Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 23 og hjónaband mitt var þar á ofan misheppnað.“ Þau hjón slitu sam- vistum 1933 en skildu aldrei. Hann lézt árið 1951 á heimili hennar, en hún var þá víðs fjarri, stödd í Bandaríkjunum. Hún minnist hans mjög hlýlega í bók sinni og mynd af honum var jafnan á náttborðinu hjá henni. Eftir að Ísraelsríki varð til var hún skipaður fyrsti sendiherra þess í Sovétríkjunum og var þar í eitt ár. Þá var hún kölluð heim, kjörin á þing og varð atvinnu- og félagsmálaráðherra árið 1949—1956 að hún varð uianríkis- ráðherra í tíu ár og þótti gegna því starfi með reisn og prýði. Þegar hún var kvödd til að taka við forsætisráðherrastarfinu var það i reynd hálfgildings neyðarráðstöf- un, enda fer hún örðum um það í ævisögu sinni, að mörgum hafi þótt nóg um þá ráðstöfun og ekki haft á henni mikla trú. En sú varð reyndin að hún varð næstum eins áberandi og stjóriisamur leiðtogi og Ben Gurion hafði verið. Hún hafði verið til kvödd við skyndilegt fráfall Levi Eskhol og var mála- miðlunarval til að koma í veg fyrir sundrungu innan Verkamanna- flokksins, en Moshe Dayan, þáver- andi varnarmálaráðherra, og Yig- al Allon, þáverandi aðstoðarfor- sætisráðherra, sóttust báðir eftir embættinu. En á örskömmum Golda Meir heimsótti Geir Hallgrímsson þáverandi borgarstjóra er hún kom til íslands og er myndin tekin á skrifstofu borgar- stjóra. tíma hafði Golda tekið stjórnina í sínar hendur og leiddi flokkinn til sigurs í kosningunum 1969, en nokkru síðar tók hún að orða að hætta við næstu kosningar. En hún sat áfram og ekki aðeins þá dimmu októberdaga 1973, þegar Egyptar gerðu leifturárás sína á ísrael heldur hvarf hún ekki af vettvangi fyrr en gengið hafði verið frá vopnahléi og aðskilnaði herja og stríðsföngum hafði verið skilað aftur. I apríl 1974 tilkynnti hún afsögn sína, og í júní tók eftirmaður hennar Yitzak Rabin við embættinu. Hún var hávaxin og sterklega byggð, stórskorin í andliti og nefstór með afbrigðum. Hún keðjureykti sígarettur, hirti lítt um að klæðast kvenlega og var yfirleitt frábitin tildri í hverju sem slíkt birtist. Hún var skelegg og greindf hlý og föst fyrir, elskuð og virt i orðsins beztu merkingu. Golda Meir kom til íslands er hún var utanríkisráðherra, nánar tilt.ekið í maí 1961. Hún fór þá meðal annars til Þingvalla, skoð- aði Sogsvirkjun og heimsótti helztu ráðamenn. Einnig fór hún með þáverandi utanríkisráðherra, Guðmundi í. Guðmundssyni, í sjúkraheimsókn til Péturs heitins Ottesens alþingismanns. Hún rifj- aði þessa heimsókn upp í samtali við blm. Mbl. fyrir ári og kvaðst minnast dvalar sinnar á Islandi með mestu gleði og hún hef-ði hér eignast marga góða kunningja. Þótt Golda Meir hefði dregið sig algerlega í hlé úr opinberu lífi varð hún þó sem ósjáifrátt'mið- punktur athyglinnar er Sadat kom til Israels í fyrra.. Vel fór á með þeim og þau skiptust á barna- barnagjöfum og léku á als oddi. I ævisögu hennar kemur fram að einu sinni á forsætisráðherraferli hennar kom til tals að Ceausescu Rúmeníuforseti hefði meðalgöngu um fund en síðan varð ekki af. Golda Meir var heilsuhraust lengst af en síðan í vor hefur hún verið meira og minna á sjúkrahúsi, síðustu mánuðina á Had- essah-spítalanum í Jerúsalem og þar lézt hún síðdegis í gær, rúmu ári eftir friðarfrumkvæði Sadats og án þess að lifa að vita