Morgunblaðið - 08.02.1979, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979
Ekkert Nord-
urlandaflug
í tvo daga
EKKI verður flogið innaniands í
dag til Vestfjarða og Hornafjarð-
ar og frá og með kl. 19 í kvöld og
þar til kl. 7 á laugardagsmorgun
liggur millijandaflug á leiðum
Flugfélags íslands niðri vegna
verkfallsaðgerða flugmanna.
Á morgun, fimmtudag. verður
ekki flogið til Norðfjarðar,
Egilsstaða né Vestmannaeyja og
á föstudag ekki til Sauðárkróks,
Akureyrar eða Húsavíkur og
iiggur innanlandsflug si'ðan niðri
frá föstudagskvöldi til mánu-
dagsmorguns. Ekki ráðgerðu
flugmenn að breyta þessari
áætlun sinni.
Nauðgunarkæra
dregin til baka
STÚLKAN, sem nýlega kærði til
Rannsóknarlögreglu ríkisins
napðgun, sem hún sagði að átt hafi
sér stað í veitingastaðnum Klúbbm
um, hefur dregið kæruna til baka. I
fyrstu bar stúlkan því við að óþekkt-
ur maður hefði dregið sig inn í
kyndiklefa í kjallaranum og nauðgað
sér. Síðan breytti hún framburði
sínum og kvaðst hafa þekkt
manninn. Hefðu athafnirnar í kyndi-
klefanum farið fram með hennar
vilja.
Aðeins 50 tonn af fiski til Þórshafnar á árinu:
Dagný landar ekki á Þórs-
höfn eins og lofað var
— segja heimamenn og hafa sent ráðunegtinu kvörtunarbréf
Þórshöfn, 7. febrúar.
FREMUR lítil atvinna hefur
verið hér síðan um áramót.
Tveir bátar eru á netum og
einn á línu en bæði hafa gæftir
verið stirðar og afli mjög lítill
þegar gefið hefur. Lítill fiskur
hcfur því borizt á land það sem
af er árinu eða rúm 50 tonn það
sem af er hjá þessum þremur
bátum.
Eins og kunnugt er af fréttum
var 8. nóv. gerður samningur
milli Togskips hf í Siglufirði og
sjávarútvegsráðuneytisins. Með
þeim samningi fær Dagný SI 70
þorskveiðileyfi, en það hafði hún
misst vegna þess að Togskip hf
keypti nýjan skuttogara, með
því skilyrði að hún landi afla
sínum á Þórshöfn á tímabilinu
nóvember—marz næstu tvö
árin. Útgerð Dagnýjar hefur
staðið illa við þennan samning
og ríkir hér mikil óánægja
vegna þess. Dagný hefur á þessu
þriggja mánaða tímabili aðeins
landað hér tvisvar og í annað
skiptið aðeins hluta af afla úr
veiðiferð. Fjórum sinnum hefur
hún landað afla sínum annars
staðar, þar af einu sinni í
Reykjavík.
Ástæður fyrir þessum löndun-
um annars staðar eru þær, að
eitthvað hefur bilað þegar veiði-
ferð er að ljúka og komið að því
að sigla til Þórshafnar. Bilanir á
skuttogara eru ekki óþekkt
fyrirbæri hér eins og kunnugt er
en þó fer ekki hjá því að ýmsar
grunsemdir vakni í sambandi
við þessar bilanir Dagnýjar. I
samningi þeim, sem getið var
um hér á undan, er kveðið svo á
að hafi Dagný ekki tök á að
landa á Þórshöfn, hafi Togskip
hf heimild til þess að láta hitt
skip sitt, Sigurey SI 71, landa
hér í staðinn. Það skip hefur
ekki sést hér.
