Morgunblaðið - 08.02.1979, Side 4
4
■
■
■
stimplar,
slífar og
hringir
Ford 4-6-8 strokka
benzín og díesel vélar Opel _
Austin Mini Peugout
1 Bedford Pontiac
B.M.W. Rambler
'Æ Buick Range Rover
Chevrolet Renault ■■
4-6-8 strokka Saab
Chrysler Scanla Vabis
■ Citroen Scout ■H
Datsun benzín Simca
09 d,esel Sunbeam B
■ Dodge — Plymouth Tékkneskar m
Fiat bitreiðar
, 1 Lada — Moskvitch Toyota
[iÆ Landrover Vauxhal.
■ benzin og diesel Volga
I Mazda Volkswagen
I Mercedes Benz Volvo benzín
■ benzín og díesel og diesel
ÞJÓI\ISSON&CO
Skeifan 17 s. 8451 5 — 84516
—Seljum—
reyktan lax
og gravlax
Tökum lax í reykingu
og útbúum gravlax.
Kaupum einnig lax
til reykingar.
Sendum i póstkrölu —
Vakúm pakkaö et óskað er
ÍSLENZK
MATVÆLI
Hvaleyrarbraut 4-6,
Hafnartirði Simi 51455
\1(.I.YSIN(;aSIMI\N ER:
22480
JHsrjjiinblníiiíi
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979
Bruce Springsteen er
Bandaríkjamaður af
ítölskum og írskum ætt-
um, en frá honum verður
sagt í þættinum Áföng-
um, sem hefst í útvarpi í
kvöld kl. 23.05. Greint
verður frá því, hvaðan
hann kemur, úr hvers
konar umhverfi tónlist
hans sprettur og mótast
cg áhrifum hans á aðra
tónlistarmenn. Leikin
verða lög eftir hann til að
mynda með Patty Smith,
Tointers Sisters
Útvarp í kvöld kl. 20.05:
„Glerbrotið,,
„Glerbrotið“ nefnist smásaga
eftir Karsten Höydal, sem Ein-
ar Bragi rithöfundur les í
útvarpi í kvöld kl. 20.05.
„Sagan ber nafn af því, að það
er gamall maður, sem er að
grafa í jörð og rekst á glerbrot
og vekur það hjá honum endur-
minningar um liðna atburði,
sem því eru tengdir," sagði
Einar Bragi aðspurður.
Karsten Höydal er meðal
þekktustu ljóðskálda Færeyinga
og hefur ekki skrifað mikið í
óbundnu máli. Hann hefur gefið
út eitt smásagnasafn og úr því
er þessi saga tekin. Hann hefur
gefið út margar ljóðabækur og
er kunnur maður í landi sínu
einnig af öðrum sökum. Hann
var lengi ritstjóri bókmennta-
tímaritsins Varðin, eða þar til
fyrir þremur árum. Höydal hef-
ur einnig skrifað mikið um
færeyska myndlist og sýningar
og er nú að rita sögu færeyskrar
myndlistar.
Höydal fæddist árið 1912,
gekk menntaveginn og lærði á
landbúnaðarháskólanum í
Kaupmannahöfn. Síðar lauk
hann námi í fiskiðnfræði og
veitti lengi forstöðu fiskrann-
sóknastofu í Thorshavn. Einnig
vann á vegum Matvælastofnun-.
ar Sameinuðu þjóðanna í Suð-
ur-Ameríku. Höydal hefur einn-
ig látið að sér kveða á stjórn-
málasviðinu en hann var lög-
þingsmaður um tíma og at-
vinnumálaráðherra í þrjú ár.
Höydal hefur oft komið til
Islands og ferðast hér um landið
svo og víða um heim. Einnig
hefur hann þýtt mikið af ljóð-
um, bæði af spænsku, íslenzku
og fleiri málum. Hann er nú
formaður færeyska rithöfunda-
félagsins, jafnframt því sem
hann er í stjórn Norræna
þýðingarsjóðsins.
