússon fagottleikari og fiðluleikararnir Rut Ingólfsdóttir, Helga Hauksdóttir, Kolbrún Hjaltadóttir og Ásdís Þorsteins- dóttir. Kammersveit Reykjavíkur hefur nú starfað í fjögur ár og haft að markmiði að flytja kammertónverk sem sjaldan eða aldrei hafa verið flutt hérlendis. Þá hefur hún kappkostað að flytja íslenzk tónverk, sem í mörgum tilfellum hafa verið sérstaklega samin fyrir sveitina. Félagar kammersveitarinnar eru nú 15 og vinna þeir endurgjaldslaust, en tekjur af tónleikahaldi renna til að standa undir kostnaði af því. Er bæði hægt að fá keypt áskriftarkort að tónleikum hennar og miða á einstaka tónleika. Fjorir tónleikar verða á þessu starfsári og á öðrum tónleikunum sem haldnir verða í febrúar verða flutt tónverk frá þessari öld. Á þriðju tónleikunum verða gestir Kammersveitarinnar sænski hljóm- sveitarstjórinn Sven Verde og feðgarnir Ib og Wilhelm Lansky- Ottó, en Wilhelm fluttist til íslands skömmu eftir að síðari heims- styrjöldinni lauk og starfaði hér í nokkur ár sem píanó- og hornleikari. Einnig hefur Ib, sonur hans, leikið á tónleikum hérlendis. Lokatón- leikarnir verða í apríl og eru helgaðir Franz Schubert, en á þessu ári er minnst 150. ártíðar tón- skáldsins. Kirkju- tónleikar Karlakórinn Fóstbræður hélt kirkjutónleika s.l. miðvikudag í Háteigskirkju, sem er ágætur tónleikasalur ef ekki næðir um holtið. Það vill svo til að kirkjan stendur töluvert áveðurs og svarar Kára með miklum Þórdunum. er truflar allan tónflutning og mun Háteigskirkja vera eini hljóm- leikasalurinn, sem gerir það nauð- synlegt að haft sé samband við veðurguðina á Veðurstofunni, ef vel á að takast til um hljómleika- hald. Þórdunurnar í kirkjunni voru mjög truflandi, ekki aðeins fyrir hlustendur, heldur og fyrir tónflytjendur, ekki sízt fyrir þá sök, að stór hluti efnisskrár var viðkvæmt efni, er nýtur sín ekki nema við góð hlustunarskilyrði. Fyrir utan þrjú fyrstu lögin, orgeleinleikinn, Kirkjuaríuna eft- ir Stradella og tvær Ave Maríur var afgangurinn af efnisskránni frekar lítið kirkjulegur, en að mestu samsettur af því sætasta og mest sungna tónfóðri, sem hægt er að draga saman hérlendis. Svona „smjörprógram" þarf að syngja vel ef hlustendum á að finnast nokkuð meira um en það er vant hvers dags. Kórinn er vel samæfð- ur og hljómur hans áferðafallegur og jafn. Sléttur söngur getur verið fallegur, en til lengdar er hann leiðinlegur, gerir sönginn í heild flatan og bælir alla túlkun. Það má segja að þessir tónleikar séu varla meira en endursöngur á því sætasta sem til er af karlakórs- tónlist og er svona efni afskaplega lítið spennandi til hlustunar. Endursöngur gamalla laga er eitt af því sem söngstofnun á að leggja fyrir sig, en frumflutningur tón- listar verður að vera eitt af Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON meginmarkmiðunum, því aðeins með því móti verður starfið skapandi og stuðlar að vexti og viðgangi tónlistar í landinu. Að halda tónleika getur ekki verið markmið nema sem leið til að flytja mönnum eitthvað, sem ekki er á boðstólunum hvers dags. Rut L. Magnússon söng einsöng í tveimur lögum ertir Karl 0. Runólfsson og söng auk þess Kirkjuaríuna eftir Stradella. Haukur Guðlaugsson lék, auk þess sem hann lék undir í nokkrum lögum, Preludiu og fugu í C-dúr eftir Bach. Eftir stjórnandann Jónas Ingimundarson var frum- flutt lag, er á efnisskrá heitir þetta land, en ekki er getið textahöfundar frekar en við önnur lög á efnisskránni. LeeCooper l.Vattemðar vetrarblússur frá Melka. 2.loðfóðraðir skinnfrakkar frá Englandi Verðkr. 65.500, 3. Lee Cooper skyrtur ímiklu úrvali. 4. Þykkir veloursloppar frá SANCOUJX. 5. Jersey herranáttföt úr bómull og polyester. 6. Finnskar bðhúfur úr ekta skinni af vmsum aeröum. Bankastrætí 7 A6alstræti4 --------------------------4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.