Stjórn Hraðfrystistöðvarinn-
ar á Þórshöfn sendi nýlega
kvörtun um þetta til sjávarút-
vegsráðuneytisins en svörin
voru þau að báðum skipunum
var leyft að selja afla sinn í
Englandi, og eru þau nú á leið
þangað. Við höfum í sjálfu sér
ekkert á móti því að Dagný hafi
þorskveiðileyfi en sé það veitt á
þeim forsendum að hún eigi að
landa hér og því svo slegið upp
að með því sé verið að bjarga
atvinnumálum okkar, þarf það
ekki að vera í gildi lengur, a.m.k.
ekki ef þessi vinnubrögð verða
notuð.
—Ó.Þ.
1 4 f I
i . '^»2 1
■ !>> I
% n 'WfrWS Jf
' ~~ r tem t m |
Frá fundi hagsmunaaðila í sjávarútvegi með Kjartani Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra í gærmorgun.
JjL f
Ræða um friðanir
á þorskstofninum
A NÆSTIJNNI hyggst sjávarút-
vegsráðherra halda nokkra fundi
með hagsmunaaðilum í sjávarút-
vegi um mótun þorskveiði-
stefnunnar. Fyrsti fundurinn var
haidinn í ga‘r og var þar rætt vítt
og breitt um skýrslu Ilafrann-
sóknastofnunarinnar. en þar er
lagt til að þorskafli fari ekki yfir
250 þúsund tonn á árinu. Sam-
kvæmt upplýsingum, sem Mbl.
hefur aflað sér. heíur enn engin
afstaða verið tekin til þess hvort
farið verði að ráðum fiski-
fræðinga um 250 þúsund tonna
hámarksveiði. en það magn er um
Leiðrétt
varð létt
SLÆM villa kom fyrir í fyrirsögn
á viðtali Mbl. við Vilhjálm Jónsson
forstjóra Olíufélagsins hf á bak-
síðunni í gær. Orðið leiðrétt varð
að létt og gerði fyrirsögnina
illskiljanlega. Rétta fyrirsögnin
var þessi: „Olíusala stöðvast — ef
verðlagning olíuvara verður ekki
leiðrétt nú þegar.“
80 þúsund tonnum minna en
veiddist á síðasta ári.
Ýmsum þykir ekki fram-
kvæmanlegt þjóðhagslega að
minnka aflann í einu stökki niður í
250 þúsund tonn og réttara sé að
Óli Óskars RE
175 vœntanlegur
til kmdsins i dag
GAMLI síðutogarinn Þormóður
goði er væntanlegur til landsins
í dag, en skipið hefur nú fengið
nafnið Óli Óskars og einkennis-
stafina RE 175. Þormóður goði
var upphaflega smíðaður í
V-Þýzkalandi 1958, en síðustu
mánuði hefur skipið verið í
yfirbyggingu í Finnlandi og
margvíslegar breytingar verið
gerðar á skipinu. Eigandi skips-
ins er Ólafur Óskarsson útgerð-
armaður í Reykjavík. Skipið er
785 brúttólestir að stærð og
heldur væntanlega fljótlega á
loðnuveiðar. Reyndar átti skip-
ið að koma fyrir áramót úr
breytingunni, en ýmislegt hefur
orðið til að tefja komu skipsins.
byggja hrygningarstofninn
hægara upp og fara einhvern
milliveg í friðunum. Morgunblaðið
hefur heyrt töluna 280 þúsund
tonn nefnda sem hámarksveiði í
ár, en á þingi Fiskifélagsins
síðastliðið haust var rætt um það
hámark fyrir 1979. Á fundinum í
gær lýstu menn viðhorfum sínum
til friðunaraðgerða og rætt var um
á hvern hátt heppilegast væri að
standa að friðunum.
• •
Okumaður
gefi sig fram
MIÐVIKUDAGINN 31. janúar
klukkan 14.15 varð smávægilegur
árekstur á Hafnarfjarðarvegi í
Engidal. Þá lenti ljósblá station-
bifreið í árekstri við gulan Volvo,
G-10744. Báðar bifreiðarnar stopp-
uðu og þegar bílstjórarnir sáu
engar skemmdir á bílunum við
fyrstu athugun skildu leiðir þeirra.