Einar Bragi skáld mun lesa
sögu Karstens Höydal, Gler-
brotið, sem hefst í útvarpi í
kvöld kl. 20.05.
Útvarp í kvöld kl. 21.20:
„Hjónaband”
„Hjónaband“, leikrit eftir John Whitewood í þýðingu
Ásthildar Egilson, hefst í útvarpi í kvöld kl. 21.20.
í leiknum segir frá Margréti Peterson, en hún er að
undirbúa brúðkaup sonar síns og langar til að
fyrrverandi eiginmaður hennar, Adrian, sé þar
nærstaddur, en hún hefur enga hugmynd um hvar
hann er niðurkominn. Einnig langar hana til að sjá
hann sjálfrar sín vegna og það fær hún líka, þó ekki sé
nákvæmlega á þann hátt, sem hún hafði hugsað sér.
John Whitewood er einn af mörgum höfundum, sem
skrifa fyrir brezka útvarpið. Leikritið „Hjónaband“ —
Home is the sailor — vakti mikla athygli í Bretlandi,
er það kom fyrst fram árið 1976. Flutt hefur verið
annað leikrit Whitewood í útvarpi hérlendis, en það
var „Julia Summer", sem flutt var í fyrra.
í helztu hlutverkum í kvöld eru Helgi Skúlason,
Sigríður Þorvaldsdóttir og Gunnar Rafn Guðmunds-
son.
Leikurinn tekur klukkustund í flutningi.
Útvarp í dag kl. 15.45:
Neytendamál
Þáttur um neytenda-
mál, í umsjón Árna Bergs
Eiríkssonar, hefst í
útvarpi í dag kl. 15.45.
Þáttur þessi verður hálfs-
mánaðarlega og munu
þeir Árni Bergur Eiríks-
son og Rafn Jónsson
kennari sjá um hann
Fjallað verður um
neytendamál á innlendum
og erlendum vettvangi í
þáttunum og vilja stjórn-
endur þáttanna leggja
áherzlu á það að ná beinu
sambandi við neytendur.
Er fólk hvatt til að skrifa
þættinum um þau vanda-
mál, sem þeir verða fyrir,
en utanáskrift er:
Neytendamál, Ríkisút-
varpinu, pósthólf 120.
í þættinum í dag verður
meðal annars fjallað um
verðlagsmálin og stöðu
neytenda gagnvart þessu
verðlagskerfi, sem nú er,
en rætt verður í því sam-
bandi við Gísla Jónsson
prófessor og Svavar
Gestsson viðskiptaráð-
herra. Komið verður þar
inn á viðhorf neytenda
gagnvart verzluninni,
afkomu hennar og skýrslu
verðlagsstjóra.
EH^ HQl HEVHH
Úlvarp Revkjavlk
FIM/MTUDKGUR
8. febrúar
MORGUNNINN _____
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn.
7.25 Morgunpósturinn. Um-
sjónarmenn: Páll Heiðar
Jónsson og Sigmar B. Hauks-
son. (8.00 Fréttir).
8.15 Veðurfregnir. Forustu-
gr. dagbl. (útdr.). Dagskrá.
8.35 Morgunþulur kynnir
ýmis lög að eigin vali. 9.00
Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Geirlaug Þorvaldsdóttir les
„Skápalinga“, sögu eftir
Michael Bond (13).
9.20 Leikfimi.
9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Morgunþulur kynnir
ýmis lög; frh.
11.00 Iðnaðarmál. Umsjón:
Pétur J. Eiríksson.
11.15 Morguntónleikar: Slóv-
anska kammersveitin leikur
Concerto grosso nr. 9 op. 6
eftir Corelli; Bohdan
Warchal stj./ Cassenti hljóð-
færaflokkurinn leikur án
stjórnanda Kammerkonsert
í d-moll eftir Telemann/
Jóhannes-Ernst Köhler leik-
ur með Gewandhaus hljóm-
sveitinni í Leipzig og Orgel-
konsert nr. 4 í F-dúr op. 4
eftir Hándcl; Kurt Thomas
stj.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
SÍÐDEGIÐ
12.25 Veðurfregnir. Fréttir.
Tilkynningar.
Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Einangrun húsa. Hall-
grímur Axel Guðmundsson
tekur saman þáttinn og ræð-
ir við Hörð Ágústsson list-
málara og Jón Sigurjónsson
verkfræðing.
15.00 Miðdegistónleikar: Jósef
Suk og Alfred Holecek leika
Fiðlusónötu í G-dúr op. 100
eftir Antonin Dvorák/
Melos-hljóðfæraflokkurinn
leikur Blásarakvintett fyrir
flautu, óbó, klarínettu, horn
og fagott eftir Carl Nielsen.
15.45 Neytendamál. Umsjón-
armaður; Árni Bergur
Eiríksson.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Tónleikar.
16.40 Lagið mitt: Heíga Þ.
KVÖLDIÐ______________________
Stcphensen kynnir óskalög
barna.
17.20 Útvarpssaga barnanna:
„Saga úr „Sandhólabyggð-
inni“ eftir H.C. Andersen.
Steingrímur Thorsteinsson
þýddi. Axel Thorsteinsson
les (5).
17.40 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál. Árni Böðv-
arsson flytur þáttinn.
9. febrúar.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Robert Gordon og Link
Wray. Upptaka frá rokktónJ
leikum með söngvaranum
Robert Gordon og gítarleik-
aranum Link Wray.
21.05 Kastljós. Þáttur um inn-
lend málefni. Umsjónarmað-
ur Sigrún Stefánsdóttir.
19.40 íslenzkir einsöngvarar
og kórar syngja.
20.05 „Glerbrotið“, smásaga
eftir Karsten Höydal. Einar
Bragi les þýðingu sína.
20.30 Frá tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar íslands í Há-
skólabíói; fyrri hluti.
Hljómsveitarstjóri: Walter
Gillesen.
Einleikari: Hermann Bau-
mann.
a. Sinfónía nr. 36 í C-dúr,
Linzar-hljómkviðan eftir
Wolfgang Amadeus Mozart.
b. Hornakonsert í D-dúr eft-
ir Joscph Ilaydn.
22.05 Dæmd kona s/h (Marked
Woman). Bandarísk bíó-
mynd frá árinu 1937. Aðal-
hlutverk Bette Davis og
Humphrey Bogart. Ung
kona starfar í næturklúbbi.
Bófaíoringi eignast
skemmtistaðinn og hún hcf
ur hug á að skipta um at-
vinnu, en verður þó um
kyrrt. Þýðandi Jón Thor
Haraldsson.
23.40 Dagskráriok.
21.20 Leikrit: „Hjónaband“
eftir John Whitewood.
Þýðandi: Ásthildur Egilson.
Leikstjóri: Herdís Þorvalds-
dóttir. Persónur og leikend-
ur:
Adrian Peterson/ Helgi
Skúlason, Margrét Peter-
son/ Sigríður Þorvaldsdótt-
ir, Richard Peterson/ Gunn-
ar Rafn Guðmundsson,
Phyllis Randall/ Jónína II.
Jónsdóttir, Tom Randall/
Guðmundur Magnússon,
Kcvin Randall/ Emil Guð-
mundsson, Heather/ Tinna
Gunnlaugsdóttir, Aðrir leik-
endur: Valgerður Dan, Sól-
veig Hauksdóttir, Guðbjörg
Þorbjarnardóttir 0g
Klemenz Jónsson.
22.20 Gísli Magnússon leikur
tvö píanóverk eftir Jón
Þórarinsson.
a. Sónatína.
b. Alla marcia.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.50 Víðsjá: Friðrik Páll Jóns-
son ræðir við Þórarin Þórar-
insson ritstj. um utanrfkis-
stefnu Carters Bandaríkja-
forseta.
23.05 Áfangar. Umsjónar-
menn: Ásmundur Jónsson og
Guðni Rúnar Agnarsson.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
SKJÁNUM
FÖSTUDAGUR