Morgunblaðið - 08.02.1979, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979
7
Kommar sýna
klærnar í ASÍ
Menn Þóttust sjá pað
fyrir, að Alþýðusamband
íslands mengaðist illi-
lega, ef kommúnisti yrði
forseti Þess, Hinn stutti
ferill Snorra Jónssonar í
Þeirri trúnaðarstöðu hef-
ur sannað Það ápreifan-
lega að sá ótti var ekki
ástæðulaus. Síðasta
dæmi Þessa er kosning
fulltrúa ASÍ I stjórn
Atvinnuleysistrygginga-
sjóös. Komið höfðu boð
fré AlÞýðubandalaginu
um að fella Hermann
Guðmundsson, sem lengi
hefur setið í stjórn sjóðs-
ins við góðan oröstír, en
velja Guðjón Jónsson <
hans stað.
Þetta upphlaup strand-
aði é Því, aö Einar
Ögmundsson, sem sæti é
í stjórn ASÍ, vildi ekki
hvika fré stuðningi sínum
við Hermann, svo að
hann hélt sæti sínu í
stjórn Atvinnuleysis-
tryggingasjóðsins.
Á hinn bóginn tókst
Snorra Jónssyni að koma
fram hefndum é flokks-
bróöur sínum, Einari,
með Því að fé Guöjón
Jónsson kosinn vara-
mann Hermanns í hans
stað.
Þessi vinnubrögð eru
ekkert einsdæmi hjé
kommúnistum. Þeir hika
ekki við að ýta gömlum
baréttufélögum sínum út
í kuldann, ef Þeir makka
ekki rétt og fara eftir
sannfæringu sinni í stað
Þess að taka við línunni
að ofan.
Harölínu-
maöurinn
og ráöherrann
Oénægjan og upp-
lausnin hjé stuðnings-
mönnum ríkisstjórnar-
innar fer eins og faraldur
um landið. Harðlínu-
maðurinn Loftur
Guttormsson, lektor við
Kennarahéskólann og
bróðir iðnaðarréðherra,
er einn Þeirra, sem er
haldinn Þessari
umgangspest og getur
ekki lengur oröa bundizt.
Nýlega lét hann hafa
eftir sér í Þjóðviljanum,
að Kennarahéskólanum
„væri í raun gert ókleift
að rækja hlutverk sitt
sómasamlega, hvað Þé
heldur aö fylgja fram
Þeim breytingum é innri
starfshéttum, sem hafnar
hefðu veríð é sl. éri. Það
væri t.d. hastarlegt og
talandi tékn um élit ríkis-
valdsins é Þörfum
héskóla af Þessu tagi —
með um 400 nemendur
innanborðs — að hann
skyldi skv. nýsettum fjér-
lögum sviptur öðrum af
tveimur bókavörðum sín-
um. Þessi ékvörðun, sem
staðfestist í verki um sl.
mánaðamót, hefði lamað
starfsemi skólans og
vakið furðu og réttléta
reiði jafnt kennara sem
nemenda. Kennarar
hefðu samÞykkt é fundi
sínum harðorð mótmæli,
sem voru boðsend
menntamélaréðherra
með kröfu um tafarlausa
úrlausn Þessa méls.“
’ Kennarar og nemendur
Kennaraháskólans eru
ekki Þeir einu, sem orðið
hafa fyrir vonbrigðum
með ríkisstjórn skatt-
heimtunnar. Vitaskuld er
Það eðlilegt, að jafnvel
harðlínumenn komi Því
ekki heim og saman, að
fjérframlög, sem nytsam-
lega er varið skuli nær
alls staðar skorin við
nögl, samtímis Því sem
skattheimtan fer fram úr
Því sem éður hefur
Þekkzt.
Vonbrigði Lofts
Guttormssonar eru sér.
Þess vegna varð honum
núna fótaskortur é lín-
unni. En hann jafnar sig
fljótlega og nær jafn-
væginu aftur. Þé mun
línudansinn verða
magnaðri en nokkru sinni
fyrr til Þess að víxlsporið
litla gleymist sem fyrst.
Augun beinast
til Ragnhildar
Þaö er margt, sem
amar Þjóöviljamenn
Þessa dagana Þeir fé t.d.
engan botn í Það, hvers
vegna í ósköpunum
lektor eins og Loftur
Guttormsson er að agnú-
ast út í menntaméia-
réðherra, Þótt hann hafi
staðið sig illa. Þegar
veröld fléa sýnir sig“ flýja
sumir é néðir drauma-
heimsins og svo fer Þjóð-
viljamönnum. Þannig
Þykir Þeim gaman aö
ímynda sér, að pað sé
Ragnhildur Helgadóttir
en ekki Ragnar Arnalds,
sem fer með menntamél
Þjóðarinnar: „En hitt
verður að ételja aö
lektorar Kennara-
héskólans til hægri og
vinstri skuli innræta
verðandi kennurum Þé
skoöun, að í hvert skipti
sem sést til sólar skuli
peir reka blessuð börnin
út í mótmælagöngur og
herném réðuneyta. Þaö
gæti komið Ragnhildi í
koll pegar hún verður
tekin við menntaméla-
réðuneytinu innan tíðar.“
„Innan tíðar“ skrifar
ritstjóri Þjóðviljans, —
„mæddur í raunum sín-
um“. Ekki getur honum
Þótt Þetta skemmtilegur
draumur — líkastur
martröð — sem brýzt
upp úr djúpi sálarinnar.