Síðar komu í ljós smáskemmdir á
Volvo-bílnum og er ökumaður ljós-
bláa bílsins beðinn að gefa sig
fram við Rannsóknarlögregluna í
Hafnarfirði.
Loðnunót kostar það
sama og ein sundlaug
Akranesi, 7. febrúar.
TOGARARNIR Krossvík AK 300
og Ilaraldur Böðvarsson AK 12
komu af veiðum í gær og fyrra-
dag með 140 lesta afla hvort skip.
Bæði skipin voru með biandaðan
fisk og er þorskurinn vænni en
áður.
Línubátarnir hafa fengið frá 4
til 6 lestum í veiðiferð að undan-
förnu. Nótaskipið Árni Sigurður
kom hingað í dag af Austfjarða-
miðum til þess að skipta um nót.
Hann var með um 150 lestir af
loðnu og er það fyrsta loðnan, sem
berst hingað á yfirstandandi ver-
tíð.
Þess má geta, að nú kostar
loðnunót 50—60 milljónir eftir
stærð, eða álíka mikið og ein
sundlaug.
— Júlíus.
4 íslendingar í boði
Framvarðasveitanna
í Austur-Berlín
FJÓRIR íslendingar fóru í
síðustu viku á ráðstefnu Heims-
friðarráðsins í Austur-Berlín,
en ráðinu er stjórnað af
kpmmúnistasamtökum og hafa
Rússar algjöra forystu þar.
Isléndingarnir, sem fóru í boði
Ileimsfriðarráðsins, eru Árni
Bergmann ritstjóri Þjóðvilj-
ans. dr. Ingimar Jónsson íor-
maður íslenzku friðardeildar-
innar, Guðsteinn Þengilsson
læknir og Sveinn Jóhannsson.
Heimsfriðarráðinu, eða Fram-
varðasveitinni eins og það heit-
ir, er stjórnað og kostað af
samtökum kommúnista og er
það ein helzta og þekktasta
framvarðasveit þeirra. Hcfur
það mikið verið notað til þess
að vinna fólk með aðrar stjórn-
málaskoðanir á band þcirra
mála sem ráðið lcggur áherzlu
á.
í samtali við Morgunblaðið í
gær sagði dr. Ingimar, að þetta
hefði verið mikil ráðstefna með
um 500 fulltrúum frá 92 löndum.
Hann kvað austur-þýzku friðar-
nefndina hafa staðið fyrir mót-
inu og aðalmálin hefðu verið
afvopnun og slökun. „En það var
reyndar farið út í alla sálma,“
sagði Ingimar, „og m.a. var lýst
yfir stuðningi við þróunina í
Iran, Kampucheu, Víetnam,
Suður-Afríku og Nicaragua.
Einnig var fjallað um frið og
réttlæti í Austurlöndum nær og
lýst yfir almennri ánægju með
þróun mála þar.“
Dr. Ingimar sagði, að ekki
hefði verið fjallað sérstaklega
um ísland á ráðstefnunni, en
þar hefði verið góð stemmning,
enda ráðstefnan mjög glæsileg
og vel að henni staðið.
Aðspurður um kostnað við að
sækja slíka ráðstefnu sagði dr.
Ingimar að Heimsfriðarráðið
hefði kostað ferð Islendinganna
að mestu og félli það undir það
að hjálpa þeim sem væru minni
máttar.
Tillaga um nýja
ráðuneytisdeÚd
MEÐAL tillagna ráðherra-
nefndarinnar til Ólafs Jóhannes-
sonar forsætisráðherra, sem hann
er nú að vinna úr frumvarp um
ráðstafanir í efnahagsmálum, er
tillaga um að sett verði á stofn ný
deild innan félagsmálaráðuneyt-
isins, verkalýðsmáladeild.
Deild þessi á að verða tengiliður
ráðuneytisins við launþega og
verkalýðshreyfinguna og annast
öll viðskipti við hana. Upphaf
þessarar tillögu má rekja til
Alþýðuflokksmanna.