Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 48
0) N /\(\H// studio-line Górtsjöferyiillsí^ikli tK^^húbííf Verzlið í sérverzlun meö litasjónvörp og hljómtæki. ¦t Skipholti 19, V BÚDIN SÍmi LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 Smygl fannst í Goðaf ossi TOLLVERÐIR fundu í gær smyglvarning í m.s. Goða- íossi, þar sem skipið Iá í Reykjavíkurhöfn. Fundust 442 flöskur af áfengi, aðal- lega rússnesku vodka. 33 atvinnulaus- ir á Bíldudal Á Bfldudal voru skráðir í nóvember 33 atvinnulaisir að sögn Páls Hannessonar íréttarit- ara Mbl. þar og nemur greiðsla í atvinnuieysisbætur í þeim mánuði kr. 1.488.000. Páll sagði atvinnuástandið heldur vera að lagast nú cítir mánaðamótin og væru nú komnir tveir bátar er reru og íengju að jafnaði 5—7 tonn í róðri, en atvinna væri þó engan veginn næg. Goðafoss átti að láta úr hb'fn klukkan 18 í gær en skipið var kyrrsett, þar sem grunur lék á því að meiri smyglvarningur væri falinn í skipinu. Að sögn Jóns Grétars Sigurðs- sonar fulltrúa hjá Tollgæzlunni kom Goðafoss til Reykjavíkur á þriðjudaginn. Við leit í skipinu í fyrradag fundust 6 kassar af bjór í vélarrúmi og við frekari leit í gær fannst áfengið. Var það falið í tveimur loftstokkum og undir aðalvél. Þrír vélstjórar viður- kenndu að eiga smyglvarninginn. í gærkvöldi fór fram víðtæk leit í öllu skipinu og um miðnætti var ákveðið að skipið fengi að láta úr höfn kl. 02 síðastliðna nótt. Skipið átti að fara vestur á Rif og lesta þar frystan fisk. Tollverðir við leit að smyglvarn ingi í lest Goðafoss í gærkvöldi. Ljósm. Mbl. RAX. Æskulýðsmál í borgarstjórn: Meirihluti klofnaði aftur — samstaða milli borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks Borgarstjórnarmeirihlutinn klofnaði á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld við afgreiðslu tilíagna um máiefni æskulýðsráðs. Samstaða varð milli borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins og borgar- fulltrúa Alþýðuflokksins í atkvæðagreiðslu um þau mál. Fyrst bað Þór Vigfússon um Borgarráð samþykkir beiðni um 20% hækkun til hitaveitu og 22% hækkun til rafmagnsveitunnar BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að óska eftir um 22% hækkun til handa Rafmagnsveitu Reykjavíkur og 20% hækkun handa Bitaveitu Reykjavfkur. Bækkunar- beiðni Rafmagnsveitunnar byggist á því að hún fái að auki erlent lán að fjárhæo um 1 milljón Banda- rikjadala (318 millj. kr.), því að ef ekki komi til þetta lán þurfi hækkunin að vera 32%. Þessi hækkunarbeiðni Rafmagns- veitunnar er aigjörlega fyrir utan hækkunarbeiðni Landsvirkjunar scm enn hefur ekki verið afgreidd en hljóðar upp á 30% hækkun í febrúar og 30% hækkun aftur í maf og myndi að sjálfsögðu valda frekari hækkun á taxta Rafmagns- veitunnar. I samtali við Mbl. sagði Aðalsteinn Guðjohnssen rafmagnsstjóri, að hækkunarbeiðni Rafmagnsveitunnar nú miðaðist við það að ná endum fjárhagsáætlunar saman og sagði að til að hækkunin þyrfti ekki að vera hærri væri Rafmagnsveitunni gert að leita eftir erlendu láni að fjárhæð um ein milljón dala, sem fer að stórum hluta til greiðslu á afborgun- um og vöxtum á 2,4 millj. dala láni. Jóhannes Zöege hitaveitustjóri kvað hækkunarbeiðni Hitaveitunnar stafa af venjulegum kostnaðarhækk- unum bæði launa og efnis. Hækkun- in mundi þýða að tonnið af heitu vatni færi úr 90 kr. í 108 krónur eða úr því að vera um 23% af olíuverði í það að vera um 28%. frestun málanna, en borgar- stjórn hafnaði því þar eð ekki fékkst skýring á hver forsend- an væri. Þá flutti Þór tillögur. aðra um útiskemmtanir á vegum ráðsins en hina um, að Tónabær yrði opnaður á ný. Davíð Oddsson flutti frávísun- artilló'gu við Tónabæjartil- löguna þar eð hugmyndir Tóna- bæjarnefndar og æskulýðsráðs væru til meðferðar hjá borgar- ráði. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir lýsti furðu sinni á vinnubrögð- um Alþýðubandalagsins að vilja fyrst fresta afgreiðslu málsins, en síðan keyra í gegn tvær tillögur. Ilún flutti síðan tillögu sem gengur lengra en tillaga Alþýðubandalagsmanna um útiskemmtanir og er nokkuð samhljóða samþykkt borgarstjórnar frá 20.12. 1973. Þór Vigfússon lagði til, að tillögu Sjafnar yrði vísað til borgarráðs, en það var fellt með atkvæðum sjálfstæðis- manna og Sjafnar. Tillaga Sjafnar var síðan samþykkt með atkvæðum sjálfstæðis- manna, Björgvins Guðmunds- sonar og hennar sjálfrar. Frávisunartillaga Davíðs um Tónabæ var samþykkt af sömu aðilum. Búðir opnar til 18 í dag VERZLANIR í Reykjavík verða almcnnt opnar til klukk- an 18 í dag. Næsta laugardag verða vcrzlanir opnar til klukkan 22 og á Þorláks- mcssu, scm nú bcr upp á laugardag. vcrða þær opnar til klukkan 23. Flugleiðir skulu heita Icelandair ÁKVEÐIÐ hefur verið að nafn Flugleiða erlendis verði í fram- ti'ðinni Ieelandair. Sem kunnugt er hafa Loftleiðir auglýst erlend- is undir nöfnunum Icelandic Airlines eða Loftleidir Icelandic. Flugfélag fslands hefur hins vegar kynnt sig erlendis undir nafninu Icelandair, eða þvi' nafni, sem nú hefur verið ákveðið að nota fyrir Flugleiðir. bá hcfur verið tciknað nýtt Bið nýja merki Flugleiða. merki fyrir Flugleiðir og var það hannað hjá bandarfsku auglýs- ingafyrirtæki. Bin nýja DC-10 breiðþota Flugleiða, sem afhenda á Flugleiðum snemma á næsta ári, verður með hinu nýja merki Fluglciða. Síðar verður þetta nýja merki málað á aðrar véiar fyrirtækisins. Kjararádstefna Sjómannasambandsins: Telur nauðsynlega 12 til 18% launahækkun segir Ingólfur Ingólfsson SJÓMANNASAMBAND íslands stcndur um þessar mundir fyrir kjararáðstcfnu og tekur einnig þátt í hcnni Farmanna- og fiskimannasamband Islands. Ráð- stefnunni lýkur í dag. en þar voru í gær rædd ýmis sameiginleg hagsmunamál sjómannastéttar- innar og samræmd viðhorf og sagði Ingólfur Ingólfsson formað- ur FFSI að mönnum væri ofar\ lega í huga að ná f ram viðunandi fiskverðshækkun um næstu ára- mót sem hann sagði að þyrfti að vera tvöföld eða þreföld á við almcnnar Iaunahækkanir 1. des. sl. þar sem sjómenn teldu sig ckki hafa hlotið hækkanir til jafns við aðrar stcttir á þcssu ári. Ingólfur Ingólfsson sagði að sjómenn hefðu fullan hug á því að standa saman um nauðsynlegar aðgerðir til að ná fram þeirri hækkun fiskverðs sem þeir teldu viðunandi og þyrfti launahækkun þeirra að vera 12 ef ekki 18%. Þá sagði hann að sjómenn teldu sig hafa borið skarðan hlut frá borði varðandi félagslegar umbætur í lögunum um efnahagsráðstafanir og yrði væntanlega lögð fram á ráðstefnunni tillaga um úrbætur í þeim efnum. — Þá skal nefna enn eitt mál sem við teljum mjög alvarlegt, en það er að útvegsmenn hafa í hyggju um næstu áramót að segja upp ákvæði samnings er gerður var í júlí 1977 um að uppgjör skyldu vera mánaðarleg við sjó- menn á bátaflotanum og eftir hverja veiðiferð við sjómenn á minni togurunum. Þetta samn- ingsákvæði náðist við útvegsmenn þar sem stjórnvöld höfðu lofað þeim aukinni fyrirgreiðslu vegna tíðara uppgjörs en verið hafði, en nú segjast útvegsmenn ekki lengur geta staðið við þetta ákvæði þar sem ekki hafi enn verið staðið við þetta loforð af hálfu ríkisvalds og banka. Verði af þessari uppsögn mun bátaflotinn án efa stöðvast um áramótin, sagði Ingólfur að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.