Nema Þetta sé „ósjélf-
réð skrift", sem lýsir inn í
framtíðina og lætur gott
é vita.
100 ár liðin frá fæðingu
Benedikts Björnssonar
skólastjóra á Húsavík
Húsavík, 7. jan.
í TILEFNI þess að í dag, 8.
febrúar, eru liðin 100 ár frá
fæðingu Benedikts heitins
Björnssonar skólastjóra á
Húsavík minnist Gagn-
fræðaskólinn hans á ýmsan
hátt.
Nafn Benedikts mun
lengi verða tengt fræðslu-
og skólamálum Húsavíkur.
Árið 1906 fluttist Benedikt
til Húsavíkur og stofnaði
þá unglingaskóla, sem
ávallt var við nafn hans
kenndur og starfaði þar þar
til Gagnfræðaskóli Húsa-
víkur var stofnaður.
Benedikt var sérstakur
sögu- og íslenzkukennari og
íslenzkunemendur hans
þóttu bera af í móðurmáls-
kunnáttu þá þeir komu í
æðri skóla. Hann var eftir-
sóttur fyrirlesari og ræðu-
maður og fékkst við smá-
sagnagerð og orti ljóð.
Smásögurnar voru gefnar
út undir dulnefninu „Björn
austræni“. Einnig samdi
hann kennslubækur í mál-
fræði og þjóðfélagsfræði.
Auk skólastjórnar tók
Benedikt mikinn þátt í
félagsmálum og sat í
hreppsnefnd Húsavíkur í
aldarfjórðung og var odd-
viti Húsavíkur í 16 ár. í
húslóðarmálum Húsavíkur
mótaði Benedikt þá heilla-
ríku stefnu að allar lóðir
hreppsins voru leigðar með
erfðafestu en ekki seldar
svo að lóðabrask hefur
aldrei átt sér stað á Húsa-
vík.
Meðal annarra hátíða-
halda í tilefni afmælisins
sýnir Gagnfræðaskólinn
hið rammíslenzka leikrit
Nýjársnóttina eftir Indriða
Einarsson.
Benedikt andaðist 27. júlí
1941. Eftir lát hans stofn-
uðu nokkrir nemendur
hans sjóð til minningar um
hann og ber sjóðurinn nafn
hans. Árlega er veitt úr
þessum sjóði til að
verðlauna þá nemendur við
Gagnfræðaskóla Húsa-
víkur, sem skara framúr í
meðferð móðurmálsins og
þekkingu í sögu, eftirlætis-
kennslugreinum Benedikts.
Börn og tengdabörn
Benedikts hafa í dag fært
sjóðnum veglega gjöf í
í dag, 8. febrúar eru hundrað
ár Iiðin frá fæðingu Benedikts
Björnssonar rithöfundar, og
skólastjóra á Húsavík. Þessa
merka manns verður minnzt
af Kristjáni Karlssyni í Les-
bók Morgunhlaðsins innan
skamms.
minningu um foreldra sína,
Benedikt og Margréti
Ásmundsdóttur, og þrjú
börn þeirra, sem létust um
aldur fram. 8. febrúar
hefur lengi verið sérstakur
minningardagur í hugum
Húsvíkinga og verður von-
andi sem lengst.
— Fréttaritari.
ÞÚ AUGLÝSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
Völundar-
innihurðir
eru spónlagöar huröir meö eik, gullálmi, furu,
oregonpine, frönskum álmi, hnotu, teak, wenge,
silkivið o.fl. viöartegundum, eöa óspónlagöar
tilbúnar undir málningu. 75 ára reynsla tryggir
gæöin. Mjög hagstætt verö.
Timburverzlunin
Vólundur hf.
KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244
Stjórnunarfélag íslands Ék.
Tollskjöl og verðútreikningar
Dagana 14., 15. og 16. febrúar n.k. gengst Stjórn-
unarfélag íslands fyrir námskeiöi um tollskjöl og
verðútreikninga. Námskeiðið veröur haldið að Hótel
Esju og stendur yfir kl. 15—19 dag hvern.
Námskeiöið er einkum ætlaö
þeim sem stunda innflutning í
smáum stíl og iönrekendum, sem
ekki hafa mikinn innflutning. Þá
er námskeiöiö kjöriö fyrir þá sem
hyggjast starfa viö tollskýrslu-
gerö og veröútreikninga.
Fariö veröur í helstu skjöl og
eyðublöð viö tollafgreiöslu, lög
og reglugerðir þar aö lútandi,
grundvallaratriöi tollflokkunar,
veröútreikning og raunhæf verk-
efni.
Leiðbeinandi er Karl Garðarsson viðskiptafræðing-
ur.
Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Stjórnunarfélagsins
aö Skipholti 37, sími 82930.
1 öllum lengdum
Þakjárnið fæst í öllum lengdum upp að
10 metrum. Einnig í „standard" lengdum frá
6-13 fet. Höfum einnig fyrirliggjandi:
KJÖLJÁRN ÞAKPAPPA
RENNUBÖND ÞAKSAUM
BJB. fyrir þá sem byggja
BYGGINGAVÖRUR HE
Suðurlandsbraut 4.
Sími 33331. (H. Ben-húsið).