Morgunblaðið - 08.02.1979, Side 3

Morgunblaðið - 08.02.1979, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979 3 „ Gaf út fyrstu bœkurnar fyrir rúmlega 50 árum ” — segir afmælis- barnið Ragnar Jónsson í Smára 75 ára AFMÆLISBARNIÐ Ragnar Jónsson í Smára var á leið til æskustöðva sinna að Munda- koti á Eyrarbakka er okkur bar að garði á heimili hans í Reykjavík í gær en hann átti þá sjötíu og fimm ára afmæli. Ragnar kvað það sið hjá sér að fara f Mundakot á afmælinu sínu ár hvert. Ragnar tók því mjög vel að við spjölluðum örstutt við hann í tilefni þessa merka afmælis hans, en hann hefur eins og alkunna er verið einn mesti athafnamaður landsins í bóka- útgáfu gegnum árin. Því var fyrsta spurningin sem við lögðum fyrir hann, hvenær hann hefði fyrst gefið út bók og Afmælisbarnið Ragnar Jónsson í Smára ásamt eiginkonu sinni Björgu Erlingsen á heimili þeirra. Ljfem. mw.: ói.k.m. þá hvaða rit. — „Ég gaf út mína fyrstu bók fljótlega eftir að ég lauk verzlunarskólaprófi 1924 og fyrstu höfundarnir voru vinir mínir Tómas Guðmunds- son með Stjörnur vorsins, og Guðmundur Böðvarsson með Kyssti mig sól,“ sagði Ragnar. Aðspurður um 4,á höfunda sem honum væru minnis- stæðastir í gegnum árin sagði afmælisbarnið að það væru án efa þeir Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson, V.S.V., blaðamaður og skáld, sem samdi feiknin öll af ritverkum og svo auðvitað Nóbelsskáldið Halldór Laxness, en útgáfur af verkum hans losuðu hundraðið í gegnum árin. — Sagðist Ragnar sér- staklega minnast V.S.V. með hlýhug þar sem þeir hefðu þekkst frá unga aldri er þeir ólust upp saman á Eyrarbakka, en Ragnar fluttist þaðan árið 1922 þegar hann ákvað að hefja nám í Verzlunarsköla Islands. Ragnar gerði lítið úr þátt- töku sinni í tónlistarlífi borgar- innar í gegnum árin, sagðist aðeins vera mikill áhugamaður um tónlist. Hann sagðist hafa lesið mjög mikið og hefði mjög gaman af því að fara á tónleika og með þeim orðum kvöddum við afmælisbarnið og konu hans Björgu Erlingsen. Læknaráð Landspítala kynnir greinargerð sína. Ljósm. Kristján. Læknaráð Landspítalans: Geðdeildin hefur tafið byggingar- áætlun spítalans LÆKNARÁÐ Landspítalans og Rannsóknastofa Háskóians hafa sent frá sér greinargerð um byggingamál Landspítalans, hlutverk hans í heilbrigðisþjónustu og áform um sameiginlega nýtingu á nýju geðdeild- inni. Segir þar að allt nýbyggingarfjármagn hafi runnið frá árinu 1972 til geðdeildarhúss „þrátt fyrir það loforð þáverandi ráðamanna að sú framkvæmd tefði ekki byggingaráætlun Landspítalans“, segir í greinar- gerðinni og að enn hafi ekki verið hafist handa um framkvæmdir eftir byggingaráætlun er tilbúin var 1972. Læknaráð kynnti greinargerð sína á blaðamannafundi og telur að fjár- magn er fari til rekstrar spítalans sé nú illa nýtt vegna slæmrar aðstöðu á stoðdeildum og skurðdeildum og telur einu varanlegu lausnina á húsnæðisvandræðunum vera að framkvæma byggingaráætlunina og að sá hluti geðdeildarbyggingar sem enn sé ófrágenginn verði tekinn til víðtækari sameiginlegrar nýtingar