friðinn koma sem hún þráði svo mjög. h.k. Nóbelshátíð í Stokkhólmi Frá íréttaritara MorKunblaðsins, Önnu Bjarnadóttur, í Stokkhólmi í gær. NÓBELSVERÐLAUNAHAFARNIR í ár fluttu Nóbelsfyrirlestra sína í dag og verðlaunahafinn í bókmenntum, Isaak Bashevis Singer, talaði fyrir fullu húsi um trú sína á mikilvægi rithöfunda og skálda í heimi sem versnandi fer og tungumálið jiddísku sem hann skrifar bækur sínar á. Singer sagðist vera svartsýnismað- ur en í hópi þeirra sem ímynduðu sér að í bókmenntum mætti finna nýjar hugmyndir og ný sjónarhorn í heimspeki, trúmálum og jafnvel félagsfræðum. „Það má virðast undarlegt, en mér dettur oft í hug að þegar allar félagsfræðilegar kenningar hrynja og stríð og byltingar geisa þá muni skáldið — sem Platon bannaði í ríki sínu — rísa upp og bjarga okkur öllum," sagði Singer. Singer sagði að með verðlaununum væri ekki einungis honum sómi sýndur heldur jiddísku. Hann taldi jiddisku og verk þeirra sem hana töluðu eitt og hið sama. „Þeir kalla jiddisku dautt mál, en það var hebreska einnig kölluð fyrir tvö þúsund árum ... Það má hugsa sér jiddisku mál sem er hyggilegt og lætur lítið yfir sér og er tákn okkar allra, mannkyns sem er óttaslegið og vonglatt í senn ...“ Nóbelsstofnunin hefur móttöku fyrir verðlaunahafana og fjðlskyldur þeirra og vini á morgun, laugardag. Þangað er einnig boðið sænskum fræðimönnum og menntamönnum, auk fjölda ungra nemenda víðs vegar að úr heiminum er hlotið hafa viðurkenningar í vísindum-. „Þessir nemendur eru Nóbelsverðlaunahafar nútíðarinnar," sagði Stig Ramel, formaður Nóbelsstofnunarinnar á blaðamannafundi. Alls verða 1700 manns viðstaddir verðlaunaafhendinguna í Konzert húsinu á sunnudaginn og um 1200 gestir munu sitja veizlu í borgarráðs- húsinu um kvöldið. Piotr Leonidevitch Kanituo Á fundi sem fréttamenn áttu í dag með verðlaunahöfunum kom fram að aðeins eðlisfræðingarnir hafa snúið sér að nýjum rannsóknarefnum en aðrir verðlaunahafar halda áfram frekari rannsóknum á þeim sviðum sem þeir voru verðlaunaðir fyrir. Pyotr L. Kapitza vinnur á rannsókn- um á háhitaeðlisfræði, andstæðu rannsókna hans fyrir 40 árum á lághitaeðlisfræði sem hann er verð- launaður fyrir. Bandaríkjamennirnir Arno A. Penzia og Robert W. Wilson, starfa báðir hjá Bell-símafélaginu í New Jersey og vinna hagnýt störf í sambandi við notkun gervihnatta þótt þeir sinni einnig rannsóknum á hugðarefnum sínum. Penzia leitar frumefna í sprengingu alheimsins í upphafi og Wilson rannsakar eðlis- fræðilegt ástand sameinda í skýjum. Nóbelsverðlaunahafarnir voru á einu máli um að vísindarannsóknir væru þarfar og heiminum til góðs. Penzia er Gyðingur og flúði frá Þýzkalandi Hitlers og sagðist hafa lært ensku af teiknimyndasögum sem allar snerust um hetjur er unnu bug á vísindamönnum sem vildu sigra heiminn. Hann kvað þessa mynd af vísindamönnum verða að breytast. „Vísindamenn eru mannlegir. Þeir hafa ekki svör við öllu og eru ekki sem leggja á ráðin um að gera heiminum illt,“ sagði hann. Kapitza sagði að hann vissi ekki hver vísindastörfin mundu leiða hann og Englendingurinn Peter Mitchell efnafræðingur sagði að vísindamenn gætu opnað leiðir sem hefðu illt eða gott í för með sér, en þeir ættu að gera það fyrir opnum tjöldum svo að allir gætu fylgzt með. Isaac Bashevis Singer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.