en upphaflega var ákveðið. Grétar Ólafsson formaður læknaráðs sagði að mörgum þáttum væri stefnt í voða með húsnæðisskorti og mætti rekja það til þeirrar ákvörðunar heilbrigðisráðherra 1971 að láta byggingu geðdeildar njóta forgangs og þeirrar áherzlu, sem á síðari árum hefur verið lögð á byggingu heilzugæzlustöðva. Læknaráðsmenn sýndu fréttamönnum ýmsar deildir spítalans og kom m.a. fram eftirfar- andi um húsnæðiserfiðleika í sam- tölum við þá og aðra starfsmenn spítalans: Á geisladeild þar sem komu 6.500 sjúklingar sl. ár standast tæki ekki þær kröfur er gerðar eru til fyrsta flokks geisladeildar og þrátt fyrir að ráðamenn hafi fjármagnað kaup á nýjum tækjum getur ekki orðið af því fyrr en tryggt hefur verið stærra húsnæði. Þar vantar einnig viðtals- og skoðunarherbergi og aðstöðu til að hægt sé að bæta við aðstoðarfólki. Ekki er hægt að nýta nema 4 af 5 nýrnavélum sem til eru þar sem rými skortir og ekki hægt að auka starfsemi deildarinnar vegna skorts á starfsfólki. Heilbrigðiseftirlit telur aðstöðu deildarinnar óhæfa og vill að henni sé lokað. Á endurhæfingar- deild og göngudeild koma vel yfir 20 þúsund sjúklingar árlega og búa þær deildir við þröngan húsakost og hefur ekki verið mögulegt að opna þá nýju göngudeildarþjónustu sem þörf er fyrir né að nýta til fullnustu sjúkrarúm á hinum ýmsu deildum spítalans vegna aðstöðuleysis endur- hæfingardeildar. Við myndatökur á röntgendeild með gammamyndavél og ísótópa- rannsóknir er 2—3 daga biðlisti sem var áður 7 dagar áður en tekin var í notkun afkastameiri myndavél. Ekki er hægt að nýta báðar vélarnar þar eð pláss vantar. Lyfjabúrið getur ekki tekið inn nema vikubirgðir af nauðsynlegustu lyfjum og skapar það óhagræði. Læknaráð taldi að ekki hefði verið tekið tillit til ábendinga þess varð- andi úrbætur, en það hefur átt viðræður við ráðamenn vegna þess- ara húsnæðisvandræða og sagði Grétar Ólafsson formaður þess að greinargerðin hefði verið samþykkt af læknum spítalans og rannsókna- stofnunar. Sjá fyrri hluta bls. 20—21. „DERBY“ frystitækin hafa vandað yfirbragð, með haganlega lausn á hverju smáatriði eins og: * „Hermetisk1' frystiþjappa sem tryggir hámarks frystiafköst. * Ytrabyrði úr stáli, rafzinkhúðuð til ryðvarnar, búið hitarörum gegn daggarmyndun. * Innrabyrði úr hömruðu áli, en kostir þess eru ótvíræðir, ál er mjög góður varmaleiðari með afar lágan eðlisvarma, þetta flýtir djúpfrystingunni. Jafnframt er ál framúrskarandi auðþrifið. * Lokið lokast óaðfinnanlega þétt, búið jafnvægisgormum sem létta það við opnun, læsingu og ljósi. Ennfremur er yfirborð þess klætt plasthúð til prýðis og til varnar gegn rispum. * Sérstakt djúpfrystihólf er í „DERBY“, þannig má djúpfrysta ný matvæli án þess að kosta til frekari kælingu á matvælum sem þegar liggja frosin fyrir í kistunni. Þetta hraðar djúpfrystingunni og sparar rafmagn. * Einangrunin er hið viðurkennda „Pely.uretan" frauðplast. * í „DERBY" frystikistum er botninn auðvitað frystiflötur líka. FÁLKIN N SUOURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.